Ef Sjálfstæðisflokkurinn verður stærsti flokkurinn.

 

Þá getum við kvatt Ísland í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.

Hvað við fáum í staðinn er svo spurningin.

 

Ástæðan er að flokkurinn stendur fyrir áður óþekktu lýðskrumi í vestrænni stjórnmálasögu.  

Skattfé almennings á að nýta til að greiða hinar stökkbreyttu skuldir, á sama tíma ætlar flokkurinn að skera niður ríkisútgjöld um áður óþekkta tölu til að ná tafarlaust hallalausum fjárlögum, en jafnframt ætlar hann að verja grunnþjónustu ríkisins.

Þversagnir sem ganga ekki upp.

 

Hvað tekur við er spurning því þegar almenningur áttar sig á lýðskruminu og að það er allt í þágu hinnar ofurríku, þá mun hann rísa upp.

Og gamla Ísland mun líða undir lok.

Sigur Sjálfstæðisflokksins mun því verða bálför yfirstéttarinnar.

 

En hvað svo??

Það veit tíminn einn.

Kveðja að austan.


mbl.is Nánast jafnstórir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll æfinlega; Ómar !

Nokkurn veginn í hnotskurn; þessi framtíðarsýn þín, Austfirðingur góður.

Verði svo; má telja Íslendinga, til hvers annarrs ódannaðs Skrælingjalýðs, þaðan í frá - því landsmenn eiga jú það val, að kasta : A - B - D - S og V listunum fyrir róða, þann 27. Apríl næst komandi.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, austur í fjörðu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 15:22

2 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Vandinn er fyrst og fremst að flokkurinn vinnur ekki vinnuna sína. Eins og vinstri menn unnu erfitt og óljúft skylduverk að skerða kjör almennings eftir að þjófar og bankaræningar höfðu stolið öllu steini léttara, þá er það skylduverkefni hægri manna (meina raunverulegra hægri manna, sem vilja að menn sem vinna og leggja fram hugvit fái góð laun, ekki þjóna glæpagengja) að endurskoða löggjöf og framkvæmd löggjafar í sambandi við viðskipti. Verður það ekki gert, er hætta á að það verði ekki bálför yfirstéttarinnar, heldur bálför Íslands, sem er lítið land og þolir ekki mörg slík áföll eins og yfir hafa dunið. Það er mannlegt að gera mistök, og slíkt ber að fyrirgefa, en ef menn hanna áfram á sömu braut, þá ættu þeir að verða bannfærðir af nýja páfanum, sem ber hag fátækra fyrir brjósti! Ég lít reyndar á slíkt aðgerðarleysi sem eins konar landráð, eins og það hefði verið landráð vinstri manna hefðu þeir neitað að vinna vinnu sína og láta Ísland fara undir hamarinn. (Reyndar fékk fráfarandi stjórn hjálp manna sem stoppuðu af Icesafe og yfirgang útlendinga.)

Sigurður Gunnarsson, 25.4.2013 kl. 17:30

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Valdið sá nú við því Óskar, mótleikur þess var hin óteljandi framboð svo fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð.

Hins vegar fer ég ekki ofan af því að eina von valdastéttarinnar sé  stórsigur Framsóknar, og flokkurinn framkvæmi í kjölfarið stefnu sína.

En hún sér það ekki blessunin og því mun draga til tíðinda fljótlega eftir kosningar.

Verðtryggingin, svikin og raunveruleikinn sjá til þess.

Og það fyndna er að sjálfstæðismenn fatta ekki að þeir eru að undirbúa sína eigin jarðarför með lýðskruminu sem ég lýsti hér að ofan.

Eitt er að bulla, annað að trúa sínu eigin bulli.

En svona er þetta.

Allt hefur sinn gang.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.4.2013 kl. 18:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Sigurður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.4.2013 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband