10.2.2018 | 12:00
Landsbyggðarböggið.
Margir í 101 Reykjavík telja að fyrst að íbúafjöldi landsbyggðarinnar myndi rúmast í tveimur þremur póstnúmer í Reykjavík, að þá liggi það í hlutarins eðli að flatarmálið geri það líka.
Þess vegna ætlar til dæmis ein mannvitsbrekkan ekki að halda akstursdagbók þegar hann rúntar um borgina.
Og er það vel, og lofsvert, en mikið vit og innsæi á aðstæðum hinna dreifðu byggða þarf til að setja það lofsverða framtak í samhengi við þingmenn sem eru svo stórskrýtnir að láta sjá sig í kjördæmum sínum á öðrum tímum en fyrir prófkjör og kosningar.
En allar mannvitsbrekkurnar sameinast í fordæmingunni á akstur Ásmundar.
Enginn getur bent á misferli eða annað svínarí en það að fyrst hann sé svona stórskrýtinn hlýtur að vera ákaflega grunsamlegt.
Núna á þessum tímum þegar allir eiga að vera eins, enginn má vera öðruvísi.
Og engin spyr, hver er heildarkostnaðurinn við þingmenn landsbyggðarinnar, þegar búsetukostnað er bætt við aksturinn??
Hvert er heildarsamhengið?
Enda slíkt óþarfi þegar hægt er að ná böggi á þetta pakk þarna út á landi.
En ég ætla bara að segja eitt.
Ásmundur á að fá orðu fyrir elju og dugnað.
Það vita allir sem reynt hafa á sínu skinni hve það er mikilvægt að þingmenn rækti tengsl við kjósendur sína út i hinum dreifðum byggðum.
Þó við myndum stóra heild, þá erum við hvert fyrir sig svo smá og fámenn, að valdið, skrifræðisvaldið og skoðanamyndunarvaldið telja okkur eiga ekkert annað skilið en að framleiða útflutningstekjurnar og borga skattana okkar.
Að biðja um eitthvað á móti er frekja og tilætlunarsemi.
Þá er góður þingmaður þyngdar sinnar virði í gulli, jafnvel þó hann sé jafnþungur og Ásmundur Friðriksson.
Og þeir mættu vera fleiri.
Kveðja að austan.
Góða fólkið er bókstaflega að ærast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 506
- Sl. sólarhring: 679
- Sl. viku: 6237
- Frá upphafi: 1399405
Annað
- Innlit í dag: 428
- Innlit sl. viku: 5283
- Gestir í dag: 393
- IP-tölur í dag: 387
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mörlenskir hægrimenn eru duglegastir við að eyða fé skattborgaranna.
Þannig þykist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðfótarflokksins, eiga heima í Norðausturkjördæmi og fær fyrir það stórfé frá ríkinu en býr í Garðabænum og hefur aldrei búið á landsbyggðinni.
Þorsteinn Briem, 10.2.2018 kl. 13:38
Mörlenskir hægrimenn vilja helst starfa hjá ríkinu, til að mynda Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og þeir kunna að mjólka ríkiskúna.
23.8.2007:
"Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur um á rúmlega níu milljóna króna Audi Q7 drossíu.
Bílinn tók hann á rekstrarleigu í apríl á síðasta ári. Eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í hlutafélag yfirtók fyrirtækið skuldbindingar vegna bílsins og greiðir 202 þúsund krónur á mánuði, miðað við tveggja ára rekstrarleigu."
Þorsteinn Briem, 10.2.2018 kl. 13:57
Rétt hjá þér, Ómar. Og þar eð Steini Briem getur ekki mótmælt neinu af því sem þú segir, sem ergir hann mikið, þá kippir hann inn strámannarökunum og hnýtir í Sigmund Davíð, sem hvorki fréttin né færslan fjallar um.
Pétur D. (IP-tala skráð) 10.2.2018 kl. 14:04
Takk fyrir innlitið Steini.
Blessaður Pétur D.
Svona er þetta bara, tómstundagaman fólks er misjafnt.
Kveðja að austan.
PS. Ég skrifaði þetta mest fyrir Halldór verkfræðing svo hann þurfi ekki alltaf að hrista hausinn yfir skrifum mínum.
Ómar Geirsson, 10.2.2018 kl. 15:53
Dagur er nú alveg á því að allir í Ráðhúsinu séu í vinnu annars staðar "Innan borgarkerfisins eru fjölmörg dæmi þess að starfsmenn hafi ráðið sig í aukavinnu hjá nágrannasveitarfélögum eða öðrum aðilum samhliða starfi hjá Reykjavíkurborg" laun fyri 100% vinnu Ráðhúsinu, laun fyrir 100% vinnu í Kópavogi osv. Það er von að það þurfi að stytta vinnuvikuna í Reykjavík
Grímur (IP-tala skráð) 10.2.2018 kl. 18:48
Blessaður Grímur.
Allt gott og blessað, og örugglega margt um þetta að segja.
En þó ég hafi byrjað á að nefna 10 Reykjavík, sem er svona samheitarskammarheiti hjá okkur út á landi, þó í raun enginn, eða allavega mjög fáir viti hvað það merkir, þá var ég nú samt ekki að fjalla um Dag.
En ef bloggið rumskar aftur við sér fyrir kosningar, þá mun Dagur örugglega fá pílur hjá mér, ég er ekki búinn að fyrirgefa honum holuna sem sprengdi dekkið hjá stóru systir minni í Ártúnsbrekkunni.
Það er nefnilega svo margir sveitarstjórnendur sem halda að við kjósendur séum til fyrir þá, en ekki öfugt.
Láttu okkur vita það hér á Neskaupstað eftir síðustu Exel skipulagsbreytingarnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2018 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.