Funda um "Björgun" Grikklands!!!

 

Hefði blaðamaður Mbl.is skrifað fyrirsögn þessarar fréttar í hlutleysi gæsalappanna þá væri ljóst að hann hefði ekki tekið afstöðu til þeirrar afskræmingu tungumálsins að kalla Helför grísku þjóðarinnar "Björgun".

En hann gerði það ekki, fyrirsögnin er hans, og þar með tók hann afstöðu, með mannvonsku og illsku í sinni tærustu mynd.

Að kalla aðför ESB að grískum almenningi Björgun er líkt og að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði ekki sent sigmann að hinum strandaða bát fyrir vestan, heldur varpað niður snöru eða dós með blásýrupillum.  Og kallað það "Björgun".

 

Þessi fréttamennska er í anda hinna upplýstu kommúnista sem sáu bústin börn á götum Kiev þegar hungursneyð Stalíns hafði fellt milljónir.  Um það eigum við Íslendingar sorgleg dæmi í skrifum Halldórs Laxness, smán sem skáldið náði aldrei að þvo af mannorði sínu.

 

En í leyndum afkima uppí Móum er ennþá skrifaður texti sem Eurokratinn hefur ekki náð að afskræma.  

Þeir sem lesa þessa Ófrétt Mbl.is ættu að kynna sér hann, en hér að neðan er brot úr honum sem sannar að Evrugullið hefur ekki yfirtekið alla frjálsa hugsun á íslenskum fjölmiðlum.

"Forsætisráðherrann gríski sagði efnislega að yrði þessi skammtur ekki samþykktur (Björgun Grikklands, innskot skrásetjara) þá væru ekki aðeins ógurleg eymd og voðalegt volæði hin óhjákvæmilega afleiðing þeirrar þrjósku, heldur myndi efnahagslegt svarthol djöfulsins, eldtungur  og eitraðar gufur þess að lykjast endanlega um Grikki.".

 

Og á meðan hrægammar og eurokratar ná ekki að þefa uppi þennan leynda afkima í Móunum, þá mun tæpitungan ennþá verða sögð á Íslandi.  

Henni til heiðurs ætla ég að gera hennar orð að lokaorðum þessa pistils.

 

"Illa meðferð á þjóðum ætti líka að banna".

Jafnvel þó að um meinta Björgun sé að ræða.

Kveðja að austan. 

 


mbl.is Funda í dag um björgun Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 44
  • Sl. sólarhring: 435
  • Sl. viku: 749
  • Frá upphafi: 1320596

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 651
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband