Flytjum inn, flytjum inn.

 

Allt mögulegt og ómögulegt.

Sérstakleg það sem við getum framleitt sjálf með miklum sóma.

 

Flytjum inn þrælkunina, ömurlegan aðbúnað, baneitruð eiturefni.

Flytjum inn allan ömurleikann og örbirgðina.

 

Skiljum svo ekkert í að örbrigðin verði okkar.

Ömurleikinn okkar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Meirihluti tómatanna fluttur inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hefur búið víða á meginlandi Evrópu og tómt bull að matur þar sé verri eða hættulegri en hér á Íslandi, enda gilda reglugerðir Evrópusambandsins um matvæli á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, einnig hérlendis.

Bændablaðið 30.1.2018:

"Í haust greindust tveir plöntusjúkdómar í tómatrækt hérlendis. Um er að ræða veiruna Pepino Mosaic Virus (PepMV) og spóluhnýðissýkingu (Potato Spindle Tuber Viroid - PSTVd).

Niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar gefa til kynna að veirusmitið af völdum PepMV eigi sér sameiginlegan uppruna og sé útbreitt meðal tómatræktenda hérlendis.

Sjúkdómarnir eru ekki skaðlegir fólki en geta valdið miklum afföllum í tómatrækt."

Þorsteinn Briem, 8.2.2018 kl. 12:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn mánudag:

"Innflutningur á svínakjöti jókst um 40% á síðasta ári og er nú hlutdeild þess á markaði hér á landi kominn yfir 25% en innlenda framleiðslan hefur lítið aukist á síðustu árum á sama tíma og erlendum ferðalöngum hefur fjölgað ört.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar segir að þörf veitinga- og gististaða fyrir beikon í morgunmat fyrir stöðugt fleiri ferðamenn eigi þátt í því að innflutningur á svínakjöti hafi stóraukist á síðustu misserum.

Innflutningur á öðru kjöti hefur einnig aukist verulega, svo sem á nautakjötinu, en 35% aukning varð á innflutningi þess á síðasta ári."

Þorsteinn Briem, 8.2.2018 kl. 13:30

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Líkt og á dögum einokunar eru þeir sem hagnast á innflutningi með undirtökin. Í þeim Bónus sem ég versla hurfu íslenskir tómatar fyrir nokkrum mánuðum, þannig að ég er hættur að éta tómata þó svo að þeir fáist óætir á Costco verði.

Magnús Sigurðsson, 8.2.2018 kl. 15:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Tall fyrir innlitið Steini.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2018 kl. 16:17

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið rétt Magnús.

Hérna hjá okkur á Norðfirði  þá var plága sem hét innfluttir tómatar, því búðin tilheyrir keðju sem örugglega græddi ríflega á innflutningnum.

En einn daginn hættu þeir að fást, og ég spurði verslunarstjórann, og hún svaraði, ég nenni ekki að vera með vöru sem aldrei er hægt að treysta, stundum skemmdist hún um leið og hún kom.

Þeir voru reyndar praktískir á einn hátt, það var hægt að kaupa þá í stykkjatali, og stundum vantaði manni bara einn tómat, og þá keypti ég þá.

Þetta er dálítið málið, við erum að flytja matvæli um langan veg, og eftir því sem gróðavæðingin eykst, þá alltaf um lengri og lengri veg, gæðin misjöfn en verðlagið oft heillar.

En hvað liggur að baki verðlaginu??

Sjúkdómar sem haldið er niðri með óhóflegri sýklalyfjagjöf, eiturefni og þrælavinna.

Bæði í Evrópu, hvað þá ef sunnar er farið.

Fólki er kannski sama því siðgæði okkar fer oftar og oftar að komast fyrir í litlu akarni, það er þegar það mælist.  En hvað ætlum við að gera þegar til dæmis tælenskir kjúklingar, framleiddir í stórbúum sem eru lifandi tímasprengja sjúkdóma, þar sem bein þrælavinna er mjög útbreidd, hafa drepið niður alla alifuglarækt í Vestur og Norður Evrópu??  Svo einn daginn hætta þeir að berast því þeir eru allir dauðir þegar síðasta pensillínið er hætt að virka??

Svona spurning sem við Evrópubúar verðum að horfast í augu við, svona áður en við látum græðgiöfl frjálshyggjunnar steindrepa alla innlenda framleiðslu??

Og hvað ætlum við Íslendingar að gera þegar hágengi ferðamannasprengjunnar er búið að drepa niður alla innlenda framleiðslu, og er farið að éta upp sjálfa gullgæsina, ferðamannaiðnaðinn?

Það er miklu auðveldara að drepa niður framleiðslu en að byggja hana upp??

Bara vegna stundargræðgi og gróða Örfárra.

Þó siður sé í útrýmingarhættu, þá er ég að meina raunverulegur siður að þekkja rangindi og hafna þeim, ekki siðinn sem kenndur er við hræsni góða fólksins, þá ættum við allavega ekki að vera heimsk.

Við höfum einstakan matvælaiðnað. 

Og við eigum að vernda hann.

Fyrir sjúkdómum, og fyrir ódýrum innflutningi.

Fjölmörg víti til varnaðar ættu að kenna okkur það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2018 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 1538
  • Frá upphafi: 1321546

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1311
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband