Danska ICEsave fígúran.

 

Sem sagði að hér færi allt í kalda kol ef við greiddum ekki bretum ICEsave kröfu þeirra, kröfu sem væri samkvæmt reglugerð ESB um innlánstryggingar og skylda íslensku þjóðarinnar samkvæmt EES samningnum, er núna fengin til að styðja blóðmjólkun vogunarsjóða á íslensku efnahagslífi.

Reynsla sögunnar ásamt dómi EFTA dómsins dæmdi Lars Christensen algjört fífl, og í raun ætti hann að afplána fangelsisdóm fyrir beinan stuðning sinn við stærstu fjárkúgun sögunnar.

Að vitna síðan í fíflið sýnir örvæntingu vogunarsjóðanna.

 

Víkjum fyrst að meintri frægð Lars Christensen.

Hann er sagður hafa bent einna fyrstur manna á íslensku bankabóluna, augljósan hlut sem blasti við öllu hugsandi fólki.  En enginn spyr af hverju hann gerði það, hann var að bregðast við samkeppni íslensku bankanna í Kaupmannahöfn.  

Ef ábendingar hans hefðu verið á faglegum grunni þá hefði hann jafnframt bent á aðrar bólur, þar á meðal hjá bankanum sem hann vann sjálfur hjá.  Aðeins stuðningur danska ríkisins heldur Danske Bank á floti.  Rök hans eru því svipuð og Sigurjón  Árnason hefði bent Lárusi Welding á að Glitnir væri illa fjármagnaður.

 

Víkjum núna að hræðsluáróðri Lars í þágu vogunarsjóðanna, hræðsluáróður sem er að grunni sá sami og hann notaði í stuðningi sínum við ICEsave fjárkúgun breta.

Ef þetta ekki kunnuglegt???

"Með því að gera upptæka eignir gömlu bankanna munu Íslendingar loka dyrunum fyrir utanaðkomandi fjárfestingum og möguleikum Íslands á að ná sér í frekara lánsfé á erlendum mörkuðum,".

Hvað hefur bögg á vogunarsjóði eitthvað með erlendar fjárfestingar að gera??

Eftir að Argentínumenn tóku slaginn við gjaldmiðilsbraskara þá jukust erlendar fjárfestingar því landið varð miklu álitlegri fjárfestingarkostur þegar heljartak braskaraskuldanna var aflétt af efnahagslífinu.

Erlendar fjárfestingar tengjast arðsemi og ávöxtun en ekki uppgjöri þrotabú gjaldþrota fyrirtækja.  Fjárfestingar hurfu ekki í Skandinavíu þó þarlend stjórnvöld hafi sölsað undir sig þrotabú íslensku bankanna og selt þau þarlendum á slikk.

Gjaldþrot er bara bad luck og dæmi um slæmt mat fjárfesta, sá sem hyggur á nýja fjárfestingu, skoðar þá fjárfestingu en ekki mislukkaða fjárfestingu annarra í fortíð.  Allar ráðstafanir sem styrkja efnahag viðkomandi þjóðar eru í þágu nýrra fjárfestinga, og efla þær, en draga ekki úr þeim.

 

Síðan eru rök Lars Christensen um að  "Hluti kröfuhafanna séu fjárfestar sem hafa áhuga á að fjárfesta frekar á Íslandi, til að mynda norrænir lífeyrissjóðir." þvílíkt rugl að Moggann situr niður að vitna í þau þó það þjóni stefnu Morgunblaðsins að næsta ríkisstjórn sé ekki vond við vogunarsjóði.

Hvað norrænu lífeyrissjóðir eru þetta???

Hvernig tengjast þeir gömlu bönkunum??  Keyptu þeir kröfur lánadrottna á hrakvirði til að ná sér í skjótfengan gróða á kostnað vinnandi fólks á Íslandi??  Eru norrænir lífeyrissjóðir hrægammar sem fjárfesta í eymd og örbirgð náungans???  Eða eru þeir hluti af upprunalegum lánardrottnum bankanna??  Af hverju ættu þeir þá ekki að sætta sig við sömu meðferð og Íslensk þrotabú fengu í þeirra löndum??  Gilda önnur lögmál á Íslandi en í öðrum löndum??

Og síðan ekki hvað síst, hvaða fjárfestingar eru í húfi??  Fjárfesta norrænir lífeyrissjóðir í atvinnulífi annarra landa??  Og þá síðan hvenær??  Eða er verið að ræða um fjárfestingar í gjaldeyrisbraski??  Eru menn búnir að gleyma síðustu kollsteypu sem slíkt gjaldeyrisbrask olli???

 

Loks mega menn vera heimskari en naut ef þeir falla enn einu sinni fyrir þessu frasa; "Ef eignir þeirra verða gerðar upptækar þá muni alþjóðlegir fjárfestar ekki gleyma slíku."

Gjaldeyrisbraskarar eru ekki þeir fjárfestar sem þjóðir heimsins vilja í dag.  Þeir hafa magnað upp verðbólur og skilja eftir sig rjúkandi rústir hvar sem þeir hafa náð að dafna.  

Þeir fjárfesta ekki í verðmætum, þeir fjárfesta í froðu.

Það er gæfa að vera laus við þá.  Bara það réttlætir að eignir þrotabúanna séu gerðar upptækar.

 

Og rökin eru skýr.  

Eignirnar eru skaðabætur fyrir það tjón sem bankarnir ollu almenningi og atvinnulífinu.

Skaðabætur sem samfélagið á fullan rétt á.

 

Það vita vogunarsjóðirnir.

Þess vegna reyna þeir allt til að afvegleiða þjóðina.

En að þeir skuli fá nota blað Sigurðs Bjarnasonar frá Vigri segir sögu um hvað langt núverandi peningavald í Sjálfstæðisflokknum hefur fjarlægst uppruna flokks sem kennir sig við sjálfstæði, sjálfstæði þjóðar og einstaklinga.

Sjálfstætt fólk, sjálfstætt blað, sjálfstæður flokkur, styður ekki aðför að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.  Styður ekki kúgun og arðrán almennings, hvort sem það er af hendi þjóðnýtingar kommúnismans, arðráns nýlenduherra eða eignaupptöku vogunarsjóða.

 

Það er eitthvað mikið að út í Móum þessa dagana.

Kveðja að austan.


mbl.is Kosningaloforð gleðja ekki fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ómar,

Þú sást um daginn hverjir kröfuhafar réðu til sín um daginn til að gæta sinna hagsmuna.

Það var sá sami og Samfylkinginn og Sjálfstæðisflokkurinn réð inn til að koma í veg fyrir uppreisn.

Var hann ekki fyrrum hermaður sérfræðingur í spuna?

Hann er bara byrjður að vinna.

Takk fyrir gott blogg.

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 10:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður jonthorh.

Jú ég sá það og ef ég man það rétt þá var drengurinn klaufskur í verkum sínum.  Líklegast má skýra þessa pöntuðu frétt á hans reikning.  

En hann hefur líklegast verið ráðinn út á þekkingu sína á innviðum stjórnkerfisins og þeirra tengsla sem hann hefur eftir fyrri dvöl sína.

En því miður þá er hann sýnd til að draga athyglina frá raunverulegu hákörlunum, þeim sem í raun stýra umræðunni.

Jóhannes Björnsson, Falið vald, útskýrði þetta ágætlega í myndbandi sem Dögun dreifir.  Hér er linkur á það, segir í stuttu máli allt sem segja þarf.

 
Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2013 kl. 11:37

3 identicon

Ja hérna..ég hélt að ég gæti ekki orðið svona sammála öðrum manni...fullkomið hjá þér vinur.

Lars (maðurinn sem icesave aðdáendur tigna mikið þessa dagana) ætti að greina eigin vinnustað áður en hann segir öðrum fyrir verkum !

Danske Bank hefur fengið tvo björgunarpakka frá dönskum skattgreiðendum og mér skilst að sá þriðji sé á leiðinni...ef hann er ekki í húsi nú þegar..

Lars litli ætti að hafa fokking vit á því að halda fokking kjafti !

Ef ekki væri fyrir duglega skattgreiðendur þá væri Lars litli atvinnulaus því honum, líkt og öðrum lykilstjórnendum DB mistókst að skila ærlegu dagsverki af sér...en það er allt í lagi ef þú ert bankamaður..þá redda skattgreiðendur þér úr snörunni..

Hvað er þetta fokking apparat gamalt ??

Djöf... aumingi sem þessi helv.. bauni er !!!

runar (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 21:23

4 identicon

"Það er eitthvað mikið að út í Móum þessa dagana."

Eva (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 22:05

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er tekið hraustlega til orða runar enda engin ástæða til annar. 

Tími næstum því brjóstmylkinga sem eru ný hættir að fá brjóstafituna í greiðuna þegar þeir greiða út geli, á að vera liðinn.  Og koma aldrei aftur.

Ef það er ekki hægt að hafa hemil á þessum lýð þá þarf virkilega að endurskoða tímann sem börn fá að vera á leikskólum, að þeim sé ekki hleypt of snemma út.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2013 kl. 07:51

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Oftast segi ég upp í Móum Eva, en já það er mikið af þegar frétt frá Eurofréttastofunni, uppfull af bulli og rangfærslum er látin óathugasemdarlaust í gegn.

En Davíð getur ekki fylgst með öllu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2013 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 277
  • Sl. sólarhring: 804
  • Sl. viku: 5561
  • Frá upphafi: 1327107

Annað

  • Innlit í dag: 248
  • Innlit sl. viku: 4933
  • Gestir í dag: 237
  • IP-tölur í dag: 233

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband