20.3.2013 | 21:39
Tær birtingarmynd skattastefnu Sjálfstæðisflokksins.
Sumir greiða minni skatt en aðrir.
Þessir sumir þurfa að vera ríkir, helst erlendir, og að vera hluti af alþjóðakerfi frjálshyggjunnar sem kallast alþjóðavæðing.
Draumur flokksins er síðan að allir sitji við sama borð, greiði lítinn eða engan skatt, enda skattur gróf eignaupptaka.
Einstaklingurinn er miklu færari um að ráðstafa fjármunum sínum en óskilvirkt ríkisvald.
Það eina sem ekki er kannski alveg rétt hér að ofan er að ég kom orðinu frjálshyggju fyrir, en það var aðeins til að ítreka hvaðan hugmyndafræði flokksins er ættuð.
Flokkurinn er trúr þessari hugmyndafræði sinni fyrir næstu kosningar, ætlar að lækka skatta mikið, til að fólk og fyrirtæki geti staðið í skilum með sín stökkbreyttu lán.
Þannig verði allir ánægðir vill forysta flokksins meina, bæði þeir sem greiða hin stökkbreyttu lán, sem og eigendur þeirra, vogunarsjóðirnir.
Á sama tíma ætlar flokkurinn að vernda grunnþjónustuna, og þá líklegast bæta í útgjöld til heilbrigðismála og löggæslumál, og vegamála og eitthvað annað sem ég man ekki eftir í svipan.
En í kjarna ætlar hann að bæta fyrir allt fjársvelti sósíalistastjórnarinnar sem hefur í einu og öllu hlýtt ráðum sósíalistastofnunarinnar, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Og flokkurinn ætlar að ná jafnvægi í ríkisfjármálum strax á næsta ári, skattalækkanirnar eru sérstaklega hugsaðar til þess.
Hins vegar er flokkurinn andvígur almennri leiðréttingu á hinum stökkbreyttu skuldum, telur að ekki séu til fjármunir í slíkt, og að loforð um slíkt sé lýðskrum eða popúlismi af grófustu gerð.
Enda gæti slík leiðrétting valdið því að dótturfyrirtæki erlendra auðhringa færu fram á lækkun tilbúna skulda við gervifyrirtæki móðurfyrirtækja sinna sem eru skráð í skattaparadísum.
Og í kjölfarið færu álfyrirtækin að greiða skatt til íslenska ríkisins.
Sem er alveg skelfilegt í augum flokks sem er á móti sköttum.
Slíkar skattgreiðslur gætu líka alveg eyðilagt efnahagsáætlanir flokksins, skaðað markmið hans að ná jafnvægi í ríkisfjármálum, og hugsanlega myndi grunnþjónustan veikjast.
Slíkt lýðskrum er ekki stefna ábyrgs íhaldsflokks.
Vandi Sjálfstæðisflokksins er samt sá að kjósendur virðast ekki alveg skilja snilldina á bak við þessa skattastefnu, og fylgi flokksins hefur mælst frekar illa í skoðanakönnunum.
Við því er aðeins eitt ráð, þar sem ekki er hægt að afskrifa kjósendur, og það er að auglýsa.
Og auglýsa.
Og auglýsa.
Og auglýsa.
Kveðja að austan.
Ekki greitt krónu í tekjuskatt í 10 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Þetta er bara flott, hið opinbera rænir einstaklinga og fyrirtæki og sólundar fénu.
Annars gleymist auðvitað að þessi fyrirtæki skilja mikinn pening eftir hérlendis. Starfsmenn þeirra greiða tekjuskatt, fyrirtækin kaupa vöru og þjónustu af öðrum fyrirtækjum og greiða virðisaukaskatt af. Svo kaupa þessi fyrirtæki raforku af Landsvirkjun. Hið opinbera fær meira en nóg í sinn hlut vegna þessara fyrirtækja, við skulum ekki líta framhjá því eins og kommarnir á RÚV.
Þessi fyriræki moka líka gjaldeyri inn í landið. Við þurfum fleiri svona fyrirtæki og mun lægri skatta á bæði fyrirtæki og einstaklinga.
Það er nákvæmlega ekkert athugavert við þetta fyrirkomulag - nema helst það að öll fyrirtæki þyrftu að fá að njóta þess.
Sorglega fáir vita að með því að lækka skattprósentuna aukast tekjur af skattstofnum.
Helgi (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 22:00
0,1% hjá Luxemborg, er það ekki flott tala??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.3.2013 kl. 22:02
varðandi
Flokkurinn er trúr þessari hugmyndafræði sinni fyrir næstu kosningar, ætlar að lækka skatta mikið, til að fólk og fyrirtæki geti staðið í skilum með sín stökkbreyttu lán.
jájá - það er svo flókið að hafa 3 skattþrep - eyðum þessum 2 og 3. og allir hafa það gott
Rafn Guðmundsson, 20.3.2013 kl. 22:40
Vel orðað. Góður :)
Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 22:51
Takk fyrir innlitið félagar.
Svona er þetta Brynjólfur, mér er ekki alls varnað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2013 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.