Lífróður er skýringin á gerðum Glitnismanna.

 

Útrásarbólan var Hrunin og eftir var aðeins lífróðurinn.

Í þessum lífróðri var margt misjafnt gert sem núna er ákært fyrir.  

Það liggur í eðli manna að róa lífróður, það vill jú enginn farast.  Nái menn ekki landi, þá sitja menn í súpunni.

Fólk kallar það uppgjör við Hrunið, að ákæra þá sem réru lífróður fyrir eigendur sína, þó þeir hafi gert það með þegjandi samþykki kerfisins, sem vissi alveg hvað gekk á.

Það spyr ekki um ábyrgð eigendanna, það spyr ekki um ábyrgð kerfisins, hvað þá að það spyrji um ábyrgð þeirra sem skópu þetta fjármálakerfi feigðarinnar.

 

Það voru ekki bara bankamenn sem lögðust í lífróður snemma árs 2009.  

Stjórnmálamenn okkar tóku líka í árarnar.

Þeir héldu til útlanda og sögðu að íslenska bankakerfið væri traust, þó þeir vissu betur.  

Þeir sögðu líka þjóðinni að allt væri í stakast lagi. 

Og tiltrú þeirra varð til þess að fólk slakaði á, og hélt áfram að fjárfesta í hlutabréfum, hélt áfram að fjárfesta í dýru húsnæði.  Hélt áfram að lifa hátt.

 

Eðlileg  viðbrögð eða algjört glapræði????

 

Hvað með hagfræðingana okkar sem áttu að sjá þetta???

Hvað gerðu þeir???  Hvað sögðu þeir???

Eða fjölmiðlamenn okkar??? Sem unnu á fjölmiðlum útrásarinnar, hvað sögðu þeir??  Reyndu þeir að upplýsa fólk um ástandið???

Þögðu ekki allir með örfáum undantekningum??  Undantekningum sem heyrðust ekki innan um alla lofrulluna.

 

Það eru margir sem báru ábyrgð, margir sem bera ábyrgð.    Á einn eða annan hátt.

Þeim mislíkar ekki þessi réttarhöld yfir framkvæmdarstjórunum sem var skipað að róa.

Þeir eru minnugir heilræði Pílatusar að ráðið við að axla ábyrgð sé að þvo sér um hendur.

Enginn af þeim hefur stigið fram og sagt satt, einhverjir hafa sagt sumt satt, en aldrei allt satt.

Þar með hefur enginn beðið þjóð sína fyrirgefningar af neinni alvöru.

 

Margir af þeim eru ennþá gerendur í núverandi ógæfu þjóðarinnar.  

Þeir hafa tekið þátt í að hamra skuldafjötrana sem á henni hvíla og fjötrana sem á hana verða lagðir eftir kosningar.

Gjörðir þeirra sýna að þeir iðrast einskis.

 

Og þeim líður vel núna þegar Glitnismenn verða hengdir eftir nokkra daga.  

Þeir vita sem er að lýðurinn vill hengingar, og hvað er þá betra en að láta hengja nokkra fyrrverandi verkamenn útrásarinnar.  Það kemur sér líka vel að dreifa athyglinni frá Endapunktinum eina, hinar fyrirhuguðu yfirtöku amerísku vogunarsjóða í íslensku fjármálakerfi, á eignum og skuldum þjóðarinnar.

Það þjónar allt sínum tilgangi.  Og þjónusta í þágu fjármagns er alltaf vel borguð.

 

Lífróðurinn, já lífróður Glitnismanna skilaði þeim ekki að landi.

Af því súpa þeir seiðið í dag.  Fá makleg málagjöld gjörða sinna.  Þannig fer oft fyrir þeim sem selja sálu sína fyrir fé og frama í þágu græðgi og sérhyggju.  

En útgerðarmenn þeirra hafa frítt spil, þeir verma sína hægindi, spilandi Mattador með líf og eigur þjóðarinnar.

Hrunið var þeim ekki áfall, heldur nýtt tækifæri til algjörar drottnunar yfir íslensku samfélagi, tækifæri sem þeir hafa nýtt sér til fulls.

 

Eftir stendur hnípin þjóð í vanda, rænd og svívirt.

Og börn okkar án framtíðar.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Ekkert sérstaklega mikið gamanmál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það voru ekki bara bankamenn sem lögðust í lífróður snemma árs 2009."

Var það ekki full seint?

Annars virðist þetta hafa verið meira að rífa innan úr bátnum til að stoppa í götin sem bara stækkuð  og stækkuðu

Grímur (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 14:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Höfundur: Ómar Ragnarsson (http://omarragnarsson.blog.is/)

Athugasemd:


Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í árslok 2007 var rætt um það eins og staðreynd að með því að virkja allt, sem virkjanlegt væri og selja orkuna um sæstreng gæti Ísland orðið "Bahrein norðursins." Höfundur bréfsins hafði ekki fyrir því að kíkja á tölurnar sem skipta máli, en þær sýndu, að þótt allri náttúru Íslands yrði fórnað fyrir virkjanir myndi öll virkjanleg orka landsins aðeins hrökkva fyrir langt innan við einu prósenti af orkuþörf Evrópu.

Samt var fullyrt á þessum árum að Íslendingar kæmust í slíka aðstöðu með þessum virkjunum, að við gætum stjórnað orkuverðinu í Evrópu!

Listinn yfir svona vitleysu, sem hver át upp eftir öðrum, er langur. Ég fór í ferð til Noregs á eigin kostnað árið 2003 og tók viðtöl fyrir myndina "In memoriam?", meðal annars við Eric Solheim, þann Norðmann, sem fróðastur var um norskar og íslenskar virkjanir.

Hann sagði að Altavirkjunin, sem Gro Harlem Brundtland minnist í minninugum sínum sem sínum mestu mistökum og olli átökum, sem fengu heimsathygli, væri smámunir einir miðað við Kárahnjúkavirkjun.

Á þessum tíma voru íslenskir fjölmiðlar blindaðir af hrifningu á græðgisbólunni, sem var að rísa og maður þurfti að slást fyrir því að koma öðrum fréttum á koppinn. Fréttatímar og dagblöð voru orðin að viðskiptablöðum og viðskiptafjölmiðlum.

Nýjustu tölur úr Kauphöll Íslands voru fastur liður í fréttatímum og allar stærstu fréttirnar voru um viðskiptaundrið.

Fréttin um Kárahnjúkavirkjun komst ekki í "helst" og var aftarlega í fréttatímanum.

Ég blogga í dag um "doðann" og nefni sem dæmi að það var ekki fyrr en nokkrum vikum fyrir Hrun sem það birtist í fjöllmiðli að bankakerfið væri orðið fimm sinnum stærra en hagkerfið. Þetta kom fram í Speglinum í útvarpinu en rataði ekki í fréttir þar né annars staðar enda óþægileg staðreynd fyrir hið peningasjúka þjóðfélag.

Ómar Geirsson, 4.12.2012 kl. 14:09

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég er ekki farinn að peista eftir nafna mínum Ragnarssyni, en ég lenti óvart í því að eyða fyrri færslu um sama efni þegar ég var að fara yfir færslulista minn.

Þar var þetta innlegg hans og ég tók það úr póstinum og setti það inn hér að ofan.

Nafni tekur á sama hlut sem má ekki gleymast, ég er ekki að draga úr sekt Lárusar og félaga, en þeir voru verkfæri, það voru aðrir sem stóðu að baki þeim.

Eina sem hefur breyst frá því fyrir Hrun er að núna eru ný verkfæri.  Sem þýðir að sagan endurtekur sig ef við lærum ekki af henni og gerum eitthvað til að hindra endurtekningu hennar.

Það er ekki víst að það takist, en við verðum að reyna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.12.2012 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 4196
  • Frá upphafi: 1338895

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 3758
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband