9.2.2018 | 08:45
ESB Guðlaugur.
Ítrekar stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart Evrópusambandinu.
Allt nema rétturinn til að fá að mæta í kokteilboð.
Því til þess þarf fulla aðild að sambandinu, og pólitískar aðstæður í Sjálfstæðisflokknum gera ESB Guðlaugi og öðrum forystumönnum Sjálfstæðisflokksins það ekki kleyft.
Þetta kallast að fórna minni hagsmunum, það er mega ekki mæta í kokteilboð með Merkel og co, fyrir meiri, sem er að halda völdum í Sjálfstæðisflokknum.
Fyrir allan þann ávinning sem fylgir þeim völdum, þá gæti hið óhugnanlega gerst fyrir auðinn, að andstæðingar Evrópusambandsaðild yrðu kosnir þar til forystu.
Og Íslendingar segðu sig úr sambandinu með því að segja upp EES samningnum.
Hundstryggðin er það mikil að þegar ESB sýnir vöndinn og lætur utanaðkomandi aðila fá betri samninga en greyin sem fá ekki að mæta í kokteilboðin, þá lítur ESB Guðlaugur á þá hirtingu sem tækifæri.
Þetta hefði ekki einu sinni Eiríkur Bergmann látið út úr sér.
En líklegast vegna þess að hann hefði bent á hinn augljósa ágalla, að fyrst þjóðin er hvort sem er í Evrópusambandinu gegnum EES samninginn, þá sýndi þessi hirting ágallana við að stjórnmálamen okkar fengju ekki frían kokteil af og til í Brussel.
Gott og vel.
Það er svo sem ekki fallegt að gera grín að tvöfeldni og sjónhverfingum stjórnmálamanna sem eru í þeirri klemmu að kjósendur þeirra vilja annað en hagsmunaöflin sem kosta frama þeirra í stjórnmálum.
Þessi dilemma Sjálfstæðisflokksins er örugglega þeim erfið.
Nær væri að spyrja þennan almanna sem skálar reglulega á mannamótum yfir því að flokkur hans er á móti aðild að Evrópusambandinu, hvernig getur hann verið svona vitlaus.
Í alvöru talað.
Það er sök sér að bakka upp nakta keisara eins og í Sigríðarmálinu, það er jú einu sinni hluti af hefð flokksins.
Fólk sér alveg lögbrot hennar og veit að skandall hennar var vegna vinahygli og líklegast höfðu þeir sem hent var út í kuldann gert eitthvað á hlut hennar, vina hennar eða á annan hátt verið óæskilegir fyrir hagsmuni.
Fólk er ekkert vitlaust þegar það segir annað, það segir bara vitleysu.
Og á því er alveg grundvallarmunur.
En þeir sem segjast vera á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, því þeir vilja ekki að þjóðin sé í Evrópusambandinu, en á sama tíma styðja EES samninginn, þeir eru bara vitlausir.
EES samningurinn er enginn fríverslunarsamningu, hann er full aðild að öllu regluverki sambandsins, það eina sem vantar uppá er meint bein áhrif örþjóðar á ákvörðunartöku sambandsins.
Áhrif sem alveg fræðilega er ekki hægt að útiloka að verði að lokum mæld í öreindahraðlinum í Sviss en eru ekki mælanleg í dag.
Við erum í ESB, að halda öðru fram er bara bull.
Og auðmjúkir aðildarsinnar, þó þeir kalla sig stuðningsmenn EES samningsins, þeir æmta ekki einu sinni þegar ESB virðir ekki einu sinni hjáleiguna viðlits.
Þeir þjóna bara, þeir samþykkja bara.
Og sækja svo fylgi með að gagnrýna ofregluvæðinguna sem þeir sjálfir samþykktu.
Og stimpluðu sjálfkrafa sem lög frá Alþingi.
Og vitleysingarnir trúa þeim.
Kveðja að austan.
Kanada nýtur betri kjara en Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 42
- Sl. sólarhring: 625
- Sl. viku: 5626
- Frá upphafi: 1399565
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 4799
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er hann réttnefndur ESB-Guðlaugur? Það er skelfilegt, ef rétt er!
Jón Valur Jensson, 9.2.2018 kl. 10:20
Æ fleiri sjá hið augljósa: Enginn flokkur er meiri ESB flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn.
Þess vegna hunsaði hann að þjóðin fengi að greiða atkvæði um EES samninginn
og þess vegna stendur hann ætíð í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um já eða nei við ESB aðild.
Því ESB flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, veit að meirihluti þjóðarinnar myndi segja Nei við aðild lands og þjóðar að ESB. Slíkt hugnast ekki ESB flokknum, öfugmæla flokknum, Sjálfstæðisflokknum.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 9.2.2018 kl. 12:13
Sjálfstæðisflokkurinn vill að tollar á íslenskar sjávarafurðir verði nú felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.
En flokkurinn vill að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörur frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.
Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 12:40
Undirritaður hefur búið víða á meginlandi Evrópu og tómt bull að matur þar sé verri eða hættulegri en hér á Íslandi, enda gilda reglugerðir Evrópusambandsins um matvæli á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, einnig hérlendis.
Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 12:42
Síðastliðinn mánudag:
"Innflutningur á svínakjöti jókst um 40% á síðasta ári og er nú hlutdeild þess á markaði hér á landi kominn yfir 25% en innlenda framleiðslan hefur lítið aukist á síðustu árum á sama tíma og erlendum ferðalöngum hefur fjölgað ört.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar segir að þörf veitinga- og gististaða fyrir beikon í morgunmat fyrir stöðugt fleiri ferðamenn eigi þátt í því að innflutningur á svínakjöti hafi stóraukist á síðustu misserum.
Innflutningur á öðru kjöti hefur einnig aukist verulega, svo sem á nautakjötinu, en 35% aukning varð á innflutningi þess á síðasta ári."
Þorsteinn Briem, 9.2.2018 kl. 12:43
Blessaður Steini.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2018 kl. 12:58
Blessaður Jón Valur.
Hvað á maður að segja um hinn eindregna stuðningsmanns EES samningsins, svo mikinn að hann kallar þann hjáleigusamning hornstein íslenskra utanríkisstefnu.
Það hefur varla farið framhjá þér hvað hollenski (að mig minnir, nenni ekki að fletta því upp) prófessorinn sagði sem kom hingað og hélt fyrirlestur í haust. Afhverju viðurkenna menn ekki staðreyndir í íslenskri umræðu.
Allt regluverk ESB er í EES samningnum, hvað er þá eftir?
Endursagt með mínum orðum, þess vegna ekki innan gæsalappa.
Í þessu máli þurfa forystumenn Sjálfstæðisflokksins að ljúga, allavega meðan þeir eru meðal vor, þeir Styrmir, Björn og Davíð, en af hverju ættu aðrir að ljúga að sjálfum sér?
Bara spyr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2018 kl. 13:40
Segðu Símon.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2018 kl. 13:41
Nei, Styrmir, Björn og Davíð ljúga ekki um þessi EES-mál, eða telurðu þig geta sannað upp á þá lygi?
Hitt er vanþekking hjá þér, að allt regluverk ESB sé í EES-samningnum.
Jón Valur Jensson, 9.2.2018 kl. 14:59
Blessaður Jón Valur.
Eitthvað hefur þetta farið öfugt ofaní þig. Ég benti á þá Styrmi, Björn og Davíð sem eina skýring þess að forysta Sjálfstæðisflokksins þorir ekki að sýna sitt rétta eðli, eftir að þeir þreminningar fóru gegn forystunni á sögufrægu landsþingi flokksins í janúar 2009, þegar það átti aðeins að vera formsatriði að fá landsfuninn að samþykkja tillöguna um að sækja um aðild að ESB.
Og ef ég man rétt, þá voru þeir Björn og Styrmir vondaufir, eða alveg þar til að Davíð, sá úthrópaði, mætti í salinn.
Það tók hann 5 mínútur eða svo, enda langsterkasti stjórnmálamaður þjóðarinnar frá því þeir stóru voru og hétu, að jarða tillögu flokksforystunnar.
Þú getur flett uppá þessu Jón Valur, enginn sem stýrir flokknum í dag, mælti gegn þessari tillögu, og þeir Bjarni og Illugi, voru í hópi þeirra sem stóðu fyrir henni.
Hins vegar hélt ég Jón Valur að þú værir ekki lengdur tengdur flokknum, og þyrftir ekki að ljúga hans vegna.
Hélt að þú værir meira að segja ESB andstæðingur.
En mér hefur líklegast skjátlast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2018 kl. 15:59
Ég skil ekki hvað þú ert að rugla gagnvart mér, vinur.
Ég verð ævinlega harður Evrópusambandsandstæðingur, ennfremur andvígur EES og (ólíkt Birni) Schengen.
Og ekki hef ég gengið aftur í Sjálfstæðisflokkinn -- engin ástæða til.
En vel stóð Eyþór Arnalds sig í gær gagnvart frekjunni Degi B.
Jón Valur Jensson, 9.2.2018 kl. 16:34
Eini ruglandinn hjá mér Jón Valur er að lesa orð þín.
Menn þurfa að vera heitir í trúnni til að láta þetta út úr sér; "Hitt er vanþekking hjá þér, að allt regluverk ESB sé í EES-samningnum."
Og mér finnst það stórskrýtið að þú skulir ekki þekkja til umræðunnar í Noregi þar sem ESB andstæðingar þrýsta mjög á að Noregur segi sig frá EES samningnum, áður en sjálfstæði landsins rennur endanlega í einhverja reglugerðarskrifborðsskúffu í Brussel. Ögurstund sjálfstæðis þeirra er innlimun orkuiðnaðarins undir fjórfrelsið, sem verður þá fimm frelsið.
Lygavaðallinn er allavega ekki að villa þarlendum ESB andstæðingum sýn.
Síðan hefðu ummæli þessa hollenska prófessors, eða hvaðan sem hann var, ekki átt að fara framhjá neinum alvöru ESB andstæðingi að í gegnum EES samninginn væri Ísland í raun aðili að sambandinu. Og þessi prófessor var sérfræðingur í málefnum ESB.
Þetta minnir mig svoldið á kommúnistana sem héldu því fram á sínum tíma að lönd eins og Austur Þýskaland og Búlgaría, eða Pólland og Ungverjaland hefðu verið sjálfstæð og óháð ríki á dögum Sovétsins.
Nema flestir sem ég þekkt til, trúðu ekki vitleysunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2018 kl. 18:30
Styrmir Gunnarsson hefur margbent á það að afturköllun umsóknar Íslands að ESB hefur aldrei átt sér stað, nema sem vandræðaleg skeytasending, án formlegrar staðfestingar og hefur þó Sjálfstæðisflokkurinn haldið um stjórnartaumana í síðustu þremur ríkisstjórnum. Segir allt sem segja þarf um öfugmæla flokkinn.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 9.2.2018 kl. 19:49
Nei Símon, það segir ekkert til um öfugmæli flokksins.
Rifrildið um hvort þjóðin eigi að sæti við kokteilborð ESB, þessu þar sem leiðtogar smærri þjóða, svona þjóða undir 55 milljónir íbúa, mæta til að eiga möguleika til að vera myndaðir við hliðina á Merkel, eða vera í fókus nálægt henni.
Eða hugsanlega að fá að tala við hana, í svona 5 sekúndur eða svo,.
Þetta tilgangslausa röfl, um eitthvað sem er bara sjónhverfing, er til þess eins að afvegleiða umræðuna, á meðan lög og reglur landsins eru hægt og rólega samlöguð evrópska regluverkinu þar til að lokum að aðeins umbúðirnar eru öðruvísi. Það er eins og enginn hafi horft á Star Trek, og séð hvernig Borgararnir fóru að þessu.
Það er rétt að landbúnaður okkar var ekki aflífaður á stundinni, heldur svona hægt og hljótt, sem er oft gert þegar þrjóskir eiga í hlut. Ætli innflutninginn á sýklunum sé ekki efnið í síðasta líknaglann.
Og það er rétt að sjávarútvegurinn okkar er ekki undir hæl byggðastefnu ESB, heldur er frekar eins og alvöru atvinnugrein eins og útflutningsiðnaður Þjóðverja.
Látinn í friði.
Ennþá.
Á meðan samlögunin gengur yfir.
Við munum fá á okkur kæru á næstu 10 árum þar sem ESA úrskurðar að við séum að brjóta eitthvað frelsið, og þá verður opnað hægt og hljótt, á meðan sú samlögun gengur yfir.
Borgararnir vissu alveg hvað þeir voru að gera, ein vitund, einn hugur.
Eitt Brussel.
En restin af regluverkinu er okkar.
Við höldum bara að við ráðum einhverju.
Og það eru hin raunverulegu öfugmæli.
Að viðurkenna ekki staðreyndir.
Að kalla ekki ESS samninginn sínu rétta nafni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2018 kl. 23:04
Öfugmælin eru að kenna flokkinn við sjálfstæði.
Og DO hirðir silfurpeningana á meðan samlögunin, sem þú nefnir svo, gengur endanlega í gegn.
Maðurinn kom jú EES samningnum í gegn og er og verður ætíð maður smjörklípunnar.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 9.2.2018 kl. 23:34
Það eina sem DO vill ekki að nefnt sé
er einmitt hið augljósa,
að við erum búin að innleiða allt reglugerðafarganið. Aðeins hinn formlegi gjörningur eftir.
Og það er einmitt það sem hann vill ekki að nefnt sé.
Því þá sjá allir hið augljósa, keisarinn er nakinn.
Og það er nú einmitt þess vegna sem hann er höfuðpaur sýndarmennskunnar, að deila og drottna.
Veit að þetta vilja ekki trúgjarnir gamlir kallar heyra. Þeir eru blindaðir af áru keisarans.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 9.2.2018 kl. 23:52
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, látúnsbarki Davíðs,
hefur hvíslað því stöðugt í eyru hans að hann, Davíð, búi yfir allri hinni mestu slægð sem Machiavelli ritar um í bókinni um Furstann.
Og Hannes þekkir sinn Davíð jafnvel og frjálshyggjuböðlana, hina efnahagslegu hryðjuverkamenn, þá sem þú hefur nefnt innlendu leppana.
Vituð ér enn, eða hvat?
Vandamálið fyrir þá er hins vegar að æ færri flokksmenn kjósa flokkinn, þeir æ fleiri sjá í gegnum smjörklípuaðferðina, fylgið hrynur.
Læt þetta duga að sinni.
Með kveðju, Símon Jónsson frá Koti.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 10.2.2018 kl. 01:04
"Símon frá Koti" er einfaldlega Evrópusambandshimpigimpi sem falsar hér staðreyndir.
En eins og Bjarni Jónsson verkfræðingur hefur bent á hér á Moggabloggi eru nú tilkomnar nýjar og enn sterkari ástæður til að gera það sama og Norðmenn gagnvart þeim breyttu aðstæðum: að endurskoða EES-samstarfið og hvort ekki sé rétt að segja upp samningnum. ESB er smám saman að breyta vinnuaðferðum þarna sér í hag til að sniðganga okkur enn meira í ákvörðunum.
Sjá hér þessa stórmerku grein Bjarna: 26.1.2018 | 10:51
EES-samningurinn verður sífellt stórtækari
Jón Valur Jensson, 10.2.2018 kl. 07:16
Nei, þetta er ekki að falsa staðreyndir Jón Valur, þetta eru staðreyndir, þegar búið er að svipta hulunni af loddaraleiknum.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 10.2.2018 kl. 07:49
Nei, ég er og var algjörlega andvígur EES samningnum sem Davíð þvingaði í gegn, enda er ég andvígur því að Ísland verðu innlimað í ESB alríkið.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 10.2.2018 kl. 08:14
ESB Guðlaugur hefur nú skipað Árna Pál framkvæmdastjóra uppbyggingarstarfs EES.
Hvaðan tilskipunin kom er óljóst,
en ESB Guðlaugur kvittaði undir og án þess að auglýsa stöðuna.
Samstæðisflokkurinn sér vel um sína.
Vituð ér enn, eða hvat?
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 10.2.2018 kl. 12:17
Fátt betra og hressandi fyrir sálina en hressileg skoðanaskipti félagar í andstöðunni við ESB.
Við skulum vona Jón Valur að þyrnirósarsvefn ykkar EES stuðningsmanna ljúki áður en ekkert verður eftir af sjálfstæði þjóðarinnar til að vernda.
Símon, ég held að EES hafi ekki verið hugsað í upphafi sem liður í samlögun, heldur viðskiptasamningur með ágöllum, og þá málamiðlun í Viðeyjarstjórninni. Og Davíð er sannarlega á móti ESB, hann hefur einfaldlega sýnt það.
En hvenær afneitun staðreynda fór að vera ígildi stuðnings líkt og hjá ESB Guðlaugi veit ég ekki, en það eru þó nokkuð mörg ár síðan.
Ef þú heyrir eða lest stuðning við EES, hvort sem það er hjá Styrmi eða Davíð, þá er það afhjúpun. Segja allt um hvað að baki býr ásýndinni.
Borgari.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2018 kl. 15:51
Ég dreg ekki heiðarleika Styrmis í efa,
en hvenær hefur Davíð mælt gegn fjórfrelsi EES samningsins?
Samningsins sem hann kom sjálfur á.
Hefur hann mælt gegn honum? Hvenær?
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 10.2.2018 kl. 16:21
En vitaskuld væri það ánægjulegt ef Davíð tæki upp á því berjast af krafti gegn EES samningnum. Það er ekki nóg að hæðast að innleiðingu allra lagsbálkanna og reglugerðavaðalsins, hálaunamaðurinn garderaður í bak og fyrir, en neita alltaf að horfast í augu við það að það er og var óhjákvæmileiki EES samningsins sem hann sjálfur þvingaði í gegn.
Það væri saga til næsta bæjar, ef hann tæki þá baráttu upp og aktaði þá heiðarlega um eigin hlut. Það er sagan sem beðið er eftir, en vitaskuld verður hann að eiga það við eigin samvisku.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 10.2.2018 kl. 17:53
Svona jafn oft og Styrmir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2018 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.