27.2.2018 | 14:55
Hvern krefur Bjarni nęst svara??
Svona ķ tilefni žess aš brįtt mun blįsa um vinnumarkašinn og žvķ lag aš sżna žį samfélagslegu įbyrgš aš reyna hamla gegn ofurlaunahękkunum.
Veršur žaš forseti Alžingis, forsętisrįšherra, eša hreinlega hann sjįlfur.
Kannski hęgust heimatökin aš byrja į sjįlfum sér.
Samtal sem gętti einhvern veginn veriš svona; "Bjarni, af hverju hękkušu laun žingmanna og rįšherra svona mikiš fyrir um įri sķšan?? Jį, engar afsakanir Bjarni, žaš žżšir ekkert aš skżla sér į bak viš nefnd śtķ bę, nefnd sem žś sjįlfur skipaši ķ, og fór beint eftir žeim fyrirmęlum sem žś gafst henni. Og žessi nefnd fer ekki meš löggjafarvaldiš, žiš hafiš sett lög į stéttarįtök af minna tilefni??
Gerir žś žér ekki grein fyrir žvķ Bjarni hvaš įhrif žetta hefur į vinnumarkašinn, nśna vilja allir lįglaunahópar fį žingmannahękkun?? Hugsiš žiš ekkert??? .....".
Eigi Bjarni hins vegar ekki žetta samtal viš sjįlfan sig, žį virkar žaš dįlķtil hręsni aš hringja uppķ Landsvirkjun.
Žaš er nefnilega žannig meš fordęmin, žau virka ekki almennilega ef žau eru sett fyrir annarra manna hönd, og žaš hvarflar ekki aš viškomandi aš fara eftir žeim sjįlfur.
Svona svipaš eins og žegar foreldrarnir nota sķmana sķna til aš senda börnum sķnum skilaboš į samskipaforritum um aš žau megi ekki vera of mikiš ķ sķmanum, aš žau eigi lķka aš gera eitthvaš annaš.
Stašreyndin er nefnilega sś aš hringekja vķxlhękkana toppa atvinnulķfsins og toppa stjórnkerfisins eru komin framśr öllum vitleysisgangi, hśn lifir sjįlfstęšu lķfi žar sem annar reynir aš nį skottinu į hinum, og sį réttlętir sķnar hękkanir meš žvķ aš hinn sé alveg aš nį skottinu.
Og žegar žessir toppar snśa svo bökum saman og tala um hóflegar launahękkanir fjöldans, žį virkar žaš hreinlega višrinislegt.
Ekki beint mennirnir sem geta lagt öšrum lķnurnar.
Og žessa hringekju žarf aš rjśfa.
Og žaš er ekki gert meš žvķ aš taka ašra į teppiš.
Heldur meš žvķ aš taka sjįlfan sig žangaš.
Sżna žar meš fordęmi og leišsögn.
En til žess žarf nįttśrulega leištoga.
Kvešja aš austan.
Bjarni krefur Landsvirkjun um svör | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Flokkur: Stjórnmįl og samfélag | Facebook
Um bloggiš
Ómar Geirsson
Fęrsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (22.11.): 321
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 5905
- Frį upphafi: 1399844
Annaš
- Innlit ķ dag: 288
- Innlit sl. viku: 5052
- Gestir ķ dag: 281
- IP-tölur ķ dag: 280
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Athugasemdir
„Ég geri rįš fyrir aš viš munum fį til okkar ķ rįšuneytiš skżringar į žvķ hvernig svona hlutir gerast.
En ašalatrišiš ķ mķnum huga er aš rķkisfyrirtęki eiga ekki aš vera leišandi ķ launažróun ķ landinu.“
Žetta segir Bjarni eins og hann viti ekkert um eigin sjįlfskömmtušu rķkis kjara launahękkun um 52%.
Sķmon Jónsson frį Koti (IP-tala skrįš) 27.2.2018 kl. 22:49
Jį kęri Sķmon, svo skilja menn ekkert ķ žverrandi viršingu Alžingis.
Af hverju nęr žetta fólk sér ekki uppśr hjólförum vanans og sżnir alvöru leišsögn??
Skynjar žaš ekki aš žaš er į sķšasta séns??
Kvešja aš austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2018 kl. 07:44
Žvķ mišur er žvķ sama um allt nema eigin sjįlfskömmtun, og notfęra sér rķkisvaldiš til aš mylja undir sig ... engar hugsjónir, ekkert, bara glórulaus sjįlftaka og rįn. Ekkert, bara ógeš.
Sķmon Jónsson frį Koti (IP-tala skrįš) 28.2.2018 kl. 11:16
Og allt į sinn endi.
Fyrsti kaflinn var skrįšur ķ dag.
Nśna er kominn tķmi į skęrulišana.
Kvešja aš austan
Ómar Geirsson, 28.2.2018 kl. 16:36
Oft ratar kjöftugur satt orš aš munni, Gylfi var alltaf aukaatriši mįlsins, en gat vissulega tekiš yfir oršręšuna svo gamlir lśnir skęrulišar héldu til byggša og fengu sér jafnvel tesopa, og létu ęskuna um žetta.
En žaš ER kominn tķmi į skęrulišana.
Kvešja aš austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2018 kl. 19:33
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.