Er þetta landráð fyrir opnum tjöldum???

 

Að funda með AGS og Framkvæmdarstjórn ESB um afnám gjaldeyrishaftanna.

Sem er fínt orð yfir hvernig á skuldsetja íslenskan almenning fyrir froðu útrásarinnar.

Grikkir vita hvað svona spjall við AGS þýðir.

Og var það ekki Framkvæmdarstjórn ESB sem sagði, borgið ICEsave og þegið.  Og fór síðan í mál þegar þeim var bent á sín eigin lög og reglur.

 

Er komið að skuldadögunum, uppgjör við þá forheimsku okkar að kjósa leppi Útrásarinnar til að stýra landinu.

Er komið að endalokum þess velferðasamfélags sem áar okkar byggðu upp með blóði sínu, svita og tárum.   

 

Upphafið af endalokum grísku þjóðarinnar var svona vinnufundur með AGS og Framkvæmdarstjórn ESB.  Á Spáni og Ítalíu óttast menn mjög svona fyrirhugaða vinnufundi.

En ekki á Íslandi.  

Hér eru allir ligegladir, ræðandi um um einhverja tölvuvæðingu sem átti sér stað fyrir 10 árum síðan.  Eins og ekkert annað sé brýnna þessa dagana.

Eins og engin ógn blasi við þjóð okkar en sú hvort er meiri slóði, Sveinn eða Björn.

 

Er þetta skýringin á nýjasta stýrða lekanum í Kastljós.

Átti að tryggja að þjóðin elti spýtuna gjammandi um móana á meðan mat barna hennar er stolið.

Er þetta sú forheimska sem kennd var við brauð og leika.

Og endar með 55% fylgi Sjálfstæðisflokksins og skuldaánauð þjóðarinnar.

Er verið að leggja drög að samkomulagi sem hin styrka stjórn flokksins eftir kosningar mun framfylgja.   Með dyggri aðstoð Samfylkingarinnar.

 

Það eru margar spurningar sem vakna, og aðeins innvígðir vita svörin.

En ógæfa þjóðarinnar er grátleg, hún gín við leikum á meðan illfylgi ráða örlögum landsins.

Við vitum hvenær næsta skref verður tekið í hinu meinta afnámi gjaldeyrishaftanna.  

Það er þegar drögin af stjórnarskránni taka yfir alla umræðu.

 

Því þeir sem vilja þjóðinni illt, þeir sem ætla mergsjúga hana og skuldaþrælka, þeir þurfa ekki að vinna að framgangi myrkraverka sinna í felum.

Þeir þurfa ekki einu sinni að útdeila brauði, mútum eða plástri til að deyfa mesta sársaukann. 

Þeim dugar leikarnir, að fífla þjóðina.  

Að láta umræðuna snúast um það sem ekki er.

 

Því peningaöflin hafa keypt upp Andófið, og stjórna því frá A til Ö. 

Það er nefnilega  engin svona vitlaus að þegja um skuldaánauð og tala um stjórnarskrá, eða 10 ára gamla tölvuvæðingu, eða önnur ómál sem engu skipta.

Nema gegn borgun.  Hvort sem hún er efnisleg eða í formi loforðs um að fá að vera með þegar náhirðar valdsins ráða sínum ráðum eða raða sínum við kjötkatlana sem þjónar AGS fá að næra sig og sína.

 

Það er nefnilega ekkert tilviljun háð.

Ekki einu sinni ógæfa þjóðarinnar.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Funduðu um afnám gjaldeyrishafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lilja Mósesdóttir hittir naglann beint á skalla Gríms

og allra hinna smámenna 4-flokksins á þingi:

Hugleysi veldur hörmungum.

september 25, 2012 by liljam

Við erum að renna út á tíma.

Hætta er á að gjaldeyrishöftin bresti við slit þrotabúa gömlu bankanna eða þegar búið er skipta upp eignum þeirra millikröfuhafanna. Nú er verið að ganga frá slitum og möguleiki skapast við það fyrir kröfuhafa gömlu bankanna að ná yfirráðum í Arion banka og Íslandsbanka. Kröfuhafarnir eru hákarlar sem keyptu kröfur sínar á hrakvirði. Hákarlarnir munu nota bankana sína til að fara í kringum höftin og slá eign sinni á gjaldeyri sem þjóðin þarf að nota til að greiða fyrir innflutning með hörmulegum afleiðingum fyrir almenning.

Ef höftunum verður leyft að bresta vegna aðgerðarleysis, þá munu efnahagslegar hörmungar leika þá sem síst skyldi afar illa. Misskiptingin verður óbærilega milli þeirra eignalausu með tekjur í krónum og hinna sem koma sér og auði sínum út úr hagkerfinu. Ríkið og fyrirtæki með erlend lán munu ekki geta staðið við skuldbindingar sínar.

Við verðum að hefja strax stýrt afnám gjaldeyrishaftanna til að lágmarka skaðann fyrir þjóðina af rangri efnahags- og peningastjórn.  Eina leiðin sem er í boðið og felur ekki í sér greiðslufall er upptaka Nýkrónu með mismunandi skiptigengi. Hrægömmum sem eiga froðukrónur og bólueignir verður boðið að skipta yfir í Nýkrónu á hrakvirði eða á afar lágu gengi gömlu krónunnar.  Ef þeir hafna því, þá halda þeir eignarrétti á gömlu krónunum sínum.

Það er komið að ögurstundu. Það verður að stýra með handafli afnámi haftanna,þannig að snjóhengjan tilheyri foríðinni en hangi ekki yfir þjóðinni eins og mara sem dregur úr þrótti efnahagslífsins.  Ég óttast hins vegar að ríkisstjórnin og Seðlabankinn láti hugleysi eða aðgerðarleysi verða til þess að þjóðin fari í gegnum aðrar efnahagshörmungar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 21:21

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það væri gott að sjá fundargerðina af þessum 1 fundi. Hún ætti ekki að vera neitt leyndarmál -eða hvað?

En þetta er satt hjá þér Ómar að það munu koma margar smörklípunar til okkar til þess að dreifa athyglinni frá vinnu manna við að setja íslenskt samfélag á hliðina. 

Því er þetta rétt spurning sem þú stillir upp sem fyrirsögn.

Eggert Guðmundsson, 25.9.2012 kl. 22:13

3 identicon

Já, þetta eru landráð fyrir opnum tjöldum. "Afnám gjaldeyrishafta" eins og það heitir á fínu máli snýst um að m.a. evrópskir kröfuhafar fái fyrrum jöklabréfin sín á fullu verði með tilheyrandi ánauð fyrir íslenska skattgreiðendur, á móti aðgöngumiða í ESB. Eða hvernig má öðruvísi skilja þessa klausu í fréttinni sem þú vísar til:

"Í fréttatilkynningu kemur fram að hópurinn var skipaður fyrr á þessu ári í ljósi þeirra áskorana sem afnám gjaldeyrishafta felur í sér vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu"

Þetta hefur Lilja Móses og fleiri bent á og varað við en nei, ætt skal út í opið fen.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 01:14

4 identicon

Tek undir með Bjarna Gunnlaugi:

Já, þetta eru landráð fyrir opnum tjöldum, enda er keisarinn og hirðin öll berstrípuð og nakin og með einbeittan brotavilja gagnvart íslenskum almenningi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 02:50

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Liljan kveður vel Pétur Örn.

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.9.2012 kl. 08:03

6 identicon

Já, vel er kveðið hjá Lilju:

Hugleysi veldur hörmungum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 14:30

7 identicon

Þessi grein skýrir betur þennan fjáraustur en yfirlýsingar allra stjórnmálmannanna til samans

http://smugan.is/2012/09/toti-tolukarl-platar-rikisjod/

Grímur (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 18:00

8 identicon

Grímur,

ertu að meina að greinin sem þú vísar til fjalli í lokin um sýndarveruleika tölvusnillingsins Vilhjálms Þorsteinssonar, gjaldkera samFylkingarinnar, makkers Björgólfs Thor, lepps Deutsche Bank og hrægamma? 

Að smuga Lilju Skaftadóttur og Steingríms J. sé nú farin að galopna sig?

Að Villi Þorsteins. sé þá Tóti tölukarl sem plati ítrekað ríkissjóð?   Þú verður að útskýra betur hvað þú átt við.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 20:53

9 identicon

Grímur ........... ertu að meina að lokaorð

Ingu Sigrúnar Atladóttur eigi við tölvusnillinga sýndarveruleika CCP, eða EU-CCCP?:

"Við fórnarlömb tölvusnillinganna ættum að sækja um inngöngu í sjálfshjálparhóp þeirra sem urðu  fyrir barðinu á sama hópi snillinga nokkrum árum síðar (þá fjármálasnillinga) – eða hvað?"

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 20:57

10 identicon

Annars er vert að geta þess, að annars staðar í smugu Skaftadóttur og Sigfússonar má finna tilganginn sem væntanlega helgaði hrossamixtúru Gríms í #7. 

Það segir nefnilega svo frá um yfirlýsingu sjórnmálamannsins Ingu Sigrúnar Atladóttur (sem skv. skilgreinigu Gríms er ekkert mark takandi á, enda stjórnmálamaður):

"Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar í Vogum  ætlar að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Arndís Soffía Sigurðardóttir hefur þegar lýst því yfir að hún stefni á fyrsta sætið en hún var í öðru sæti síðast. Atli Gíslason skipaði fyrsta sætið en hann hefur nú sagt skilið við flokkinn ... Inga Sigrún ... gekk nýlega til liðs við VG en var áður í Samfylkingunni"

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 03:07

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

80% fjármagnar útfluting lávirðisauka með eitthvað var til af bakveðum, fyrir gengisverðfall  voru lykil banka í grunn EU sem fylgja meðmælum Þjóðarseðlabankakefis EU, sem lýtur meðmælum EU Seðlabanka sem er nefndur sem helsta hagstjórn tæki Commission Brussel,  sem fer með umboð, á öllum tímum,  hæfs meirihluta Meðlima ríkja EU: kennitölunar sem hefur nánast einkalögsögu í sameiginlega raunvirðisgrunni 1 þrepi vsk. allra Meðlima ríkja.  SKERA NIÐUR RAUNVIRÐI SJÁVARAFLA Á HEIMSVÍSU GÁTU íSLENDINGAR, með krónusölu, nú vilja fjárfestar]lánadrottnar ráðandi] sjá lækkun á stjórnunarkostnað og arðgreiðslum, þannig að  séu í hlutfallsegu samræmi við veltu annrra grunn lögaðila í grunni EU sem selja almennum neytendum EU. Síðan verður gengið að Spánverjum og niðurgreiðslur til þeirra minnkaðar. Hæfur meiri hluti EU er stöndugur með öll bestu veðin skatta af fastan skatt af raunverulegum þjóðartekjum, enga raunvaxtakröfu. Veldisvísleg græðgi  í heimiltekjur meðaltekju fólks gengur ekki upp heldur niður  og undir étur sig sjálfa upp að lokum. Bankleynd  hylur ekki hverjir græða á styrkleika krónu  frá þeim séð: Þeir sem kaup hér fyrir krónur vilja fá sem mest fyrir hverja í skiptum fyrir sitt gengi. Í þeirra augum eru 200 krónur fyrir pund meira en 150 krónur fyrir pund.   Meira af ýsu minna af farsímum.   

Júlíus Björnsson, 4.10.2012 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 4195
  • Frá upphafi: 1338894

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 3757
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband