Hvað hleypum við frjálshyggjunni langt??

 

Þar til að ekki stendur steinn yfir steini í almannaþjónustu??

Setjum við mörkin við óbætanlegan skaða??

 

Eða grípum við inní  áður en hinn endalegi skaði er skeður??

Til dæmis þegar búið er að stórskaða almannastofnanir, en samt ekki eyðileggja þær??

 

Þetta er spurningar sem þjóðin þarf að svara á næstum vikum.

Það er ekki bara heilbrigðiskerfið okkar sem er í húfi, það sama gildir um skólana okkar, ríkisútvarpið, menninguna.

Og í þessu dæmi er of seint, of seint.

 

Of seint fyrir viðkomandi stofnanir, of seint fyrir okkur sem þjóð.

Það er margsannað að minnsta tjónið af völdum Húna var á þeim landsvæðum þar sem snúist var til varnar, þeir hraktir burt.

Annars staðar var sviðin jörð.

 

Húnar nútímans hafa náð yfirráðum í stjórnkerfi okkar, og nýta þau yfirráð eins og Húnar allra tíma hafa gert.

Svíða jörð.

Og munu halda því áfram þar til þeir verða hraktir frá völdum.

 

Það er sorglegt að íhaldsflokkur þjóðarinnar skuli hafa umbreyst svona á stuttum tíma, úr flokki þjóðar í flokk barbarisma og auðráns.

Án þess að sverð hafi brostið, án þess að skildir hafi verið klofnir.

Flokkur sjálfstæðis og þjóðmenningar gafst upp fyrir siðblindu og taumlausri græðgi án þess að nokkur sýnileg átök hafi átt sér stað.

Samt eru ekki allir flokksmenn sáttir, þeir finnast ennþá sem þekkja muninn á réttu og röngu.

 

Vonandi ber þeim gæfu til að halda uppi fornum merkjum flokksins og mæta við Efstaleitið og mótmæla.

Arfur flokksins er í húfi.

Og framtíð þjóðarinnar.

 

Menn hafa mótmælt af minna tilefni.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Hundruð mótmæltu niðurskurði RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Það er ekkert i húfi við að draga saman hja Rúv sem hefur fitnað eins og púkinn á fjósbitanum i tið vinstri manna ...Það eru engin verðmæti að fara forgörðum ,heldur gæti frekar orðið til góðs og færist aftur nær þvi sem það alltaf  átti að vera ...óhaður, ópólitiskur miðill allta Landmanna um landsins gang og nauðsynjar með ivafi fræðslu og skemmtunar ....Min von er að sem flestir fari og Rúv að lagi sig ekki sist breyttum áherslum ...þvi unga fólkið t.d. á sinar útvarpsstöðvar og finnst Rúv bara hallærislegt ...Og þvi þarf að sinna að Rúv se ekki einokunar búlla sem aðrir komast ekki að fyrir .....

rhansen, 28.11.2013 kl. 14:41

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

En og aftur Ómar minn ertu að taka okkur af lífi sjálfstæðismenn skal nokkur vera sjalfstæðari en þu sem byrð í gölum kommonistabæ!!!ég er sananrlega hissa á stóryrðum þínum,um hluti sem á eftir að gera, Róm var ekki byggð á einum degi,þetta kemur,Kveðja að sunnnan

Haraldur Haraldsson, 28.11.2013 kl. 17:31

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður rhansen.

Eiginlega held ég að þú tengist ekki raunveruleikanum þegar þú telur Ruv hafa þanist út síðustu ár.

Og þegar menn búa sér til eitthvað, og álykta út frá því, þá dæma menn sig sjálfkrafa úr leik í umræðunni, en geta örugglega vitnað innan um sína líka.

En ég er bara ekki einn af þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2013 kl. 19:19

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Reginmunur okkar tveggja er sá að þú heldur frjálshyggjan sé sjálfstæðisstefna, en ég veit að svo er ekki.

Og hef margoft útskýrt fyrir þér af hverju að svo er ekki.

Sem og þá staðreynd að höfuðfjendur frjálshyggjunnar eru íhaldsmenn, sjálfstæðismenn.

Þeir lögðu hana síðast, þeir munu leggja hana aftur.

Þið munið eignast ykkar Ólaf Thors, og ykkar Bjarna Ben, menn sem munu hrekja óværuna úr flokknum.

Á meðan verður þú bara að sætta þig við það Haraldur, að ég skammi flokkinn þinn, það var hann sem sveik þjóðina, ekki ég.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2013 kl. 19:30

5 identicon

Sæll.

Ég fæ ekki betur skilið en þú sért mótfallinn þessum niðurskurði. Skil ég það rétt?

Það sem margir skilja ekki er að það kostar að skulda og það kostar að reka hið opinbera með halla árum og áratugum saman. Ég fæ ekki betur séð en þú sjáir ekkert athugavert við það. Kannski misskil ég og þú leiðréttir mig þá.

Vextir verða ekki endalaust lágir og þá fyrst eykst kostnaður við skuldirnar. Manstu þegar Oddný tók milljarð dollara að láni á 6% vöxtum hróðug? Þegar hið opinbera þykist geta nánast allt og telur það t.d. vera sitt hlutverk að skipta sér að mataræði þjóðarinnar kostar það auðvitað pening sem ekki er til.

Hvað er svona hræðilegt við að fólk borgi sjálft fyrir þjónustu sem það nýtir sér? Af hverju má ekki skera niður hjá hinu opinbera? Finnst sumum virkilega eðlilegt að skuldir hins opinbera (og þar af leiðandi líka okkar skuldir) haldi áfram að aukast á milli ára. Finnst fólki virkilega eðlilegt að sökkva framtíð okkar barna í skuldafen svo þessi kynslóð geti lifað hátt? Þörf er á mun meiri niðurskurði en þessum, niðurskurði alls staðar hjá hinu opinbera. Hleypa þarf einkaaðilum að á sem flestum sviðum og leyfa kostum hins frjálsa markaðar að njóta sín.

Stefna Sjálfstæðisflokksins á lítið skylt við frjálshyggju. Hægt er að færa sannfærandi rök fyrir því að á Vesturlöndum ríki fasismi og hann hefur ekki komið vel út undanfarið.

Ekki heyrði maður nú mikið frá þessari elítu á RUV þegar skorið var niður hjá lögreglunni. Ekki heyrði maður nú mikið frá þessari elítu þegar skorið var niður í heilbrigðiskerfinu.

Ekki heyrir maður mikið frá þessari elítu um það hvernig við eigum að borga næstum því 2000 milljarða skuldir. Ekki heyrir maður mikið frá þessari elítu annað en hve annt henni er um eigið skinn. Ekki heyrði maður mikið frá þessari elítu þegar aðrir misstu vinnuna eða þegar lífsviðurværi annarra var fótum troðið af fyrri stjórnvöldum. Vinstri sinnar eru sem lamaðir þegar skorið er niður hjá áróðursmaskínu þeirra. Hvers vegna eiga aðrir að borga fyrir málpípu vinstri manna? Geta þeir ekki borgað fyrir hana sjálfir? Fréttastjórarnir á RUV hefðu þurft að fjúka svo stofnunin druslaðist til að fylgja lögum. Fréttaflutningur RUV (inntakið) mun því ekki breytast.

Auðvitað er leiðinlegt þegar fólk missir vinnuna og vonandi finnur þetta fólk aðra vinnu sem fyrst.

Helgi (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 07:07

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Þú ert seigur að nenna koma hér inn og réttlæta sí og æ sem þú síðan kallar fasisma.

Sem ég reyndar er alveg sammála, en ég kenni þennan fasisma við frjálshyggju, því stjórnmálamennirnir sem ábyrgðina bera, kenna sig við þá stefnu.

Og ef þú ert ósáttur við það, þá er við þá  að skammast, ekki við mig.  Málnotkun mín telst eðlileg, kommúnistar eru kallaðir kommúnistar ef þeir kalla sig sjálfa kommúnista, varnarrök hinna rétttrúuðu sem benda á að gjörðir þeirra séu hreinræktaður fasismi en ekki kommúnismi, eru ekki talin gild.

Hvort sem það er með röngu eða réttu.

Ég er líka sammála þér um afleiðinga skulda, þess vegna vil ég að skuldasöfnun sé bönnuð með lögum, og undantekningar aðeins leyfðar ef arðsemi lántökunnar sé borðliggjandi með gildum talnalegum rökum, en ekki gildishlöðnum fullyrðingum lýðsskrumsins.

Þess vegna var ég á móti ICEsave, þess vegna var ég á móti AGS, og átti þar samleið með ykkur rétttrúuðu, sem sitjið uppi með stimpil fasistanna sem kenna sig við frjálshyggju.

Þeir skuldsettu almannasjóði kinnroðalaust, þeir sjá ekkert athugavert við lántöku Oddnýjar, enda hún aðeins verkfæri þeirra.

En Helgi, skuld í innlendri mynt er ekki skuld þegar ríkisvaldið hefur fulla stjórn á myndun peninga.  Í versta falli þynnir slík skuldasöfnun út gjaldmiðilinn, en ef hún á sér stað við réttar aðstæður, þá dregur hún úr samdrætti, eykur rauntekjur ríkissjóðs.

Og skuldin sem þú vísar í, er tilbúin skuld, sem ekki nokkur ærlegur frjálshyggjumaður myndi réttlæta.  

Frjálshyggjumenn raunskuldsetja ekki þjóð sína vegna áfalla í einhverju atvinnugreinum.  Friedman tók það skýrt fram að við svona aðstæður yrði að beita peningavaldinu til að endurfjármagna, og til að örva hagkerfið.

Peningastjórnun hans tók á þenslu, og sérstaklega ofþenslu, en en hún var aldrei hugsuð sem kreppuvaldur eða til að réttlæta skuldaánauð fjöldans.

Stundum verður maður að láta kallin njóta sannmælis.

Rök þín Helgi eiga því ekki við það efni sem pistill minn fjallar um, þó nálgun okkar sé ólík, þá sannmælumst við um gagnrýni okkar á fasisma og óhæfu hans.

Að lokum, Ruv var misnotað af ESB sinnum, laug í þágu fjárkúgara og auðs hinna ofurríku.

En slík misnotkun hefur ekkert með Ruv að gera, heldur þá sem misnotuðu Ruv.

Fasismi núverandi ríkisstjórnar tekur ekki á þessari misnotkun, ef eitthvað er þá ýtir hann undir slíka hegðun.

Böðulsverk þeirra þjóna örfáum, ekki fjöldanum, markmiðið er að eyða því sem samfélagið á. 

Með vinnubrögðum fasisma, ekki vinnubrögðum lýðræðisins.

Frelsi er fyrir fjöldann, ekki örfáa.

Ef þú áttar þig ekki á því, þá ertu ekki frjálshyggjumaður, heldur leppur auðs og arðráns hinna örfáu.

Eða með öðrum orðum.

Fasisti eins og þú skilgreinir þá hegðun.

Ég er sammála skilgreiningunni, en þitt er valið hvort hún eigi við þig.

Takk fyrir innlitið Helgi.

Við erum ekki alltaf sammála, en þú mátt eiga að þú vilt vel, og ert ekki samdauna óhæfunni.

Átt þakkir fyrir það.

Þar með er ég líklegast að draga úr fyrstu fullyrðingu minni, að þú sért að réttlæta óhæfuna.  

En ég get haft rangt fyrir mér.

Eins og stundum áður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.11.2013 kl. 17:58

7 identicon

Sæll.

Skuldir hins opinbera eru orðnar slíkar að grípa verður til róttækra aðgerða og því sé ég ekkert athugavert við niðurskurðinn á RUV. Ég hefði hins vegar viljað að þeir sem ekki geta farið eftir lögum um hlutleysi RUV fari. Þá á ég t.d. við fréttastjórana. Já, RUV laug og fyrir það eiga fréttastjórar og útvarpsstjóri að fjúka. RUV hefur þá lagaskyldu að vera hlutlaust - lagaskyldu sem menn þar á bæ láta eins og sé ekki til.

Opinberi geiri hérlendis skuldar yfir 1000 milljarða umfram eignir. Að því kemur að enginn vill lána hingað. Skera þarf mun meira niður - líka í stjórnsýslunni enda gerir hún nánast ekkert gagn.

Ég var á móti Icesave því það var pilsfaldakapítalismi - hið opinbera á ekki að koma fyrirtækjum á einkamarkaðinum til hjálpar. Steingrímur átti að láta Sjóvá fara á hausinn.

Ég get tekið undir með því að banna eigi framúrkeyrslu á fjárlögum. Ég er á því að gera eigi þá sem á alþingi hafa setið síðustu 30 ár persónulega ábyrga fyrir skuldum hins opinbera - þeir höfðu ekki mitt leyfi til að drekkja hér öllu í skuldum. Seljum ofan af þessu liði - það fylgir því veruleg ábyrgð að sökkva landinu í skuldir. Sama á við sveitarstjórnarmenn - gera á þá persónulega ábyrga fyrir framúrkeyrslum. Fordæmi eru fyrir þessu varðandi fasteignasala - mér skilst að ef þeir svindla séu þeir skv. lögum perónulega ábyrgir.

Ég vil ekki að ríkisvaldið hafi stjórn á myndun peninga - þannig stelur hið opinbera stolið af fólki. Við sjáum þetta nú víða um heim. Hið opinbera fær lán hjá seðlabanka sínum og eyðir í einhver óhagkvæm verkefni sem stjórnmálamenn telja að hjálpi þeim að ná endurkjöri. Seðlabankinn prentar peningana sem leiðir til þess að peningarnir verða sífellt minna virði. Hér er því í reynd um skatt að ræða á almenning. Þetta hefur verið gert frá því á tímum Rómverja. Í dag þurfa menn t.d. í USA að greiða um 23$ fyrir hlut sem kostaði 1$ í 1913. Þeir sem bölva krónunni vita ekki að svipaða sögu er að segja um aðra gjaldmiðla.

Það sem ég vil er einfaldlega að hagur almennings sé sem bestur. Því náum við ekki með stórum opinberum geira sem skiptir sér að öllu. Reglur og skattar hafa áhrif sem menn sjá iðulega ekki fyrir. Tökum tískufyrirbærið umhverfisvernd í dag. Ef menn lofa ekki og prísa umhverfisvernd eru þeir á móti nátturunni. Ef mönnum finnst ekki slæmt að dölum sé sökkt undir undirstöðulón fá þeir á sig neikvæðan stimpil. Umhverfisverndarsinnar líta alveg framhjá öllum þeim mikla fjölda sem fær vinnu og þeim gjaldeyristekjum sem við fáum í staðinn.

Fasismi og frjálshyggja eiga ekkert sameiginlegt Ómar. Hvenær ætlar þú að fletta upp skilgreiningunni á frjálshyggju?

Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 08:45

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Þetta er allt gott og blessað.

En ég minntist ekki orð á banni við framúrkeyrslu á fjárlögum, enda ekki Friedmanisti, og svo á ég erfitt með að fatta þessa fortíðardýrkun þína. 

Ég hélt að þú væri alþýðumaður og vildir ekki upplifa hlutskipti alþýðunnar 1913, en þú um það, allir hafa rétt á sínum skoðunum.

En svart er ekki hvítt, og þú heitir Helgi, en ekki Jón, og peningaprentun er ekki skattur.

En ég skal játa að kannski hefði ég ekki átt að kalla frjálshyggju fasisma, en ég tók þig aðeins á orðinu.

Ég veit alveg að fasisminn, eins og hann var mikill óþverri blessaður, er aðeins lítið saklaust barn miðað það skrímsli sem frjálshyggjan er.

En það má nú stundum teygja staðreyndir til.

Síðan get ég ekki gert meira fyrir þig Helgi með skilgreininguna á frjálshyggju, þú ert aldrei ánægður.

Enda minnir mig að ég hafi beðið þig um að skilgreina hana sjálfur.

En þú virðist alltaf treysta á mig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 22:56

9 identicon

@8:

Er peningaprentun ekki skattur? Keynes kallaði peningaprentun skatt. Ætli það sé ekki eitthvað meira úr fræðum Keynes sem þú ferð rangt með?

Helgi (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 18:53

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Helgi, peningaprentun er ekki skattur, jafnvel þó Keyne hefði haldið slíkur fram, sem hann hefur ekki gert.

Mig grunar hvaðan þessi ranghugmynd þín er ættuð, en læt það liggja milli hluta nema þú ætlir að gera tilraun til að færa rök fyrir þessari fullyrðingu þinni.

Og ef svo er, þá verður ánægjan mín að leiðrétta þig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2013 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 474
  • Sl. viku: 5508
  • Frá upphafi: 1327332

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 4918
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband