Jæja, Gylfi kann þetta ekki.

 

Öllum getur orðið á, og stundum hefnist manni fyrir að lesa fyrirsagnir á hlaupum, og gefa sér niðurstöðuna fyrirfram.

Ég get svo alveg svarið það að þegar Chamberlain kom heim til London og veifaði friðarplaggi sínu, að þá hefði mér orðið það á, ef ég hefði þá lifað, að hrópa, "Loksins mætti hann Hitler".

Því stundum er eitthvað svo augljóst að maður getur bara ekki ímyndað sér að hlutirnir séu öðruvísi.

Ég hélt til dæmis að Trump fengi 5 % atkvæða í fyrstu forkosningum repúblikana því hann laug oftar en hann sagði satt.  Og bullaði þess á milli.

Og ég hélt að Gylfi vildi verða forseti, áfram.

 

Og virkilega hafði ég rangt fyrir mér um að honum hefði ekki verið tryggður bitlingur, og virkilega vanmat ég vitsmuni hinna ófaglærðu verkalýðsleiðtoga landsbyggðarinnar.

Guðmundur Jaki var lærði bara í skóla lífsins, og fyrirrennari hans, Eðvarð Sigurðsson var sjálflærður, en enginn frýjaði þeim vitsmuna.

Svo er hreyfingin full að fólki sem trúir að Pólverjarnir trúi öllu, sætti sig við allt, og á meðan sé endalaust hægt að arðræna launafólk. 

Ekki að það hafi ekki gengið vel hjá hinu frjálsa flæði innflutnings láglaunafólks fram að þessu, en brunnar óréttlætisins hljóta að þorna upp eina og aðrir brunnar, við langvarandi þurrka óréttlætis og sjálftöku Mammonsdýrkenda.

Það er engin afsökun að benda á að fólk hafi labbað sjálfviljugt upp pýramída Aztekana til að láta skera úr sér hjartað, á öllu eru undantekningar, og fólk lætur ekki endalaust rýja sig inn að skinni.

 

En allavega, öllum verður á.

En Gylfa varð ekki á.

 

Hann bara ofmat stöðu sína.

Kveðja að austan.


mbl.is Veikir hreyfinguna gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gylfi lúffar fyrir sjálftökuliði ríkiskerfisins,

það var ekki við öðru að búast,

ekki fremur en þegar Steingrímur J. þykist eitt augnablik vera fyrir opna og gegnsæja stjórnsýslu og ekki fremur en þegar Bjarni Ben. grætur yfir sjálftöku ríkisforstjóranna, en sér ekki sína eigin sjáldtöku úr ríkissjóði....

en það er vaxandi ólga í baklandinu

Ragnar Þór með sína 30.000 félaga í VR

og Villi á Skaganum hafa ekki sagt sitt síðasta.

Svo spái ég því að Efling með sína 27.000 félagsmenn skipti brátt um forustu.

Þá verður kominn allt í allt um 60.000 manna andófshópur, auk alls þorra ófélagsbundins almennings sem hefur fengið upp í kok af viðurstyggðinni sem fámenn yfirstétt praktiserar sjálfri sér einni til handa í landi gríðarlegra auðæfa. 

Samstaða í anda Lech Walesa er hér í burðarliðnum. 

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 28.2.2018 kl. 20:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Og enn og aftur þarf ég að éta ofaní mig Símon.

Mér varð á að segja Vilhjálm Birgisson síðasta geirfuglinn í röðum verklýðsforingja, en þeim orðum er ofaukið, þeir voru allavega tveir, svo samlíkingin er ekki alveg rétt.

En þessi orð tók ég af harmsíðu Ragnar Þórs áðan.

" Sammála félagi Ragnar. Ég er orðlaus eftir að hafa setið formannafund ASÍ í dag. Þvílík vonbrigði. Er það virkilega þannig að ákveðnir formenn innan ASÍ hafii stuðning frá almennum félagsmönnum að gera ekki neitt í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga um aukna misskiptingu í þjóðfélaginu? Þess í stað sögðu þeir, söfnuum liði og berjumst þar sem samningar eru lausir um næstu áramót? Það er löngu tímabært að gera breytingar á stjórnum stéttarfélaga og kalla til fólk sem er tilbúið að berjast fyrir bættum kjörum verkafólks."

Og þessi sanna herhvöt er frá hinum skelegga formanni Verkalýðsfélags Húsavíkur, Aðalsteini Baldurssyni.

Það er byrjað á ný að renna að ósi byltingarinnar.

Og áður en mörgum augum er blikkað, áður en auðurinn snýr sér við margoft í peningabing sínum, þá mun fólk rísa upp.

Og endurheimta rétt sinn, endurheimta samfélag sitt.

Og á því millibili, þá munu skæruliða skjóta úr framhlaðningum sínum.

Nú er nauðsyn,.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2018 kl. 20:50

3 identicon

Ja, Húsavíkur Aðalsteinn hefur lengi beðið eftir félögum sínum úr forustusveit verkalýðsfélaganna.

Nú flykkjast þeir að til að koma aftur á samfélagi réttlátrar skiptingar og velferðar ... allra hér á landi, okkar allra.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 28.2.2018 kl. 22:59

4 identicon

Breiðfylkingin er að myndast gegn sjálftökuherrunum.  M.a.s. blaðamannabeibíin geta ekki annað en hrifist með, þrátt fyrir að þau hafi þjónað herrunum vel hingað til, allt vegna þess að þau eygðu enga aðra von en leggjast á spena sjálftökuliðsins, þannig fór einnig fyrir gömlum köllum sem of lengi höfðu mjatlað sér og gera svo sem enn.  En það er sem vor sé í lofti, enn á ný er von til heilbrigðara og betra samfélags. 

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 28.2.2018 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband