Þegar þrýstingur er of mikill þá lætur eitthvað undan.

 

Þannig bregst gengið við auknu útstreymi á gjaldeyri.

Þannig bregðast fyrirtæki við kostnaðarhækkunum.

Þannig bregðast launþegar við greiðsluerfiðleikum.

 

Niðurstaðan er þekkt, víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds, sem leitar í frjálsu falli krónunnar.

 

Samt er er Landsbankabréfið ekki farið út úr kerfinu.

Samt hefur ekki verið gert upp við þrotabú gömlu bankanna.

Samt hefur ekkert verið fjárfest í landinu, ekkert endurnýjað, ekkert gert.

 

Þjóðin þolir ekki annað svona gengisfall eins og 2008, innviðir hennar eru þegar að hruni komnir vegna fjárskorts, stighækkun skulda vegna sjálfvirkni verðtryggingarinnar er komin langt fram úr allri verðmætasköpun í þjóðfélaginu.

Og yfir efnahagslífinu vofir yfirtaka vogunarsjóðanna í gegnum yfirráð yfir bankakerfinu.  Það er öruggt að þeir munu sjúga allt fjármagn úr hagkerfinu, í því er viðskiptamódel þeirra fólgið.

 

Hvernig bregðumst við við sem þjóð??

Borgaralegi íhaldsflokkurinn vanvirðir vitsmuni kjósenda sinna með ómerkilegu skrumi sem aðeins mun gera illt verra.  Allar efnahagstillögur Sjálfstæðisflokksins afneita raunveruleikanum.

Jafnaðarmenn bjóða uppá þrautprófaða lausn Evrópusambandsins sem hefur rústað efnahagslífi þjóða sem glíma við langum minni erfiðleika en við.  Fólk getur ímyndað sér hvað hefði gerst ef við hefðum farið þá leið eftir Hrunið 2008, í ljósi þess hvernig komið er fyrir Grikkjum, sem upphaflega glímdum við prómil vanda miðað hrun alls fjármálakerfisins sem varð hér.

Andófið býður uppá tvö möguleika.  Sá fyrri er Björt framtíð heimskunnar sem er einhvers konar flýtileið í þjóðargjaldþrot.  Hinn möguleikinn er ótal smáframboð sem ala á sundrungu og snúast mest um egó þeirra sem bjóða fram.  

Loks má nefna Framsóknarflokkinn en eftir að Sigmundur Davíð tók við honum, hefur hann einn fjórflokkanna haft einhverjar tillögur og úrræði við þeim mikla vanda sem þjóðin glímir við.  En flokkurinn hefur ekki gert upp tengsl sín við fjármálaspillingu útrásarinnar, og hann hefur ekki tekist á við ICEsave stuðning fyrrverandi ráðherra sinna.  Hann hefur skipt um ásýnd en ekki innihald.

 

Það er öruggt að þjóðin verður gjaldþrota og missir sjálfstæði sitt eftir kosningar.  

Vandinn eftir Hrunið 2008 hefur aðeins verið látinn vaxa og er við það að verða óviðráðanlegur.  

Verði ekki tekið strax á honum eftir kosningar, þá er þetta búið spil.  

Ástandið á vegunum, sem flettast upp eins og þeir séu úr pappír, er lýsandi fyrir alla innviði samfélagsins, það er allt að koðna niður.  

 

Á sama tíma er fólk að gefast upp.  

Lánin aðeins hækka, vöruverð hækkar, endar ná ekki saman.  Og það hjá tugþúsunda, ekki þúsunda eins og í meðalkreppu.  

Ef fólk eignast ekki von, þá greiðir það atkvæði með fótunum.  Þeir sem menntun og þekkingu hafa, flýja land, þeir sem eru ungir og kraftmiklir, leita sér tækifæra þar sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi.

Eftir stendur yfirskuldsett þjóðfélag þar sem enginn er til að greiða skuldirnar.  

 

Fyrirtæki landsins er ekkert í betri stöðu.

 

Á þriðja þúsund fyrirtækja glímir við tifandi tímasprengju í boði bankanna. Þetta eru fyrirtækin sem fengu hluta af skuldum frestað vegna þess að þau réðu ekki við afborganir af þeim að fullu eftir efnahagshrunið. Meinið er að stór hluti þessara fyrirtækja getur ekkert frekar ráðið við að greiða biðlánin þegar kemur að gjalddögum á þessu ári og því næsta.
Ástæðan er einföld. Fyrirtækin standa ekkert betur en þau gerðu þegar gálgafresturinn var veittur. Útgjöld hafa stóraukist vegna hækkunar opinberra gjalda og veikari krónu. Tekjur aukast lítið, standa í stað eða dragast saman. Um 700 lítil og meðalstór fyrirtæki fengu skuldafrest til þriggja ára í gegnum „Beinu brautina“. Nokkur þúsund til viðbótar fengu mismunandi útgáfur af svipaðri fyrirgreiðslu í bönkunum. Flest eiga þessi fyrirtæki sameiginlegt að skulda meira af stökkbreyttum skuldum en þau ráða við.
Biðlánin hanga yfir fyrirtækjunum eins og fallöxi. Þetta leiðir til stöðnunar, því forráðamenn fyrirtækjanna treysta sér ekki í uppbyggingu eða annan vöxt. Þeir vita ekkert hvað tekur við þegar kemur að gjalddögum á lánum sem þeir geta ekki borgað. Fyrirtækin eru heldur ekki söluvænleg með ósjálfbæran skuldaklafa.
 

Þetta er úr grein eftir Sævar Þór Jónsson lögfræðing, og lýsir atvinnulífi í dauðateygjum.

Við lifum í dag á því sem sáð var fyrir 10 - 15 árum síðan, og við erum farin að éta útsæðið.  Það er ekki fjárfest, það er engin uppbygging, það er aðeins barist við að ná endum saman.

 

Og þessi vandamál leysast ekki að sjálfum sér.  

Þau leysast aðeins með þjóðarsátt, með viljasterkri forystu sem tekst á við vandann.  

Slík sátt er vonlaus á meðan hluti þjóðarinnar er skilinn eftir í skítnum á meðan aðrir fljóta ofaná.  

Þess vegna þarf að leiðrétta hinar stökkbreyttu skuldir, þess vegna þarf að gera fólki kleyft að halda heimilum sínum, þess vegna þarf að leiðrétta óréttlætið sem þegar hefur viðgengist. 

Stjórnmálamaður sem heldur öðru fram, skilur ekki vandann, og mun þar að leiðandi ekki leysa hann.  Slíkur stjórnmálamaður er annaðhvort takmarkaður af viti eða hefur annarlega hagsmuni að verja.  

Þeir sem minnast á evruna sem lausn við vanda þjóðarinnar, eru annaðhvort veruleikafirrtir eða verkfæri vogunarsjóða. Enginn er svo heimskur að sjá ekki hvað evran hefur gert samfélögum Evrópu sem glíma við efnahagserfiðleika.

 

Enginn stjórnmálamaður boðar þessa þjóðarsátt í dag.

Enginn.

 

Hins vegar er þjóðarsátt í dag um sundrungu og upplausn, um deilur og ómál.  

Hver skarar eld að sinni köku, býður sig sem lausn.  

 

Þess vegna verður hið óumflýjanlega, nýtt Hrun.

Endanlegt Hrun.

 

Því raunveruleikinn hefur alltaf síðasta orðið.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Mesta hækkun síðan nóvember 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er held ég nokkuð raunsætt yfirlitið yfir ástandið hjá þér félagi. En fólk virðist seint ætla að átta sig á því að þetta leysist ekki af sjálfu sér.

Seiken (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 13:35

2 identicon

Og ekki má gleyma Seðlabankanum, sem kaupir krónur til að styrkja hana, fyrir skuldsettan gjaldeyrisvara sjóð,og spurningin er hvenær hann tæmist, og hvað tekur þá við?

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 13:49

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar. Ég veit ekki betur en að Hægri Grænir hafi komið með tillögur um þjóðarsátt (kynslóðasátt), kannski misminni, en þessi sátt átti að taka á núverandi vanda skuldsettra heimila og fyrirtækja.

Eggert Guðmundsson, 27.2.2013 kl. 13:56

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll aftur. Ég fór inn á síður HG og fann eftirfarandi:

"

Kynslóðasátt

Neyðarlög fyrir heimilin - Kynslóðasátt

XG Hægri grænir, flokkur fólksins, ætlar að setja sérstök neyðarlög fyrir heimilin. Með neyðarlögunum verður öllum  verðtryggðum húsnæðislánum skuldbreytt og  þau lækkuð um allt að 45% (fer eftir því hvenær þau eru tekin). Gömlu verðtryggðu húsnæðislánunum verður breytt í ný óverðtryggð húsnæðislán og greiðslutími þeirra lengdur í allt að 75 ár (þú átt valið).  Þetta er auðveldlega hægt að gera með því að búa til sérstakan sjóð í Seðlabankanum með sértækri aðgerð Seðlabankans. Í framhaldinu yrði verðtrygging afnumin á neyslulánum, öllum nauðungaruppboðum hjá sýslumönnum frestað  á meðan verið er að lagfæra ástandið. Uppgreiðslugjöld banka og lífeyrissjóða og stimpilgjald á þessum eignatilfærslum yrðu felld niður. Þetta er markaðsaðgerð, sem er kölluð magnbundin íhlutun og hefur m.a. bjargað bandaríska húsnæðislánakerfinu og kostar okkur skattgreiðendur ekki krónu."

Eggert Guðmundsson, 27.2.2013 kl. 14:00

5 identicon

 Meðalheimilisskuld íslenskra heimila vegna húsnæðis hefur hækkð um ca 1 milljón kr sl. ár þótt borgað sé af samviskusemi af naumum tekjum. Þetta er náttúrlulega ekki hægt! Orðagjálfur á landsfundum er fullreynt, enda ætla hvorki sjallar nér v-grænir að hætta ofbeldinu! ÞESSARI ÞRÆLSLUND ÞARF AÐ BREYTA! ALMENNINGUR Á AÐ MÆTA Á VÖLLINN HJÁ ALÞINGISFJÓSINU OG KREFJAST AÐGERÐA OG ÚRBÓTA! STRAX Á NÆSTU DÖGUM - ÁÐUR EN NÍÐINGARNIR FLÝJA FJÓSIÐ FYRIR KOSNINGAR!

Almenningur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 15:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Seiken.

Það er málið, á meðan fólk horfir uppá flóðvarnargarðinn bresta, án þess að gera tilraun til að styrkja hann, eða sjá til þess að hann sé styrktur, vegna þess að það óttast að það sjálft þurfti að moka sandi og bera poka, þá drukknar það bara þegar garðurinn brestur.

Svo einfalt er það, og þannig er staða mála á Íslandi í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 16:42

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Ólafur.

Svarið er einfalt, þessari spurningu hefur verið svarað af raunveruleikanum, og sagan kann það svar.

Gjaldþrot og síðan skuldaánauð þar sem hinir meintu lánardrottnar nýta auðlindir í sína þágu með lágmarks tilkostnaði út í samfélagið.

Það er mikið að okkur sem þjóð að gera ekkert í þessu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 16:49

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Mikið rétt að Hægri Grænir hafa mótað skynsamlegar tillögur undir flottu slagorði, Kynslóðasátt.  Skýrandi og grípandi.  Guðmundur Franklín á mikinn heiður fyrir sína ötula vinnu.

En hvert er fylgi HægriGræna??

Þeir eru aðeins enn eitt örframboðið, en gætu hugsanlega náð inn manni því ég reikna með að mörgum sjálfstæðismanninum sé nóg boðið eftir landsfund flokksins.  

En örframboð leysir engan vanda.  

Og þar með er við komnir að því sem ég er að tala um.

Þjóðarsátt.  

Kynslóðasátt er ein af forsendum hennar.  Vissulega.

En það er engin sátt um Hægri, eða Vinstri, eða miðju, eða rökin, "ég er bestur", "þú ert ekki bestur".

Þjóðarsátt snýst um að benda á vandann, útskýra hvað gerist ef við bregðumst ekki við, og síðan að koma með leiðir til lausna.  Þær leiðir þurfa að halda sig við staðreyndir, og vera þekktar.  Eins og til dæmis tillögur Guðmundar um kynslóðasáttina.  

Síðan næst aðeins sátt um eitt, að verja það sem við höfum.  Að verja samfélagið okkar eins og það er, skólana, heilbrigðiskerfið, samfélagshugsjónina um einn fyrir alla og allir fyrir einn, og svo framvegis.  

Þú leggur ekki til eitthvað umdeilt, sem aldrei næst sátt um, um atriði sem varða ekki beint lífsháskann sem við er að glíma.  

Aðförin að stjórnaskránni, aðförin að kvótakerfinu, aðförin að krónunni eru dæmi um slík mál.  Það er hægt að benda á að margt megi betur fara, en um það sé ágreiningur, og hann eigi að ræða, og þannig eigi að þoka málum til betri vegar.  

En þú notar ekki stuðning í einu máli til að knýja fram ofbeldisákvörðun í öðru.  Ofbeldisákvörðun er þegar meirihluti keyrir yfir minnihluta.  

Þú gerir ekki heldur samfélagstilraunir eða stjórnskipunarlegar tilraunir.  Þeim verður þú að afla stuðnings á eigin forsendum, ekki lauma henni inn með hinni æpandi þörf á samstöðu gegn þjóðarvá.

Og svo framvegis. 

Og þú boðar til fundar um þjóðarsáttina, og kynnir mál þitt.  Um leið og fólk áttar sig á að ekki er um frampot að ræða, eða samstöðu um viðkomandi egó, það kemur það með.  En egóistaframboðin deyja út.

En það er ekki nóg að ná saman um það sem gera þarf, og gera skal, ef ekki er síðan kjarkur til að taka slaginn.

Sá kjarkur sker úr um hvort slíkt framboð er trúverðugt eða ekki.

Ekkert af þessu er til staðar hjá öllum þeim mönnum sem telja sig hæfasta í að bjarga þjóðinni, og eyða kröftum sínum í að sannfæra aðra til þess.

Menn átta sig ekki á einni grunnstaðreynd.

Það er ekki hægt að sannfæra aðra um sitt ágæti.  Það eru bara orð innan um öll hin orðin.  

Gjörðir og athafnir sannfæra hins vegar fólk.  Ef menn byggja síðan á trúverðugum málflutningi.

Það er ekki hægt að komast framhjá þessari staðreynd, sama hvað menn loka augunum fyrir henni.

Það skýrir sundrunguna og fylgisleysið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 17:18

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið rétt Almenningur.

En ég myndi leggja til  að almenningur hætti að mótmæla, og færi að bera sandpoka í flóðvarnargarðinn.

Mikið af skynsemdarmönnum koma hér inná bloggið mitt, greina vandann rétt, láta ekki moldvirði fjármagnsins eða hagsmuni einstakra flokka villa sér sýn.  Þeir koma líka með góðar og gildar tillögur til lausnar, aðeins handavinna að koma því saman í heillega stefnuyfirlýsingu.  

Lausnin, á vandanum, er aðeins ein, en er orðuð á mismunandi hátt, og hún æpir á almenning að veita sér brautargengi.

En þegar kemur að því að gera meira en að tala, til dæmis að gera, þá gerist ekkert.  

Menn hafa ekki kjark og manndóm til að rísa upp, boða til fundar, og keyra á framboð fólksins, sem er hvorki hægri eða vinstri, róttækt eða íhaldssamt, heldur aðeins fólk, hitt er aðeins aukaútbúnaður, eins og til dæmis hvort sæti í bíl eru úr leðri eða taui, með lituðum rúðum eða ekki.  

Menn átta sig ekki á því að eigið ágæti, á forsendum framtíðar barna okkar, er nægileg forsenda framboðs.

Ef því framboði fylgja beinar aðgerðir gegn lygum og falsi valdsins, gegn leppum þess og skreppum, að lög og regla sé virkjuð til að koma böndum á ólög og glæpi, að trúin á rétt okkar til mannsæmandi lífs, sé sameiginleg okkur öllum sem mynda þennan hóp sem þú kallar almenning, og eina málið sé að virkja þessa trú.

Ég mun allavega blogga ykkur til stuðnings.

Og það er alltaf byrjunin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 17:34

10 identicon

Eru virkilega engir virtir og málsmetandi menn -karlar og konur- sem finna hjá sér brýna hvöt til að koma íslensku þjóðlífi til bjargar? Að bjóða fram von til sátta fyrir okkur öll, sem íslenska þjóð.

Ég neita að trúa því að virtum og málsmetandi mönnum -körlum og konum- finnist það nú bara sjálfsagt mál að allt streymi nú hratt að blóðugum feigðarósi íslenskrar þjóðar og sætti sig bara við það að hér verði allt áfram jafn "spillt og ógeðslegt" eins og Styrmir Gunnarsson orðaði það eftirminnilega í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið haustið 2008, sem átti sér þann undanfara að þar höfðu siðlitlir menn -karlar og konur- otað sínum tota í klíkum sérhagsmuna um valdabrölt og með vitstola græðgina eina að leiðarljósi, en án nokkurar samúðar í garð hinna minni bræðra og systra. Ríkir enn sú hugsun hjá valdamiklum mönnum -körlum og konum?

Er það virkilega svo að engir virtir og málsmetandi menn -karlar og konur- finni núna hjá sér hvöt til að forðast það að héðan bresti á stríður landflótti til Noregs og allt drabbist hér niður?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 19:54

11 identicon

Rétt hjá þér: Nema bara eitt:: Grunnin að grein þinni hefðir þú átt að skrifa árið 2006 og staðfæra núna árið 2013. Málið er kristalklárt Island varð í raun Gjaldþrota 2006,,,,,,,,,,, og að ætla sér að fara að styrkja einhverja flóðgarða og hlaupa um með sandpoka núna er einfaldlega, Tímaskekkja. Time is over..

Svo er hér linkur á góða bloggfærslu ÓR ef þú vilt fara 70-80 ár aftur í tíman...

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1285241/

Kristinn J (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 19:55

12 identicon

Til hvers er allt ríkisvaldið, stjórnsýsla þess og stofnanir ef það bregst ekki við?

Til hvers að borga þeim laun sem þar vinna, ef þau þegja öll sem hræddar mýs?

Til hvers að borga ríkis-verðtryggðum zombíum laun og eftirlaun?  Til hvers eru þau?

Hafa þau algjörlega gleymt því, hvaðan þau þiggja réttindi sín?

Hafa þau algjörlega gleymt því, að réttindum þeirra eiga að fylgja skyldur? ... og ábyrgð.

Til hvers eru þau, ef allt flýtur blóðugt að feigðarósi?  Falskt öryggi er verra en ekkert öryggi.

Falskt öryggi er skinhelg viðurstyggð, þegar á hólminn er komið, berandi skikkjurnar á báðum öxlum.

Skinhelgin er mesta viðurstyggðin sem fyrirfinnst, því í nafni hennar eru allar dauðasyndirnar framdar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 20:28

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristinn.

Svona láta ekki nema bjánaprik út úr sér.  Ísland er ekki gjaldþrota, ekki í dag, og var það ekki 2006.  Fjármálakerfið er ekki Ísland, peningar eru ekki fólk.

Líklegast meginmeinloka ykkar evrusinna, þið bjargið peningum en fórnið fólki.

Hvað viltu að ég segi um grein nafna míns, viltu að ég komminteri á hverja einustu ranghugmynd hans, eða rangfærslu???

Eða bendi á að hann láti meinta djúpþekkingu Árna Páls hafa sig að fífli, eins og nafni minn er mætur maður, og ég ætlaði að gera hann að umhverfisráðherra í þjóðstjórninni.  Eins gott að enginn hlustaði á mig, eða nei annars djók, ég stend ennþá við þá skoðun mína.

Árið 1920 var krónunni kippt af gullfætinum vegna þess að þjóðin átti ekki innistæðu fyrir öllum gullkrónum sínum.  Ef þið samfylkingargreyin vissu eitthvað í ykkar haus, hefðu lesið þó ekki væri nema eina sögubók, þá vissuð þið að met síldarútflutningur rotnaði í geymslum í Kaupmannahöfn, óseldur.  Á sama tíma voru Bretar hættir að greiða stríðsverð fyrir ísfiskútflutning.

Hvað þýðir það á mannamáli??, jú tekjur þjóðarbúsins drógust saman, og þar með var tvennt í stöðunni, að hætta borga fólki kaup, líkt og var fyrir stríðið, eða lækka gengið gagnvart erlendum innflutningi.  

Foreldrar ömmu minnar voru vinnuhjú á þessum árum fyrir fyrra stríð.  Þau unnu langan og strangan vinnudag, og þau uppskáru mat, föt, eða þannig, og ekki pening.  Krónurnar voru svo fáar og dýrar, að það var ekki verið að eyða þeim á vinnandi fólk.

Verkafólk sá ekki pening fyrr en þessi dýri gjaldmiðill yfirstéttarinnar var þynntur út.  

Þetta eru þeir dýrðardagar sem þið samfylkingarfólk þráið, að gera fólk aftur að þrælum gjaldmiðilsins.  Að yfirstéttin ráði öllu í krafti skorts á peningum.

Og þið haldið að fólk lifi á peningum, ekki mat.  Að fólk búi í peningum, en ekki húsnæði, og að fólk noti peninga, en ekki þá vöru og þjónustu sem hagkerfið framleiðir.

Þess vegna sveltið þið fólk á hamfarasvæðum evrunnar, þess vegna hrekið þið fólk út af heimilum sínum, þess vegna kyrkið þið framleiðslu með evrunni ykkar.  

Ég veit ekki hvort það sé afsökun að þið séuð bjánaprik.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 21:10

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Þetta svokallaða mikilsmetna fólk sýndi sitt innra eðli í ICEsave deilunni.  Það stóð ekki með þjóð sinni, með svo fáum undantekningum að það er offramboð á puttum við að telja það.

Manstu eftir því að það hafi varið hina ofsóttu sem ólög hröktu af heimilum sínum???

Eða talað um aðra sátt en þá að sumir fengju sitt, en flestir ekki neitt nema skuldirnar???

Þessi pistill minn er ákall til hins venjulega manns, að hann uppgötvi manndóm sinn og reisn, og taki örlög sín í eigin hendur.  

Að hann hætti að vera leiksoppur þeirra sem ræna og rupla. 

Ég sagði þér að ég myndi nenna þessu fram yfir landsfund, eftir það spyrði maður sig um tilganginn.  Ef engin ljóstýra sæist til að elta, þá væri til lítils að labba um í myrkrinu.  

Á maður að vera skjóta á íhaldið til að fita Árna Pál, eða mæra andófið til að Björt framtíð fái fylgi út á heimskuna???

Tala um góð mál þegar ljóst er að ekkert afl fylgir þeim eftir??

Og enginn Brown eða Darling til að æsa mann upp.  

Nei Pétur, andófið er ekki alveg að meika það í dag.

Og virðist ætla að láta það ógert á morgun líka.  

Verður maður bara ekki að láta Cohen duga á meðan???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 21:35

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Stolið af bloggi Jóns Magnússonar lögmanns.

Svo satt að það er ekki of oft sagt.

Á 4 árum hefur verðtryggingin hækkað lánin um 400 milljarða. Verðmæti alls fiskafla landsins í á þeim tíma eru um 500 milljarðar.  Fiskurinn er helsta auðlind okka.  Þetta sýnir að það er engin virðisauki í þjóðfélaginu sem stendur undir þessu eða réttlætir þetta lánaokur.

Fólkið tapar eignum sínum. Greiðsluvandi verður meiri. Eignastaða banka og lífeyrissjóða uppfærist en það eru falskar eignir sem eru ekki til.  Gjaldþrota Íbúðalánasjóður ætti að segja verðtryggingarblindingjunum að þetta gengur ekki  þetta er ekki hægt. Verðtryggingin er þjóðhættulegt fyrirbæri og fjandsamleg eðlilegri efnahagsstarfsemi og gerir fólk að öreigum.

Meðan  verðtryggingarruglinu er haldið áfram þá er ekki hægt að koma hér á eðlilegri þjóðfélagsstarfsemi. Útilokað að það verði kaupmáttur eða fjármagn sem geti komið okkur út úr sívaxandi og harðnandi kreppu með auknum fólksflótta.

Verðtryggingarfurstarnir verða að skila ránsfengnum til fólksins. Annars er hætt við því að þeir tapi á endanum öllu sínu sínu eins og fólkið í landinu.

Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 21:45

16 identicon

Ég veit það svei mér ekki Ómar minn hvort það dugi nokkuð að raula

"first we take Manhattan, then we take Berlin" með hinum ljónharða Cohen,

því ef það er sem DO sagði 1991 þá erum við "gods frozen people"

og mér virðist sem þeir flokkar sem tilkynnt hafa framboð sín fyrir komandi kosningar

séu helfrosnir ... en kannski sé enn von á einum ... kannski er enn lifandi von?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 23:19

17 identicon

Haltu bara áfram aðberja höfðinu við steininn Ómar, eins og gert hefur verið á landinu a.m.k. 80 árin

Kristinn J (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 06:21

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Kristinn, staðreyndir lemja mann ekki í hausinn.  Þær umlyggja mann og vísa inní framtíðina.

Og þú ert ekki svo skyni skroppinn greyið mitt að þú gerir þér ekki grein fyrir að rök þín ná jafnlangt og síðasti frasinn, þú getur ekki mætt rökum með rökum, og þú mátt eiga að þú gerir þér grein fyrir því.

Sem er viss plúss.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2013 kl. 09:06

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Rétt breytni er óháð breytni annarra, þetta snýst ekki um að duga, heldur hvað er rétt.  

Sá sem áttar sig á því, hann mun mæla töfraorðin, "Salem, salem opnist þú".

Annars er það bara enn eitt framboðið sem skemmtir ömmu andskotans.

First we take Manhattan, then we take Berlin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2013 kl. 09:08

20 identicon

Að við vesalingarnir hættum þessu bara?  Ekki einusinn vesalingar lifa á voninni einni og biðinni eftir því að núverandi flokkar siðist.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 12:07

21 Smámynd: Ómar Geirsson

First we take .... , then we take ..... .

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2013 kl. 12:38

22 identicon

Ekki einu sinni vesalingarnir lifa á loftkenndri voninni.  Þeir fljúga þá frekar burt í leit að voninni. 

Hún er ekki hér, því hér á landi virðast einungis gungur og druslur ráða öllu

og sams konar gungur og druslur láta það yfir sig ganga og þora ekki að standa saman um eitt né neitt

nema launaaskrift sína og forgengilegar "stöður" í goggunarröðinni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 13:11

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

First we take, er án skilyrða, óháð því hvað aðrir gera.

En þessi einfalda staðreynd, svo augljós og er forsenda allrar andspyrnu, er þeim hulin sem benda sífellt á aðra, en vita ekki af sinni eigin tilveru.

Til að staðhæfing þín sé rétt, þá þarf hún að innifela alla, líka þig, eða aðra sem tala um gungur og druslur.

Þetta er mótsögn, það að sjá að eitthvað sé ekki í lagi, að fólk láti allt yfir sig ganga, felur um leið í sér þá vitneskju, að þetta eigi ekki að vera svona.

Að það eigi að standa á móti.

First we take Manhattan then we take Berlin.

Þessi einfalda stemma fjallar ekki um aðra, hún fjallar um okkur.

Aðeins afneitun, sem reyndar er útbreidd hjá fólkinu sem á að hefja uppreisnina gegn ógnarafli hins myrka fjármagns, fær þetta ekki skilið.

Í upphafi var orðið.

Svo kom Ljóðskáld lífsins.

Og svo, og svo.

Gerist það sem fólk vill ekki feisa.

Og kennir öðrum um.

Mannlegt, en um leið það sem óvinurinn eini treystir á, að enginn taki á móti honum.

Því hann er eins og galdrakarlinn í Oz, dvergur sem býr aðeins að einu vopni.

Hinni dimmu rödd sem lítil hjörtu óttast.

Augljóst, svo skorturinn á hinu nauðsynlegu upphafi er ekki gungum og druslum að kenna.

Þær vita ekki.

Og þeim hefur ekki verið sagt.

En við vitum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2013 kl. 13:27

24 identicon

Enginn lifir á loftinu einu, enginn Ómar nema hinir dauðu.

Nóg er af mikilsvirtum mönnum -körlum og konum- sem lifa í launaáskrift, en þora ekki að stíga fram;

halda dauðahaldi í forgengilega stöðu sína ... en dauðhræddir við að taka stöðu með lífinu.

Þora ekki að hlýða kallinu.

Mig hefur þrotið örendið, því þeir bræður, þær systur brugðust kallinu ... og bregðast enn,

en tala þeim mun meira í spjallþáttum í bítið og um síðdegið ... meðan húm dauðans hellist yfir land og þjóð.

Þau vilja vel ... en þora ekki að breyta í stíl orða sinna.  Til hvers er það tal, meðan allt ferst?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 14:56

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Enginn lifir heldur þegar hann er dauður Pétur minn.

Það er ekki þannig að það sé valið, ekki fyrir þjóðina.

En vissulega er það rétt, að einstaklingurinn upplifir sig aðskildan frá heildinni, að hann lifi þegar þjóðin er fallin.

Og kannski er það rétt.

En ekki hér á þessu landi, allavega ekki sem frjáls maður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2013 kl. 15:36

26 identicon

Hér lifa hinir steindauðu ennþá sældarlífi og eru sífellt uppreistir af kerfi frankensteina sem afturgöngur. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 16:17

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta hófst allt með myndum um uppvakninga.

Svo var ákveðið að athuga hvort ekki væri hægt að raungera þá.  

Það tókst á Íslandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2013 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 4176
  • Frá upphafi: 1338875

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3743
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband