9.12.2017 | 12:21
Þekktur nafngreindur einstaklingur.
Er ásakaður um að vera kynóður, og ekki sá fyrsti.
Hvort ásakanirnar séu sannar eður ei, þá er það því miður satt að margir karlmenn eru ákaflega "þreifnir" í merkingunni að þeir nota hvert tækifæri ti að þreifa á hinu kyninu.
Og ef þessu á einhvern tímann að linna, þá þarf að segja Nei, og segja frá þegar þetta gerist.
En ekki seinna með þeirri aumu afsökun að viðkomandi hafi selt sig fyrir hlutverk eða stöðu eða annað sem fólk notar til að réttlæta að það kyngdi áreitinu og ofbeldinu.
Það er reginmunur á svona ofbeldi og því ofbeldi sem beinist af þeim sem geta ekki varið sig, sökum aldurs, fötlunar, neyslu eða hvað það er sem gerir fólki ókleyft að verjast ofbeldinu.
Og þegar lærðar konur vísa í eitthvað sem þær kalla ólíka valdastöðu, eins og viðkomandi einstaklingar hafi verið í vistarböndum eða ánauð, að þá er ekki til í raun stærri réttlæting á þeim gömlu fordómum að konur séu veikara kynið og eigi þar að leiðandi að fá sértæka meðferð, eins og þeir geti ekki varið sig sökum aldurs, æsku eða fötlunar.
Þetta er slúður, ekkert annað, feisum það.
Það getur hver sem er ásakað hvern sem er.
Mig langar að rifja upp það sem ég las á vísindavefnum í gær um gyðingaofsóknir á Spáni;
"En aðrir múslímar og Gyðingar völdu þann kost að vera kyrrir í landinu og taka kristna trú. Spænska krúnan efldi Rannsóknarréttinn til að hægt væri að fylgjast með því hvort þessir nýkristnu Spánverjar væru í raun og veru trúskiptingar. Það dugði til að fara á bálköstinn í helstu þjóðarskemmtun Spánar á þessum tíma, brennuhátíðum rannsóknarréttarins, ef nágranninn hélt því fram að trúskiptingurinn neitaði að borða svínakjötsbita sem honum var boðinn, en hvorki sanntrúaðir Gyðingar né múslímar neyta svínakjöts. Að lokum var búið að útrýma öllum sem grunaðir voru um gyðinglega eða múslímska siði og þá fór að duga að vera fjarlægur afkomandi Gyðings eða múslíma til að fara á bálköstinn; skemmtunin varð að halda áfram."
Og það er hægt að rifja upp hvernig ástandið var í Austur Þýskalandi á sínum tíma, þegar fólk var jafnvel farið að ásaka náungann sem fyrirbyggjandi ráðstöfun, svona til að draga úr líkum á að verða sjálft ásakaðað.
Spyrja má hvort allar ásakanir séu slúður, eru þær ekki sannar??
Og örugglega eru þær það að stórum hluta, kynofbeldi hefur greinilega gegnsýrt ýmsa kima samfélags okkar. En þó einkenni þess sé að stærri hluta kynferðislegt gagnvart konum, þá beita karlkyns ofbeldisseggir líka kynbræður sína ofbeldi, hroki, hæðni, lítillækka, einelti, háðsglósur og líka líkamlegt ofbeldi ef viðkomandi rís gegn ofbeldisseggnum.
Ofbeldi er rangt, og það á að segja Nei við því.
Það á að skila skömminni til ofbeldismannanna, hrekja þá út í horn, fá þá til að leggjast í hýði.
Og ofbeldi er ekki kynbundið, það er eins og að konur fatti ekki að á fyrri tímum voru fáar konur í þeirri stöðu að geta beitt ofbeldi, nema þá gegn sínum nánustu, sem þær hafa gert samviskusamlega samkvæmt félagslegum rannsóknum.
Eðli málsins vegna voru flestir ofbeldismenn í áhrifastöðum karlmenn, og fyrirtækjamenning hefur ýtt undir ofbeldishegðun þeirra.
Í dag er þessi munur óðum að þurrkast út, konur eru komnar til að vera, og miðað við fjölda þeirra í háskólum, til að taka yfir.
Og kvenkyns yfirmenn beita ofbeldi útí eitt, séu þær þannig linntar.
Eða er einhver sem heimskur í dag að trúa því að einelti sé bara bundið við stráka??
Slúður, að segja frá sem gerðist, ásaka án þess að viðkomandi geti á nokkurn hátt varið sig, er hugsanlega réttlætanlegt til að stöðva gerendur dagsins í dag, til að hjálpa núverandi fórnarlömbum þeirra.
Ég held að fáir gráti Weinstein, hvílík skepna í mannsmynd, en á sér fjölda bræður og systur, kallast siðblindingjar, sem terrorista heilu vinnustaðina.
Stundum þarf að gera fleira en gott þykir að stöðva slík skrímsli, en þá þarf fólk að hætta að kynbinda ofbeldið, Harry Weinstein óð líka yfir kynbræður sína á skítugum skónum. Karlmenn verða líka fyrir ofbeldi, fyrirtækjasjálfsmorð það er sjálfsmorð þar sem viðkomandi bregst við ofbeldi á vinnustað með því að svipta sig lífi, eru ekki bundin við konur.
Langt í frá, í Japan allavega eru karlmenn þar í miklum meirihluta.
Eins má segja að ef það á að stöðva óeðli innan ákveðinna fyrirtækja, eða atvinnugreina eins og menningar og lista, og það óeðli hefur ekki látið undan nútímanum og breyttum viðmiðum hans, þá er fátt í stöðunni en að fólk taki sig saman og nafngreini verstu skrímslin.
En að nota orðið karl, eða karlmenn yfir þá, sem heita herra X eða Cosby, lyfjanauðgarar eða þaðan af verri ómenni, er alltaf skot í fótinn.
Er orðið valdatæki sem nýtur sér meint ofbeldi, eða sannarlegt ofbeldi, til að koma höggi á, skapa úlfúð, skapa sér valdstöðu.
Og er eitthvað ómerkilegra en það að nýta sér ofbeldi einstaklings til að ná sér niður á hópi fólks. Eða hafa rasistarnir bara rétt fyrir sér þegar þeir kveikja í íbúðablokk hælisleitanda því þeir fréttu af því að innflytjandi hafi nauðgað konu á skemmtistað?
Slúður og slúðurblöð hafa alltaf fylgt menningu okkar.
Heilu fjölmiðlarnir lifa á slíku eins og Sun í Bretlandi.
Aðrir telja sig ábyrgari, og gera greinarmið á slúðri og frétt.
Með öðrum orðum þá sannreyna þeir slúðrið.
Morgunblaðið var einu sinni svona fjölmiðill.
Morgunblaðið er ekki lengur svoleiðis fjölmiðill.
Og það er miður.
Kveðja að austan.
Kvöld eftir kvöld fór ég heim og grét | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 2023
- Frá upphafi: 1412722
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1776
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjölþreifnir eru fáir,
fegnir á blómann þó líta
hugljúfra -- háir sem lágir
hughrifin varla sýta!
Er hver sá, sem dömu dáir,
dóni sem rétt er að grýta
og fiðringar gamlir og gráir,
gleymdir, nú sök til að víta?
Nei! Rustar og ráðamenn háir
reglum þó skulu hér hlíta!
PS. Illa upplýstur var sá sem skrifaði þessa lýsingu á Vísindavefinn.
Jón Valur Jensson, 9.12.2017 kl. 19:09
Nei Jón Valur, ég held ekki (það er vísindavefinn).
En hitt erum við sammála um, að hér er vel ort.
Og hafðu mikla þökk fyrir það.
Það er nefnilega þannig hér á Moggablogginu að fólk er vissulega ekki sammála um allt, en það getur tjáð sig, og fengið tjáningu á móti, án þess að allt sé í hund og kött.
Það hefði ekki hvarflað að mér að skrifa þessa pistla mína, sem meira að segja náðu að hreyfa við Jóhanni þó hann örugglega telji mig argasta kommúnista, ef ég væri á víðavangi hins pólitíska rétttrúnaðar.
Ég nenni ekki að eyða orku minni í þeim ruglanda.
Kýs frekar staðfestuna og íhaldssemina sem hér ræður ríkjum, og ekki get ég kvartað yfir viðmóti eða viðbrögðum þeirra sem eru virkir hér í þessu ágæta bloggi.
Kíki stundum á meinstrím umræðuna, og spyr mig stundum, "hvað er að þessu fólki??!!".
Þar er allavega ekki vel kveðið eins og hjá þér í kvöld, og ég verð að segja, að þú heiðrar mig núna með miklu betri kveðskap, en þegar ég taldi þig geta gert betur.
Og betri gerðir þú Jón Valur, brást strax við umkvörtun minni.
Stundum finnst mér að fólk skilji ekki mikilvægi hvors annars, að hér sé hægt að tjá ólíkar skoðanir, og samt finna samnefnara.
Skilji ekki hvað það er flott og frábært.
Vísa þá ekki í jákvæðni Gísla Marteins, heldur mín eigin viðhorf.
Ég hef lesið, og les alla hérna sem eru virkir á Moggablogginu, líka þá sem eru ekki mikið lesnir. Hvort sem þeir eru til vinstri eða hægri, eða eru að kljást við þinn vanda Jón Valur, að vilja halda í forn gildi, en góð gildi.
En vissulega er ég misvirkur í lestri mínum, heilsan spilar þar stóra rullu. Bein virkni mín er aðeins brotabrot af innlitum mínum og lestri.
En þegar safnast saman, þá les ég mér til skilnings, til dæmis kemur það mjög oft fyrir, því við erum alls ekki eins, að ég les pistla þína án þess að tengja mig við efni þeirra eða niðurstöður, en ég sanka að mér rökin, og skil miklu dýpra hver heilsteyptur maður og samkvæmur sjálfum þér þú ert Jón Valur.
Núna hefði ég frekar kosið að þú hefðir tekið undir krossferð mína gegn pólitískum rétttrúnaðar hins femíníska aumingjaskapar, en þá ónákvæmi sem þú taldir vera í beina tilvitnun mína í vísindavef HÍ.
Vissulega fer ég gegn hinu viðtekna, eða eins og í þessu tilviki, gegn rétthugsun kellinga af báðum kynjum, en stundum finnst mér það verra að sjá IP tölurnar tikka, og tikka hátt, en ég hefði alveg eins getað pistlað froðu og allir hefðu klappað, og hef svo sem lent í því.
Svo ég hinn langorðari, dragi saman umkvörtun mína, mér fannst vísan flott, en ekki ágreiningurinn við það sem sannarlega kom ekki frá mér.
Ég er bara ég, ég ber aðeins ábyrgð á mínum skrifum.
Og ef ég væri ekki nýkominn af frábæru jólahlaðborði, þá hefði ég aðeins sagt; "Takk fyrir Jón Valur".
Og vil enda þetta á sömum orðum.
Takk Jón Valur, og takk fyrir þína góðu vísu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.12.2017 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.