8.2.2018 | 16:13
Eru Píratar orðnir ga ga??
Af hverju dúkkar þessi umræða um Landsdóm allt í einu upp??
Er það til að losna við að tala um kjarna málsins, opinbera rannsókn á spillingunni kringum dómsmálaráðherra?
Ráðherra sem gekk gegn skýrum lögum um að henni bæri að tilnefna hæfustu umsækjendur í Landrétt, og notaði tækifærið til að skipa eiginmann náinnar samstarfskonu til margra ára, þó hann væri með falleinkunn frá dómnefnd, og eiginkonu þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem svona dúsu fyrir að sá var ekki valinn dómsmálaráðherra, þrátt fyrir að vera mun hæfari til þeirra starfa en Sigríður.
Síðan er er það algjörlega óútskýrt af hverju Ragnheiður Bragadóttir var tekin fram yfir Söndru Baldvinsdóttir sem var fyrir ofan Ragnheiði á lista dómnefndar og af hverju Ásmundur Helgason var tekinn fram yfir Jón Höskuldsson, Jón miklu ofar á lista dómnefndar sökum víðtækrar starfsreynslu sinnar.
Hvaða skuld eiga þessir flokksdómarar að gjalda, eða greiddu þeir fyrir frama sinn??
Hver veit, því ekkert er rannsakað.
Og þetta mál allt sama er óþarflega farið að minna barnaníðingsmálið sem felldi síðustu ríkisstjórn, þá sló Sjálfstæðisflokkurinn vörð um þöggun, því úldin ýsa lá undir steini.
Hví er slegin svona skjaldborg um Sigríði, sem vílaði sér ekki að brjóta lög til að hygla, og laug síðan að þingi um ástæður sínar, og hefur ítrekað logið að þjóðinni um alvarleika lögbrota sinna.
Píratar gera sig út fyrir að vera rebelar, en það er lítil uppreisnarandi í mjálmi og málflutningi eins og þessum, sem virðist til þess eins gerður að gera sig að fífli.
Þeim er lófa lagið að leggja fram rökstudda tillögu um opinbera rannsókn á stjórnsýsluspillingunni í kringum Sigríði Andersen.
Í stað þess að væla um liðna daga þegar eitthvað var til sem hét Landsdómur. Þjóðin fékk nóg af því eftir hin pólitísku réttarhöld yfir Geir Harde.
Samþykki Alþingi ekki tillögu þeirra, þá er ljóst hvaða þingmenn taka þátt í að hylma yfir stjórnsýsluspillinguna.
Æra þeirra mun falla með Sigríði því ljóst er að bæði samfélagið og Hæstiréttur munu aldrei viðurkenna Landsrétt á meðan flokksskipaðir dómarar þrásitja þar. Því á meðan ekkert er rannsakað, þá veit enginn hvernig þeir munu endurgjalda flokksgreiðann.
Og Píratar munu loks komast á flug sem alvöru andófsflokkur, en ekki mjálmandi kjölturakki samtryggingarinnar, þess hlutverk að hindra að alvöru baráttufólki nái fótfestu á þingi.
Það er nefnilega svona mál sem dæma fólk, sem dæma flokka.
Það er nefnilega miklu meira undir en fall Sigríðar, sem er óhjákvæmilegt.
Það er líka æra þeirra sem horfðu á og sögðu ekkert.
Allavega ekki neitt af viti.
Kveðja að austan.
Enginn vilji til að nýta landsdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 38
- Sl. sólarhring: 624
- Sl. viku: 5622
- Frá upphafi: 1399561
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 4795
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, og hafa alltaf verið. Aular og snúast í hringi eins og aular og raggeitur að auki.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 8.2.2018 kl. 23:19
Hvernig skyldi traust á Hæstarétti hafa þróast síðursu ár?
Mér finnst vaxandi vantrú á réttinum vera að grafa um sig eftir því sem meira ljós beinist að einstökum dómurum.
Halldór Jónsson, 9.2.2018 kl. 04:09
Var það ekki bara þegar Markús var forseti réttarins Halldór, og þegar fólk sá mynd af honum þá hélt það alltaf að þar færi einn af Bjarnabófunum.
En Hæstiréttur stóðst prófraunina eftir Hrun, dæmdi þjóðinni í vil í örlagaríkum málum, sbr gengisviðmiðunina og neyðarlögin. Svona í heildina höfðu hrægammarnir og þjónar þeirra ekki erindi sem erfiði í málarekstri sínum.
En þeir reyndu margt, eitt af því var að vega að æru einstakra dómara, lepparnir í fjölmiðastétt áttu að sjá um þann áburð, og hræra upp moldviðri.
En það tókst ekki, frekar að það skerpti á reglum réttarins um hagsmunatengsl.
Sem er bara ágætt.
En það sem þú ert að ýja að er slagur Jón Steinars við fyrrum meðdómara sína. Hefur kannski áhrif hjá einhverjum innan flokks þíns, en þetta virkar svona út á við, það er ekki fyrir innvinklaða, eins og kytrur milli stríðandi fylkinga innan Sjálfstæðisflokksins, en eins og þú veist hafa menn stríðað þar í fjölda ára, Gunnar og Geir, Albert og rest, Davíð og Þorsteinn, nefndu það bara.
En það er gæfa þjóðarinnar að eiga menn eins og Jón Steinar, sem hafa kjark að fara gegn hinu viðtekna með rökum og málfylgjum.
Það var líka gæfa þjóðarinnar að hann var ekki í meirihluta i réttinum á sínum tíma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2018 kl. 07:59
Blessaður Símon.
Ég held að þú sért að vísa í sömu forsendur og ég að ekki renni mikið stríðsblóð Mongóla í þeim svo ég noti orðalag þess mæta manns, Óskars Helga.
En þó þetta séu ekki miklir stríðsmenn, og ég leyfi mér að efast um tilgang þeirra á þingi, þá er þetta nú bara fínasta fólk sem vill vel, og hefur talað um margt þarft.
Það er bara á stríðstímum sem það virkar ekki, og sérstaklega á tímum þar sem við berjumst fyrir tilveru samfélaga okkar og mennskunnar, þá ættu þeir eiginlega að sinna öðru.
Ætli maður endi bara ekki sem stuðningsmaður sósíalistaflokks Gunnars Smára, hann gæti hugsanlega flutt með sér stríðsaxir á þing, og látið ófriðlega.
Ættfaðir okkar Hriflunga, hann skrifaði nú róttæka stefnuskrá Alþýðuflokksins, í árdaga réttindabaráttu launa og verkafólks. Þá vissu menn að orð Nallans voru þrungin merkingu, og ákall um betri heim alþýðunni til handa. Ekki skemmtisöngur eins og nú þegar hann er sunginn á fylleríshófum VinstriGrænna.
Við skulum efla Pírata til dáða með réttmætum skömmum, ekki draga úr þeim þá litlu döngun sem þeir þó hafa.
Þeir gætu komið á óvart í þessu máli.
Það er allavega öruggt að hinir stjórnarandstöðu flokkarnir gera það ekki, þeir eru alltof uppteknir að búa um rúmin og gera allt klárt fyrir að fara í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum.
Því þetta aumkunarverða fólk þekkir ekki vitjunartíma sinn, og þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2018 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.