Veruleikafirrtur ráðherra.

 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins telur sig komast upp með allt eftir að hann svínbeygði þingflokk sinn með því að skipa einn úr ættarveldinu innanríkisráðherra.

Vissulega eru þingmenn flokksins gungur, og fóru ekki að fordæmi Jóns Sigurðssonar með því að rísa allir sem einn og fætur og segja; "Vér mótmælum allir", en þar með er ekki sagt að restin að þjóðin sé jafnrislág.

Það sem gengur í Valhöll, gengur ekki í læknadeilunni.

Læknar hafa nefnilega fætur sem þeir geta greitt atkvæði með.

 

Ég hef áður bent á í bloggpistli að þegar feigðin sæki kjósendahóp Sjálfstæðisflokksins heim, þá sé úti um völd Bjarna.

Því fylgi flokksins muni líka greiða atkvæði með fótunum.

 

Óhætt er að segja að Bjarni Benediktsson flýti fyrir þeirri atkvæðagreiðslu með flumbrugangi sínum.

Hann virðist ekkert hafa í sér til að sjatla deilur og sætta ólík sjónarmið.

Hvað þá að hann geti leitt þjóðina á erfiðleikatímum.

 

Þjóðin á ofboðslega mikið undir að sátt náist við lækna og þeir komi aftur til starfa.

Lygnir ráðherrar eru ekki líklegir til að ná þeirri sátt.

 

Það er af sem áður var að fullorðið fólk stýrði Sjálfstæðisflokknum, þessarar kjölfestu íslenskra stjórnmála.

Eitthvað tengt sætabrauð kemur frekar upp í hugann.

Óhæft til að leiða, óhæft til að stjórna.

 

Afhverju þjóðin sættir sig við þessa kökuveislu er mér fyrirmunað að skilja.

Hélt að fólk ætti börn sem geta veikst, foreldra sem þarf að sinna.

Og það er ekki alltaf einhver annar sem veikist af krabbameini, eða fær hjartaáfall.

 

Það er eins og fólk skilji ekki að stjórnmálmenn okkar hafa gengið of langt.

Og við erum fórnarlömbin.

Sitjum uppi með kostnaðinn af tjóninu.

 

Í raun er Bjarni spegilmynd okkar.

Það erum við sem erum firrt.

 

Við verjum ekki börnin okkar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Segir orð fjármálaráðherra hafa valdið tjóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"Það er eins og fólk skilji ekki að stjórnmálmenn okkar hafa gengið of langt.

Og við erum fórnarlömbin.

Sitjum uppi með kostnaðinn af tjóninu.

 

Í raun er Bjarni spegilmynd okkar.

Það erum við sem firrt".

Svo sannarlega get ég tekið undir þetta.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2014 kl. 17:15

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sko við höfum haft mjög unga menn áður i Pólitíkinni og það veður að skola þá til og þeir koma til ég held að þú vinur minn,sért að ofgera hlutina þarna,það þarf tvo til að semja,kveða að sunnan

Haraldur Haraldsson, 13.12.2014 kl. 23:37

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Ásthildur.

Blessaður Haraldur.

Ég er ekki að tala um aldur samkvæmt kennitölu.  Og því miður voru fáir fullorðnir menn eftir í Sjálfstæðisflokknum eftir að þeir hættu, Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Geir Harde.  Einna helst Einar K Guðfinnsson sem hefur markað sér vígi í forsetastól Alþingis, og kemur þar í veg fyrir umbreytingu Alþingis í sandkassa.

Og ég ofgeri ekki Haraldur, ég dreg úr, það sem Bjarni er að gera, hefur verið gert áður í öðrum löndum, fólki er fórnað fyrir draumsýn frjálshyggjunnar um einkavæðingu, í þessu tilviki heilsugæslunnar.  Hún er miskunnarlaust sviðin innan frá svo leiðtogar þínir geti mætt glottandi í sjónvarpssal og sagt, "sjáið hvað ríkið stendur sig illa í að reka heilsugæslu, við þurfum að bjóða uppá einkarekin valkost".

Þessir krakkar eru ekki frumkvöðlar óhæfunnar, þau eru aftanítossar frjálshyggjulestarinnar, aðferðir þeirra eru þekktar, og afleiðingarnar líka.

Og það er óhjákvæmilegt að það fjari undan þessum börnum þegar kjölfesta flokksins, þið eldri borgararnir áttið ykkur á að það eina sem flokkurinn í dag, og flokkur Bjarna Ben og Ólaf Thors á sameiginlegt, er nafnið.

Ekkert annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2014 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 309
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5593
  • Frá upphafi: 1327139

Annað

  • Innlit í dag: 276
  • Innlit sl. viku: 4961
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 256

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband