Lítil frétt um stórt mál.

 

Seig niður forsíðu Mbl.is án þess að vekja nokkur viðbrögð, án þess að fá nokkra athygli.

Þó greinir þessi frétt frá nöturlegri staðreynd um mestu ógn og skelfingu sem nokkurn tímann hefur herjað á strendur landsins.

Þessi nöturlega staðreynd er að það er enginn flokkur á Alþingi að ræða væntanlega yfirtöku amerísku vogunarsjóða á íslensku efnahagslífi og þá ofurskuldsetningu ríkissjóðs í erlendum gjaldeyri sem ætluð er til að breyta ránskrónum þeirra í  gull og græna skóga.

 

Í fréttinni segir:

"Því miður tókst nefndinni ekki að klára að fara yfir málið á síðustu dögum þingsins en það er skilningur okkar að ekki verður gengið frá samningunum af hálfu Seðlabankans að svo stöddu."

Þessi meinti  skilningur er skilningur tveggja óbreyttra þingmanna úr stjórnarandstöðunni sem eru að reyna að fá umræðu um Ógnina miklu á dagsskrá.

Þetta eru ekki leiðtogar flokksins, þetta eru ekki leiðtogar stjórnarandstöðunnar, þetta eru ekki þingmenn stjórnarflokkanna, þetta er ekki ráðherrar ríkisstjórnarinnar.

 

Með öðrum orðum þá hafa amerísku vogunarsjóðunum tekist að skipa þannig málum á Alþingi að fyrirhuguð yfirtaka þeirra á íslensku efnahagslífi er ekki rædd.

Það er líka sláandi að þeim hefur tekist með markvissri notkun fjölmiðla að beina þjóðmálaumræðunni frá þessari miklu Ógn yfir í ómál eins og breytingu á stjórnarskránni eða slagsmál um hvort hætta eigi við að hætta að hætta að hætta að ræða um aðlögunarferlið að Evrópusambandinu.

Og þeim hefur tekist að beina óánægju þjóðarinnar vegna Hrunsins og endurreisnarinnar eftir Hrun, í farveg flokka sem annaðhvort tala ekki um neitt eins og Björt Framtíð eða einbeita sér að sundrungarmálum eins og Dögun.

Þar með er ekkert sem ógnar þeim, foringjar fjórflokksins í vasa þeirra, hið meinta andóf þjónar hagsmunum þeirra.

 

Þjóðin lætur sig framtíð barna sinna engu varða.

Hún röflar, vælir og skælir en gerir ekkert til að verja sig og sína.

Sigur vogunarsjóðanna er því algjör, ránið á Íslandi ætlar að verða þeirra best heppnaða fjárfesting um árabil.

 

Örfáir þingmenn reyna að andæfa, líkt og þeir Pétur Blöndal og Guðlaugur Þór eru að gera með þessari beiðni sinni um fund í efnahags og viðskiptanefnd.

En andóf þeirra er markleysa á meðan forysta flokksins er í vasanum á vogunarsjóðunum.  Á meðan stefna flokksins er ættuð úr sama tómarúminu og stefna Bjartrar Framtíðar.

Líklegast er andóf þeirra hugsað til að slá á gagnrýni innan grasrótar flokksins sem spyr forystu sína, af hverju hafið þið enga stefnu, af hverju gerið þið ekki neitt.

 

Að leyfa andóf að ákveðnu marki er leið valdaklíkunnar til að hindra að gagnrýni leiti á önnur mið þar sem andstaðan gegn Ógninni miklu er áþreifanleg, og sett fram af heilindum.

Því slík heilindi er það eina sem valdið óttast.

Frá Hruni hefur aðeins einn þingmaður risið upp gegn þeim öflum sem hyggjast skuldaþrælka íslenskan almenning um ókomna tíð.  Hann hefur verið einarður í gagnrýni sinni en um leið komið með tillögur til lausnar á brýnustu vandamálum þjóðarinnar þar sem EKKI er gert ráð fyrir að skuldaþrælkun og blóðmjólkun heimilanna sé forsenda endurreisnarinnar.

Hann þorði á meðan aðrir þögðu.

 

Og uppskar 1,1% fylgi þjóðarinnar fyrir vikið.

Restin fylgir annað hvort lýðskrumi eða sundrungu eða þá gamla góða fjórflokknum sem var það fyrsta sem vogunarsjóðirnir keyptu til að vernda fjárfestingu sína "Rænum og ruplum íslenskan almenning".

Fleiri sjá ekki ástæðu til að verja framtíð barna sinna.

 

Fólk trúir því að "Eignin", fjórflokkurinn verndi hagsmuni þjóðarinnar.  

Um þá vernd segir þingmaðurinn eini;

 

"Þeir sem vilja leyfa nauðasamninga við kröfuhafa eru í raun að tala um að tæma ríkissjóð og setja þjóðina í þrot! Þegar nauðasamningar hafa verið gerðir, þá verður offramboð af krónum á gjaldeyrismarkaði. Skuldsettur gjaldeyrisvarsjóður mun hverfa á svipstundu og gengi krónunnar hrapa. Eftir stendur gjaldþrota ríkissjóður og þjóð sem hvorki hefur getu til að greiða af lánum né til að greiða fyrir innfluttar nauðsynjar. Af hverju er enn verið að tala um að fara þessa leið??“ (Lilja Mósesdóttir á Fésbókarvegg sínum 4. janúar 2013)".

 

Og enginn hlustar á hann.

 

Þannig er Ísland í dag á því herrans ári 2013.

Árinu sem framtíð þjóðarinnar er í húfi.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Vilja fund um nauðasamninga bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hvers er ríkisvaldið, stjórnsýsla og stofnanir þess?

Þeirrar spurningar mun þjóðin spyrja sig ... fyrr en síðar ... og þá verður friðurinn úti ... ef þetta verður raunin.

Það ættu þeir sem hreykja sér hæst innan íslenskrar stjórnsýslu og stofnana að hafa í huga núna.

Verði þetta raunin ... þá þyrfti engum að koma á óvart að dómstóll götunnar tæki hér til starfa og það á þann hátt

sem engir myndu kjósa sér núna.    

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 16:20

2 identicon

Ég hef áður komið að því að erlendir og íslenskir vogunarsjóðir hafi gert áhlaup á fjármálamarkað Íslands, komið sér inn í gegnum kaup á bréfum, fyrirtækjum og húseignum. Þetta vil ég flokka undir aðför að fullveldi Íslands og varða þjóðaröryggismál. Ég benti á það í grein minni á Facebook að Íslenska ríkið ætti að þjóðnýta þessi viðskipti vogunarsjóðanna og gera sem flest upptækt af eignum þeirra á glæpsamlegum forsendum þeirra þar sem Íslenska ríkið er lítið og ræður ylla við jafn fjársterka sjóði og þá sem beitt er gegn Íslandi. Annað mál er með aflandskrónubréfa vandamálið, það verður að leysa með nýrri gjaldmiðli - nýkrónu - Siðan ætti að greiða þeim handhöfum krónubréfana skuldina með 80 % afföllum. Það verður að leysa þjóðina út úr þessum málum sem fyrst.Og hættið að tala niður Íslenskan gjaldmiðil, hann ætti að vera stolt ykkar eins og þjóðsöngur og faninn okkar. -- Lifi Ísland og okkar fagra þjóð... -- Gjörum rétt - Þolum ei órétt - Gummi

Guðm. J. M.Tómasson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 16:38

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Við skulum vona að það komi ekki til þess Pétur því dómsstóli götunnar er alltaf stjórnað þeim sem er miklu verri en þeir sem þeir láta dæma.

Og það fyrst er þjóðin í djúpum skít.

"Það verður að leysa þjóðina út úr þessum málum sem fyrst.", mikið sammála þér Guðmundur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2013 kl. 17:11

4 identicon

Alveg sammála því Ómar, enda vara ég ég við því.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 34
  • Sl. sólarhring: 955
  • Sl. viku: 5520
  • Frá upphafi: 1338407

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 4867
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband