Augu fólks opnast og hlutirnir kallaðir réttum nöfnum.

 

Örflokkur kaldrifjaðra manna nýtti sér völd sín í fjórðungsflokki til að skaða samfélagið á sem mestan og víðtækasta máta áður en almenningur vaknar og snýst til varnar.

Það er ekki þannig að ekki hafi verið varað við gjörðum þessa örflokks, og tilgangi hans.

Þorsteinn Thorarensen þýddi Sögurnar um Hringinn eina, þar sem hringurinn er hin tæra illska sprottin af óslökkvandi græðgi og valdafýsn, á íslensku, hafði meira að segja fyrir því að láta skaðvaldinn heita Skaða, svo orðgjálfur hans um hagræðingu, endurreisn og framfarir myndi ekki villa fólki sýn, og þar var gjörðum þessa örflokks skaðræðisseggja líst í smáatriðum.

Þegar þeir reyndu að skemma sem mest og valda sem mestum skaða á sem stystum tíma, í hinu friðsæla samfélagi Hobbita sem kallað var Hérað.

 

Þá var herkall lífsins blásið í lúður svo fólk vaknaði af doða sínum og snérist til varnar gegn eyðileggingarmætti frjálshyggjunnar.  

Í dag  opnar fólk augun og kallar hlutina réttum nöfnum, að það sé verið að rífa niður stofnanir samfélagsins svo auðveldara sé að leggja þær niður og bjóða starfsemina út þegar þar að kemur.

Svo einkavinir og sjálftökufólk fái blómstrað og dafnað á kostnað almennings og samfélagsins sem fóstrar börnin okkar.

 

Hve margir þurfa að vakna og kalla hlutina réttum nöfnum, svo fólk almenn vakni af af hinni myrku martröð sinni, veit ég ekki.

En hitt veit ég þó að ef enginn opnar augun, þá munu allir sofa sínum martraðarsvefni.

Þess vegna ber að fagna skrifum formanns BSRB, betur er seint en aldrei má segja um þær herbúðir.

Og óska þess að fleiri geri slíkt hið sama, opni augun og hjálpi okkur hinum að gera slíkt hið sama.

 

Engin rök réttlæta niðurrif Skaða, hvorki hagræn eða fjárhagsleg.

Skuldirnar sem hvíla á almannasjóðum er að alstærsta leiti tilbúningur forheimskra manna sem lúta Friedmanískri stjórn peningamála, en eftir afleiðingar þeirra stefnu, allsherjarhrun hins vestræna fjármálakerfis, þá er vanvit ekki einu sinni afsökun fyrir forræði Friedmanista yfir peningamálum þjóðarinnar, efnahagsstefnu eða öðru.

Aðeins martraðarsvefn fjöldans fær slíkt skýrt.

 

Þess vegna þarf að kalla hlutina sínum réttum nöfnum.

Skaði heitir þetta fólk, það veldur skaða, og er skaðræðisgripir.

Það á sér enga afsökun, enga réttlætingu.

 

Og það er skaði að það skuli hafa náð að plata sig inná þjóðina í gegnum Sjálfstæðisflokkinn.

En það er enginn skaði skeður þó því sé hent á dyr.

 

Opnum því augun og snúumst til varnar.

Verjum samfélagið okkar.

 

Við eigum ekkert annað.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Ekki niðurskurður heldur niðurrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 1537
  • Frá upphafi: 1321545

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1310
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband