Heimilin brenna.

 

Þúsundir mæðra og barna hafa verið borin út heimilum sínum.

Hin helgi griðastaður fjölskyldunnar, heimilin, hefur verið brotinn upp á svívirðilegastan hátt.  Gjaldþrot nokkurra auðmanna var afsökunin fyrir því hervirki.

 

Þá funda nokkrar ungar konur, stuðningsmenn hervirkjanna, stuðningsmenn útburða barna og kvenna, um stelpur í stjórnmálum.

Þær funda ekki um mæður í neyð, börn á vergangi.

Þær funda ekki um niðurbrot samfélagsins í þágu hins skítuga fjármagns, um atlöguna að velferðinni sem er skjaldborg samfélagsins um lífið sem við ólum og okkur ber skylda til að koma á legg.

Nei, þær fá sér tebolla og ræða um stelpur í stjórnmálum.

 

Heimurinn stefnir óðfluga inní áður óþekkt átök.

Vargöld og vígöld er þegar skollin á.

Vopnaglymurinn frá Mið Austurlöndum breiðist út. 

 

Í sjálfri Evrópu, hjarta nútíma velmegunar, líða milljónir skort.  Ungu fólki er neitað um vinnu og framtíð, tugmilljónir atvinnuleysingja er boðið upp á samkeppni dauðans, að fá vinnu á sömu kjörum og hið skítuga fjármagn býður uppá í þrælaverksmiðjum alþjóðvæðingarinnar.

Evrópa er púðurtunna, við það að springa.  Talsmenn öfga og mannhaturs eru byrjaðir að uppskera.

Fólk án vonar og framtíðar leita til þeirra sem bjóða lausn.  Jafnvel þó sú lausn sé mörkuð ofbeldi og yfirgangi.  

Framtíð lífsins sem við ólum er ógnað.

 

Þá koma baráttukonur saman á fund með vinnukonum hins skítuga fjármagns og ræða stjórnmál.

Vogunarsjóðirnir ógna framtíð þjóðarinnar og þá er drukkinn kaffibolli með verkfærum þeirra.  

Konunum sem tóku þátt í að kveikja í heimilunum, konunum sem hundsuðu neyðaróp kynsystra sinna sem brunnu inni með börnum sínum.

 

Ef einhver atburður er táknrænn fyrri firringu nútímans og þá úrkynjun að geta ekki varið lífið sem við ólum og sórum að vernda, þá er það þessi fundur og fréttin af honum.

Þessar konur lifa ekki núið, þær lifa í sínum eigin hugarheimi.

Þær eru til en eru ekki.

 

Ekki fólk, ekki manneskjur.

Því fólk finnur til með náunganum, manneskjur hundsa ekki neyðaróp náungans.

 

Þær eru til en aðeins sem skel um ekki neitt.

Tómið.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Stelpur ræddu stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær koma saman og ræða stjórnmál. Eru þær ekki að gera það nákvæmlega sama og þú í þessum bloggpistli? Af hverju ert þú betri en þær?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 10:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elín.

Þú bregst ekki frekar en fyrri daginn með þín skemmtilegu sjónarhorn.

Ég ætla aðeins að segja tvennt við þig.

Í það fyrsta þá var ég ekki að ræða um stjórnmál í þessum pistli, og yfirhöfuð þá blogga ég ekki um stjórnmál, heldur málefni.

Og í öðru lagi var ég ekki að fjalla um mína persónu.  Bæði skortir mig kvenlíkama sem og ég var ekki á þessum fundi.

Spáðu betur í það sem ég var að segja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 11:01

3 identicon

Þú varst svo jákvæður gagnvart Dögun en neikvæður gagnvart konum á fundi sem þú varst ekki á. Spáðu aðeins í því.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 11:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú saga til næsta bæjar ef ég er orðinn jákvæður gagnvart Dögun Elín.  Það má stórlega draga það í efa að færslan sem þú vísar í hafi verið jákvæð.

En í henni var gildismat, um að mér þætti fólkið flott.

Hins vegar virðist þú á engan hátt átta þig á um hvað ég var að blogga og að í pistli mínum kemur ekkert það fyrir sem hægt er að tengja við jákvæðni eða neikvæðni.

Hann er lýsing á ákveðnu ástandi og þeirri firringu sem mér finnst hrjá konur gagnvart því ástandi.

Í þessum pistli er aðeins eitt gildismat, og það er sú forsenda mín að ég telji það standa konum nær að bregðast við þeirri ógn sem sannarlega blasir við framtíð barna þeirra.  

Hefðbundin stjórmál, stjórnmál karlanna eru enn einu sinni búin að koma heiminum á heljarþröm.  

Og ef við í þetta sinn bregðumst ekki við, þá verður ekkert annað tækifæri.

Þráður sem er búinn að vera gegnum gangandi, og ítarlega rökstuddur, frá upphafi bloggferils míns.

Hvort ég var staddur, eða ekki staddur á þessum fundi, kemur umfjöllunarefni mínu ekkert við.  Mætti þess vegna vera tunglinu, eða vera kartafla, efni pistilsins er alveg óháð því hvar ég var eða er, eða hvað ég er.

Spáðu í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 12:48

5 identicon

Finnst þér firring hrjá konur? Og firringu tengirðu hvorki við neikvæðni né jákvæðni? Sem sagt: firrtar konur á fundi sem þú sast ekki. Kalt mat - væntanlega.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 13:01

6 identicon

Innkoma kvenna í stjórnmálin gerði vont óbærilegt....

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 13:34

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Reyndar var ég fjalla um þá firringu sem þessi fundur endurspeglar, en þetta var góður punktur hjá þér Elín.

Já, mér finnst firring hrjá konur, mikið.

Í bók sinni Illska fjallaði Eiríkur Nordal dálítið um það sem hann kallaði hægri popúlista flokka, og um bakgrunn þeirra kvenna sem væru þar áberandi.

Kærustur eða fjölskyldutengdar. 

Það má víkka þetta út, af hverju eru konur að reyna toppa karla í veruleikafirrtri pólitík.  Þrá þær að næsti Hitler verði úr þeirra röðum, eða sá sem fyrirskipi næstu kjarnorkuárás sé kona.

Karlar hafa testósterón sér til afsökunar, ásamt ýmsum fæðingargöllum eins og landlægri þrasgirni eða sjá heiminn aðeins út frá naflanum á sjálfum sér. 

Þess vegna eru þeir dálítið svag fyrir öfgum og auðvelt að láta þá lúta hjarðstjórn.

En konur hafa ekki þessa afsökun fyrir að svíkja lífið. 

Svo firring gæti útskýrt þjónkun þeirra við pólitík karlanna.

Flott skýring Elín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 18:39

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Láttu ekki svona Pakkakíkir.

Innkoma kvenna í stjórnmál gerði þau allavega áhorfslegri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 18:40

9 identicon

Þú last sem sagt bók Eiríks til að átta þig betur á því sem fram fór á fundinum í gær. Það var frumlegt hjá þér.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 22:03

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm, frumlegheit eru nauðsynleg til að tryggja lestur Elín.

Hvað heldur þú að reki þig til að lesa blogg mitt?'

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 22:28

11 identicon

Rakel Sigurgeirsdóttir og Pétur Örn Björnsson virtust hafa á þér miklar mætur. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim en er alls ekki alltaf sammála þeim - eins og gengur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 09:29

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekki verri ástæða en hver önnur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2013 kl. 09:48

13 identicon

Ég virðist ekki hafa Elín; ég hef og mun ætíð hafa miklar mætur á Ómari Geirssyni.  Hann er sannur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 284
  • Sl. sólarhring: 477
  • Sl. viku: 4929
  • Frá upphafi: 1326460

Annað

  • Innlit í dag: 259
  • Innlit sl. viku: 4357
  • Gestir í dag: 251
  • IP-tölur í dag: 244

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband