Bullið endalausa.

 

Ríkisendurskoðun bendir á.

 

Ef eitthvað staðfestir árangursleysi íslenska menntakerfisins, og þá er ekki vísað í úrelta Pisakönnun, þá er það þessi setning; "Ríkisendurskoðun bendir á".

Heimskir, fáfróðir alþingismenn, komast upp með í okkar umboði, að semja fjárlög sem tengjast ekki raunveruleikanum á neinn þann hátt, sem vitiborið fólk kemur nálægt, og þá mætir ríkisendurskoðun á svæðið, og segir, "þeir fóru fram úr fjárheimildum".

Eins og eyðilegging almannaþjónustu sé mörkuð af yfirnáttúrlegum öflum.

 

Sem dæmi má nefna um hina óendalega heimsku, þá halda aldraðir læknar uppi heilbrigðiskerfinu í dag.

Þegar þeir deyja, þá deyr hið íslenska heilbrigðiskerf.

En hin verðtryggða króna lifir, hin hallalaus fjárlög lifa.

 

Fólk metur dauðan gjaldmiðil fram yfir umönnun foreldra sinna, fram yfir sitt eigið heilbrigði.

Sem er reyndar ekki bull.

Heldur dauðans alvara.

 

Forheimska sem siðuð saga mannsins kann engin dæmi um.

Þar til froðan féll á Íslandi haustið 2008.

Eftirleikurinn þegar reynt var að fórna þjóð fyrir fjármagn, er líkt og sagan endalausa.

Þegar eitt vígið er varið, þá mætir ginningargap heimskunnar, hin hallalaus fjárlög, og sýgur til sín grunnþjónustu sem ekki verður bætt.

 

Þjóðin þoldi hina grímulausu heimsku ESB í 4 ár, og lifði af, heilbrigðiskerfið var skaðað, grunnþjónustan var sködduð, en vinstri stjórnin náði ekki til að eyðileggja samfélagið.

Þjóðin kaus stjórnarandstöðuna, því hún hélt að í orðin andstaða fælist ný hugsun, ný viðhorf.

Og uppskar sömu stefnu, nema bætt var við silkiklæðum á helstefnu Evrópusambandsins.

Á meðan ríkið er eyðilagt, þá er fólki talið í trú um að þrotabú útrásarvíkinganna greiði fyrir skuldaleiðréttingu heimilanna.

Leiðréttingu sem verðtryggingin mun éta upp á örfáum mánuðum.  Sem rímar við stefnu hinna örfáu, sem er að þeir fái arðinn, en þjóðin fái örbirgðina.

 

Aumast er fólkið sem vissi heimsku ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, gagnrýndi hana fyrir niðurskurð og skattahækkanir.  

En kyngdi skattahækkunum og lagði á sig að mæta á torg til samfagna niðurskurðinum.

Heimskan sem þau Jóhanna og Steingrímur gerði sig seka um, skattahækkanirnar og niðurskurðurinn, var ekki heimska eftir allt, þeirra glæpur, var að gera það sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér alltaf að gera.

Að skera niður og eyðileggja samfélagið var þeirra glæpur.

 

En fjármagnið vissi hvað það gerði.

Glæpurinn eini var í boði vinstra fólks.

Í dag ver enginn þjóðina.

Að henni er sótt bæði frá vinstri og hægri.

 

Niðurstaðan er helstefna frjálshyggjunnar.

Niðurskurður, skattahækkanir, vaxtagjöld almannasjóða.

 

Bullið endalausa.

The Never Ending Story.

Kveðja að austan.


mbl.is 30 milljarða halli á ríkissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Valið er í rauninni á milli þess að hafa gjaldeyrismálin í vöndum málum eða 25-30% atvinnuleysi.

Hagsveifla sem "hrunið" verður nefnilega aðeins tekin út í gengisfellingu eða atvinnustigi.

Óskar Guðmundsson, 20.12.2013 kl. 16:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Þegar ég var strákur, las ég bók sem hét Jón miðskipsmaður, fjallaði um ungan eignadreng á dögum styrjalda Breta við Frakka um aldamótin 1800.  Hann var einu sinni peningalaus, fékk senda heilar 5 gullgíneur, sem dugði honum í hóglífi næstu mánuðina, borga laun þjónsins, mat og skemmtanir.

Alla 19. öldina voru Bretar að berjast við viðhalda þessu verðgildi pundsins,  með þeim afleiðingum að rómverskir þrælahaldarar voru hvítþegnir englar miðað við ömurleikann sem viðgengst í ensku verksmiðjuborgunum.

Forsendan þess að gínean eða gullpundið héldi verðgildi sínu var örbirgð fjöldans.

Rómverjar vissu ekki betur, en svar ensku yfirstéttarinnar við hinni tilbúnu örbirgð, það er að viðhalda verðgildi gjaldmiðils, fram yfir velferð lifandi fólks, var frjálshyggjan, eða laizze fair.  Sem fólst aðallega í því að almannfé var notað til fjármagna lögregluofbeldi gagnvar hinum sveltandi múg.

Sagan hefur dæmt þessa mannvonsku, sagði aldrei aftur, aldrei þessa kúgun og örbirgð.

Í dag hafa stjórnmálamenn okkar hafið vegferð sem endar á sömu endastöð og frjálshyggjan hin fyrri.

Þegar fífl, eða illmenni, menn geta valið hvort þeir telja foringja sína fávita eða ómenni, verja gengi gjaldmiðils fram yfir samfélag, þá er endirinn alltaf sá sami.

Sagan hefur kveðið upp þann dóm.

Sjálfstæðismenn þekkja þann dóm, þess vegna þegja þeir þegar sannleikurinn beinist að þeim.

Þeir þögðu ekki þegar þetta blogg fjallaði um sömu heimsku, eða sömu mannvonsku, ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir.

Og líklegast er það hið ömurlegasta í stöðinni í dag.

Sá sem getur ekki varið, en fylgir samt, hann er það lægsta, af hinu lága.

Kommúnistarnir, eða nasistarnir höfðu þó sannfæringu fyrir illvirkjum sínum.

Í dag eru þjóðir Evrópu eyðilagðar, í dag er íslenskt samfélag eyðilagt, og allir þegja.

Vinstri mennirnir sem sviku, og hægri menn sem vita betur.

Óskar, það er ekkert til sem heitir slæmt gengi, eða "gjaldeyrismál í vondum málum",  rétt skráð gengi endurspeglar alltaf kaupmátt hagkerfisins.

Eftir því sem atvinnustig er hærra, því hærri er nettó afgangur á viðskiptum við útlönd.  Sem leitar í hærra gengi.

Gengi er aldrei handstýrt, nema til skamms tíma, og gífurlegum fórnarkostnaði.

Eyðing innviða þjóðarinnar er slíkur kostnaður í dag.

Og jafnvel fávitar, jafnvel þeir sem eru heimskari en það sem áður er talið heimskast, þekkja þann kostnað.

Sem aftur vekur upp spurningar um innrætið.

Og á vissan hátt er það kaldhæðið, að gegn þeim rökum sem ég bendi á, er aðeins eitt haldreipi, að foringjarnir séu ekki heimskari en það sem heimskt er, innræti þeirra sé ráðandi þáttur.

Og það er hinn endanlegi dómur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.12.2013 kl. 17:47

3 identicon

Sæll.

Engin frjálshyggja hefur verið ríkjandi hérlendis né erlendis undanfarna áratugi. Kynntu þér hvað þetta hugtak merkir. Steingrímur J. talaði sífellt um "nýfrjálshyggju" án þess að vita hvort munur væri á frjálshyggju eða nýfrjálshyggju. Sama mannvitsbrekka leit alveg framhjá sístækkandi opinberum geira á árunum fyrir hrun en tald samt allt vera frjálshyggjunni að kenna.

Hið opinbera er alltof stórt hérlendis - sem og erlendis. Þess vegna er kreppa - hið opinbera tekur til sín svo mikið af þeim verðmætum sem einkageirinn framleiðir og ráðstafar með óhagkvæmum hætti.

Hægt væri að snúa núverandi heimskreppu niður á ca. 2 árum með því að lækka skatta og skera opinber útgjöld niður um ca. 50% á næstu 2 árum.

Finnst þér hallalaus fjárlög vera slæm? Af hverju?

Helgi (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 09:44

4 identicon

Það er sama hvernig þér er svarað Helgi; þú kemur alltaf með sömu frasana aftur og aftur. Allt sem stendur í innslagi þínu hefur þú komið með áður, margoft áður og jafn oft hefur það verið rætt og síðan hrakið með rökum þegar það hefur átt við. Samt telur þú þér vera stætt á því að koma hér (aftur og aftur) og frýja Ómari vits með sömu þreyttu tuggunni þinni um að hann eigi að kynna sér merkingu hugtaka og Ómar hefur svarað þér skýrt og greinilega í nánast hvert skipti. Innslög þín eru farin að minna á leiðinlegt eyrnasuð eða bilað útvarpstæki þar engin leið er að ná nokkru sambandi. Að lokum; ertu eitthvað skyldur Hauki Haukssyni.

Kveðja frá raunheimum.

Toni (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 13:34

5 identicon

@Toni (a.k.a. Ómar?)

Það sem ég er stöðugt að reyna að benda hinum ágæta Ómari á er að hann notar hugtök rangt og rökstyður ekki sitt mál í besta falli illa. Ef menn hafa ekki meiri metnað fyrir eigin hönd en það er það auðvitað þeirra mál en ég mun gera málefnalegar athugasemdir við slíkan málflutning. Ekkert af því sem ég hef sagt á þessu ágæta bloggi Ómars hefur verið hrakið enda fullyrðir sá ágæti maður nánast eingöngu og skiptir um umræðuefni þegar honum er ljóst að hann er kominn í öngstræti.

Ég hef aldrei frýjað Ómari vits, ekki leggja mér orði í munn eins og Ómar, bendi einungis á gloppur í hans málflutningi sem og að hann skiptir um umræðuefni þegar honum hentar. Ég held að Ómar sé mætur maður.

Þeir sem ekki geta rökstutt sitt mál eða kynnt sér merkingu hugtaka eiga að halda sér til hlés.

Helgi (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 15:04

6 identicon

„Þeir sem ekki geta rökstutt sitt mál eða kynnt sér merkingu hugtaka eiga að halda sér til hlés.“ Þessi setning hittir höfund sinn „beint á milli augnanna.“

Toni (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 15:20

7 identicon

@6:

Hvernig? Meira af órökstuddum fullyrðingum.

Helgi (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 15:56

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Ég ætla þó að segja Helga það til hrós að hann reynir bæði að rökstyðja mál sitt, og rökræða, þó skiptar skoðanir séu um árangurinn.

Helgi er allavega ánægður, og ég get staðfest að honum hefur farið mikið fram, er gagnrýnni á heimildir sínar, og jafnvel farinn að henda skotum á milli án þess að taka sig of alvarlega.

Sem er til bóta.

En ég hef hann samt ennþá grunaðan um að vera tölvuforrit, sem fellur endalaust inní sömu lykkjuna, aftur og aftur.

En mig grunar svo sem hitt og þetta svo það er ekki alveg að marka.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.12.2013 kl. 16:13

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Ekki skil ég af hverju þú endalaust ert að spyrja mig greyið endalaust  sömu spurninganna, þegar þér mislíkar svör mín æ meir eftir því sem ég svara þér oftar.  

Set því mörkin við nýjar spurningar, bið þig um að fletta uppá hinum svörunum, og þar með af hverju hallalaus fjárlög á krepputímum eru heimskari en það sem heimskt er.

Skoðaðu líka svarið sem raunveruleikinn gefur, raunveruleiki sem heitir kreppan á evrusvæðinu.  

Þú gætir orðið fróðari jafnvel þó þú skiljir ekki forsendurnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.12.2013 kl. 16:20

10 identicon

@9:

Mér mislíka ekki svör þín meir og meir, það er ranglega ályktað hjá þér.

Ég spyr þig aftur og aftur vegna þess að ég fæ engin svör við mínum spurningum - yfirleitt bara útúrdúra og svo er skipt yfir í annað umræðuefni.

Þegar þú tekur eitthvað til umfjöllunar læðist þú iðulega í kringum viðkomandi umræðuefni eins og köttur í kringum heitan graut án þess í raun að taka á viðkomandi efni.

Að ofan segir þú t.d. að verið sé að eyðileggja ríkið. Þetta er gott dæmi um órökstudda fullyrðingu en þær eru ríkjandi í þínum málflutningi. Er eilítill niðurskurður eyðilegging á ríkinu? Hve mikið má skera niður hjá hinu opinbera, að þínu mati, áður en að eyðileggingu kemur? Hvað telur þú að ríkið eigi að vera stórt sem hlutfall af GDP?

Helgi (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 11:41

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er svona Helgi minn.

Rangar ályktanir, sískiptingar um umræðuefni, órökstuddar fullyrðingar, skortur á að halda sig til hlés, fátt við þessu að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.12.2013 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 2050
  • Frá upphafi: 1412749

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1803
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband