Á þriðja hundrað að hætta.

 

Skýring;

Félagshyggja.

Félagshyggja ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.  

Félagshyggja sem taldi nóg að hækka laun forstjórans, þá hlytu allir að una glaðir við sitt á spítalanum.

Félagshyggja sem ákvað að greiða eigendum krónubréfanna, amerísku vogunarsjóðunum hæstu vexti á byggðu bóli, á sama tíma og vextir voru keyrðir niður í núllið í hinum vestræna heimi.  

Félagshyggja sem tók hundruð milljarða að láni hjá AGS svo hægt væri að greiða krónueigendum út braskarakrónur sínar á yfirverði.  Eftir ICEsave andófið heyktist ríkisstjórnin á því en hefur greitt tugi milljarða í óþarfa vexti vegna þessa velgjörðarláns fjármagnseigandanna.

Félagshyggja sem hlúir að fjármagni en níðist á fólki.

 

Félagshyggja sem ættuð er úr neðra.

Kveðja að austan.


mbl.is Á þriðja hundrað að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

þetta hljóta að vera stórgóðar fréttir fyrir ríkisstjórnina í sínum markmiðum að knésetja velferðarkerfið okkar. Ráðherrar Íslands hafa alls ekki þurft að taka þátt í þeirri launalækkun sem almenningur hefur orðið fyrir þar sem laun þeirra hafa hækkað um sirka 30% meðan laun almennings hafa lækkað um 30%. Það þarf að fara taka á ráðamönnum Íslands rétt eins og Frakkar gerðu í byltingunni sinni á sínum tíma. Það er skorið við nögl þegar barnafjölskyldur eru annars vegar meðan ekki er skorið niður í æðsta valdi. Auðrónar skauta framhjá á nýrri kenntitölu á hverjum degi og stela eins enginn sé morgundagurinn í boði ríksstjórnarinnar sem setur enginn lög um þennan gjörning. Sendiráð útum allar trissur á tækniöld sem við búum á er með öllu óskiljanlegt og að æðsta vald það er alþingi hæstiréttur seðlabanki ásamt sendiráðum skuli DIRFAST AÐ VERA KOSTNAÐARSAMARi en allt heilbrigðiskerfið ásamt löggæslu er hneisa og útskýrir mjög vel hversu kerfið er rotið í gegn. Ríkistjórninn starfar eins og pýramídasvindlararnir í bönkunum við greiðum skatta í velferðina og þeir moka bara peningunum í rassgatið á sjálfum sér og klappa svo hver öðrum á bakið fyrir vel unninn störf viðbjóðslegt lið allt saman.

Elís Már Kjartansson, 3.12.2012 kl. 22:28

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Elís þú ert magnaður þakka þessi skrif. Ómar flottur eins og ávalt hafðu þakkir fyrir. Ég mun standa við hlið ykkar og berjast þar til yfir líkur ég meina það.

Sigurður Haraldsson, 4.12.2012 kl. 00:13

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ómar minn ertu að segja mér að AGS lánin eigi að nota til að borga krónueigendum en ekki til að geyma óhreifð á reikningi eins og þau segja sjálf að þau séu?

Guðni Karl Harðarson, 4.12.2012 kl. 00:59

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er engin félagshyggju/jafnaðarstjórn.  Þessi stjórn þjónar "fjármagnseigendum"  og aðeins þeim...  Enda eru flestir þingmenn stjórnarinnar keyptir, þeir þjóna eigendum sínum...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.12.2012 kl. 02:31

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elís, langt síðan ég hef heyrt í þér, það er greinilegt að nú eru vötnin farin að renna í ós baráttunnar gegn auðrónun og skuldaþrælahöldurum.  Enda Orrustan um Ísland hafin.

Þetta er ekki félegt lið, mikið sammála.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.12.2012 kl. 08:18

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, við berjumst þar til yfir líkur Sigurður.

Núna eru línurnar farnar að skýrast, peningaöflin hafa víða fjárfest í Andstöðunni gegn kerfinu, með því markmiði að dreifa baráttunni um víðan völl.  Í þeim tilgangi að fá frið við formlega yfirtöku landsins.

Þó leyndin og lymskan ráði för þá ná þeir ekki að leyna sínum skítugu krumlum því þegar rúta full af góðu fólki sem stefnir í stríð við ógnaröflin um framtíð lands okkar, stoppar, bakkar, snýr við, tekur nýja stefnu, á þekkta vígvelli löngu liðinna bardaga, staðnæmist þar, og leiðsögumennirnir taka upp sögubækur í stað vopna, fara að lesa upp hvatningar, gamlar hvatningar löngu liðinna foringja, við óvin, sem löngu er gengin á vit feðra sinna, þá er ljóst að aðeins mútufé skítugu krumlunnar skýrir stefnubreytingu leiðsögumannanna.

Þá reynir á farþegana að risa upp, taka upp skrúbbinn og skrúbba allan óþverra burt, dugi það ekki til, skilja leiðsögumennina eftir með sínar sögubækur og troðfulla vasa silfurs, halda að stað og mæta á vígvöllinn áður en það er of seint.

Áður en peningaöflin hafa yfirtekið landið okkar og eyðilagt framtíð barna okkar.

Því ábyrgðin er alltaf okkar að gera rétt, að þiggja ekki mútur, að fylgja ekki mútufé.  Að fylkja okkur um málstaðinn eina sanna, framtíð barna okkar.

Og knésetja djöflanna í eitt skipti fyrir allt.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 4.12.2012 kl. 08:29

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðni.

Nei, það er ekki svo súrelaískt að taka 600 milljarða lán til að borga af því 30 milljarða árlega í vexti, til þess eins að segjast vera ríkur.

Nógu heimskt til að mönnum gæti verið full alvara, en málið er að AGS sá um móta þetta plan, ekki íslenski fjórflokkurinn, hann aðeins samþykkti það.

Og það er svo skrýtið Guðni að það voru aðeins strákarnir á viðskiptaMogganum sem bentu strax á þetta.  Ívar Páll fór þar fremstur í flokki..

Aftur og aftur vakti hann athygli á því ákvæði samningsins við AGS að íslensk stjórnvöld lofuðust að greiða út innstæður erlendra aðila á ákveðnu gengi.  Til þess þurfti þennan varasjóð, blekkingarhjúpurinn var til að tryggja gengisstöðugleika, en það var aðeins fyrir auðtrúa blaðamenn til að ljúga að auðtrúa þjóð.  En Mogginn tók ekki þátt í blekkingunni, ættu að vera þeim í Andstöðunni íhugunarefni sem gera ekkert annað en að úthúða blaðinu.

En planið gekk ekki eftir vegna ICEsave tengingarinnar, lánið var ekki greitt út á meðan ICEsave var ekki samþykkt.  Síðan breyttust aðstæður og lánið var látið safna ryki og vöxtum á bankareikning hjá JP Morgan.

En planið um gjaldþrot þjóðarinnar er samt í fullu gildi.

Og um það verður kosið í vor.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.12.2012 kl. 08:37

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Jóna Kolbrún.

Í heiminum eru andstæður, ljós-myrkur, samhygð-sérhyggja, ást-hatur, illt-gott, allt á sér sína spegilmynd í andstæðunni.

Þar á meðal félagshyggjan, andstæða hennar ríkir á Íslandi í dag.

Félagshyggja þess í neðra, félagshyggja andskotans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.12.2012 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 286
  • Sl. sólarhring: 522
  • Sl. viku: 4067
  • Frá upphafi: 1330243

Annað

  • Innlit í dag: 218
  • Innlit sl. viku: 3495
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband