Hvernig er hægt að tala um leiðtogakjör?

 

Þegar aðeins einn leiðtogi er í boði??

 

En Kjartan Magnússon á skilið Eljuverðlaunin fyrir þrotlausar tilraunir sínar, sem ná langt aftur á síðustu öld, til að ná æðstu metorðum innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

Þetta kallast maður sko að gefast ekki upp.

En ég spái því að hann verði hættur að reyna þegar ný öld rennur upp, og þá ekki vegna skorti á staðfestu, heldur vegna líffræðilegra vandamála.

En þangað til mun hann ekki missa móðinn.

 

Hins vegar er fróðlegt að sjá hvort gamla fólkið muni ráða úrslitum.

Andstæðingar flokksins munu ekki gráta það.

Og ekki heldur holurnar í malbikinu.

Meiri svona spurning um flokkinn sjálfan.

 

En hvað um það, ég hefði kosið Elliða Vignisson ef hann hefði verið í framboði.

Það er töggur í honum, og hann talar mannamál.

Og er landsbyggðarmaður.

 

En ég er víst ekki með atkvæðisrétt.

Og Elliði ekki í framboði.

 

En samt.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Kosning hafin í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver þessi eini leiðtogi sem er í boði Ómar?

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 19:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað segir þú Símon, tókst mér að gleyma að segja frá því á hlaupunum, ásamt því að feðra Elliða vitlaust.

Eða hélt ég að allir vissu það?

Man það ekki.

En ég var að henda inn pistli þar sem svarið kemur.

Allt sagt af umhyggju fyrir Sjálfstæðisflokknum, allir hinir flottu íhaldsmenn sem ég hef hitt og umgengist á lífsleiðinni, eiga það inni hjá mér að ég sé sá vinur sem til vamms segir.

En það er greinilegt að Styrmir er ekki sá vinur, annars hefði hann veitt Birni Vali stuðning sinn, reyndar með óbeinum og mjög óljósum hætti, en ekki gert grín að kallinum.

Reyndar er þarft verk að gera grín að Birni Vali, þann arma bretavinnumann.

En samt, ekki þegar þjóðarhagur krefst heilbrigðar skynsemi.

Og forystu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.1.2018 kl. 20:21

3 identicon

Gott svar, svo sem vænta mátti frá þér.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 20:32

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Því má kannski bæta við að þessir pistlar mínir um leiðtogakjörið voru alltaf hugsaðir saman, og ég hugsaði stefið í þeim í gærkveldi, það er sá seinni ef Eyþór myndi vinna.

Og sem einfaldur maður, sem takamarkar því umfjöllunarefni mitt við örfá þema, stundum bara eitt, þá ber allt af sama brunni.

Og meira um þann brunn seinna, þegar fréttir dagsins bjóða uppá að meira sé ausið úr honum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.1.2018 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 294
  • Sl. sólarhring: 787
  • Sl. viku: 6025
  • Frá upphafi: 1399193

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 5107
  • Gestir í dag: 238
  • IP-tölur í dag: 235

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband