Góða fólkið býður heim.

 

Telur það sína kærleika sinn og mannúð að hér sé opið hús.

Sérstaklega vegna þess að það getur haft af því mikinn gróða, haldið niðri launum hins voðalega undirmálslýðs, sem gengur undir skítyrðinu, "hinir ómenntuðu".

Það þarf varla að borga fyrir að skíturinn sé hreinsaður, hvort sem það er á heimilum þess, skólum, sjúkrahúsum. en kannski ekki alveg eins víðtækt hjá fyrirtækjum því þar má ennþá finna ærlegt fólk sem telur verkamanninn verðugan launa sinna.

Sérstaklega er góða fólkið hrifið af Evrópusambandinu og stefnu þess um samnefnara hins lægsta, lægstu laun, skítlegur aðbúnaður, og er því starfsmannaleigur ýmiskonar, sem og alþjóðleg svokölluðu þjónustufyrirtæki (heita alþjóðlegum nöfnum þó stutt sé í íslenskan ósóma), til dæmis í ræstingum, mjög vinsæl hjá góða fólkinu.

Góða fólkið fékk til dæmis víðtæka gæsahúð þegar fréttir bárust að flest hús í Reykjavík væru byggð án þess að faglærður kæmi þar nærri, ekki að það væri ekki iðnaðarmenn, en sökum hinnar evrópsku skilvirkni vöru þeir á strípuðum verkamannatöxtum.

Sparnaðurinn maðurinn, sparnaðurinn.  Gróðinn maður minn, gróðinn.

 

Og það hvarflar ekki að góða fólkinu að mennta börn þessa fólks.

Jú vissulega fær það inni í íslenska skólakerfinu, þó það væri.

En að eyða þeim fjármunum sem þarf í upphafi til að annars vegar að koma börnunum almennilega inní hið nýja mál, sem og að veita þeim mannsæmandi kennslu á móðurmálinu, það er ekki gert.

Það er ekki gert það sem þarf að gera því það kostar pening.

Þetta fólk er hugsað til að græða á, og ekki er verra að rækta nýja kynslóð láglaunavinnuafls innanlands.

Því hinn ómenntaði er hinn ánauði bóndi gærdagsins og þrællinn frá því fyrradag.

 

Þannig fara saman hagsmunir auðs og góða fólksins.

Enda kemst ekki slefan á milli þess í áhuganum að taka upp hinar evrópsku þrælareglur, kenndar við frjálst flæði.

Einhver þarf jú að vinna skítverkin, og einhver þarf jú að græða.

 

 

Svo er ekki verra að fá pening í að gera skýrslur sem skíta út gott starf skólakerfisins, sem og vopnabúr í þeirri leitni þjóna auðsins í stjórnmálastéttinni, að fjársvelta enn meir hið opinbera skólakerfi, til ryðja brautina fyrir hið einkarekna kerfi elítunnar.

En skólakerfið okkar er gott, ég veit það sem faðir tveggja drengja sem eru á fermingaraldrinum.  Það hlúir vel að börnum okkar, og kemur þeim til þroska.

Og það blasir við öllum, nema þeim sem hafa hagsmunagleraugu á nefi, að þjóðin er vel menntuð, og krakkarnir okkar standa sig vel þegar þau koma í erlenda háskóla.

Okkur gengur vel að innleiða nýja tækni, og á öllum mælikvörðum kemur samfélagið okkar vel út.

 

Svona skýrslur eru til þess eins samdar að vega að skólakerfinu.

Þjónar auðsins notuðu svona kjaftæði til að vega að menntaskólakerfinu, tóku gleðina og þroskann út með því að stytta námið í 3 ár, svo hinir svokölluðu sérfræðingar yrðu varla komnir með skeggrót þegar þeir kæmu út í atvinnulífið.

Og núna er komið að því að útrýma gleði og hlátri úr grunnskólakerfinu með kröfunni um aukna skilvirkni.

 

Það hefur allt tilgang.

Líka svona umræða.

 

Látum ekki Óbermin komast upp með hana.

Kveðja að austan.


mbl.is Menntamál fá falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband