Nauðvörn þjóðar krefst nýrrar hugsunar.

 

Íslenska þjóðin er að glíma við sama vanda og þjóðir Evrópusambandsins, að losa um heljartök sýndarfjármálakerfisins á raunhagkerfinu, að ná jafnvægi á fjármálamarkaði og stöðugleika í gengismálum án þess að grunnforsendur nútíma þjóðfélaga séu eyðilagaðar. 

Grunnforsendurnar eru menntun, heilsugæsla, velferð, mannsæmandi lífskjör.

Sem eru forsendur velmegunar og stöðugleika, hagvaxtar og framþróunar.   

 

Nokkur lykilatriði þarf að hafa í huga.

Að almenningur sé ekki skuldsettur fyrir skuldum einkaaðila, að braskeign pappírsviðskipta sé metin á raunvirði þeirra viðskipta sem að baki liggja, að allur ránshagnaður hinna nútíma ræningjabaróna fjármálalífsins (eins og til dæmis hagnaður sem menn taka út úr fyrirtækjum með skuldsettum yfirtökum) verði gerður upptækur og lagður sé grunnur að heilbrigðu athafnalífi þar sem gegnsæi og eðlilegir viðskiptahættir eru leiðarvísanirnir.

 

Tillaga Samstöðu um Nýkrónu er ein þeirra leiða sem þjóðin þarf að ræða af fullri alvöru.  

Hún er ekki besta leiðin, eða sú leið sem farin verður.

Sú leið liggur í framtíð umræðunnar þar sem vandinn er kryfjaður og lausn fundin sem uppfyllir þau skilyrði sem minnst er á hér að framan.

 

Vandinn er miklu dýpri og alvarlegri  en svo að einhver plástur á kerfið fái hann tæklað.

Sjálfar forsendurnar, sjálft kerfið er rangt.

Sú grunnhugsun hans að lágmarka kostnað með öllum tiltækum ráðum leiðir aðeins til einnar niðurstöðu, enginn kostnaður, ekkert mannlíf, ekkert samfélag, ekki neitt.

Þróun mannsins frá árdaga hefur verið að auka kostnað, frá þrælahaldi til nútímra lífskjara þar sem allir hafa í sig og á.  Framþróun sem er rekin áfram af tækni, menntun, nýrri hugsun, nýjum aðferðum.

 

Þróun sem skyndilega var snúið við með hinn svokallaðri alþjóðavæðingu þar sem gróði stórfyrirtækja og auðmógúla byggist á sífelldri leit að hinum lægsta samnefnara.

Hinn aumasti af öllum aumum, hinn fátækasti af öllum fátækum, hið lélegasta af öllu lélega, drífur hina áfram hina alþjóðlegu framleiðslu. 

Með þekktum afleiðingum, þrælahaldi, arðráni, rányrkju og gegndarlausri mengun og gegndarlausum umhverfissóðaskap.

 

Þetta kerfi er hin raunverulega skýring á ógöngum Vesturlanda, og þetta kerfi ógnar allri tilveru mannsins.

Þetta er sjálft Dauðahagkerfið.

 

Tilvera okkar og framtíð byggist á að takast á við þetta kerfi, útrýma því.

Að tefla fram mannviti gegn heimsku, siðaðri hegðun gegn siðblindu, siðmenningu gegn villimennsku þrælahaldsins.

Það þarf nýja hugsun.

Það þarf að móta hagkerfi lífs gegn hagkerfi dauðans.

 

Og það verður ekki gert með klisjum og upphrópunum.

Það þarf nýja Sýn, Hugljómun um að til sé eitthvað betra, fallegra, að hægt sé að lifa góðu lífi hér á jörðu.  Og að allir fái lifað slíku lífi, ekki aðeins fámenn auðstétt eins og Dauðahagkerfið heldur fram.

Og það þarf þá bjargföstu trú að lífið sé þess virði að berjast fyrir.  

 

Sá flokkur eða hreyfing sem áttar sig á þessum staðreyndum mun leiða þjóðina út úr núverandi ógöngum inní Nýja og betri framtíð.

Í dag gera margir tilkall til þess en í raun hefur enginn stigið þau skref sem þarf að stíga.

Flokkar eins og Samstaða og Hægrigrænir reyna þó, og eiga þeir þökk skylda.  

En það þarf meira, miklu meira, ef þeir ætla að hafa hin minnstu áhrif á framgang sögunnar.   

 

Og á meðan tifar klukkan, Dauðahagkerfið á ekki mörg skref eftir.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Samstaða vill taka upp „nýkrónu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf góður Ómar, tek undir þetta með þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 10:34

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ómar það er svo að tala í gátum er gott ef og ef það verður að vera samstaða um hlutina sem er als ekki,það að kosningar geri leitt til betrunar er trú mans og von um að menn sjái laustnir sem gylda,og það erum við að telja okkur trú um,það er að framleiða okkur út úr skuldum og vera klárir þegar vip erum orðin skuldlaus að fara í annan gjaldmiðil,ekki krónu!!!!/Kveðja að sunnan ,gaman að sjá skrif þín krafsandi aftur!!!

Haraldur Haraldsson, 15.10.2012 kl. 22:07

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Ásthildur.

Haraldur, það er fátt um gátur hér, aðeins enn eitt tilbrigðið ættað úr Ragnarrökum, sett fram hætti húsins.

En þú veist erindið þessa vikuna, ég geri ekki ICEsave liðinu það til geðs að láta það í friði svona rétt fyrir enn eitt kosningaklúður þess.

Kveðja að austan.

PS, lestu þinn gamla foringja betur, ég og hann erum sammála um krónuna, en þú tekur bara ekki neitt mark á mér.  

Kveðja, aftur.

Ómar Geirsson, 15.10.2012 kl. 22:36

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Jú Ómar mikið mark á þér og þinum skrifum!!!,en ég er svoltið sérvitur og gamall karl/Kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 15.10.2012 kl. 23:58

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er nú mergurinn málsins Ómar.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.10.2012 kl. 02:22

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Sérviska er dyggð Haraldur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2012 kl. 08:00

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Georg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2012 kl. 08:00

8 Smámynd: Elle_

Kæri Ómar.  Oftast finn ég ekki orðið pistlana þína fyrr en of seint, þeir eru orðnir svo stopulir, en núna slappstu ekki.  Vildi bara taka undir pistilinn.

Elle_, 16.10.2012 kl. 11:10

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elle.

Það er svo lítið að gerast sem hreyfir við mér.  En þú mátt ganga að mér vísum þegar ICEsave þjófar fara á kreik.

Hvort sem það er enn einn svikasamningurinn, eða þeir nota skúmskotin til að undirbúa jarðveg fyrir framhjáhald framhjá Bessastöðum, líkt og þeir gera í þessum stjórnlagaráðskosningum, þá er ég mættur.

En ég þarf fóður og það er ekki beint æsingur hér á Mbl.is.  

Æfði mig því á evrunni á meðan, þér ætti ekki að leiðast þeir pistlar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2012 kl. 11:30

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kæri Ómar það verður aðeins þjóðin sjálf sem nær breytingum fram.

>Og það verður ekki gert með klisjum og upphrópunum.

>Það þarf nýja Sýn, Hugljómun um að til sé eitthvað betra, fallegra, að hægt sé að lifa góðu lífi hér á jörðu.  Og að allir fái lifað slíku lífi, ekki aðeins fámenn auðstétt eins og Dauðahagkerfið heldur fram.

>Og það þarf þá bjargföstu trú að lífið sé þess virði að berjast fyrir.

Ómar, þessi nýja sýn þarf að koma frá fólkinu sjálfu en ekki frá flokkunum. Það þarf að snúa ferlinu við!
Hvað segir þjóðin?
Síðan eftir það væri komið að flokkum að stíla sig inn á kröfur fólks!

Ég er byrjaður á facebook að vera með video upptökur á smá þáttum um þetta.

Video þættirnir mínir:
http://www.facebook.com/groups/455412624509867/

Guðni Karl Harðarson, 16.10.2012 kl. 21:16

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Frá Hreyfingu lífsins Guðni, hún mun kveikja í þjóðinni.

Og heiminum öllum.

Hennar tími mun koma.

Takk fyrir þína miklu elju.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2012 kl. 21:51

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Enda kominn tími til Ómar að þjóðin vakni vitundarvakningu!

Guðni Karl Harðarson, 16.10.2012 kl. 22:00

13 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Varðandi krónuna þá væri alveg möguleiki að landshluta skipta henni í 4 hluta gjaldmiðla sem hefður viðskipti á milli án vísitölutengingu. Og svo halda Krónunni.

Guðni Karl Harðarson, 16.10.2012 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband