Margir að komast í þrot

 

Er grafarskrift ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Í fjögur ár hefur hún fóðrað fjármagnið, árlega greitt óþarfa vexti upp á 60-70 milljarða.

Annars vega vegna heimsku heimskunnar, AGS lánið sem þjónaði engum tilgangi annan en þann að svelta bótaþega með því að sjúga fjármagn úr ríkissjóð og hins vegar vegna hávaxtastefnu hinnar algjöru heimsku, að ætla slá á gengisfall vegna tekjutaps þjóðarbúsins með hækkun vaxta.

 

Alþingismenn hafa spurt, hvar eru peningarnir, það varð Hrun, en peningarnir hafa verið þarna allan tímann, hundruð milljarða á kjörtímabilinu hafa farið í óþarfa vexti.  

Óþarfa ef tekið er mið af almannahagsmunum, þarfa ef markmiðið er að tryggja velferð fjármagnsins.

Sem er hin eina velferð sem ógæfufólkið hefur tryggt.

 

Grafarskriftin er hungurjól fyrir aldraða og öryrkja en líka fyrir hinar fjölmörgu barnafjölskyldur þar sem endar ná ekki saman.  

Íslenska hagkerfið hrundi aldrei, það var aðeins Sýndarhagkerfið, pappírsviðskiptin, raunatvinnulífið stóð keikt á eftir og í raun hefur þjóðin aldrei haft hærri tekjur en síðustu 2 ár.

Samt sveltur fólk, samt eru hungurjól.

 

Það er vegna þess að verðmæti hafa verið sogin úr raunhagkerfinu til að fóðra pappírstígrisdýrin svo þau nái sínum fyrri styrk.

Það er skýringin á örbirgðinni, á eymdinni sem bankar upp hjá svo mörgum fjölskyldum þessa lands.

Eymd sem fer vaxandi með hverri mínútunni.

"Lífeyririnn dugar ekki fyrir framfærslu. Á sama tíma og vöruverð hækkar um 50% standa lífeyrisgreiðslur að mestu leyti í stað,“ segir Guðmundur. Hann segir Öryrkjabandalagið hafa orðið vart við að þeim hafi fjölgað mikið sem hafa ekki lengur efni á að borga af húsnæði sínu og segir hann að umsóknum hjá hússjóði bandalagsins hafi fjölgað mikið. „Kreppan er virkilega að koma fram núna,“ segir Guðmundur í Morgunblaðinu í dag en illa staddir lífeyrisþegar skipti sennilega þúsundum. Hann gagnrýnir að á sama tíma og bætur hafi verið skertar".

Nöturlegra getur það ekki verið.

 

Var þetta það sem Guðfríður Lilja lagði upp með þegar hún bauð sig fram fyrir Vinstri Græna???  Að vera konan sem kom á hungurjólunum??

Var það þetta sem Ögmundur Jónasson ætlaði sér þegar hann yfirgaf fréttamennskuna fyrir stjórnmálin??  Að fá þá grafarskrift að á hans vakt hækki ekki bætur móti 50% hækkun vöruverðs.

Hann ætti að vita manna best í hvað lúxus þetta fólk lifði fyrir Hrunið, nógu margar ræður hélt hann þar um á meðan góðærið stóð sem hæst fyrir Hrun.

 

Hvernig geta Guðfríður Lilja og Ögmundur Jónasson horft framan í fólk og útskýrt hungrið á sama tíma og lúxusvörur siðblindrar yfirstéttar renna út eins og heitar lummur.  

Ég veit að það er ekki erfitt að horfast í augun á félögum sínum sem eftir eru í VinstriGrænum, en þau hitta líka fólk, manneskjur, vini sína og ættingja, hvernig geta þau horfst í augun á nokkurri ærlegri manneskju??

 

Hungurleikar eru haldnir í tilbúnum heimi framtíðarskáldsögunnar.

Hungurjól eru haldin á Íslandi á því herrans ári 2012, sem er í dag, ekki í einhverri svartri framtíð martraðarskáldsögunnar. 

Í landi alsnægtanna þar sem smjör drýpur af hverju strái.  Höf og vötn  full af fiski, skepnur á beit hvar sem er litið, ylhús full af nærandi gróðri. 

Samt sveltur fólk, samt er fólk komið í þrot.

 

Á Íslandi á  því herrans ári 2012.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Margir að komast í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

sæll og takk fyrir þennan nagla en að venju hittir þú naglann á höfuðið
Ég er nákvílega í þessari stöðu
ég fæ 150Þ á mánuði útborgað en áður en ég veiktist þá var ég að borga nærri 2X þá upphæð í skatta
ég var í góðri vinnu og vann of mikið sennilega of mikið því mín meðfædda gigt varð svo slæm að heilsan hrundi
ég get aukið heildarinnkomuna um 220Þ með því að fá útborgað úr mínum lífeyrisjóð en það færir mér aðeins 20Þ kr meyra útborgað því 200Þ fara í aukna skatta og skerðingu á lífeyrir
er þetta mannlegt fyrirkomulag?
ég flutti til heitara lands en Íslands að ráði míns gigtarlækni og sé ekki eftir því það hefur hjálpað mér andlega líkamlega og fjárhagsleg ,, hérna hef ég efni á að borða án þess að hafa áhyggjur en þessar 150Þ Á Íslandi myndu ekki duga fyrir mat og húsaskjóli
þetta er soglegt hvernig þessi helferðar stjórn hefur 100% gert allt fyrir fjármálageyrann á kostnað almennings

góðar kveður úr suður Kína hafi

Magnús

Magnús Ágústsson, 13.12.2012 kl. 13:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Þetta er ekki mannlegt fyrirkomulag, af og frá.

En það er svo langt síðan að hið mannlega var gert útlægt í stjórnmálum á Íslandi.

Og virðist ekki vera að breytast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 18:06

3 identicon

Væla væla væla! Reyndið nú smá helv jákvæðni stundum. Ef allt er svona ömurlegt þá á fólk bara að drulla sér úr landi. Nú eða að drepa sig bara. Haldið þið að menn hafi grenjað svona rosalega í Norður Kóreu eða Kína? Ég efa það!

óli (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 00:01

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ, ææææææjæjaæja, aldrei fór nú ekki svo að maður snerti ekki við einhverri frjálshyggjutaug, en óli minn, það er stílbrot að minnast á Norður Kóreu eða Kína.

Þú átt að tala um fátækrahæli, vinnuhæli, það gerðu áar þínir á nítjándu öld, þú ert greinilega ekki vel að þér í sögu frjálshyggjunnar.  

Efa að þú náir fjórakommafimm.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2012 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 349
  • Sl. sólarhring: 959
  • Sl. viku: 5881
  • Frá upphafi: 1337747

Annað

  • Innlit í dag: 312
  • Innlit sl. viku: 5161
  • Gestir í dag: 306
  • IP-tölur í dag: 304

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband