Eignaránið mikla.

 

Alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins.

Flokkanna sem sviku þjóðina á ögurstundu.

Uppskera núna niðurbrot samfélagsins, upplausn og sundrungu.

Á bak við öll deilumálin sem blossa upp, á bak við allan ágreiningin sem sem verður af illvígum deilum, er það rán verðtryggingarinnar á eignum barnafólks, á eignum fjölskyldufólks, á eignum heimilanna, sem fóðrar heiftina og reiðina sem grasserar í samfélaginu.

 

Eða eins og kosningajólasveinninn orðar svo pent i fréttinni um hugsanlegt þak á verðtryggingu, 

" ... að koma í veg fyrir að þjóðhagslegur óstöðugleiki skapi kerfisbundin skuldavandræði meðal heimila landsins".

Verðtryggingin skapar þjóðfélagslegan óstöðugleika vegna kerfisbundinna skuldavandræða heimila landsins.

Þó þetta sé sagt 10 mínútur fyrir kosningar og það stendur aldrei til að standa við stakt orð af því sem sagt er, þá er loforðið gert trúverðugra með því að vitna í sannleikann.

Verðtryggingin skapar þjóðfélagslegan óstöðugleika.  

Vegna þess að fjölskyldur landsins voru rændar, svívirtar, sviknar.  Af fólkinu sem lofaði svo fögru.

Fólkinu sem lofaði Skjaldborginni miklu um heimili landsins.

 

Þessi fjögurra manna fjölskylda er hetjur, hetjur sem hóf stríð sem þau mun vonandi sigra, þjóðinni allri til heilla.

Og hún mun gera það ef fólk ber gæfu til að styðja hana.   Og það munu þeir sem þekkja muninn á réttu og röngu gera.

Allt siðað fólk styður baráttuna gegn verðtryggingunni.

 

Skrímslið er öflugt.

En ekki ósigrandi.

 

Munum það.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Hætta að greiða af verðtryggðu láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég þér sammála. Það þyrftu fleiri að taka þessa fjöldskyldu til fyrirmyndar og hætta að taka þátt í þessari vitleysu sem verðtryggingin er. Þetta andsk. fyrirbæri var sett af mönnum og þá hlýtur að vera hægt að afnema það af mönnum. Því miður vantar alvöru menn í þetta hringleikahús við Austurvöll þannig að ekki er von fyrir almenning að treysta á þessa bleyður sem hafa allt sitt á þurru baktryggt af almenningi. Á meðan þetta fjórflokka kerfi er við lýði verður engin breyting á. Því miður fyrir okkar þjóð.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 21:52

2 identicon

Sæll.

Ég ætla nú ekki að bera blak af sósíalistunum í  Sjálfstæðisflokknum en ég er ekki viss um að þetta sé alfarið á þeirra ábyrgð. Ég man eftir að hafa lesið einhvern pésa frá þeim fyrir um rúmu ári, sennilega haustið 2011, þar sem sósíalistarnir í Sjálfstæðisflokknum vildu gera fólki heimilt að skila lánastofnun sinni lyklunum að eign sinni og vera þar með laust allra mála. Þá er það lánastofnunarinnar að koma eigninni í verð, ef hún getur!

Þetta er góð hugmynd, þeir sem lána of mikið verða að bera ábyrgð á sínum útlánum (þetta mætti stjórn OR gera sínum lánadrottnum ljóst) og jafna þar með leikinn milli lántaka og lánveitenda.

Annars skil ég ekki af hverju lánastofnunum líðst að halda þúsundum íbúða af markaði. Við borgum fyrir þetta með tvennum hætti: 1) Það kostar heilmikið að eiga og reka húsnæði (tryggingar, OR gjöld o.fl)  og þessum kostnaði er auðvitað velt yfir á viðskiptavini lánastofnana  2) Verði á húsnæði er haldið uppi með óeðlilegum hætti þegar framboð er takmarkað, fólk þarf þá að greiða hærra verð fyrir eignir sem það kaupir og leigjendur þurfa að greiða hærri leigu en ella (þetta heldur líka upp fasteignagjöldum). Er hugsanlegt að um samkrull af þeirra hálfu að ræða, tilraun til þess að halda fasteignaverði óeðlilega háu svo ekki þurfi að bókfæra tap?

Það er greinilegt að ansi margir sem landinu stjórna ganga erinda lánastofnana en ekki neytenda, nema þeir sem stjórna geri sér ekki grein fyrir vandanum sem ég nefndi að ofan? Það kemur í sama stað niður, stjórnmálamenn sem skilja ekki vandann eiga ekki að reyna að leysa hann og stjórnmálamenn sem vita af vandanum en gera ekkert í honum eiga að snúa sér að öðru. Stjórnmálamenn eiga að setja reglur sem jafna leikinn og koma í veg fyrir markaðsmisnotkun og síðan ekki koma nálægt málunum.

Okkur vantar fleiri fjármálstofnanir á okkar markað, okkur vantar samkeppni.  Núverandi fjármálastofnanir geta án efa illa keppt við nýja aðila á markaði vegna þess kostnaðar sem núverandi fjármálastofnanir eru búnar að koma sér upp og nefndur var að ofan. EES reglur hindra því miður nýja aðila í að hasla sér völl á þessum markaði.

Ég styð þetta fólk í því sem það er að gera, báðir aðilar eru að taka áhættu þegar lánað er og ekki gengur upp að einungis lánþegi beri þá áhættu.

Ef menn vilja breytingar er hægt að kjósa þá sem nú stjórna og hafa stjórnað út í hafsauga. Ég reikna með að kjósa hægri græna, finnst eðlilegt að gefa nýju afli tækifæri og um leið veita þeim sem fyrir eru á fleti aðhald. HG vilja minnka báknið og er það afar mikilvægt ef auka á bæði tekjur og fjölga störfum. HG eru ekki gallalaus flokkur en vilja í það minnsta gera eitthvað í málum skuldugra. Það er eðlilegt að gefa þeim tækifæri og senda um leið sterk skilaboð til flokkanna sem stjórnað hafa hérlendis undanfarið, ekki satt?

Helgi (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 22:18

3 identicon

Þegar 40% verðbólguskot og gjaldþrot heillar kynslóðar er núna yfirstaðið þá hefur Guðbjarti og félögum loksins tekist að draga þá ályktun að þak á verðbætur gæti trúlega bjargað íbúðakaupendum. Já, já.  Þessi "klókindi" eru ekki nema 4 árum of seint fram komin.

Hvar finnum við þetta lið sem er í forystu fyrir okkur? Þvílíkir snillingar! 

Seiken (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 22:20

4 identicon

Vf.is aðsent | 23. mars 2007 15:40

Landsframleiðsla er hvergi minni en á Suðurnesjum

Landsframleiðsla er hvergi minni en á Suðurnesjum. Þar hangir efnahagurinn á nýbyggingum til að búa til veð fyrir veltunni til að dekka raunverulegt ástand sem er miklu verra undir niðri en menn þora að tala um. Það eru 1820 íbúðir í byggingu bara í Reykjanesbæ og leiguliðar í útgerð  eru hvergi fleiri á landinu en á Suðurnesjum sem gefa ekkert í aðra hönd jákvætt fyrir þetta svæði.

Eina leiðin sem ég sé í dag til að ég geti snúið frá sannfæringu minni að við Suðurnesjamenn verðum  að fá álver í Helguvík vegna yfirvofandi neyðar er sóknardagakerfi strax fyrir smábáta og minni dagróðrabáta. Tryggt verði í löggjöf á hinu háa Alþingi Íslendinga að sóknardagakerfi yrði svæðisskipt eftir landshlutum þar sem hver útgerðaraðili yrðu settar skorður allt að 12 sjómílur út  með dagatakmörkunum og veiðafærastýringu. Stærri skip frystitogarar, nótaveiði-og flottrollflotinn gæti verið áfram í framseljanlegu lokuðu kerfi, sín á milli sem sáttarleið í þessu langvinna þrætumáli í þjóðfélaginu.

Þetta er eina leiðin að mínu mati til að hægt sé að ná raunverulegri sátt við LÍÚ, sem vill halda í kvótakerfið með öllum tiltækum ráðum, að það verði gerður sáttmáli um tvö ólík kerfi til framtíðar annað fyrir utan, allt frá 6 sjómílum, og hitt fyrir innan, allt að 12 sjómílum. Eitt er víst að málefni Suðurnesja þola enga bið. Það eru komnar svo margar viljayfirlýsingar svona rétt fyrir sveitar-og alþingiskosningar síðasta áratuginn, núna síðast um háskólaþorp á Keflavíkurflugvelli að fólk gerir bara grín að þessu sín á milli í dag!

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ fyrrum lið-og miðstjórnarmaður Frjálslynda flokksins

11.des.2012 

Okkur Íslendinga vantar stjórnmálamenn sem þora að segja það sem þarf að segja á hverjum tíma ekki koma alltaf eftir á með lausnirnar þegar það er oftast orðið of seint eða mikill skaði hefur gerst. 

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 23:35

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Hringleikahúsið er rekið vegna þess að fólk kann svo vel að meta sýningarnar.

En við þurfum að sýna manndóm og samstöðu, annað er ekki hægt.  Annar ágreiningur verður að víkja þar til stóru málin 2 eru frá, snjóhengjan og eignaránið.

Takist að ná samstöðu um það, þá venjast menn við að þola öðrum ólíkar skoðanir en þeir hafa sjálfir.  Þá ættu menn að geta hugsað sér áframhaldandi samstarf við að byggja upp mannsæmandi þjóðfélag handa börnum okkar.

Það er alveg þekkt hvernig á að fara að því, og vissulega hafa flokkarnir reynt.

En þegar ræningjar yfirtaka hagsmunina, þá erum við rænd með þegjandi samþykki Alþingis því hagsmunirnir kosta það.

Enda er þetta sama sagan og verið hefur í gegnum aldirnar, barátta mannsins fyrir tilveru sinni snýst alltaf um að verjast ræningjum, jafnt að utan sem að innan.

Við vorum ekki að losa okkur við lénsþjófanna til að gangast undir nýtt lénsvald, fjármagnið.

Áttum okkur á því og framtíðin er björt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 08:58

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Alltaf gaman að fá þín sjónarmið hér á síðuna.

Ég ætla aðeins að taka það fram að ég sagði aldrei að þetta væri alfarið á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins, orðið ríkisstjórnin kom fyrir framan og ég er því að tala um að hann sé samábyrgur.

Sem er staðreynd sem ekki er hægt að bera á móti. 

Sjálfstæðisflokkurinn mótaði núverandi stefnu ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna þegar hann var í stjórn með Samfylkingunni.  

Stefna sem kenna má við björgunarpakka.

Þegar ekki hefur reynt á flokkinn hefur hann talað tungum tveim, og önnur er bæði skynsamleg og vitræn.

Svo komið haustið 2010 og völd ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hékk á bláþræði.  Þá kom Sjálfstæðisflokkurinn Jóhönnu til bjargar og studdi allar hennar tillögur möglunarlaust.

Það var hin raunverulega tunga flokksins.

Að taka dautt fjármagn fram yfir lifandi fólk, sem að uppistöðu er í kjósendahóp flokksins.  

Og það fyndna er að fólkið sem hann sveik, heldur áfram að kjósa hann.  Svo eru menn að gera grín af kommagreyjunum sem báðu að heilsa félaga Stalín sekúndu áður en aftökusveit hans skaut þá.  

Hneykslast svo á hundum, tala um hundstryggð.

En hvað um það Helgi, þú talar um sósíalista, ég tala um skítugt fjármagn, síðlausa græðgi og sérhyggju.  

Svona er þetta, það eru ekki allir sammála.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 09:12

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Bíddu við Seiken, var ekki eitthvað fjós þarna á Barðaströndinni???, geta menn ekki hafa leitað í flórnum þar og fundið þessa snillinga???

Veit ekki en þeir eru vandfundnir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 09:15

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldvin.

Dálítið skrýtið að þú sért farinn að líta á bloggið mitt sem fjölmiðil, það er ekki það mikið lesið þó það slagi kannski stundum uppí Alþýðublaðið á góðum degi.

Sem segir reyndar ekki mjög mikið.

Það eru aðeins tveir flokkar í framboði gegn kerfinu, HægriGrænir eða Samstaða.  

Þín er völin og kvölin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 09:18

9 identicon

Sæll.

Ég er ekki viss um að við séum ósammála núna Ómar og eins og ég sagði að ofan ætla ég ekki að bera blak af Sjöllunum enda kýs ég þá ekki í bráð. Ég vildi bara koma að þessari hugmynd sem ég sá hjá þeim, það að geta skilað lánastofnun sinni lyklum og vera þar með laus allra mála. Það myndi jafna leikinn og neyða fjármálastofnanir til þess að vera sveigjanlegar í samningum.

Eins vildi ég nefna það hvernig fjármálastofnanir virðast geta hagað sér, afskaplega fáir virðast koma auga á þann vanda sem allar þessar eignir í eigu fjármálastofnana eru. Engum á að líðast að krukka í markaðinn.

Það væri óskandi að kjósendur væru almennt betur að sér um efnahagsmál, þá gætu stjórnmálamenn ekki leyft sér margt af því rugli sem þeir eru að leyfa sér í dag :-(  Það er afar mikilvægt að kjósa þá sem nú stjórna út í hafsauga, helstu þyrftu VG og Sf að fara undir 5% svo stjórnmálamenn sjái greinilega að mistök og klúður hafa afleiðingar!! Stjórnarliðar ásamt LV hafa hrakið Alcoa (Bakki) í burtu og þá sem reisa vildu gagnaverið. Hvað urðu margir af störfum þar? Hvað fær ríkið ekki í skatttekjur vegna þessa klúðurs næstu t.d. 5 árin? Það hleypur ábyggilega á milljörðum sem t.d. LSH gæti notað.

Helgi (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 11:59

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, já Helgi, okkur hefur oft greint meir á en þetta.

Líst vel á að þú styðjir HægriGræna, þeir hafa kjarkinn sem hægri mönnum skortir almennt í dag, að þora fylgja sannfæringu sinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1319899

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband