11.12.2012 | 20:17
Kosningajólasveinn syngur.
Við lofum öllu fögru,
Trarala, tralara.
öllum gefum gjafir,
traralara.
Það eru að koma kosningar,
trarala, tralara
...........
Og það skal ekki hvarfla að nokkrum manni að kosningajólasveinn meini ekki stakt orð af því sem hann segir. Jú, stakt orð skrifaði ég, það er til full mikils ætlast af öllum jólasveinum að meina hvert orð, og kosningajólasveinn kemur aðeins fjórða hvert ár svo hann er ekki í æfingu, að lofa og meina eða var það að meina og lofa???
Eitthvað meinar hann örugglega þó erfitt sé um slíkt að spá, það er hvað hann meinar af því sem hann segir.
En allir alvöru kosningajólasveinar meina eitthvað, eitthvað, já, eitthvað.
Ekki vegna þess að það er meiri þungi í svikum ef loforð eru mæld fram af þunga og einlægni, nei, þeir meina eitthvað. Það er eitthvað sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir meinar af því sem hún lofar fyrir þessar kosningar.
Já, eitthvað.
Og það er ekkert að marka þó vandi sé um slíkt að spá.
Það er eitthvað, já það hlýtur að vera eitthvað.
Kveðja að austan.
Þak á verðbætur raunhæfur kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Sko, við ætlum ekki að hætta að ræna almenning, en við skulum svína minna á þeim sem kaupa tryggingarvernd, sem kostar alveg!". Þetta eru skilaboðin. Þetta mál er á leið fyrir dómstóla erlendis og á fullt erindi þangað. Annað er þrautreynt!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 22:22
Blessaður Hrútur, þeir meina ekki orð af því sem þeir segja, fyrir utan þetta staka orð sem ég veit ekki hvað er.
Ef þeir gefa eftir, þá er það aðeins vegna þess að meir er í húfi.
Dómsstólar bjarga ekki þjóðinni, hún verður að gera það sjálf.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 09:00
Ríkisstjórnin er nefnilega vond.
Karl (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 10:58
Já, og líka ljót og leiðinleg, svo er táfýla af henni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.