"Gleymum ekki öðrum Charlie þessa heims".

 

Og vísað er í útbreidda skoðanakúgun víða um heim.

Algjört frelsi fjölmiðla er undantekning en ekki regla, og höftin liggja víðar en í löggjöf eða hjá stjórnvöldum viðkomandi landa.

Gleymum heldur ekki hinu skítuga fjármagni sem hefur sogað til sín allflesta af fyrrum frjálsum fjölmiðlum Vesturlanda, og gert þá að viljalausum verkfærum í auðbralli sínu.

 

Við eigum heldur ekki að gleyma öðrum fórnarlömbum Íslamista.

Það voru fleiri drepnir í París en skopmyndateiknarar, þar á meðal saklausir gyðingar sem voru að versla í matinn.

Og lögreglumaður sem var múslimi.

 

Við megum heldur ekki gleyma þeim múslimum sem Íslamistar murka lífið úr daglega í löndum eins og Írak og Sýrlandi, bæði með sjálfsmorðsprengjum sínum, sem og beinum aftökum á svæðum sem þeir stjórna.

Að ekki sé minnst á aðra trúarhópa í þessum löndum.

 

Við megum heldur ekki gleyma 10 þara gömlu stelpunni sem var látin bera sprengjubelti í sjálfsmorðárás í Nígeríu, á sama tíma og morðin voru frami í París.

Hún er líka manneskja, þó hún sé ekki hvít, og ekki skopmyndateiknari. 

Það féllu margir í sprengingunni, vissulega ekki hvítir, en fólk engu að síður.

 

Við  megum heldur ekki gleyma öllum þeim konum sem Íslamistar aflífuðu á síðasta ári, vegna þess sem þeir kalla siðsemisbrot eða hjúskaparbrot, eða hvaða orð sem þeir grípa úr Sharia lögum Kóranins á hverjum tíma.

Sumar voru grafnar upp að háls í jörðu, og svo grýttar með steinum þar til þeim hraut örendið.

Þær eiga ekki skilið þögnina sem umlykur örlög þeirra.

Eða réttara sagt þöggunina því ekki má minnast á voðaverk Íslamista því það gæti misskilist, að fólk héldi að það væri verið að tala um múslima almennt.

 

Það er nefnilega svo að þeir sem dóu í París, eru aðeins brot af fórnarlömbum þessara grimmdarseggja, sem hafa það eina markmið í lífi sínu að endurreisa heim miðalda í nafni trúar sinnar.

Flest fórnarlömbin eru í Fjarskaistan og því ypptum við aðeins öxlum.

Þau eru ekki hvít, þau eru ekki eins og við.

 

En við megum ekki gleyma þeim.

Þetta eru bræður okkar og systur.

Og þau eiga skilið samhygð okkar.

 

Gleymum því ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Fordæma nærveru „afræningja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gleymi ekki þessu  myndbandi "Charlie Hebdo Shootings - Censored Video" 

https://www.youtube.com/watch?v=yJEvlKKm6og

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 02:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

 Blessaður Þorsteinn.

Og hvað ert þú að reyna segja með þessum link??

Eitt stórt samsæri??

Þá spyr ég bara, hvar er Örn Árnason og Norðmaðurinn hans??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2015 kl. 13:25

3 identicon

Ég held að Þorsteinn sé bara að benda, vinsamlega á að það sé eitthvað ekki eins og það á að vera. Sem ætti að vera eðlilegasti hlutur. Samt reynir þú að gera lítið úr honum. 

Benni (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 20:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Benni, ég spurði hann spurningar, og Þorsteinn er fullfær um að svara fyrir sig sjálfur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2015 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 65
  • Sl. sólarhring: 151
  • Sl. viku: 5382
  • Frá upphafi: 1338840

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 4739
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband