You are not alone.

 

Það er enginn einn, nema kannski mannkynið í úniversinu.

Það eru skilaboð þessa fundar, skilaboð þessa átaks.

Ef rétt er á málum staðið verður þetta átak upphaf af heimi þar sem ofbeldi er ekki liðið, hvorki kynbundið, einelti, líkamlegt, valdtengt, eða annað þar sem fólk þarf að sæta áreitni eða ofbeldi af hálfu samferðafólks síns.

 

Það verður hins vegar ekki nema fórnarlömb ofbeldis hafi kjark til að hafna því, og nota þau úrræði sem samfélagið býður uppá til stuðnings og til að stöðva ofbeldisfólkið.

Það verður ekki ef konur falla í þá gryfju að tengja ofbeldisfólkið við stærri heild, til dæmis að ofbeldismaður sem er karl, þýði að karlar eru ofbeldismenn.

Það verður ekki nema ef ofbeldismenningin og ofbeldisfólkið sé króað útí horni, og gert upp við það án þess að það nái að verja sig með því að falla inní annan og stærri hóp.

 

Það var mikið klappað í Borgarleikhúsinu þegar sagt var frá ungri konu sem lét ekki bjóða sér áreitið, og sagði frá, og eins og segir í fréttinni "Hún hefði látið sam­starfs­fé­laga sína vita, auk yf­ir­manna, þar sem hún fékk frá­bær­an stuðning".  Nýleg saga, gerðist þannig séð í dag.

En þær konur sem þögðu í gær mættu íhuga, hvað hefði gerst ef þær hefðu sagt Nei, í stað þess að láta ofbeldið yfir sig ganga??  Hefðu þær hlotið svona stuðning?? Eða var engin meining að baki stefnu fyrirtækja og voru lög landsins hjóm eitt, og fór ekkert að virka fyrr en umræðan fór á Tvitter??

Þær mættu íhuga hvað margar konur sögðu Nei í gær, fyrradag og þar áður.  Þær fengu kannski ekki hlutverkin þar sem var þuklað á þeim, eða stöðuhækkun gegn kynlífsþjónustu, eða klapp á bakið sem þæga stúlkan sem var hægt að áreita.  En þær gengu hnarreistar að vettvangi, sjálfum sér trúar.

Og kannski hefði kynofbeldið ekki grasserað svona lengi, ef þær hefðu verið Not alone.

Það er nefnilega hollt að spyrja; AF HVERJU, allavega ef vilji er til að leysa ráðgátu, vilji til að láta hlutina ekki falla aftur í sama farið.

 

Mér er minnisstætt samtal sem ég átti við jafnöldru mína svona um miðjan níunda áratug síðustu aldar, var óska henni til hamingju með útskriftina, en hún var að útskrifast sem viðskiptafræðingur, og ég vissi ekki annað en að henni biði stöðuhækkun hjá því fyrirtæki sem hún hafði unnið hjá á sumrin, og síðan með námi við góða orðstír.  "Nei ég er hætt sagði hún, ég lét ekki bjóða mér að strákur sem hafði útskrifast um leið og ég, með mun síðri einkunnir, nýráðinn til fyrirtækisins, fékk starfið, en mér var boðið launahækkun, ef ég ynni sem aðstoðarmaður hans".  Því það þurfti jú hæfni og reynslu til að sinna starfinu.

Ég hef ekki hitt hana síðan, en ég horfði á eftir sterkri og glæsilegri konu halda áfram út í lífið, vitandi að svona konur myndu breyta heiminum.

En það breyttist greinilega alltof lítið, og karlar eru sagðir sekir.

En er það svo?? 

Liggur sektin ekki víðar??

 

Til dæmis í skort á sjálfsgagnrýni.

Eða alhæfingum.

 

Allavega þá líða fleiri fyrir ofbeldismenninguna en konur.

Það líða allir fyrir hana.

Sérstaklega framtíð barna okkar.

 

Það er lofsvert að snúa bökum saman og segja frá.

Og mikið vildi ég óska þess að þessi smánarblettur á okkur mannkyninu, kynbundið ofbeldi heyrði sögunni til.

 

Að upplifa samkennd og samstöðu er fyrsta skrefið.

Megi fleiri skref fylgja í kjölfarið.

Kveðja að austan.


mbl.is Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 726
  • Sl. sólarhring: 763
  • Sl. viku: 6310
  • Frá upphafi: 1400249

Annað

  • Innlit í dag: 662
  • Innlit sl. viku: 5426
  • Gestir í dag: 628
  • IP-tölur í dag: 614

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband