Samtryggingarbandalagið eyðir óvissu.

 

Samtryggingarbandalagið um ICEsave og ESB tók að sér fyrir ríkisstjórnina að eyða  óvissu um hvort átök yrði á vinnumarkaðnum næstu misserin eður ei.

Eins og að einhver óvissa væri um samtrygginguna.

Eins og einhver óvissa væri um að ASÍ myndi hlýða Seðlabankanum um forsendur næstu kjarasamninga.

 

En Óvissan, með stóru Ó, hefur ekki verið eytt.

Óvissan um hvernig endar nái saman hjá þeim sem lægstu launin hafa.

Óvissa öryrkja um hvernig þeir lífi af næstu mánaðarmót.

Að ekki sé minnst á óvissu þeirra sem hent hefur verið út af atvinnuleysiskrá, eða þeirra sem ennþá fá að hanga inn á þeirri ágætu skrá.

 

Eins hefur ríkisstjórnin ekki aflétt óvissu þeirra skuldara sem boðaðar aðgerðir hennar í skuldamálum ná ekki til.

Aðgerðirnar hjálpa ekki þeim sem verst eru staddir játaði forsætisráðherra þegar hann kynnti annars sínar ágætu tillögur.  Og þá hefði maður haldið að næsta skrefið yrði að kynna úrbætur fyrir þann hóp.

Allavega er það skrýtin speki að mæta flóðasvæði, og byrja fyrst að hjálpa þeim sem komist hafa í öruggt skjól, en láta þá sæta afgangi sem eru við það að drukkna.  Hvað þá að gera ekki tilraun til að hjálpa drukknandi fólki.

 

Óvissan blómstrar sem aldrei fyrr.

Og komandi kjarasamningar eyða í raun aðeins einni óvissu, og það er óvissan um það að verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin muni gera eitthvað fyrir þá sem þessa Óvissu upplifa.

Og það sem slíkt er ekki mikið til að státa sig af.

 

En eyðir jú þó einni óvissu.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is „Kjarasamningar eyða óvissu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað það er sem veldur skal látið ósagt.

En ég er ekki undrandi. 

Árni Gunnarsson, 21.12.2013 kl. 16:40

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig fara þeir verst stöddu í verkfall? Þeir sem ekki geta unnið fyrir  of dýru brauði og of dýrum fisk?

Eru einhverjir aðrir möguleikar en að slökkva bara á öndunarvél fátæktar-fórnarlambanna. Hvað voru margar fjölskyldur, sem þurftu neyðarhjálp fyrir jólin? Og hvað eru þeir margir sem ekki hafa kaupmátt fyrir meir en tveimur vikum í mánuði, að jafnaði yfir árið? Það er ekki hægt að frysta verst stöddu heimilin í tvær vikur á mánuði, að jafnaði yfir árið!

Var það ekki Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem sagði fyrir nokkrum árum síðan, að fátækt á Íslandi væri þjóðarskömm?

Hvar er Ólafur Ragnar Grímsson núna, og hvers vegna segir hann ekkert núna? Er fátækt á Íslandi hætt að vera þjóðarskömm í hans augum, eða veit hann ekki hvað er að gerast í raunheimum á Íslandi?

Nú tel ég mig og aðra landsliða eiga réttmæta kröfu á skýringu, frá honum Ólafi Ragnari, Bessastaða-bónda, og öllum öðrum sem hafa raunverulegu völdin bak við tjöldin (FALIÐ VALD). Nú verður líka Dorit M. að útskýra málin, frá skattaskjólinu sínu í London-lamba-selinu handan hafsins.

Skattpínd og lífeyrisjóða/bankarænd alþýða Íslands á fullan rétt á skýringum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.12.2013 kl. 17:45

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ein lausn fyrir fátæka er að ganga í ESB og þá detta matartollar niður og matvöruverð lækkar.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.12.2013 kl. 19:07

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú meinar Sleggja, neyðaraðstoð Rauða Krossins er svo þróuð í ESB að enginn fer svangur að sofa.

Merkilegt sjónarmið, en ég vil frekar losna við hina örfáu, og ræningjahagfræði þeirra, frjálshyggjuna.

Þetta snýst aðeins um frelsi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.12.2013 kl. 20:50

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Réttmæt krafa á hendur Ólafi, en persónulega tel ég gagnrýni þín á Dorit vera ómaklega.

Mér vitanlegar er hún eina manneskjan í "elítunni" sem hafði orð á því að þegar offramboð væri af húsnæði, þá ætti enginn að gista götuna.

Ekki einu sinni biskupinn, hvorki núverandi eða fráfarandi hafði kjark til að benda á þessi einföldu sannindi.

Hvað þá restin af öldunum þjóðarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.12.2013 kl. 20:53

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Öldungum átti þetta víst að vera.

Kveðja aftur.

Ómar Geirsson, 21.12.2013 kl. 20:53

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Árni.

Nei, ég er ekki heldur undrandi.

Kveðja að austan,

Ómar Geirsson, 21.12.2013 kl. 20:54

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég er ekki að tala um rauða kross

bara það að hér eru ofurtollar á landbúnaðarvörum og ef þeir lækka þá lækkar matarverð.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.12.2013 kl. 21:35

9 Smámynd: Sandy

2,8% hækkun á laun og engin hækkun á skattleysismörk, ja svei. Hvað þýðir þetta fyrir almenning? Nokkuð viss um að kaupmenn og ég tala nú ekki um heildsölur og innflytjendur matvæla reka alveg klárlega upp hávært kvein eftir að og ef aðildarfélög ASI samþykkja þessa samninga. Ég bíð eftir að greifinn í Seðlabankanum komi fram á völlinn og tali um að hækkunin hafi verið aðeins of mikil og því ekki innistæða fyrir þessum launum.

ESB-sinnar hrópa nú upp og benda á að ef við gengjum í ESB þá yrði matvöruverðið lægra, ég vil benda á að íslenskir innflytjendur hafa alltaf haft lag á að sneiða hjá því að selja okkur innfluttar vörur á réttu verði, nú síðast með kjúklingana sem voru keyptir frosnir,þýddir pakkaðir aftur og seldir á sama verði og þeir innlendu.Þetta yrði nú allur hagur af því að ganga í ESB.

Sandy, 21.12.2013 kl. 22:03

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Sleggja mín, þú varst að tala um inngöngu í ESB.

Og þar er ástandið hjá fátækum mjög gott, Rauði krossinn sér um að gefa þeim að éta.

Þrátt fyrir hið meinta lága matvælaverð, sem er víst aðeins lágt að meðaltali.

Og síðan þurfa menn víst að hafa laun til að kaupa mat, og það er svo skrýtið í ESB, að þar duga laun ekki fyrir mat, ekki hjá þeim sem eru á lægstu töxtum.

Frjálshyggjan vissi hvað hún var að gera þegar hún innleiddi þjónustutilskipunina sem leyfir flutning lægstu launa milli landa.  Öflugra tæki til að kúga og arðræna vinnandi fólk hefur ekki verið fundið upp síðan á dögum Stalíns.

Enda margt líkt með skyldum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.12.2013 kl. 23:29

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sandy.

Nú er lag fyrir þá sem selja eyrnatappa, þeir virka vel gegn rammakveini.

En hins vegar grunar mig meiri líkur séu á að kirkjuklukkur landsins fái samkeppni næstu daga.

Bjölluhljómurinn á eftir að heyrast víða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.12.2013 kl. 23:32

12 identicon

Þessir menn safna glóðum að höfði sér.

Toni (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 23:55

13 identicon

Þeir vita ekki hvað þeir gjöra.

Toni (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 23:58

14 identicon

Erum við heyrandi heyrnarlausir, og sjáandi sjónlausir?

 

Af hverju talar engin um KREPPUFLÉTTUNA ,

það er fyrst VERÐBÓLGA og síðan VERÐHJÖÐNUN.

 

Þegar verðhjöðnunin hefur náð skráðu mati húseigna niður,

segir fjármálastofnunin að eign húseiganda sé farin og yfirtekur eignina.

 

Þegar fjármálastofnanir hafa fært flestar eignir til sín, endurmeta þeir eignirnar og senda út fréttatilkynningu um að eignir fjármálastofnana hafi aukist um nokkur þúsund miljarða, síðustu 5 ár.

 

 Tómas Jeffersson sagði okkur frá þessari fléttu árið 1770 ca.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229691/

Þessi flétta blekkir fólkið til að trúa því, að þeirra eign hafi gufað upp.

Það á að biðja dómstóla að skera úr um hvort þessi flétta sé lögleg.

Ef að lög landsins banna ekki svona blekkingaleik, þá þarf að endurskoða lögin.

Ég er undrandi á því hvað við erum seinir að skilja þessa fléttu.

Er hugsanlegt að við skiljum ekki fléttuna, að hún sé okkur hulin?

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Egilsstaðir, 22.12.2013  Jónas Gunnlaugsson

 

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 10:03

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er hætt við því Toni.

En hvort þeir vita ekki hvað þeir gjöra, er annað mál.

Ég held að raunveruleikinn sé miklu grimmari en það.

Hinir Örfáu hafa tekið yfir.

Lýðræðið dó í gær.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.12.2013 kl. 11:49

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innslag þitt Jónas, ætla aðeins að undirstrika orð þín með tilvitnun þinni í Jefferson;

Thomas Jefferson said,

"Ef Ameríska þjóðin lætur einkabanka stýra myntútgáfunni,

peningaprentuninni, þá munu bankarnir og fyrirtæki þeim tengd, 

ræna þjóðina allri velmegun, "það er fasteignum og lífsviðurværi," 

í fyrstu með verðbólgu, og síðan með verðhjöðnun, 

og þá munu afkomendur okkar verða heimilislaus 

 "og á vergangi í landinu.""

 

 

Ómar Geirsson, 22.12.2013 kl. 11:51

17 identicon

Gott hjá Önnu Sigríði að minnast á skattaskjólin. Ólafur Ragnar minntist á nauðsyn þeirra fyrir stuttu og Píratar ærðust af fögnuði.

http://www.piratar.is/2013/12/tha-hlytur-thad-ad-vera-satt/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 14:33

18 identicon

Fjárplógur plútókratanna

finnur að lokum 

EKKERT

- í moldinni -

EKKERT

nema flokka af hórum

og náum á spenum sínum.

BLAÐ SKILUR SÆÐI OG MOLD

Án hugsjóna

án athafna

án sköpunar

CONTRA NATURAM.

Öllu eytt, ekkert geymt

allt vængstýft og aflimað

sem í helvíti sé.

Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 2037
  • Frá upphafi: 1412736

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1790
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband