Vonin, hvað varð um hana??

 

Hvaða framtíð blasir við okkur??

Valdaklíkan okkar, sem ræður öllum meginframboðum, býður okkur uppá mismunandi útfærslur af náðarmeðölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

Eiríkur Jónsson vakti athygli á hvað Portúgalar  segja um þau náðarmeðöl í örpistli sem hét, Portúgal púðurtunna.  Þar segir Eiríkur;

 
... þúsundir mótmæltu og báru spjöld þar sem á stóð: “Til fjandans með Troika. Við viljum líf okkar aftur”. Troika er uppnefni og samheiti fyrir Evrópuráðið, Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Seðlabanka Evrópu sem reyna nú að koma skikki á efnahags landsins sem er að hruni kominn.
 

Við viljum líf okkar aftur.

Einfaldara er það ekki, fólk vill líf sitt aftur.

 

Já Örugga framtíð þar sem Réttlæti hefur verið náð. Að fólk þurfi ekki að borga ofurhá lán á íbúðum. Að fólk geti eignast íbúðirnar sínar fyrir alvöru. Að fólk sé ekki háð fjármáladuttlungum sem aðrir ákveða með fjárfestingum sínum. Að fólk þurfi ekki að lifa í fátækt vegna gjörðir annarra. Staðreyndin er sú að flestir gætu haft það bara gott hér á Íslandi ef sanngirni hefði verið. Ég er ekki að tala um fjölskyldu sem hugsar bara um peninga heldur hugsar um að fá að lifa í sátt án ofurskulda og endalausra fjárhagsáhyggna vegna gjörða annarra.

Það er himinn hátt haf á milli þessara hópa. (Guðni Karl Harðarson lífsspekingur)

 

Þarf þetta að vera eitthvað flóknara???

Viljum við eitthvað annað þjóðfélag en þetta, að fólk geti lifað hér mannsæmandi lífi, góðu lífi.

Höfum við ekki allt til alls??  Gjöfular náttúruauðlindir, orku, hita,  nóg af húsnæði, menntastofnanir, sjúkrahús, menntað vinnuafl.

Hvað þurfum við meira??  Til að geta lifað hér mannsæmandi lífi??

 

Svarið er einfalt.

Ekkert.

 

En samt erum við hnípin þjóð, rænd þjóð.

Af hverju???

 

Svarið er einfalt, við misstum vonina.

Við létum ræningjana átölulaust komast upp með að ræna lýðræðinu, ræna þjóðþing okkar.

Framkvæmdarvaldið er viljalaust verkfæri í þeirra höndum.

Og við ætlum ekki að breyta því.

 

Við þorum ekki að bjóða fram sjálf.  

Við þorum ekki að segja frá okkar einfalda draumi um mannsæmandi líf.

Við þorum ekki að stíga fram og berjast fyrir þessum draumi okkar.

 

Það eru örfáir dagar þar til framboðsfrestur rennir út.  

Ennþá hefur enginn risið upp og boða til borgarafundar um Framboð þjóðarinnar.  

Framboð um þennan draum okkar, að við fáum lifað mannsæmandi lífi.  Í friði fyrir fjárplógsmönnum eða sírænandi fjármagni.  

Framboð sem einhendir sér að verja samfélag okkar með sínum kostum og göllum.  Og um leið skapa lifandi umræðuvettvang um það sem betur má fara, um leiðir, um valkosti.

Framboð sem tekur á skuldaánauð heimila og fyrirtækja.

Framboð sem lætur lög ná yfir fjárkúgara og fjárplógsmenn.

Framboð sem rekur vogunarsjóðina úr landi og lögsækir alla sem seldu þeim þjónustu sína við að gera þjóðina að féþúfu þeirra.

Framboð sem segir satt, heldur sig við staðreyndir og reynir að gera það besta úr þeirri stöðu sem þjóðin er í.

Að gera sitt besta út frá þeirri hugmyndafræði að við erum öll á sama báti, að það sama verði látið yfir alla ganga.  Að reynt sé að bjarga öllum, að engum verði fyrirfram fórnað.  Að allir hafi húsaskjól og næga fæðu í þessu landi alsnægtanna.  Að matarbiðröðum verði útrýmt, að öryrkjar og aldraðir fái skjól sem hæfir ríku samfélagi þar sem allt er til að öllu.

Að við séum fólk, að við séum manneskjur.

 

Í þessu framboði mun vonin blómstra, fólk mun fylkja sér um það.  

Því það talar um vonina, það talar um lífið.

Að við séum fólk, að við séum manneskjur, og höfum alla burði og getu til að ráða örlögum okkar sjálf.

 

Framboð um lífið.

Samstaða um lífið.

Mun sigra næstu kosningar.

 

Ef það er til fólk sem þorir að taka fyrsta skrefið.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 43
  • Sl. sólarhring: 907
  • Sl. viku: 5517
  • Frá upphafi: 1336217

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 4769
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband