"Látið atvinnulífið í friði".

 

Hraustlega mælt.

En hver hóf þennan ófrið gegn atvinnulífinu???

Hver gerði samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem öll stefna ríkisstjórnarinnar byggist á???

 

Samkomulag sem kvað á um hæstu vexti á byggðu bóli sem dúsu handa erlendum kröfuhöfum svo þeir sættu sig við gjaldeyrishöftin??

Samkomulag sem kvað á um að endurskipulagning fjármálakerfisins ætti að miðast við hagsmuni erlendu kröfuhafanna en ekki hagsmuni íslensk atvinnulífs???

Samkomulag sem neitaði heimilum landsins um almenna skuldaleiðréttingu??

 

Samkomulag sem ríkisstjórn Íslands hefur samviskusamlega farið eftir, enda marghrósað af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, með þekktum afleiðingum.

Samkomulag sem dýpkaði kreppuna og festi þjóðina í viðjum skulda og hafta.

 

Hver gerði þetta samkomulag???

Kveðja að austan.


mbl.is „Látið atvinnulífið í friði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er búið að gleyma hruninu?

Er ekki verið að reyna að koma öllu saman af stað? Það er ekki alltaf hægt að byggja endalaust álver eins og frúin er að gefa í skyn.

Þetta er eins og hvert annað lýðskrum.

Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2012 kl. 12:23

2 identicon

Ef þú stendur á þaki engihjallans, og manneskja segir þér að detta ekki framaf. Ætlarðu þá að hugsa þig um hver þessi manneskja er og hvaðan hún kemur, hvað fólkið sem hún umgengst hefur gert í fortíðini, áður en þú samþykkir að detta ekki? Það skiptir ekki máli hver segir það sem þarf augljóslega að gera, það er augljóslega það sem þarf að gera, ekkert annað skiptir máli.

Einar (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 12:30

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Átta mig ekki á fyrirspurninni.

Mér dettur aldrei í hug að skríða upp á þak húss án tilefnis.

Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2012 kl. 12:47

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Guðjón, það er ekki endalaust hægt að byggja álver þó það væri ekki nema vegna þess að orkan er takmörkuð, orkufyrirtækin eru gjaldþrota og það er heimskreppa.

En það þarf gleraugu með risastækkunargleri til að sjá það sem þú kallar, "Er ekki verið að reyna að koma öllu saman af stað?".

Því eins og allt fólk sem er vinstramegin við hin siðblindu hagfræði auðræningjana, veit að þá kemur AGS engu að stað.

Nema fátækt, misskiptingu sem að lokum leiðir til óaldar og átaka.

Og jafnvel þó Hubbel yrði tengdur við gleraugu fólks þá sæist ekki neitt jákvætt sem kæmi úr óráðum Óberma. 

En þeir eru eru ekki almáttugir, sem betur fer, og því tekst þeim ekki að drepa allt í dróma.

Þannig að það sem sést er þrátt fyrir stefnu þeirra og stefnu þess ógæfa fólks sem seldi hugsjónir sínar um betra mannlíf fyrir þjónkun við siðlaust fjármagn.

Og það er ekki félegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 12:50

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Eigum við ekki svo að sættast á að það er ekki gott að vera uppá þaki á Engihjallanum í roki???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 12:51

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það vita allir að Sjálfstæðisflokkurinn gerði aðgerðardrögin við AGS. Drög um aðgerðir til að koma Íslandi sem fyrst upp úr kreppunni eða á 2 árum.

Núverandi Atvinnumálaráðherra og hans fólk, ásamt mörgæsunum í Samfylkingunni, breytti um umsamda stefnu, og hefur æ síðan fengið hrós frá AGS.

Það stóð til að færa lán fólks og fyrirtækja niður í þá tölu sem hinir nýju bankar fengu þá á. En þá kom Steingrímur fram á sviðið og gerði þessa undraverðu samninga við hinu föllnu banka, þ.e. að þeir sem fallnir kröfuhafar myndu njóta innheimtuhörkunar hinnu nýju banka á kostnað skuldara. Samkomulag gert fyrir mitt ár 2009.

Eggert Guðmundsson, 13.12.2012 kl. 14:40

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Eggert, ef við ætlum að skila landinu af okkur frjálsu í hendur barna okkar þá verðum við að sætta okkur við raunveruleikann, hversu sár sem hann er.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur breytti ekki um stefnu, þess vegna fékk hún hrós AGS. Það er skjalfest, það er vottað, um það er ekki hægt að rífast.

Sjálfstæðismenn hafa bent á tvennt, ICESave samkomulagið og skattahækkanir.

Þetta getur þú lesið um hið meinta ICEsave samkomulag.

"Í viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um fyrirgreiðslu frá AGS frá 15 nóvember 2008 segir:  

..."Unnið er skipulega að sambærilegu samkomulagi við alla þá erlendu aðila sem hagsmuna eiga að gæta gagnvart Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta hér á landi í samræmi við lagaramma EES. Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutrygginga-kerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar."".

Svavar, blessuð sé pólitísk minning hans, samdi á þessum forsendum.  Allir þingflokkar skrifuðu undir skelfilega samninginn með fyrirvörum haustið 2009, hann var samþykktur samhljóða á Alþingi ef ég man rétt.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti ákveðinn markmið um ríkisfjármál, sem fólu í sér sambland af skattahækkunum og niðurskurði.  Sem og var gert.

Líkt og annars staðar þar sem ríki hafa fengið neyðarlán frá AGS vegna fjármálakreppunnar.

Það er líka sögufölsun að Sjálfstæðismenn hafi ætlað að færa niður "lán fólks og fyrirtækja niður í þá tölu sem hinir nýju bankar fengu þá á".  Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn með Jóhönnu þá var lögð drög að stefnu ríkisstjórnarinnar, þessir svokallaðir aðgerðarpakkar voru mótaðir.  

Þegar það var ljóst að þeir dugðu ekki til þá var bætt við lögum um greiðsluaðlögun og þau voru samþykkt með atkvæðum sjálfstæðismanna.  

Þegar ljóst var að þetta dugði ekki til þá kom fram tillögur í þessa veru hjá Tryggva og Kristjáni, en þegar á reyndi haustið 2010, þá samþykkti flokksforystan enn einn pakkann frá Jóhönnu.  

Það er útilokað að flokksforystan hafi breytt um skoðun síðan því hún hefur aldrei tekið undir neinar tillögur í þessa átt, eða lagt fram sjálf aðrar tillögur.  Sigurvegarar prófkjaranna voru menn eins og Brynjar Níelsson, Pétur Blöndal og Vilhjálmur Bjarnason, allt andstæðingar skuldaleiðréttingar.  

Eggert, forystan fer ekki gegn fjármagninu, og þið flokksmenn verðið að átta ykkur á því.  Þessi ríkisstjórn væri löngu fallin ef til kæmi ekki bakstuðningur flokksins, það reyndi á að í ICEsave, og það reyndi á það haustið 2010.

Þetta er ástæða þess að sjálfstæðismenn sem vildu ekki svíkja lífsskoðanir sínar og sjálfstæðisstefnuna, hafa fylkt sér um HægriGræna. Þeir meta framtíð barna sinna meir en flokkstryggðina.

Þetta er sárt fyrir ykkur en þetta er svona.

Það var líka sárt fyrir mig að beina breiðsíðu minni að núverandi stjórnarflokkum, allir fyrrverandi samherjar mínir úr stúdentapólitíkinni er stuðningsmenn þessarar óhæfu, þetta er fólkið sem ég deildi lífsskoðunum með.

En ég held mig við staðreyndir, tímarnir eru of alvarlegir til þess að leyfa sér annað.  

Og Stiglitz, sem klassískur íhaldsmaður, var ekki að bulla þegar hann færði rök fyrir og tók dæmi, um að ráðstafanir AGS væru eingöngu í þágu kvika fjármagnsins (spákaupmenn), og þær dýpka kreppur, og bitna aðallega á almenningi.  

Það var nefnilega þannig að einu sinni fyrirlitu íhaldsmenn braskara og spákaupmenn, þeir sáu ógnina sem þeir voru samfélögum fólks.  

Og þeir munu gera það aftur, þeir lögðu frjálshyggjuna í fyrra skiptið, og þeir munu vera í fararbroddi þess afls sem mun leggja hann að velli áður en hún steypir öllum heiminum í endanlega glötun.

Því þetta er ekki íhaldsstefna, þetta er ekki sjálfstæðisstefna, þetta er illskan holdi klædd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 490
  • Sl. sólarhring: 716
  • Sl. viku: 6074
  • Frá upphafi: 1400013

Annað

  • Innlit í dag: 446
  • Innlit sl. viku: 5210
  • Gestir í dag: 428
  • IP-tölur í dag: 423

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband