31.3.2012 | 17:46
Samgöngur efla byggð.
Samgöngur þroska byggðir, skapa ný tækifæri, nýja möguleika, efla mannlíf og efla atvinnulíf.
Þetta kallast gróska.
Gróska mannlífs, gróska atvinnulífs, gróska þjóðfélags.
Fjárfestingar í samgöngum eru dæmi um þessar fágætu fjárfestingar sem borga sig sjálfar.
Þær borga sig með x hærri skatttekjum ríkissjóðs.
Þessar fágætu fjárfestingar kallast innviðir samfélaga. Hver króna sem í þær eru settar skilar sér margfalt til baka.
Þessi sannindi hafa vitur stjórnvöld á öllum tímum skilið. Og uppskorið rík og velmegandi samfélög.
Rómverjar lögðu vegi og grófu skipaskurði, Kínverjar lögðu vegi og grófu skipaskurði.
Bandaríkjamenn lögðu vegi og járnbrautir, Þjóðverjar lögðu vegi og járnbrautir.
Aldamótakynslóðin á Íslandi skyldi þessi einföldu sannindi, í fátækt sinni lagði hún frumáherslu að byggja skóla og leggja vegi, byggja sjúkrhús og reisa hafnir.
Hún byggði upp innviði þar sem engir voru fyrir.
Lýðveldiskynslóðin tók við góðu búi og bætti í.
Það eru hennar vegir, hennar sjúkrahús, hennar hafnir, hennar skólar sem við notum í dag.
Við skerum hins vegar niður og skiljum svo ekkert í þeirri fátæktrargildru og byggðareyðingu sem við blasir.
Við leggjum aftur á móti metnað okkar í að byggja upp velferð fjármagns og vílum okkur ekki við setja þjóðina í skuldagildru svo fjármagninu líði vel.
Fyrri kynslóðir notuðu haka og skóflur, síðan vörubíla og gröfur. Byggðu upp, lögðu grunn af velferð.
Við notum vexti og vaxtavexti, verðtryggingu og gengislán. Byggjum upp fjármagn en eyðum innviðum samfélgsins.
Fyrri kynslóðir byggðu upp samfélagið, við eyðum því sem þær byggðu upp.
Við skiljum ekki hvað fær samfélag til að vaxa og dafna, við skiljum ekki hvað felst í orðinu gróska.
Við höldum að það sé fjármagn, skiljum ekki að það er fólk.
Fólk, samfélög þess, byggðarlögin sem þurfa innviði til að dafna.
Samgöngur, skóla, sjúkrahús.
Samgöngur efla byggð, samgöngur er forsenda nútíma mannlífs.
Vestfirðir eru að deyja út.
En það er aðeins upphafið af eyðingu þjóðarinnar.
Það er tími til kominn að staldra við.
Kveðja að austan.
Brýnt að bæta samgöngurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 13
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 1237
- Frá upphafi: 1412791
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1087
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel skrifað. Sérstaklega er ég sammála þessari setningu: "Samgöngur efla byggð, samgöngur er forsenda nútíma mannlífs." Þetta eru orð í tíma töluð. Einnig er sammála orðum Þórodds, hann virðist hafa fullan skilning á málinu. Skyldi það hafa eitthvað meira vægi þegar stjórnarformaður Byggðastofnunar talar um þessi mál, en einhver "Dúddi í Dalnum"? Vonandi.
Kveðja frá Ísafirði.
Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 21:09
Þessari ríkistjórn er alveg sama. Fólk á að hjóla, ganga eða taka almeningssamgöngur. Einkabíllinn er verkfæri djöfulsins. Þessi ríkisstjórn sér ekki út fyrir 101 Reykjavík. Þeirra heimur er mjög þröngur og samanstendur af geðþóttaákvörðunum.
Gunnar (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 10:02
Vonum það besta Eggert, samgöngur eru hagsmunamál okkar allra á landsbyggðinni en sundrung okkar er vopn óvinarins.
Og tómlæti fólks gagnvart þeim sem þó reyna að berjast fyrir bættum samgöngum er megin úskýring þess að ekkert gerist nema á hraða snigilsins.
Ef það væri vottur af dug þarna fyrir vestan þá myndu 55 blogga við þessa frétt og hver pistill væri með á annað þúsund athugasemdir.
Ég kom með pistil (eina pistilinn sem er tengur henni) við þessa frétt vegna þess að þetta blogg mitt hefur eignast hliðarsjálf sem er Áhugahópur um gerð Norðfjarðargangna. Þar hittist fólk sem telur sig engu ómerkara en fólk valds og kerfis.
Stjáni og Stína eru í okkar huga ekki síður gildandi í umræðunni en þeir sem status hafa. Status Stjána og Stínu koma frá þeirri staðreynd að við bökkum þau upp, lækum þau svo stjórnmálamenn okkar upplifa ógn um atvinnuleysi ef þeir gisa Stjána og Stínu.
Stína skrifaði grein í Morgunblaðið og frábið byggð sinni og samfélagi fjórðu svikin. Yfir níuhundruð manns hafa lækað síðuna okkar þar sem við komum saman og ræðum samgöngur okkar og af hverju við viljum þær. Við þjáumst ekki að þeirri meinloku að halda að kerfið þurfi að vilja þær og við eigum síðan að þakka fyrir okkur af auðmýkt.
Þögnin er ekki okkar verkfæri.
En mér sýnist að það sé hljóðbært þarna hjá ykkur fyrir Vestan.
Þið ættuð að breyta því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 13:37
Blessaður Gunnar.
Það er okkar að breyta þeirri spillingu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 13:37
Það fer "nettur" hrollur um mann, við að lesa innlegg Gunnars, undirritaður býr í Noregi, landi sem flýtur af "mjólk og hunangi" á í sjóðum erlendis 3400 milljarða norskra króna, (læt ykkur um að umreikna í íslenskar) en einmitt vegna þessa hugsunarháttar, sem Gunnar bendir okkur á í innleggi sínu, er nánast ekki ekki byggður vegstubbur í Noregi í dag, brú né göng án þess að sett sé upp vegagjaldshlið, sem hlutafjármagnar framkvæmdina, eða svo er sagt, en raunin er sú að stór hluti vegagjaldsins fer í að reka vegagjaldsinnheimtufyrirtækið, lítill huti fer í veginn sjálfann.
Hugsunin og heilaþvotturinn bak við þetta er að "bilistene" eða "bílistarnir" eigi að greiða fyrir veginn, "bilist" er skilgreint sem svona óþarfa sníkjudýr á samfélaginu sem ber að mjólka og skattpína helst þar til það gefst upp og geyspar golunni.
Þetta er "kaldur gustur" frá 1950 og 1960 árunum, þegar litið var á einkabílinn sem óþarfa lúxus,( á Íslandi líka), leyfi þurfti fyrir að fá að kaupa og eiga bíl, til að byrja með aðeins læknar, dýralæknar og álíka fengu slík leyfi, þetta breyttist svo með auknum viðskiftum við t.d. Sovétríkin, farið var að selja fisk og fiskafurðir þangað (bæði norðmenn og íslendingar) og annaðhvort var að taka greiðsluna í rúblum eða vörum, það seinna varð fyrir valinu og innflutningur á "austantjalds" bílum hófs í stórum stíl og höftum varðandi bíleign aflétt, enda var komin þarna fyrirtaks mjólkurkú handa skattglöðum ráðamönnum, bíll og bílistar.
Vegir voru byggðir sem aldrei fyrr, samfélagið byggðist upp og aðlagaði sig að auknum og bættum samgöngum, hvar fyrirtækin voru sett á stofn, eða hvar fiskiskipið landaði skifti minna máli en áður, að ferðafrelsi almennt hjá fólki jókst, var bara "bónus" (er enn að tala um bæði Noreg og Ísland) en svo skilja leiðir hugmyndafræðilega, það er nefnileg enn við lýði í Noregi þessi "lúxus" "óþarfa" hugsun varðandi einkabíl og eigendur/notenda hans, meðan á Íslandi var bíll og bílamenning metin að verðleikum sem bæði nauðsynlegt verkfæri í uppbyggingu og framþróun samfélagsins jafnt og ferðatæki fyrir fólk í frístundum, þessi munur kemur vel fram í bæði aðflutningsgjöldum og öðrum kostnaði við bifreiðarekstur.
Þessvegna fer um mig "nettur hrollur" við að lesa innlegg Gunnars, veit að þetta er ekki gripið úr lausu lofti hjá honum, það eru öfl í þjóðfélaginu sem hugsa eins og, því miður er of algengt, í Noregi, það eru í gangi hugmyndir um stórfellda skattlagningu í formi veggjalda, skattlagningu sem er búin að sýna sig að er gersamlega misheppnuð í Noregi, þessar hugmyndir byggja á ranghugsuninni að vegir og faratækin séu einungis fyrir þá sem aka um veginn á farartækjunum, að mesti parturinn af einkabifreiðum sé til óþurftar og óþarfi, þetta er svo vel stutt af öfgasinnuðum umhverfissinnum.
"SAMGÖNGUR EFLA BYGGÐ" er fyrirsögn Ómars ! sagt í einni stuttri 3 orða setningu, en bakvið liggja sannindi sem við sjáum blasa við ef við nennum að gá, samgöngur eru grunngildi allrar þjóðarinnar, vegir, brýr,jarðgöng og allt sem eykur öryggi og sparar tíma varðandi samgöngur er ein besta fjárfesting sem ein þjóð getur gert, tengja saman byggðarlögin, gera fólki lífið léttara og ekki síst auka hagkvæmnina, slíkar fjárfestingar borga sig hraðar en nokkurn órar fyrir, en verða auðvitað að gerast af skynsemi.
Meir um það í pistli Ómars og innleggjum við hann HÉR
Verið á varðbergi landar góðir, ekki láta vekja upp veggjaldadrauginn, það er ekki létt að kveða hann niður aftur, það tókst að hluta til með gamla tollskýlið á Reykjansbraut, en það er líf honum enn.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 1.4.2012 kl. 13:45
Samgöngur efla byggð og samgöngur eru forsenda fyrir byggð.
Byggð deyr: Davíð Stefánsson, Síðustu ljóð 1966
Hvað er að gerast, hvað er á seyði,
hvort er það illt eða gott?
Enn hefur fjörður farið í eyði
og fólkið hörfað á brott.
Engin er þörf að þakka né gæla
við þjóðlega viðurstyggð.
Auðnin nægir til eftirmæla
um íslenska, dauða byggð.
Fellur myrkur og mjallargríma
um moldir að ystu nöf.
Á kambinum nokkrir kofar híma
og kirkjan, hin lukta gröf.
Kólgan sýður við klakaðar strendur
og kæfir brotin skip.
Allt, sem minnir á mennskar hendur,
skal máð úr landsins svip.
Reynt var að bjargast, ríkisvaldið
til ráða og hjálpar hvatt.
Koparinn fór í kirkjugjaldið
og krónan í toll og skatt.
Til annarra byggða var enginn vegur
og örlagavötnin ströng.
Þjóðin blinduð, þorskurinn tregur
og þorradægrin löng.
Þeir eldri börðust í aldaraðir
við ólgandi brim og sker,
hugumstórir og hjartaglaðir
með heiminn í brjósti sér.
Þeir fóstruðu ást til föðurtúna og fylgdu sauðum á beit.
Missti hún kjarkinn, kraftinn og trúna
hin hvikula, unga sveit?
Hörku þarf til að heyja stríðið
við hafrót, frost og kröm.
Sé kjarnanum hafnað, en kosið hýðið
er komið að ystu þröm.
Ef napur gustur norrænna vetra
næðir um slitna flík,
hyggur æskan, að allt sé betra
í annarri Grunnavík.
En þar koma líka válynd veður
og vellandi brim og frost.
Og margur sem bernskubyggðina kveður
má búa við þröngan kost.
Í ár getur verið þar afbragðs veiði,
sem ekkert að vetri fæst.
Hvað er að gerast, hvað er á seyði
og hvert á að flýja næst?
Dagný (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 22:54
Takk kærlega Dagný, takk kærlega.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 23:30
Ekki er það uppörvandi kvæðið, Dagný, en magnað! Takk fyrir að birta það.
Ómar, ég er sammála því að samgöngur eru samgöngur eru sameiginlegt hagsmunamál okkar allra á landsbyggðinni. Því miður verð ég að játa að ein af ástæðunum fyrir því að við erum enn í þessari stöðu hér á Vestfjörðum; með ca. 120 km. af malarslitlagi á vegi nr. 60 og 2 ófæra fjallvegi stóran hluta vetrarins, (fyrir utan ýmisl. annað) er samstöðuleysi lengi vel. Heldur hefur það skánað núna seinni árin, Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur komið fram með ákveðna stefnu í samgöngumálum, sem er mjög gott. En samstöðuleysið er því miður ekki horfið.
Athyglisvert þetta "hliðarsjálf" og það sem því fylgir, mætti örugglega nýta slíkt víðar.
Já, vonum það besta.
Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 00:31
Já Eggert, þetta er ágætt hliðarsjálf, að gera eitthvað meira en að gagnrýna.
Þar getur þú lesið grein sem heitir "Og nú borum við", biblíu jarðgangnagerðar á landinu. Hún inniheldur öll rökin og hugmyndafræðina á bak við samgöngubætur.
Fyrst gaman að vitna í sjálfan mig því fáir aðrir gera það.
Við erum öll eitt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.4.2012 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.