26.4.2013 | 17:35
Sumir kunna ekki að skammast sín.
Mæra böðla AGS með rósum.
Þakka fyrir ICEsave landráðin, og svikin gagnvart heimilum landsins.
Og eyðingu flokks jafnaðarmanna, Samfylkingarinnar.
Siðblinda og siðleysi er eftirmæli þessa fólks.
Sem sveik landa sína, sem vann fyrir erlenda fjárkúgara.
Og dýrkar niðurbrot velferðar og velmegunar í Evrópu.
Eiginlega allt slæmt má segja um AGS, en þó eitt gott.
Hann afhjúpaði skinheilaga hræsnara sem seldu sálu sína fyrir umbun vogunarsjóðanna.
Fyrirlitning og skömm mun fylgja nafni þessa fólks um aldur og ævi.
Og það mun aldrei aftur ná að sundra baráttunni fyrir betri heim, fyrir mannsæmandi lífi, fyrir réttlæti og samhygð.
Það afhjúpaði sig sem mannlegur sori sem tók fé fram yfir fólk.
Og það uppgötvaðist í tíma.
Kveðja að austan.
Jóhanna kvödd með rósum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 15
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 1239
- Frá upphafi: 1412793
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1089
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú meira ruglið í þér. Það var einmitt samstarf stjórnvalda og AGS sem kom í veg fyrir að atvinnuleysi yrði hér20% eða meira eins og menn voru farnir að sjá fram á og kom þannig í veg fyrir mikið meir kreppu en hér varð. Við njótum góðs af því nú með betri lífskjörum en annars væri.
Hvað Icesave varðar þá voru engin landráð í gangi. Allir vour að vinna eftir þeim leiðum sem þeir töldu koma Íslandi best.
Jóhanna er búinn að vera sveitt í skítaþrifunum eftir ríksstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og með því búinn að komaí veg fyrir að það skipbrot yrði okkur eins dýrkeypt og leit út fyrir að verða. Hún hefur því gert mikið fyir þessa þjóð og á þakkir skildar en ekki skítkast og vanþakklæti eins og allt of oft kemur í hennar garð. Áróðursherferðin gegn henni virðist hafa heppnast en það er á tæru að þegar rykið sest þá mun dómur sögunnar verða allt annar um hennar verk.
Sigurður M Grétarsson, 26.4.2013 kl. 17:48
SIgurður, það eina sem kom í veg fyrir að hér er ekki 20% atvinnuleysi var brottflutningur einstaklinga sem fengu nóg af þessari vinstri óstjórn.
Jóhanna er búin að vera sveitt í frekju og yfirgangi og engu öðru, þetta klúður sem er búið að vera seinustu 4 ár skrifast bara á núverandi ríkisstjórn, þessi árátta að kenna öðrum um er bara vondur brandari!!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.4.2013 kl. 18:01
Atvinnuleysið hér væri sennilega 2% ef ekki hefði verið fyrir AGS og Samspillinguna, og við værum nú á leið upp úr kreppunni, en ekki kafandi í henni með hríðversnandi lífskjör.
Icesave dæmið er skólabókardæmi um landráð. Ef þetta lið hélt að það væri að gera eitthvert gagn, er það vanhæft til annars en sem molta.
Það á eftir að taka mörg ár að þrífa skítinn eftir Jóhönnu & co. Hún og hennar slekti á ekkert skilið annað en vanvirðingu og skítkast hér eftir. Það er ekki hluti af neinni áróðursherferð, bara blákaldar staðreyndir sem erfitt er fyrir stuðningsfólk hennar að klóra yfir.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.4.2013 kl. 18:07
Það er ekkert athugavert við það að vinir forsætisráðherrans gefi henni rósir. Sem er reyndar tvíeggja - því engin er rósin án þyrnanna.
Við hin þökkum henni sjálfkrafa fyrir áratuga þingsetu og ráðherraembætti með rausnarlegum eftirlaunum.
Kolbrún Hilmars, 26.4.2013 kl. 18:12
Blessaður Sigurður.
Ef þú ert ósáttur við að Jóhanna Sigurðardóttir sé sek um landráð vegna stuðnings sinn við fjárkúgun breta, þá verður þú að fara á miðilsfund og ræða þessi mál við þá einstaklinga sem sömdu og fengu samþykkt lögin um landráð.
Örugglega hefur Jóhanna unnið eftir sinni bestu sannfæringu, en lögin eru skýr, fjárkúgun er fjárkúgun, og ef erlent vald stendur að baki hennar, þá er hún landráð þar að auki.
En hins vegar er fullyrðing þín um að samstarfið við AGS hafi komið í veg fyrir stóraukið atvinnuleysi, eða allt að 20% dálítið furðuleg.
Þú gætir kannski útskýrt hana.
Hvað var það í samkomulaginu við AGS sem kom í veg fyrir aukið atvinnuleysi??
Vaxtahækkunin, AGS lánið, bannið við að afskrifa hluta af skuldum heimilanna, hvað var það??
Það er auðvelt að fullyrða, en rökstuðningur er aðeins flóknari.
Menn þurfa til dæmis að vita hvað þeir eru að segja.
Sem er ekki stuðningsmönnum Samfylkingarinnar gefið, samber töfralausn þeirra um að evran væri allra meina bót. Sem reynsla Evrópuþjóða segir að sé algjört búlshit.
En þér er það kannski gefið, allavega getur þú tekið stórt uppí þig.
Er innistæða þar að baki???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.4.2013 kl. 18:21
Insanity: Doing The Same Thing Over And Over Again And Expecting Different Result
(Albert Einstein)
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 19:39
Bretar og Hollendingar voru bara að berjast fyrir sínum rétti sem við töldum vera annan en um það voru deilur. Þegar slíkar deilur eru annars vegar þá er um þá valkosti að ræða að semja eða taka áhættu fyrir dómi. Það fólst gríðarleg áhætta í því að fara með málið fyrir dóm. Gelymum því ekki að sá þáttur sem líklegastur var til að við værum dæmd til að greiða jafnvel margfalt það sem samningarnir kváðu á um var sá hluti sem sneri að mismunun innistæðueigenda eftir því hvar þeir voru með sinn reikning. Þeim hluta gátu okkar lögfræðingar fengið vísað frá dómi á grunvelli tækniatriðis vegna mistaka ESA í málshöfðun. Þannig sluppum við frá áhættusamasta hlutanum án þess að hann færi til efnislegrar meðferðar. Þetta var að sjálfsögðu ekki vitað þegar menn voru að taka ákvörðun um það hvort betra væri að semja eða taka áhættu fyrir dómi því ekki var hægt að sjá fyrir mistök ESA við málshöfðunina.
Áhættan við að láta málið fara fyrir dóm var slík að henni er rétt líst sem rúllettu. Þegar þeir sem voru allan tíman á móti því að semja eru að berja sér á brjóst og segjast hafa haft rétt fyrir sér þá er það eins og ef tekin er ákvörðun um það af meirihluta fjölskyldu sem er í fjáhagskröggum að freista þess að laga ástandið með fjárhættuspili og er svo heppin að vinna þá upphæð sem þarf þar og er síðan að væna þá fjölskyldumeðlimi sem ekki vildu taka þá áhættu á að hafa haft rangt fyrir sér og hafa unnið gegn hagsmunum fjölskyldunnar.
Samstarfið við AGS skilaði einfaldlega þeirri traustu efnahagsstjórn sem skóp lækkaða verðbólgu og lækkaða vexti sem var forsenda þeirrar atvinnuuppbyggingar sem hér hefur oðið. Það er rangt að atvinnuleysi hafi bara minnað vegna borttflutnings fólks. Það hefur ekki fækkað fólki á vinnualdri hér þrátt fyrir þann borttflutning þar sem náttúruleg fjölgun hefur komið á móti. Það er fjölgun á vinnumaldri vegna þeirra sem fara af barnsaldri upp á vinnualdur umfram þá sem fara af vinnualdir yfir á eftirlaunaaldur. Störfum hér hefur fjölgað um 10.000.
Að halda því fram að atvinnuleysi hér væri minna ef ekki hefði komið til traust efnahagsstjórnun frá hruni er ekkert annað en bull út í loftið. Það er alveg á hreinu að ef sú efnahagsstjórn sem stjórnarandstöðuflokkarnir hafa lagt til hefði verið ráðandi væri ástandið allt annað og verra.
Sigurður M Grétarsson, 26.4.2013 kl. 22:55
Sigurður, einhliða fjárkrafa með hótunum er fjárkúgun, hættu að gera þig að fífli með því að halda öðru fram. Handrukkari sem innheimtir kröfu sína beint án atbeina dómsstóla, telur sig örugglega gera það vegna þess að hann eigi rétt á þeim verðmætum sem hann innheimtir, en það er jafn ólöglegt fyrir það.
Þegar fjárkúgarinn er erlent ríki, þá fellur samstarf við hann undir 86 og 87 grein hegningarlaganna sem fjalla um landráð.
Að afsala eignum ríkisins til erlends ríkis, að afsala dómsvaldi, að afsala stjórn á fjármálum ríkisins, að semja um upphæðir sem geta gert landið gjaldþrota og hafa í þeim samningi ákvæði sem leyfa hótaranum að ganga einhliða á eignir þjóðarinnar, öll þessi atriði eru landráð, hvert fyrir sig duga til ákæru.
Sem kemur, Jóhann sleppur ekkert frekar en Pinochet, Steingrímur ekkert frekar en Galltieri, leiðtogar eru ekki hafnir yfir lög og rétt.
Síðan er þetta hérna aðeins fullyrðing; "Samstarfið við AGS skilaði einfaldlega þeirri traustu efnahagsstjórn sem skóp lækkaða verðbólgu og lækkaða vexti sem var forsenda þeirrar atvinnuuppbyggingar sem hér hefur oðið", engu merkari eða réttari en að slá því fram að viðreisn landsins hafi heppnast vegna þess að tveir hvítir hrafnar hafi sést á flugi og það hafi orðið vegna fórna Ásatrúarfélagsins.
Þetta er rökleysa, sem gefur sér þá forsendu að samstarf við AGS sé forsenda traustrar efnahagsstjórnunar. Samstarf við AGS er ekki að skila Grikklandi eða Portúgal árangri, Suður Kóreumenn halda því fram að samstarfið AGS á sínum tíma hafi gert ill verra, dýpkað kreppuna og þeir bentu AGS fyrirfram á það.
AGS hefur ítrekað beðist afsökunar á afglöpum sínum.
Malasía slapp vel frá kreppunni í SuðAustur Asíu, samt hafnaði landið samstarfi við AGS.
Þess vegna spyr ég þig aftur, hvað var það í samstarfinu við AGS sem olli því að atvinnuleysið fór ekki í 20.000. Það ætti ekki að vera svo flókið að svara þessu, samkomulagið við AGS er ekkert leyndarmál.
Stattu þig núna Sigurður, sýndu að þú sért meir en frasinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2013 kl. 08:00
Ómar. Fjárkröfur Breta og Hollendinga byggði á þeirra túlkun á EES samningum og getur því ekki fallið undir fjárkúgun eða handrukkun. Þetta var einfaldega deila um lagatúlkun sem við unnum viðkvæmasta hlugan á tækniatriði en ekki efnislegri umfjöllun. Allt tal um landráð í því efni segir meira um þann sem ber fólk þeim sökum en þann sem því lágkúrulega skítkasti er beint gegn.
Hér hefur verið mjög traust efnahagsstjórn sem hefur á einu kjörtímabilik náð að snúa einu mesta hruni sögunnar í hlutfalli við landsframleiðslu í hagvöxt og í jafnvægi í ríkisfjármálum á aðeins fjórum árum. Þetta er það góður árangur að eftir er tekið úti i heimi og þó ýmsir hér sjái hann ekki þá breytir það því ekki að hann er hér til staðar. Við nutum margháttaðs stuðnings og aðstoðar frá AGS sem hafði mikið að segja.
Vandi Grikkja og Portúgala er öðruvísi en okkar því þar næst illa samstaða meðal stjórnvalda um nauðsynlegar aðgerðir auk þess sem um er að ræða gjaldþrot ríkisins vegna langvarandi óráðsíu í fármálum hins opinbera sem erfitt virðista að vinda ofan af. Svo skulum við sjá til eftir nokkur ár hvernig staðan verður þarna. Þeir eru einfaldleg skemur á veg komnir en við enda kom þeirra skellur seinna til en við.
Hitt er annað mál að þó ekki takist alltaf vel til hjá AGS þá gerði það svo sannarlega hér.
Sigurður M Grétarsson, 27.4.2013 kl. 08:32
Sigurður, ef ég túlka það sem svo að þú skuldir mér pening, og byggi það á túlkun minni á Hávamálum, eða EES samningnum, þá má ég hafa þá túlkun út af fyrir mig, svo lengi sem ég gríp ekki til einhliða aðgerða til að innheimta fjármuni af þér með hótunum og þvingunum. Þá er ég fjárkúgari. Ef ég fer síðan og innheimti fjármunina sem ég tel þig skulda, til dæmis með því að handleggja bíl þinn, eða hrekja þig út af heimilinu, þá er ég handrukkari.
Hvorutveggja glæpur, varðar við lög.
Ég get aðeins innheimt af þér fjármuni vegna hinnar meintu túlkunar minnar, með því að leita til dómsstóla og fá kröfu mína viðurkennda.
Það gerðu bretar ekki og þess vegna eru þeir fjárkúgarar, jafnvel þó krafa þeirra hefði verið réttmætt.
Lögin um landráð eru síðan skýr, og þó þú kalli þau skítkast, lágkúru eða hvað sem er, þá eru brot á 86 og 87 grein hegningarlaganna landráð.
Stjórnmálamenn mega ekki afsala skatttekjur þjóðarinnar, eignum hennar, dómsvaldi, efnahagslegu sjálfstæði, til erlends valds.
Skiptir engu máli þó þeir vísi í gildismat sitt að þeir hafi verið að gera góða samninga, það er hvergi minnst á gildismat í lögunum.
Lögin um landráð eru skýr, alveg eins og EES samningurinn eða reglugerð ESB um innlánstryggingar. Þó stjórnmálamenn haldi öðru fram, þá dæma dómsstólar eftir skýrum lögum. Þess vegna féll dómur EFTA dómsins á þann hátt sem hann gerði, þess vegna þurfti Margrét Thatcher að sætta sig við að Pinochet vinur hennar yrði fangelsaður í Bretlandi.
Lög gilda, ekki orð stjórnmálamanna.
Eins og þú ert búinn að hafa rangt fyrir þér allan tímann í ICEsave málinu Sigurður, þegar þú fullyrtir að okkur bæri greiðsluskyldu gagnvart bretum samkvæmt EES samningnum, þá er ótrúlegt að þú skulir halda áfram orhengilshætti þínum gagnvart rökstuðningi.
Það er ekki skítkast að benda á skýr lög, Margrét Thatcher hafði rangt fyrir sér þegar hún kvað fangelsun Pinochet vera pólitískar ofsóknir.
Ennþá getur þú ekki rökstutt hvað það var í aðgerðum AGS sem kom í veg fyrir atvinnuleysið fór í 20%, það er ljóst hvað gert var á fyrstu mánuðum hrunsins, og þú ættir að geta bent á það.
Þér til upplýsingar get ég bent þér á að talsmenn atvinnulífsins héldu því fram að vaxtahækkanir sjóðsins drægju úr fjárfestingum, ykju samdráttinn og stuðluðu að auknu atvinnuleysi.
Þarf ekki mikla visku til, þetta er þekkt samhengi.
Hvað annað gerði AGS sem vann gegn þessum neikvæðum áhrifum???
Ekki frasa, rök.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2013 kl. 09:41
Mikið gleður það mig að vera talin landráðarmaður, siðbliindur og siðlaus. Ég er settur á bekk með landráðafólkinu Valgerði Sverrisdóttur, Halldóri Ásgrimssyni,Guðmundi Bjarnasyni, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar o.fl.
thin (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 12:23
Blessaður thin.
Þar sem þú ert dulnefni þá gæti það alveg hugsast að þú sért einn af böðlum AGS., og já, þá ertu siðblindur eins og það orð er skilgreint.
Hörmungar fólks af mannavöldum eru siðblinda.
En hins vegar er það ólíklegt að þú heitir Steingrímur eða Jóhanna, og þar með ert laus við að vera landráðamaður, þó þú styðjir landráð þá dugar það ekki til að gera þig að landráðamanna.
Hins vegar er það spurning um hvort það fólk sem kinnroðalaust styður manngerðar hörmungar, hvort sem það er Gúlag Stalíns, byltingarstefnu Maó eða ómennsku frjálshyggjunnar, hvort það er ekki siðblint. Hef velt því upp og það kæmi mér ekki á óvart þegar gamli heimur villimennskunnar fellur endanlega á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar, að stuðningur við ómennsku og helfarir verði ekki talinn sjúkleiki, sem reynt verður lækna.
Dugar reyndar ekki stuðningsmönnum evrunnar í dag, en innan ekki svo skamms tíma átta menn sig á að þetta er viss heilabilun, sem hægt verður að lækna.
Í millitíðinni verður þú að sætta þig við að vera á gráa svæðinu og biðja til guðs að Lykla Pétur erfi það ekki svo mikið.
Varðandi þetta heiðursfólk sem þú nefndir að þá skil ég ekki að þú skulir ekki þora að kannast við sjálfan þig án þess að draga aðra niður til þín.
Það má vel vera að þau séu á þessu plani, en það ætti að vera þeirra að lýsa því yfir.
Og ef þau eru á þessu plani, þá gerir það ekki þinn hlut betri á nokkurn hátt.
Það held ég nú.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2013 kl. 16:22
Nákvæmlega það sem ég bjóst við frá þér. Þú getur hunskast til að láta eins og naut í flagi gagnvart sumum en þegar það heggur nærri sjálfum þér ertu eins og engill.
"Það má vel vera að þau séu á þessu plani, en það ætti að vera þeirra að lýsa því yfir" hvernig væri nú að vera málefnalegur drengur og sýna sjálfum þér og öðrum þá viðringu að leyfa þeim að lýsa því yfir "Mæra böðla AGS með rósum. Þakka fyrir ICEsave landráðin, og svikin gagnvart heimilum landsins".
Þetta sýnir bara hvað sumir hlutir koma illilega við hvikuna á þér þegar hoggið er nærri þér og þínum
thin (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 17:46
Blessaður kæri thin.
Það mætti halda að þú værir eitthvað beiskur þessa dagana, og ég veit að þar ber ég enga ábyrgð, ef ég man rétt þá fór vel á með okkur þegar við skildum síðast.
Þetta meinta högg þitt er frekar broslegt, vissulega er það rétt að kaus Halldór einu sinni uppúr 1990, þegar skoðanakannanir gáfu til kynna að ekki væri víst að hann kæmi inn manni hér fyrir austan, svo gamalt að þá var kjördæmið mitt ennþá til.
En síðan þá er það ekkert leyndarmál, að flokkarnir sem mynda núverandi ríkisstjórn hafa fengið atkvæði mitt. Og þú getur rétt ímyndað þér hve sárt var að upplifa svik þeirra við hugsjónir mennsku og mannúðar.
En svona er þetta.
Það er svo sem til margar leiðir til að svara röktækni þinni hér í fyrsta innleggi, það er þekkt trix að reyna draga úr sekt geranda með því að benda á fylgjendur. En það dugði ekki Göring að benda á að það var aðeins tilviljun að hann var gerandi, stór meirihluti þýsku þjóðarinnar hefði alveg eins getað gert það sama.
Og það er málið, fólkið sem tók að sér böðulsverkið, eru böðlarnir, og fólkið sem reyndi að ljúga ICESave 1 uppá þing og þjóð, er sekt um landráð.
Þó þú hefðir gert það sama, þá varst þú samt ekki gerandi.
Og fólkið sem þú taldir upp, hefðu hugsanlega gert það sama, en það gerði ekki það sama. Og það sem meir er, það hefur ekki lýst yfir að það hefði gert það sama.
Þannig að þú getur lýst þig sekan um siðblindu og siðleysi, en ekki fyrir hönd annarra.
Og hvað er svo flókið við það???
Bara spyr.
Gangi þér vel annars með að höndla úrslit kosninganna, hér er allt í mikilli gleði.
Svik hefnast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2013 kl. 20:34
Sæll sjálfur.
Því miður hefur það ekki mikið upp á sig að kveðjast vel eins og þú segir. Það sem mig blöskrar er hvaða orð þú hefur um sumt fólk en aðra ekki. Þetta er eitt af því sem mikið hefur verið fjallað um hvernig þingmenn tala hver við annan, virðing Alþingis hefur fallið niður og þú eins og svo margir aðrir falla í þá gryfju að hafa sama ljóta orðaflaumin eftir. Að bera ínslenska stjórnmálamenn saman við menn á borð við Pinochet,Stalín eða Göring sýnir að mér að eitthvað er brogað hjá þér.
Ég ætla að njóta kvöldsins og við fáum það sem við kjósum yfir okkur.
Eigðu gott kvöld.
thin (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 21:53
Þú skilur það thin minn þegar hinn venjulegi maður gerir upp við fulltrúa villimennskunnar
Það hefur aldrei hvarflað að mér að halda að þau Jóhanna og Steingrímur hafi ekki haldið að þau hafi ekki verið að gera sitt besta miðað við þær aðstæður sem þau voru í.
Þau voru aðeins fórnarlömb breyttra tíma þegar hinn venjulegi maður sagði hingað og ekki lengra.
Þegar ég sagði skilið við þau þá var mér ofboðið, og mínir einu bandamenn var fólk sem ég hafði átt fátt sameiginlegt með.
Í dag er heimsmynd þeirra hrunin, ekki bara hér, heldur líka úti. Eins og gerði á sínum tíma við fólkið sem þú vilt ekki samanburð við.
Hinar hefðbundnu lausnir sem þeim var talið í trú um að væru hinar réttar, reyndust rangar.
Það er raunveruleikinn sem þau ráða ekki við.
Útskýrir tapið sem þau upplifðu í kvöld.
En ég tapaði líka.
Allt sem ég stóð fyrir og bloggaði um, komst ekki á blað.
Ég hafði rétt fyrir mér í ICEsave, og strax í ársbyrjun 2009 þá útskýrði ég af hverju evran myndi hrynja.
En ég vildi uppgjör við ICEsave bandalagið, varð ekki að ósk minni.
Ég sá ekki fyrir mér ruglið sem kom út úr þessum kosningum.
Á minn hátt var ég ekki minni lúser en þeir sem töpuðu í kvöld.
Ef það er einhver huggun fyrir þig thin, þá njóttu hennar. Á bak við minn ósigur voru yfir 2.000 bloggpistlar, í reynd til einskis.
En ég hef alltaf verið sjálfum mér samkvæmur í orðum mínum, ég fyrirlít villimennsku mannlegra hörmunga.
Og í fyllingu tímas verð ég ekki einn um það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2013 kl. 04:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.