ESB ætlar að hremma okkur.

 

Frá því að ESB beið hraklegan ósigur í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunni um ICEsave hefur bandalagið gjörbreytt vinnubrögðum sínum.

Hótanir og ógnanir dugðu ekki, að ráða fjölmiðlum og hagsmunaaðilum í atvinnulífinu dugði ekki, að nýta sér hefðbundnar valdamiðstöðvar dugði ekki.

Það þurfti meira til.

Ný taktík var mótuð.

 

Hugmyndin kom frá sigri Besta flokksins í Reykjavík, að gera út á Tómið og ópólitík, að allir ættu að vera hressir, fyndnir og bulla nógu mikið.  En samt með þeim undirliggjandi tón að fólk var orði leitt á hefðbundnum stjórnmálamönnum sem það upplifði sem spillta og vanhæfa.

Drögin að þessari nýrri stefnu var lögð fyrir seinni ICEsave kosningarnar með því að stofna hópinn Já-Ísland, og safna nýju liði í hann.

Hinir nýju liðsmenn komu úr Besta flokknum, tómhyggjan kom úr Besta flokknum, og þó sú kosning hafi tapast þá var það vegna þess að hið hefðbundna brást, forysta Sjálfstæðisflokksins náði ekki að smala saman sínu liði.

En hinu nýju bandamenn gerðu sitt, böndin við þá voru styrkt, þeir fengu fé og tækifæri til að móta hinar nýju aðferðir.

 

Forsetakosningarnar voru síðan gerneral prufa, að bjóða fram frambjóðanda um ekki neitt annað en brosið, og nota froðu og sýnd til að styrkja framboð hans.  

Síðan var keyrt á fullum styrk fyrir kosningarnar um hina nýju stjórnarskrá, tækist að skapa stemmingu um ekkert, gegn ímynduðum óvini, en fyrst og fremst, var hægt að virkja bakland Besta flokksins í landsmálapólitík, að nýta taktíkina, að gera það kúl að hugsa ekki sjálfstætt.

Froðan, sýndin, tómið, myndi sú aðferðarfræði virka?

 

Grundvöllur var kominn fyrir Bjarta Framtíð, framboðið sem á að ná þeim atkvæðum sem flýja viðbjóðinn sem núverandi ríkisstjórn er. 

Sem og að taka lungað af atkvæðum Ipad kynslóðarinnar sem er ekki ennþá búin að átta sig á að hlutverk hennar í lífinu er að hitta maka og geta af sér börn.

 

Snjallt, of snjallt til að hægt sér að eigna Hrannari og kó þessa hönnun  þó sýndin sé þeirra sérsvið.

Fjármagnið og hugsunin kemur að utan. 

Því sýnd verður ekki til úr neinu eins og allir markaðsfræðingar vita, hún kostar bæði fé og vit, hugsun og þekkingu.

 

Sá hlær best sem síðast hlær og  þann hlátur ætlar ESB sér.

Það á ekki að líða íslensku þjóðinni uppreisnina gegn fjárkúguninni og skuldaþrældómnum.

Skuldahlekkirnir eiga að hamrast um framtíð barna hennar.

 

Það er ekkert sem bendir til annað en að þetta muni takast hjá ESB.  

Hann Birna leiðir Sjálfstæðisflokkinn, Björt framtíð mun taka froðuna, Samfylkingin fær staðfasta ESB fylgið, VG þurrkast út að kalla, Dögun sér svo um lýðskrumið og hávaðann.

 

Niðurstaðan er þjóð án varna, evruskuldabréfið fellur.

Nýja stjórnarskráin fer í gegn og þjóðin verður ekki spurð.

Yfirtaka fjármagnsins yfir íslensku hagkerfi og þjóðfélagi er algjör.

 

Því Guð blessaði ekki Ísland.

Hann blessar ekki þjóð sem lætur sig neyð náungans engu varða.

Hann leyfir henni að uppskera sem hún sáði.

 

Skuldaþrældóm um ókomna tíð.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Jón Gnarr í 5. sæti í Reykjavík norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=qGXvj2BjZLA

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 12:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, hégómi er öflugt vopn í höndum Óberma Elín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 12:54

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

" sem flýja viðbjóðinn sem núverandi ríkisstjórn er".

Þarftu ekki að fara til doktorsins og fá eitthvað við þessu ? ...........

Níels A. Ársælsson., 13.12.2012 kl. 13:54

4 Smámynd: Sólbjörg

Ómar, hvað fær þig til að vera sannfærðan um að Hanna Birna sé ekki heil í að vera alfarið á móti aðild að ESB, sama um aðra þingmenn XD sem segjast vera á móti aðild og telja að slíta beri viðræðum eða efna til þjóðrkosningar.

Hvaða sviksemi sérð þú og þá hversvegna? Ef þú vilt vera svo vænn.

Sólbjörg, 13.12.2012 kl. 14:23

5 Smámynd: Óskar

Ég vona að martröð Ómars verði að veruleika að, ESB veiti Íslendingum skjól fyrir sérhagsmuna- og græðgisöflum sem hér vaða uppi og  halda þjóðinni í efnahagslegri gíslingu.  Þessi öfl eru t.d. LÍÚ og Landbúnaðarbatteríið ásamt bönkunum.  Svo ekki sé minnst á aðalverkfæri þessara óféta sem er að sjálfsögðu krónan sem er hreinlega pyntingartæki á almenning í landinu.

Óskar, 13.12.2012 kl. 15:23

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað segirðu Níels, er hægt að fá eitthvað lyf við óværunni???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 15:47

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Sólbjörg, Hanna Birna er fulltrúi fjármagnsins í flokknum og það vill inn.

Ef hún ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn, þá fer hún ekki gegn valdi þess. 

Hvað fær mig til að halda að það sé ekkert að marka forystuna fyrir utan þessa einföldu staðreynd með vald fjármagnsins??  

Það er mjög svipað atburðarrás í gangi og var í aðdraganda seinni ICEsave, það er keyrt óánægju með ríkisstjórnina, en engar tillögur lagðar fram gegn stefnu hennar.  Ekki í skuldamálunum, ekki gegn evrubréfinu, ekki neinu sem máli skiptir.

Hönnu Birnu tókst að láta kjósa sig án þess að segja orð um helstu vandamál þjóðarinnar.  Sem segir aðeins eitt, hún er sammála því sem gert er.

Þar á meðal að gefa út evrubréfið sem er stefna ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.  

Þegar það er komið eftir kosningar, þá missum við fjárhagslegt sjálfstæði okkar, og við erum komin í Evrópusambandið innan næstu 2 ára.

Hið vanheilaga bandalag við amerísku vogunarsjóðina mun sjá til þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 15:57

8 identicon

Samstaða þjóðarinnar um lífð, er eina vonin til lýðræðis og velferðar hennar

hér á okkar gósenlandi með 200 sjómílna landhelgi.  Við höfum líf að verja.

4-flokkurinn, Dögun og Björt framtíð útfryma ESB trúða og puntudúkka? 

NEI, nú verður íslensk þjóð að standa saman, sem liljur vallarins, gegn vánni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 16:26

9 identicon

Vitaskuld er þetta hárrétt sem Ómar segir óbeint, en ég skal segja það umbúðalaust:

Hann Birna er bara puntudúkka, nákvæmlega eins og Bjarni Ben.

Bjarni var á skilorði vegna Icesave, en þá á bara að skipta um haus puntudúkkunnar

alveg eins og Hilary Clinton kæmi í stað Barack Obama.  Þetta vita allir sem vilja vita.

Góðir, heiðarlegir og sannir sjálfstæðismenn, feisið sannleikann, en flýið ekki. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 16:39

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Óskar.

Hver segir að ég hafi nokkuð á móti því að það gangi eftir sem er öruggt að gangi eftir.

Fyrst maður er á annað borð í stríði við þessa andskota er það ekki fínt að fá að vera hluti af hinni kúguðu alþýðu Evrópusambandsins sem er óðum að vakna upp af þeirri martröð að sameining Evrópu var sameining fjármagns á kostnað almennings.

Það væri ekki dónalegt að geta myndað bandalag við þjáðan grískan almenning um baráttuna við skuldahelið eða vera hluti af þeirri hreyfingu sem rís upp gegn siðblindu frjálshyggjunnar, úti er fólk sem kann að verja sig.

Hér kippir sig enginn upp við skuldaþrældóm eða að stjórnvöld gangi erindi erlends valds.

Úti er fúttið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 17:51

11 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sæll Ómar.

Það muna fáir eftir orðunum sem Geir sagði næst á undan "Guð blessi Ísland"..... nefnilega "það síðasta sem við þurfum er stjórnmálakreppa" en það er einmitt það sem nú er uppi.

Samfylkingin stefnir fram með 2 mönnum. Annarsvegar sólbrúnum hægri-krata (svo kölluðum "miðju-manni") og hins vegar einn þægann sem mun fylgja stefnu Jóhönnu fram á tvo grafarbakka (bæði Jóhönnu og sinn egin)

Samfylkingin ætlar nú að fá hjálp frá B-lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, venjulega kenndum við Besta. Það er s.s. ekki nóg að hafa tvo borgarstjóra (einn PR og einn alvöru) heldur á s.s. að hafa tvo forsætisráðherra líka.

Dögun er því miður skipuð Össurar-mönnum og öðru uppsópi Samfó sem eftir getur ekki kallast neitt annað en Felu-listin(n).

Sjöllum hefur nægt að þegja meðan VG fremur pólitískt hara-kiri og formaðurinn fer um allar hjarðir og borðar "sannleika" sem er svo vitlaus og langt frá raunveruleikanum að ekki einu sinni kommunum á tímum Stalíns og Bería hefði dottið í hug að birta aðra eins þvælu í sínum Sannleika (Pravda). Það er í raun fáránlegt nánast það eina sem sitjandi stjórn hefur tekist að reisa úr rústum hrunsins sé fylgi Sjallanna. Frammarar sigla lygnan sjó þar í kjölfarinu.

Pólitíkin á íslandi er dauð, málfrelsið í dauðaslitrunum og RÚV notað af sitjandi stjórn hvers tíma til að bera út skít undir fögrum söng og falsaðri blómalykt.

Í stað þess að stýra okkur til Útópíu hefur stjórn og stjórnarandstöðu tekist "með glæsibrag" að sigla okkur beina leið til glötunnar.

Óskar Guðmundsson, 13.12.2012 kl. 17:54

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Pétur.

Þetta er þín orð um þau Hönnu Birnu og Bjarna, ég er einfaldlega að greina aðstæður.  Í dag fer enginn leiðtogi hægri manna gegn fjármagninu, þeir gera ekki greinarmun á fjármagni framleiðslunnar og fjármagni spákaupmennskunnar, sem við köllum Sýndarhagkerfið.  

Ég hef ekkert á móti Hönnu Birnu, hún hefur reyndar komið mér glettilega á óvart, hún sýndi leiðtogahæfileika þegar hún var borgarstjóri á mesta niðurlægingarskeiði borgarstjórnar Reykjavíkur.  

Og ég sem slíkur myndi telja hana mjög hæfa við eðlilegar aðstæður, það er sem leiðtoga hægri flokks, og það gera greinilega sjálfstæðismenn.

En það eru engar eðlilega aðstæður, við erum að berjast upp á líf og dauða um framtíð barna okkar.

Það er langt síðan að ég hóf mig uppúr flokkapólitík og held mig við staðreyndir og stefnu, stefnu sem ég byggi á mjög einföldum lífsskoðunum.  

Ég hef átt ágætis samstöðu með sjálfstæðisfólki í ICESave baráttunni, sérstaklega mínum fornum fjendum í frjálshyggjudeildinni.  Samstaðan byggðist á andstöðunni við ICEsave, og ef fólk kaus að fylgja forystunni, þá áttum við ekki lengur samleið.  

Eins er það með ESB, innganga í sambandið er upphafið af endalokum þjóðarinnar, bæði missum við sjálfstæðið sem og hitt, forsenda aðildarinnar er skuldaklafi fjármagnsins, sem ESB afskrifar aðeins þegar ekki er hægt að kreista eyri í viðbót úr þjóðum.

Þau sem deila með mér þessari sýn, þau eiga samleið með mér.  Ef þau á ákveðnum tímapunkti afneita staðreyndum til að þóknast flokki sínum og flokksforystu, þá gera þau það.  

Þá eigum við ekki lengur samleið.

Það sama gildir í baráttunni um réttlæti í skuldamálum landsins.  Ég er á móti skuldaþrælkun og níðingsskap gagnvart blásaklausu fólki og líka gagnvart seku fólki, sem til samans mynda þann hóp sem kallast almenningur.  Margir félagar mínir í baráttunni, í hópnum sem ég kallaði Andófið, hafa kosið að vera frekar á móti Sjálfstæðisflokknum, eins og hann sé gerandi dagsins í dag.

Þar með eigum við ekki lengur samleið, ég held mínu striki, og læt þá heyra það alveg eins og aðra sem styðja skuldaþrælkun þjóðarinnar.  

Þetta er ákaflega einfalt Pétur, þegar lífið er í húfi, þá er rétt rétt, og manndómur að standa við það.

Ég veit ekki hvað margir sjálfstæðismenn hafa þann manndóm sem þarf að taka lífið fram yfir flokkshollustu, en þeir eru einhverjir og fer fjölgandi.  

Það er þeirra mál, það eina sem þeir geta ekki farið fram á við mig er að ég segi að rangt sé rétt vegna þess að það þjónar valdaelítu flokksins.  

Þeir mega styðja Bjarna og Hönnu mín vegna, en þá eru þeir ekki í hjarta sínu á móti ESB.  En örugglega vilja þeir að flokkurinn verði á móti ESB, en það er bara allt annar hlutur.  

Svoleiðis er það bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 20:22

13 identicon

Vel er mælt Ómar í athugasemdinni nr. 12. 

Ég hef heldur alls ekkert á móti Hönnu Birnu og Bjarna Ben.,

gæðafólk til munns og handa eins og einhvers staðar segir á svo skondinn hátt,

en öll þín glögga greining aðstæðna styrkir mig í þeirri skoðun minni að þau eru einungis puntudúkkur,

eins og ballerínur sem tipla eftir hljómfalli upptrekktrar spiladósar

... og sú spiladós er ekki trekkt upp eftir hljómfalli lífsins, heldur annarlegra og yfir-spilltra hvata. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 20:45

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Sem er hinn "æðri máttur" Vesturlanda í dag, hið skítuga siðlausa fjármagn sem er stolt af því að greiða ekki til samfélagsins og kallar það kapítalisma.

Það er húsbóndinn sem pískar foringjana áfram, til Heljar, ekki hér um bil, heldur alla leið.

Svo ef menn eiga líf sem þarf að vernda, þá þurfa menn að vakna af dvalanum.

Heyrumst Pétur minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 21:15

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Ég segi bara, velkominn til liðs við Hreyfingu lífsins.  

Við vitum hvað við viljum, við viljum lifa, lifa af þessa kreppu sem fólk, sem manneskjur, og við vitum að samúð og samhygð er límið sem heldur samfélögum fólks saman.  

Við vitum að maðurinn fæddist frjáls, og vill fá að lifa frjáls þó hann verði að beygja sig undir reglur samfélagsins.  En þær reglur eiga ekki að þvinga eða kúga, ofstjórna eða þrúga, þær eiga að snúast um grunngildi og þjóna þeim markmiðum að viðhalda friði og stöðugleika.  

Siðaður maður með siðaða lífsskoðun þarf ekki svo margar reglur, hann þekkir muninn á réttu og röngu, og ef athafnasemi hans byggir á þeim gildum, þá fylgir henni gróska og gróandi, öllum til heilla.

Við ofreglum ekki samfélagið til að bregðast við afbrigðilegri hegðun, það er tekist á við hana þar sem hún er, en ekki gengið út frá því að allir séu afbrigðilegir og þurfi hið stranga regluverk.  

Það rekur enginn búð sem gengur fyrirfram út frá því að allir sem inn koma séu þjófar, en ekki viðskiptavinir.  Vissulega er sú parnója til en henni er sjálfhætt þegar síðasti viðskiptavinurinn hverfur á braut.  Vitur búðareigandi tekst á við þjófinn, reynir að verjast hegðun hans, reynir að sjá hann út.  En glíman er á milli hans og þjófsins, ekki hans og viðskiptavinarins.

Eins er það heilbrigt samfélag, það gengur út frá því að allt sé í lagi þar til annað kemur í ljós.  Það er þjóðfélag réttrar hegðunar en ekki þjóðfélag lögfræðinga, það er þjóðfélag gagnkvæmra viðskipta þar sem báðir hafa hag af, en ekki siðlausra hegðunar þar sem allt er leyfilegt, ef það er ekki sérstaklega bannað. 

Sem endar í því að allt má ef af því hlýst gróði.

Hagfræði lífsins segir að rétt ákvörðun á hverju vandamáli sé sú sem veldur ekki öðrum skaða.  Einföld hugsun sem opnar nýjar víddir í þróun samfélaga.  

Því átakferlin hverfa smátt og smátt þegar hagur allra er að láta samfélagið vaxa og dafna. 

Þannig veður þjóðfélag 21. aldar, eða það verður ekkert þjóðfélag.  

Því hagfræði dauðans er komin á endastöð, átakaferlin sem hún skapar er komin á það stig að allt er að fara í bál og brand, og enginn sér sér hag í friðnum, allir urra á hvorn annan, vopn eru skekin, skildir brýndir.  

Þetta er svo einfalt Óskar, við þurfum aðeins vilja þetta og hitt kemur að sjálfu sér, þar á meðal þessi hugsun orðuð á þann hátt að aðrir skilji. 

Ég er aðeins að byrja að orða hana, milljónir eiga eftir að gera það miklu betur,  og milljarðar eiga eftir að skilja.

En á meðan þarf einhver að byrja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 21:34

16 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála athugasemd nr.15 Vel orðað

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.12.2012 kl. 01:38

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Þorsteinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2012 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 215
  • Sl. sólarhring: 648
  • Sl. viku: 3996
  • Frá upphafi: 1330172

Annað

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 3439
  • Gestir í dag: 154
  • IP-tölur í dag: 154

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband