Trumpvæðing sjálfstæðismanna.

 

Að gera þá svona heimskari en þeir eru frá náttúrunnar hendi er meginstef varnar Valhallar í Sigríðarmálinu.

Áður en lengra er haldið þá er best að taka fram að Trumpvæðing, það er að magna upp forheimsku fólks með því að afneita staðreyndum og ala á staðleysum, segir ekkert um heimskustig fólks fyrir.  Og heimska okkar er hluti af mennskunni, það er að vera maður.

 

Núna í morgunsárið rakst ég á þessa frétt á stuttu vafri mínu um Moggabloggið, dagsgömul en pistill málaliðans okkar hér á Moggablogginu, þess hlutverks er að tjá þær skoðanir sem hann fær borgað fyrir, og gerir það vel svo eftir er tekið, innhélt annan af kjarna forheimskunnar sem Valhöll heldur að dyggum flokksmönnum.

Ég vitna sjaldan í pistla annarra, en þessi smíð Páls Vilhjálmssonar skorar hátt í hinum margslungnu fræðum áróðursins og má alveg vera höfð orðrétt eftir;

 

"Þverpólitísk lögfræðielíta ætlar að ákveða skipan dómskerfisins á fundum þar sem ekki eru færðar fundargerðir, nema eftir dúk og disk. Þoku er hulið hvernig elítan kemst að niðurstöðu, hvaða hrossakaup eru á bakvið tjöldin.  ......

Eina pólitíska aflið sem stendur gegn sjálftöku sérfræðingaveldisins er þjóðarflokkurinn, sem réttilega kennir sig við sjálfstæði."

 

Tilefnið er skúbb Morgunblaðsins að önnum kafnir starfsmenn ráðuneytanna, höfðu ekki gefið sér tíma til skrifa formlegar fundargerðir eftir minnispunktum sínum.  Og það tilefni var notað til að plata hrekklausa sjálfstæðismenn, því lætt að þeim að hrossakaup bak við tjöldin hafi ráðið niðurstöðum nefndarinnar, því ekki er ljóst hvernig hún hafi komist að niðurstöðu sinni.

Bara svona létt skautað fram hjá þeirri staðreynd að niðurstöðu nefndarinnar fylgdi greinargerð uppá 117 blaðsíður, og Sigríður Andersen notaði niðurstöður nefndarinnar við skipan sína, bæði þá sem hún skipaði eftir tillögum hennar, sem og til að rökstyðja frávik sín frá niðurstöðum hennar.  Enda sagði hún að vinna dómnefndar hefði verið frammúrskarandi og vitnaði í orð Hæstaréttar máli sínu til stuðnings.

En hvað er ein staðreynd milli vina þegar Valhöll ákveður að fífla dygga flokksmenn.

 

En öllu alvarlegra er þegar hrekklausu sjálfstæðisfólki er talið í trú um að að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn sem standi í lappirnar gegn sjálftöku einhvers sérfræðingaveldis og núna síðast ætli einhver þverpólitísk lögfræðielíta að ákveða skipan dómskerfisins.

Eins og engin séu lögin og reglur þar um.

Nú er það svo að ný lög um dómstóla tóku gildi 1. janúar síðastliðinn, fyrir utan ýmis bráðabirgðaákvæði sem tóku fyrr gildi, og í þeim lögum segir margt og mikið og þar á meðal þetta;

"III. kafli. Skipun dómara.

11. gr. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara. Ráðherra skipar fimm aðalmenn og jafnmarga varamenn í dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara, landsréttardómara og héraðsdómara.".

Og á vef stjórnarráðsins má lesa þetta um dómnefndar;

"REGLUR um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti.

4. gr. Sjónarmið sem mat dómnefndar skal byggt á.

Í umsögn dómnefndar skal tekin afstaða til þess hvaða umsækjandi eða umsækjendur séu hæfastir til þess að hljóta umrætt dómaraembætti. Dómnefnd skal gæta þess við mat sitt að samræmis sé gætt þannig að jafnræði sé í heiðri haft. Niðurstaðan skal byggð á heildstæðu mati á grundvelli málefnalegra sjónarmiða og skal þar byggt á verðleikum umsækjenda með hliðsjón af menntun og reynslu, ráðvendni, hæfni og skilvirkni í starfi, eins og nánar greinir m.a. hér á eftir: 1. Menntun, starfsferill og fræðileg þekking. Við mat á menntun, starfsferli og fræðilegri þekkingu skal dómnefndin miða við að æskilegt sé að umsækjandi hafi fjölbreytta starfsreynslu á sviði lögfræðinnar s.s. reynslu af dómstörfum, málflutningi eða öðrum lögmannsstörfum, störfum innan stjórnsýslunnar eða fræðistörfum. Miðað skal við að umsækjandi hafi til að bera almenna og víðtæka lögfræðilega þekkingu og menntun. Þá skal litið til þess hvort umsækjandi hefur stundað framhaldsnám.".

 

Og þá er það stóra spurningin, sem hægt er að spyrja um á krossaprófi;

Hver samdi þessi lög??

A. Alþingi.

B. Þverpólitísk lögfræðielíta.

 

Þeir sjálfstæðismenn sem geta ekki verið svo heimskir í þágu flokksins, að krossa við B, myndu þá kannski segja, en voru það ekki bara voðalegir vinstrimenn sem settu þessi lög um dómstóla.  Eins og þar með séu lög þjóðarinnar ómarktæk.

Því er til að svara að eldri lögum um dómstóla var breytt í tíð síðustu ríkisstjórnar og svona til að gefa hint um hver var dómsmálaráðherra þá, áður en ég set þá spurningu upp í krossapróf, að þá sagði viðkomandi ráðherra þetta í umræðu um að setja í hin nýju lög ákvæði um kynjakvóta;

"„Ég er ekki talsmaður þess að menn bindi það í lög að velja eigi einstakling eftir kyni fremur en hæfni. Ég hef fulla trú á því að konur jafnt sem karlar uppfylli öll þau hæfisskilyrði sem eðlilegt er að leggja til grundvallar við skipan dómara.“".

Það eru fáir sem hafa kjark til að fara gegn rétttrúnaðinum, en þessi ráðherra hafði hann.

 

Og núna spyr ég, ver var þá dómsmálaráðherra og hafði forgöngu um setningu hinna nýju laga þar sem gert var ráð fyrir að dómnefnd mæti hæfi umsækjenda.

A. Þverpólitísk lögfræðielíta.

B. Sigríður Andersen.

C. Aðrir þingmenn en Sigríður Andersen.

 

Út frá pistli Páls Vilhjálmssonar er svarið augljóslega A það er þverpólitísk lögfræðielíta, og í anda Trump gengur sú vitleysa ljósum logum í málflutningi flokkstryggra sem upplifa sig í stríði við sérfræðingaveldið.  Líkt og þeirra flokkur hafi ekki verið í stjórn í áratugi og ekkert komið nálægt lagasetningu.

Vissulega aðdáunarverð tryggð að spila sig fífl í þágu málstaðarins.

 

En ekkert er án fórna.

Og vegna þessara yfirgengilegra árása á heilbrigða skynsemi fólks, við þá vafasama iðju að verja flokkshygli, vinarhygli og gjörspillingu, þá drýpur fylgið hægt og rólega af flokknum.

Flokkurinn sem var einu sinni þjóðarflokkurinn, það er miðað við stærð og völd, er það ekki lengur.

 

Og á meðan ekkert er lært.

Endalaust hjólað í sömum hjólförunum.

Þá fær ekkert stöðvað þá uppdráttarsýki.

 

Og til hvers er þá barist.

Og varist.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Neitar að afhenda gögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn í dag er dapurleg sjón, samsafn ríkisjötuliða, kerfisliða og málaliða.  Í Sjálfstæðisflokknum er enginn sjálfstæður maður lengur.  Í grasrót Sjálfstæðisflokksins er allt hélað af kremlískum jötuvoðungum.  Sorgleg sjón.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 11.2.2018 kl. 14:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Sjálfsagt allt rétt Símon.

En gleymum samt aldrei að hann á góðan hóp stuðningsfólks.

Heiðarlegt gott íhaldsfólk.

Kannski á það betra skilið, kannski er það ánægt með ástandið eins og það er.

Og skilur þar með ekkert í þó það verjist og verjist, kvarnast fylgið áfram ofaní gröfina.

En gott fólk engu að síður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2018 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 1321532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1299
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband