Fólk lætur ekki plata sig nema einu sinni.

 

Nema þeir allra trúgjörnustu, þess vegna mælist ennþá fylgi hjá Samfylkingunni og VinstriGrænum.

Að því gefnu að flokksforingjarnir skipa þeim ekki að marsera niður Laugarveginn, naktir, þá mun þetta fólk kjósa hroðann sem þessi ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er.

En fólkið sem trúði fyrirheitunum, mun aldrei gefa þessum flokkum atkvæði sín aftur.

 

Eiginlega er ekki hægt að greina stöðuna betur en Ólafur Þ. gerir í þessum orðum;

 
„Ég hef nú verið að reyna að útskýra það í löngu máli en aðallega sagt að vandi þessarar ríkisstjórnar er að aðdáendur hennar eru aðallega frekar hægrisinnaðir hagfræðingar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og OECD og stöku fjármálablaðamenn, t.d. hjá Financial Times. En þeir hafa ekki kosningarétt á Íslandi,.
 

Og það sem meira er, þetta er að gerast um alla Evrópu, fólk er búið að fá nóg af þessum skrípum sem taka hag hinna ofurríku fram yfir hagsmuni fólks, fram yfir hagsmuni samfélagsins.

Hinir ofurríku og hinir skríðandi stjórnmálamenn í þeirra þjónustu eru skaðræði líkt og krabbameinsæxli og munu fljótlega verða skornir á brott.

Þeirra eini valkostur er hvort þeir verða fjarlægðir með góðu eða illu, en fjarlægðir munu  þeir verða.

 

Ísland hrundi fyrst, Íslendingar eru fyrstir til að gera upp við skrípin sem fórnuðu þjóðinni fyrir vexti og vaxtavexti í vasa fjármagnsins.

Hagi næsta ríkisstjórn sér eins, þá verður líka gert upp við hana, og þá mun fjórflokkurinn hafa fyrirgert allri sinni tilveru.

 

Þetta er ekki flókið, fólkið kýs, peningar ekki.

Og þar með ljóst hverjir tapa að lokum.

 

Því fólk lætur ekki plata sig nema einu sinni.

Kveðja að austan.

 

mbl.is Vantraust bakgrunnur kosninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ertu viss Ómar?

Magnús Sigurðsson, 25.4.2013 kl. 19:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, ég gaf mér það sem hliðarskilyrði að hægt væri að bjóða þeim allra trúgjörnustu uppá næstum því hvað sem er.

Spurning hvað það er stór hópur.

En, já ég er alveg viss.  Það er uppgjör í vændum, og ég er ekki viss um að það verði neitt sérstaklega fallegt.

Fólk sem hefur miklar þolinmæði, það er reitt þegar það verður reitt.

Þess vegna tel ég að eina von fjórflokksins sé  afgerandi sigur Framsóknarflokksins.  Sem reyndar ekkert bendir til að verði.

Eina óvissan í þessu dæmi er varnarviðbrögð valdsins, leið hinna ótal framboða. 

Henni tókst að fífla fólk, en ég hygg aðeins í bili.  

Og þeir sem eru mest áberandi í þeirri vitleysu, eiga á að hættu að hljóta sömu örlög og fjórflokkurinn.

Því þegar sjálf tilvera fólks er í húfi, þá lætur fólk ekki plata sig nema einu sinni.

Og guð hjálpi þeim sem láta reyna á það tvisvar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.4.2013 kl. 19:58

3 identicon

eg trui þvi ekki að fólk fari að kjósa þetta afætuhyski sem telur sig hafa stjórnað landinu síðustu fjögur ár,megi þau aldrei þrífast,og fari þau öll til brussel og beri sín aumu bein þar,og láti okkur í friði her á íslandi.

magnus steinar (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 20:15

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er smeikur um að nafna mínum Steinari verði ekki að trú sinni Ómar og eitthvað eigi vont eftir að versna áður en það batnar. Það lítur helst út fyrir að verðtryggð hrunstjórn sé í kortunum ef eitthvað er að marka frambjóðendur og skoðanakannanir.

Magnús Sigurðsson, 25.4.2013 kl. 20:28

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Þess vegna spáði ég þessu Magnús;

Hvað tekur við er spurning því þegar almenningur áttar sig á lýðskruminu og að það er allt í þágu hinnar ofurríku, þá mun hann rísa upp.

Og gamla Ísland mun líða undir lok.

Sigur Sjálfstæðisflokksins mun því verða bálför yfirstéttarinnar.

 Og hnykki á því hér að ofan,

Hinir ofurríku og hinir skríðandi stjórnmálamenn í þeirra þjónustu eru skaðræði líkt og krabbameinsæxli og munu fljótlega verða skornir á brott.

Þeirra eini valkostur er hvort þeir verða fjarlægðir með góðu eða illu, en fjarlægðir munu  þeir verða.

Og hingað til hef ég reynst nokkuð sannspár.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.4.2013 kl. 20:35

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hefði aldrei spáð helferðahyskinu fjögurra ára lífi, hvað þá eftir að það hafði fengið að sýna innrætið sem minnihluta stjórn í tvo mánuði. Fólk kaus óskapnaðinn þrátt fyrir að hafa mátt þola forustusauðina á sínu framfæri í áratugi ef ekki ævilangt. Verðtryggt hrun til fjögurra ára er því ekki óraunhæfur spádómur. Eftir þau ósköp er spurning hvort Ísland verður fyrir Íslendinga.

Kveðja frá Noregi.

Magnús Sigurðsson, 25.4.2013 kl. 20:45

7 identicon

Ég tek undir orð Magnúsar:

"Ég hefði aldrei spáð helferðahyskinu fjögurra ára lífi, hvað þá eftir að það hafði fengið að sýna innrætið sem minnihluta stjórn í tvo mánuði. Fólk kaus óskapnaðinn þrátt fyrir að hafa mátt þola forustusauðina á sínu framfæri í áratugi ef ekki ævilangt.  Verðtryggt hrun til fjögurra ára er því ekki óraunhæfur spádómur.  Eftir þau ósköp er spurning hvort Ísland verður fyrir Íslendinga."

Mér sýnist að með haustinu fari ég að skrifa einnig undir þau orð sem Magnús:

Kveðja frá Noregi. 

Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 1567
  • Frá upphafi: 1321459

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1333
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband