Samgöngur og siðmenning.

 

Hafa haldist í hendur frá örófi alda.

Hvort sem það var hjá Inkum í Suður Ameríku, Mayum í Mið Ameríku, Persum eða hinum fornu Rómverjum, þá voru vegir lagðir, brýr byggðar og þannig hlúð að viðskiptum og öflugu atvinnulífi.

Síðan frá náttúrunnar hendi eru það sjórinn, fljótin, vötnin. Og mannshöndin hefur byggt hafnir og grafið skipaskurði á milli vatnsfalla, einn sé elsti, keisaraskurðurinn í Kína á milli Gulár og Yangtze á rætur sínar til 500 fyrir Krist, þá hann hafi ekki verið fullgerður fyrr en í byrjun sjöunda aldar.  Ennþá í notkun, hefur haft ómæld áhrif til góðs á kínverskt efnahagslíf í gegnum aldirnar.

 

Áar okkar þekktu þetta samband, og eitt af fyrstu verkum hinnar nýfrjálsu þjóðar var að leggja vegi, og byggja brýr og hafnir.  Það var þá sem landið komst inní nútímann, samgöngurnar voru forsendan.

Þetta vissu vinstri menn, þetta vissu hægri menn, um þetta var ekki rifist.

Sem reyndar er heldur ekki gert i dag, nema núna er eins og enginn á þingi viti til hvers samgöngur eru.  Vegir og flugvellir eru látnir grottna niður, samgöngur á sjó aflagðar.

 

Hvernig varð þetta svona??

Hvernig urðu menn svona víðáttuforáttuvitlausir og heimskir??

 

Svarið er ákaflega einfalt.

Dag einn fyrir nokkrum áratugum síðan, aflagði borgarlegi íhaldsflokkurinn okkar, Sjálfstæðisflokkurinn kristileg borgarleg gildi, og tók upp trúna á Mammon, og helstu spámenn hans, þá Hayek og Friedman.

Mammonsdýrkendur leggja höfuðáherslu á fjármálaleg verðmæti, þeir rækta þau í kauphöllum og þar skilja þeir gildi greiðra tenginga, og þeir nýta völd sín yfir stjórnmálum og atvinnulífi til að beina sem flestum efnislegum verðmætum samfélagsins í vasa leiðtoga sinna, sem þeir kalla hina Ríku, eða auðmenn í dagsdaglegu tali.

Í trúarjátningu þeirra er skilyrðislaus krafa um stöðugan gjaldmiðil, svokallaðan efnahagslegan stöðugleika, lág laun og lægri laun og svo lægstu laun, þeir skilgreina fólk ekki sem fólk, heldur sem neytendur þegar kemur að því að selja því eitthvað, og kostnað þegar kemur að því að borga þeim lág laun, svo hægt sé að borga því lægri laun og jafnvel lægstu laun til að viðhalda stöðugleikanum.

 

 

Mammonsdýrkendur sjá hins vegar engan tilgang í að eyða fjármunum í hina svokölluðu innviði, en neyðast til þess að einhverju marki til að halda völdum sínum yfir stjórnkerfinu.

Þeir hins vegar hafa lagt blátt bann við að góðæri ferðþjónustunnar skili sér í endurnýjun og viðhald á samgöngumannvirkjum, hagnað þjóðarbúsins, viðskiptaafgangurinn á að fylla töskur þeirra og kistla, ekki nýtast í fjárfestingu í framtíðinni.

Og þar er meinið.

 

Og meðan Mammon er hinn opinber guð þjóðarinnar og henni ber að lúta boðskap spámanna hans, þá grotnar allt niður.

Og verður auðn og myglu að bráð.

 

Ekkert flóknara en það.

Kveðja að austan.


mbl.is Viðhaldsþörf vegakerfisins brýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 109
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 3952
  • Frá upphafi: 1329483

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 3463
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband