Hatar Samfylkingin byggðirnar??

 

Eða hvernig á að skýra hinar endalausu aðfarir þessa meinta félagshyggjuflokks að undirstöðuatvinnuvegum landsbyggðarinnar??

Ef það er ekki reynt að koma landbúnaðinum á hausinn, þá skal ganga frá sjávarútveginum í þeirri mynd sem við þekkjum.  Frá margbreytileika yfir í fákeppni ofurfyrirtækja sem hafa öll ráð byggðanna í hendi sér.

Gera fólk að þrælum stórfyrirtækja, gera þjóðina bjarglausa í vasa innflytjenda.

Ganga þannig erinda auðs og auðmanna.

 

Það eru skýringar á samþjöppun auðs í heiminum á hendur örfárra.

Skýringarnar eru ekki bara hugmyndafræði auðsöfnunarinnar, kennd við frjálshyggju.

Því hugmyndafræði dugar ekki ef enginn tekur undir hana, ef engir eru þjónarnir.

 

Það skýrir fjármögnun útrásarvíkinganna í byrjun þessara aldar.

Það skýrir stuðninginn við Evrópusambandið sem hefur fjórfrelsið sem sína trúarjátningu.

Þjónkun og þjónusta.

Eitthvað svo augljóst, eitthvað svo auðskýrt.

 

En óskýrð er sú ráðgáta afhverju þessi þjónn auðsins nýtur stuðnings fólks á landsbyggðinni, er það ein birtingarmynd sjálfskaðaheilkennisins. ?

Að fólk kjósi hana í stað þess að skera sig?

 

Eða af hverju margir útskýra stuðning sinn með því að segjast vera berjast gegn frjálshyggjunni og frjálshyggjuöflunum.

Hvernig fer það saman að berjast gegn frjálshyggjunni, og kjósa yfir sig frjálshyggju??

Er það sjálfsblekkingarheilkennið margfræga?

 

Allavega er þó gott að loks sé kominn fram formaður sem ekki er að fela stefnu flokksins.

Nauðgar ekki hugsjónum jafnaðarmennskunnar til að afla flokknum fylgis.

Og vonandi verður hann sjálfum sér samkvæmur og styður þær hugmyndir að Samfylkingin þurfi að skipta um nafn svo kjósendur glöggvi sig betur á stefnu hennar og hugmyndafræði.

 

Frjálshyggjufylkingin er gott orð.

Kveðja að austan.


mbl.is Í lagi þótt einhver fyrirtæki fari á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Samfylkingarfólk, eru það ekki latte lepjandi heimskingjar á kaffihúsum Reykjavíkur?

Hrossabrestur, 23.1.2018 kl. 17:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit ekki Hrossabrestur.

Ég rekst nú annað slagið á nokkra, og ekki fer ég mikið á kaffihús.

Og svei mér þá held ég að Logi sé þingmaður minn, það er NorðAustur kjördæmis.

Svo það er spurning um sjálfskaðann eða sjálfsblekkinguna.

Eða blöndu af hvorutveggja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2018 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1412767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband