20.10.2012 | 01:27
Ljóð til heiðurs Fári.
Þó hér á þessum síðum hefur margt verið sagt, og haft skoðanir á mörgu, sérstaklega í aðdraganda allra þeirra þjóðaratkvæðagreiðsla sem forseti vor og ríkisstjórn hafa útvegað okkur á kjörtímabilinu, þá er það regla, næstum án undantekninga, að ég held friðinn á kosningadag.
Og ríf hann ekki fyrr en úrslit liggja fyrir.
En gott ljóð skaðar ekki og stundum segir gott ljóð meir en maður sjálfur hefur mátt til.
Mesta furðuverkið á jörðinni.
Þú ert eins og sporðdreki,
bróðir, lifir í þínu huglausa myrkri
eins og sporðdreki.
Þú ert eins og spörfugl, bróðir,
alltaf á sífelldu flökti.
Þú ert eins og skeldýr, bróðir,
lokaður í skelinni, sjálfum þér sæll.
Þú ert skelfilegur, bróðir,
eins og munnur gígsins, útbrunninn.
Ekki einn,
ekki fimm, því miður, þú ert einn af milljónum.
Þú ert eins og sauður, bróðir,
flykkist í hjörðina,
þegar smalinn hóar ykkur saman
og hleypur svo fagnandi,
jarmandi stoltur,
beinustu leið til slátrunar.
Þú hlýtur að skilja orð mín.
Þú ert mesta furðuverkið á jörðinni,
meira að segja furðulegri en fiskurinn
sem sér ekki hafið fyrir dropunum.
Kúgun valdhafanna er vegna þín, bróðir.
Og ef hungrið, sárin og nagandi þreytan
sækja okkur heim
og við erum kramdir í spað,
eins og berin í víni okkar,
er það vegna þín, bróðir.
Ég get varla fengið mig til að segja það,
en mestu sökina kæri bróðir - átt þú.
N. Hikmet þýðing: Pétur Örn Björnsson.
Já, það rænir enginn óviljugan, ekki aftur og aftur.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á móti öllu
Sjálfstæðisflokkurinn er og verður helsta ógn íslensks samfélags. Með honum frýs allt fast. Án hans er allt hægt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun tekið við gamla neikvæðnikeflinu, sem VG geymdi forðum. Sjálfstæðisflokkurinn í dag er eins og VG var: Á móti öllu. Hann er á móti nýrri stjórnarskrá, á móti samningaviðræðum við Evrópusambandið, á móti endurskoðun kvótakerfisins, á móti þjóðaratkvæði um nýja stjórnarskrá, á móti nýjum lausnum í gjaldeyrismálum … you name it.
Láki (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 10:29
Sjálfsagt allt satt og rétt Láki.
En þú hlýtur að vera einn af þeim sem sofnaði haustið 2008 og hefur vaknað upp við vondan draum.
En lát huggast, íhaldi fór úr stjórn snemma árs2009.
Að vísu hefur ekkert breyst, en Óbermin sem níðast á þjóðinni, þau njóta ekki aðstoðar Sjálfstæðisflokksins. Sem betur fer því hann væri ekki svona klaufskur í illverkum sínum eins og ríkisstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar.
Við eigum því von.
Gangi þér að koma þér á fætur Láki minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.10.2012 kl. 10:51
En Lukku-Láki jarmar stoltur á leið til slátrunar.
Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2012 kl. 11:00
Sjálfstæðisflokkurinn er og verður helsta ógn íslensks samfélags. Með honum frýs allt fast. Án hans er allt hægt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun tekið við gamla neikvæðnikeflinu, sem VG geymdi forðum. Sjálfstæðisflokkurinn í dag er eins og VG var: Á móti öllu. Hann er á móti nýrri stjórnarskrá, á móti samningaviðræðum við Evrópusambandið, á móti endurskoðun kvótakerfisins, á móti þjóðaratkvæði um nýja stjórnarskrá, á móti nýjum lausnum í gjaldeyrismálum … you name it.
Svo kvað Láki og smurði á vef veraldarsögunnar eigin heimsku.
Láki lukkulegi (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 11:24
Láki, þetta er úr bloggfærslu rithöfundar sem var búin til,sem marktækur rithöfundur,með fölsuðum sölutölum og hafður fremstur í hillum bókabúða,r
Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2012 kl. 11:31
Skemmtilegt ljóð með eiturstungu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 14:20
Blessuð Ásthildur.
Þetta er svona sem Pétur Örn kemur nálægt, en þessi N. Hikmet er tyrkneskt alþýðuskáld og þetta segir Pétur um hann á Feisbókarsíðu sinni.
Burtséð frá því sem fólk er sammála eða ósammála í dægurþrasinu þá á þetta ljóð helv. vel við margt það sem er að gerast í dag á Vesturlöndum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.10.2012 kl. 16:58
Takk fyrir að stríða Láka fyrir mig Helga á meðan ég var fjarverandi.
Menn eiga oft til að grípa gæsina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.10.2012 kl. 16:59
Já þetta er magnað sammála því Ómar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 17:05
Við erum öll undir feldi núna í lausu lofti,og skoðum málin eftir messu á morgunn/Kveðja að sunann!!!
Haraldur Haraldsson, 21.10.2012 kl. 00:12
Góðann daginn Haraldur.
Þér er alveg óhætt að koma undan feldinum, Samfó liðið náði ekki að brjóta 33% múrinn, þeirra lið mætti, alveg, aðir misvel.
Þessi úrslit eru ekki einna messu virði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.10.2012 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.