Fórnarlömb stefnu Sjálfstæðisflokksins eru sjálfstæðismenn.

 

Það eru þeir sem eru að missa heimili sín vegna hinna stökkbreyttu skulda.

Það er þeir sem hafa misst fyrirtækin sín í hendur bankanna vegna hinna stökkbreyttu skulda.

Og skjaldborg flokksins um verðtrygginguna mun soga til sín alla lausa fjármuni sem ennþá finnast í hagkerfinu.

 

Flokkurinn opnar sjóði séreignarinnar fyrir eigendur verðtryggingarinnar.

Flokkurinn tekur úr samneyslunni handa eigendum verðtryggingarinnar.

 

Flokkurinn ræðst ekki að rótum vandans með því að afnema verðtrygginguna og taka vaxtavald úr höndum Seðlabankans, og lækka þá tafarlaust svo ofurskuldsett hagkerfið eigi minnstu möguleika að ná sér á strik.

Endurskipulagning skulda og lækkun vaxta er forsenda aukinna fjárfestinga, ekki lækkun skatta eða niðurskurður á samneyslu.

Fyrir fyrirtæki sem þegar eru í vandræðum með að reka sig mun skerðing á samneyslu, sem minnkar peningamagn í umferð, auka líkur á gjaldþroti þeirra.  

Vítahringur gjaldþrota og atvinnuleysis mun hefjast á ný.

 

Um það þarf ekki að rífast, menn geta bara séð hvað er að gerast í Evrópu..

Þar er manngerð kreppa heimskra manna ráða langt komin með að ganga að efnahagslífinu dauðu.

 

Það er því vel við hæfi að sjálfstæðismenn leiti aftur þangað þar sem þeir eru kvaldastir og kjósi yfir sig endalok sjálfstæðis þeirra.

Síðan geta þeir marserað glaðir öreigarnir til Brussel og sagt sig til sveitar.

 

Enda eru ósjálfstæðir menn þar best geymdir.

Kveðja að austan.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur sækir á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Biðraðirnar í matargjafir  hjálparstofnana er í boði samfylkingar, VG og Stefáns Ólaafssonar. Svo jarmar trúarlið ríkisstjórnarflokkana og grætur Savarssamninginn. 

Sigurður Þorsteinsson, 19.4.2013 kl. 09:15

2 identicon

Í byrjunarkúrsum er kennt  að skilyrðislaust eigi að taka fram úrtak, svarhlutfall og hlutfall óákveðinna. Annað er fúsk sem ekki  er hægt að taka alvarlega!

Almenningur (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 09:59

3 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Mér finnst alltaf jafn fyndið og á sama tíma sorglegt þegar að fólk eins og höfundur hérna kallar aðra heimska og telur sig þar með yfir þá hafna sem kjósa aðra flokka en hann aðhyllist.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 19.4.2013 kl. 11:23

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Júlíus, ósköp er rökþurrð ykkar sjálfstæðismanna aum fyrst þú gast ekki mætt innihaldi þessa pistils á merkilegri hátt en þann að gera þig að hálfgerðum apaketti.

Þú ættir að þekkja muninn á  þekktu máltæki ættuðu úr Laxdælu og að kalla einhvern heimskan.  

Það sem er að gerast í Evrópu er ekki að gerast af því bara, það hefur gerst vegna ákveðinna aðgerða sem sterklega var varað við, fyrirfram.

Álíka aðvörun og þú fengir sem slökkviliðsstjóri  ef þú ætlaðir að slökkva bál með bensíni því það væri eini vökvinn sem væri tiltækur.  Og tækir síðan uppá því að mæla með þeirri aðferð, færir jafnvel í framboð til slökkviliðsstjóra á þeim forsendum.

Þá gæti umburðarlynt fólk sem vildu ekki nota sterk orð, sagt um aðferð þína,  "illa duga heimskra manna ráð".

En það er svona þegar rökin eru ekki til staðar að verja vitleysuna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2013 kl. 12:01

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Almenningur, svona til að taka af öll tvímæli, þá tengi ég við frétt sem tengist skoðanakönnun, en ég legg út af hvaðan fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins kemur.

Það er ekki aðferðafræðin sem útskýrir hið mælda fylgi, heldur einhver stórfurðuleg sjálfseyðingarhvöt.

Og sú hvöt er mér yrkisefni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2013 kl. 12:03

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ekki ætla ég að draga eitt orð í efa að því sem þú segir, hef nákvæmlega sömu skoðun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2013 kl. 12:05

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ómar

Þú mátt nú ekki stinga svo rækilegu upp í viðmælendur, að þeir þagni til frambúðar. Þó verð ég því miður að viðurkenna að ég hef lúmskt gaman af.

Jónatan Karlsson, 19.4.2013 kl. 12:26

8 identicon

"Sjálfstæðis"flokkurinn er ekki lengur valkostur

fyrir sanna og heiðarlega sjálfstæðismenn.

Hann gengur erinda stórfyrirtækja, kommisara bákn-verja og banka-auðræðis.

Hann hefur fyrir löngu gleymt því algjörlega að vera flokkur allra stétta og allra heimila landsins,

einyrkja og smáfyrirtækja.

Hann þarf að fara í gagngera endurskoðun og sú endurskoðun hefur alls ekki átt sér stað

og mun ekki eiga sér stað meðan puntudúkkur og gluggaskaut og Icesave dindlar ráða þar för.

Gjör rétt - Þol ei órétt sagði Halldór Gunnarsson, sem stofnaði Flokk heimilanna, x I

til að gefa heimilum okkar allra, einyrkjum og smáfyrirtækjum von um þau orð verði aftur í heiðri höfð.

Það eru orð sem höfða til heiðarlegra og sannra sjálfstæðismanna. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 12:40

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar kærar kveðjur í dýrðina fyrir austan. Vildi gjarnan vera þar, fremur en á mölinni hér!

Sigurður Þorsteinsson, 19.4.2013 kl. 15:33

10 identicon

Þeir sem kjósa Hrun og Helferðar flokkana geta gengið að því sem vísu

að þar með kjósa þeir áframhaldandi aðlögun að ESB,

ef Hrunflokkarnir tveir, D og Samfylkingin + útfrymið Björt framtíð fá til nægan þingstyrk.

Af þeim sökum er "Sjálfstæðis"flokkurinn ekki valkostur núna fyrir sanna og heiðarlega sjálfstæðismenn. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 17:52

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónatan.

Sigurður þolir það alveg að menn séu alveg sammála honum annað slagið, hann er ekki ættaður frá hinum afskekktum víkum Austfjarðanna þar sem þrasgirnin var dægrastytting fólks  í fábreytninni.

Og ég skila kveðjunni Sigurður, það ætti að vera auðveldara fyrst að Ögmundur ætlar að rjúfa einangrun okkar.

Pétur, er Flokkur heimilanna sá valkostur??  Hvað hefur hann gert til þess??

Það er ekki nóg að bjóða fram ef menn ganga blístrandi um vígvöllinn, takandi ofan á báða bóga.  Slíkt ógnar ekki neinum, og er ekki valkostur neins sem vill berjast við sígráðuga skítuga fjármagn.

Grenjað á gresjunni er ekki valkostur í stríði, heldur blástur í herlúðra, vopnaglamur, sigursöngvar og einbeittur vilji til að verjast og berjast, herja og sækja, allt eftir forskrift þeirra Þórs og Athenu.

Sígild sannindi sem sagan er enn einu sinni að sanna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2013 kl. 08:01

12 identicon

Baráttunni lýkur aldrei Ómar minn.  Ein orusta fylgir annari og þannig koll af kolli.

Ekkert er fast, allt fram streymir endalaust ... það eru einu sígildu sannindin, kæri félagi Ómar.

Að halda það að sigur vinnist í eitt skipti fyrir öll í stríði ... til paradísar ... hverra?

Ekkert er fast, allt fram streymir endalaust ... í augnabliki velur maður það sem

skást er ... eða velur ekkert ... að velja ekkert ... það er tómið Ómar minn.

Margt hefðum við tveir viljað að öðru vísi væri í dag, viku fyrir kosningar og um það allt erum við tveir sammála

en ég ætla ekki að skila auðu í einhverjum þingkosningum sem verða brátt sem liðið augnablik

í þeim einu sígildu sannindum ... að allt fram streymir endalaust og ekkert er né mun verða fast

enda vitum við báðir að barátta lífsins er eilíf og að allar þær breytinga sem við finnum liggja í loftinu

munu verða, enda þótt allt of fáir skilji þá sögulegu nauðsyn núna til samstöðu lífisins

sem við höfum og munum ætíð tala fyrir, þó allt of fáir kjósi sér nú að tengja sig við okkar hugsýnir (og næmni).

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 19:47

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Allt fram rennur Pétur, en sumt rennur í ós feigðarinnar.

Ótal framboðin gera það, sjá til þess að fólk er ekki að gera það sem þarf að gera.

Berjast, verja sig og sína.

Þó skæruliðinn geti fátt gert, þá er ekki eitt af því fáu að aðstoða óvininn.

Þess vegna spyr ég, af hverju ætti sjálfstæðismaður að kjósa Flokk heimilanna.

Hægri grænir eru miklu skeleggri og lausir við stjórnarskráarruglið.

Pétur á Sögu er einn frasi og rekur rætur sínar á lendur lýðskrumsins, á akur upphrópanna.

Guðmundur Franklin byggir þó tillögur sínar á þekkingu og reynslu, áttar sig á orsakasamhenginu, vísar í þekkta umræðu.

Þó upphrópanir eru ágætis dægurdvöl niðri í lúkar, þá duga þær skammt á bilaða vél og þegar stutt er í brimgarðinn, þá finnast fáir um borð sem veðja á þann sem ætlar að lesa yfir vélinni.

Fylgið er líka eftir því, og það er ekki þannig að það komi á óvart.  Fyrirfram var bent á það, og útskýrt af hverju.

Síðan má spyrja sig af hverju ætti venjulegur sjálfstæðismaður, þó hann sé óánægður með stefnu flokksins, að yfirgefa hann í stað þess að berjast fyrir stefnu sinni.

Annars vegar sér hann ógnina af núverandi ríkisstjórnarflokkum, hins vegar sér hann flokkakraðak sem kemur sér ekki saman um eitt eða neitt, nema eitt, löngunina að komast á þing.  

Annars vegar er það gallaði flokkurinn þinn, hins vegar glatað atkvæði sem engu skilar.

Skæruliðinn veit að ef hann á ekki skriðdrekavarnabyssu, aðeins framhlaðning, þá ræðst hann ekki framan að skriðdrekanum, slíkt er ekki á hans færi.

Ef hann á dýnamít, þá reynir hann að grafa það í vegkantinn, og sprengja hann í loft upp.  Ef ekkert slíkt er til staðar, þá kannski geta aðstæður í þröngu gili við þverhnípi verið þannig að hægt er að grafa svo djúpa holu að skriðdrekinn komist ekki yfir, eða koma af stað skriðu.

Hollendingar áttu ekki fallbyssur til að mæta herjum Spánverja, en þeir áttu vatn, nóg af því, þeir drekktu hinum öflugu spænsku herjum.

Hefði ekki þurft að heppnast, en það heppnaðist.

Valkostur þeirra var hins vegar ekki uppgjöf, eða bein aðstoð við hin óvinveittan her.

Skæruliðinn snýr sér ekki að smíði umferðarskilta til að auðvelda skriðdrekum óvinarins för um fjalllendið, svona þegar hann áttar sig á að hann á ekki skriðdrekakvarnabyssuna.

Það eru vatnaskil á milli hinna tveggja miklu fljóta, þess sem rennur í ós feigðarinnar og þess sem rennur að ósi lífsins.

Bæði fljótin streyma áfram, um þau gilda sömu lögmálin sem lýsa rennsli og straum.

Það eru vatnaskilin sem skilja að, og ekkert úr öðru fljótinu streymir í hitt.

Spræna lífsins er sjálfsagt ekki merkileg í dag, og óðum fækkar þeim lækjum sem renna í hana.  Meðal annars vegna þess að margur hefur tekið þann kostinn að finna örlæki sem eru sjálfstæðir á þann hátt að þeir finna sér eigin farveg, en þegar þeir að lokum sameinast meginfljóti, þá er það fljót feigðarinnar.

Hið meinta sjálfstæði var aðeins tálsýn.

Tálsýnin, sjálfsblekkingin eru á vatnasviði feigðarinnar, sjúga til sín rennsli sem annars hefði getað sameinast sprænu lífsins.

Barátta lífsins hefur ekkert með þessar kosningar að gera Pétur, sem og aðrar kosningar.  Baráttan snýst um að fá sem flesta til að gera rétt, og þola ei órétt. 

Síðan finna menn sér sinn farveg, misgóðan að sínu álit sem og annarra.

En ekkert ógnar valdinu í dag, ekkert.

Það er staðreynd sem lítt þýðir að gráta.

Og ekkert mun ógna valdinu á meðan fólk hundsar þær staðreyndir sem gilda um baráttu, sem gilda um stríð og átök. 

Og þá staðreynd er ástæða til að gráta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2013 kl. 09:38

14 identicon

Ekki eyða púðrinu á mig Ómar minn.  Við erum ... enn sem komið er ... bara tveir einir í Samstöðu lífsins :-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 13:57

15 identicon

Og svo bara þetta í bili: Það má vel vera rétt hjá þér Ómar minn,

að eini flokkurinn sem ég hef skráð mig í hingað til um æfina,

SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar sé "gallaður" eins og þú orðar það.

Þá sögu þurfum við vart að rifja upp hér.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 15:32

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Í þig eyðir engin púðri.

Ég minntist ekki orði á Samstöðu, flokk lýðræðis og velferðar, hér að ofan, og mér vitanlega er sá flokkur ekki útibú út úr Sjálfstæðisflokknum.

Eins og til dæmis Flokkur heimilanna álýtur sig vera.

Ég spurði af hverju Flokkur heimilanna væri valkostur við þann veruleika sem ég lýsti í pistlinum hér að ofan.  Spurði hvað hann hefði gert til að vera sá valkostur.

Í framhaldinu benti ég svo á að það væri ekki sjálfgefið að óánægður sjálfstæðismaður yfirgæfi flokkinn í stað þess að berjast fyrir skoðunum sínum.  Nánari rök þar um er hægt að kynna sér í málflutningi þess ágæta sjálfstæðismanns, Jóns Baldur Lorenz.

Í þessari almennu umræðu er engin persónuleg afstaða tekin, eða umfjöllun um hvað ég tel illskásta valkostinn, eða ég sé á nokkurn hátt að skipta mér að því hvað aðrir telja besta, skásta eða illskásta valkostinn.

Flokkur sem ætlar að ná árangri þarf að eiga svar við svona spurningum, ef hann hvorki sér vandann, eða telur að staða hans sé öðrum að kenna, til dæmis þöggun fjölmiðla fjármagnsins sem hann ætlar að fella, eða neikvæðum skoðanakönnunum, eða hvað það er sem fólk týnir til til að þufa ekki að horfa í eigin barm, þá  allavega þarf hann ekki að vera hissa á árangursleysi sínu.

Í stjórnmálum er nefnilega hver sinn gæfusmiður.  Aðrir móta ekki þá gæfu.

Og skilningskortur á því útskýrir  þann raunveruleika sem blasir við í dag, sigur lýðskrumsins.

En það snertir ekki á nokkurn hátt Samstöðu um lífið, hún er á astralplaninu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2013 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 350
  • Sl. sólarhring: 433
  • Sl. viku: 4193
  • Frá upphafi: 1329724

Annað

  • Innlit í dag: 296
  • Innlit sl. viku: 3665
  • Gestir í dag: 273
  • IP-tölur í dag: 268

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband