Og núna Borum við.

 

Efnahagsáföll eru ekki alslæm.

Þau eiga það til að vekja fólk til vitundar um að ef það ekki sjálft stendur vörð um hagsmuni sína, þá gera það fáir aðrir.

 

Núna fyrir nokkru fékk ég að setja fund hjá svona hverdagshetjum þar sem málefni Norðfjarðargangna var til umræðu.  

Tilefnið voru þau ummæli samgönguráðherra að hann ætlaði að svæfa göngin enn einu sinni vegna fjárskorts.

Aldrei þessu vant er ekki ætlun pistlahöfundar skamma einn eða neinn, hvorki stjórnvöld eða aðra heldur langar mig til að rekja það helsta sem ég heyrði á fundinum og reyna þannig að ljá góðu máli stuðning. 

 

Jarðgöng eru samgöngutækni 21. aldarinnar, að fara yfir fjöll og firnindi í harðbýlu landi er einfaldlega liðin tíð.

Arðsemi jarðganga felst í blómgun mannlífs sem fylgir bættum samgöngum hinna dreifðu byggða.

Þegar mannlíf blómgast þá koma fram hugmyndir, og möguleikar til að framkvæma þær hugmyndir, hugmyndir sem við meðal annars köllum atvinna, atvinnutækifæri, framfarir, hagvöxtur.

Að spyrja í upphafi jarðgangnagerðar, hver á að borga þau, er jafn gáfulegt eins og að spyrja kartöflubóndann af hverju hann er að setja niður útsæði því það er engin uppskera sjáanleg.

 

Jarðgöng borga sig sjálf á meðan árlegur kostnaður við þau er innan hóflegra marka.

Síðastliðin ár hafa kannski 2-3 milljörðum verið varið árlega til jarðgangnagerðar, hvaða peningur er það miðað við ávinninginn???? 

Til dæmis getur 5 manna nefnd ákveðið heimskulega vaxtahækkun og þá eykst vaxtakostnaður ríkissjóðs um marga milljarða.  Og enginn segir neitt. 

En þegar það á að efla byggð og mannlíf og forsendur atvinnusköpunar þá má engu eyða, eins og framfarir og hagvöxtur vaxi á trjánum og engu þurfi að kosta til í upphafi.

Að engu þurfi að sá til að uppskera.

 

Jarðgöng hafa verið gagnrýnd fyrir að  þau séu dýr og komi fáum að gagni. 

En þetta er röng nálgun.

Meginhluti af útflutningstekjum þjóðarinnar kemur af landsbyggðinni.  Þar er orkan, þar er fiskurinn og þar er hluti af ferðamannaþjónustunni.  

Nútímasamgöngur eru forsendur mannlífs í hinum dreyfðu byggðum, hver og ein samgöngubót verður því að skoðast í heild.  Þegar markvisst er unnið að því að bæta samgöngur þá er hver og ein bót ávinningur fyrir alla íbúa landsbyggðarinnar.  Því ef við sláum af eina með þeim rökum að ekki sé nógu þétt byggð að baki, þá erum við um leið að slá af aðrar framkvæmdir með sömu rökum.

 

Og sú þrönga arðsemisnálgun er þar með tilræði við tilveru landsbyggðarinnar og ávísun á djúpstæð átök milli þéttbýlis og dreifbýlis.  Því landsbyggðin lætur ekki 101 taka sig af lífi án mótspyrnu.

Og 101 mætti hafa það í huga að í dag er landsbyggðin sjálfbær en 101 ekki, það eyðir meira en það aflar.  Og á 21. öldinni sættir enginn sig við að vera arðrændur af "nýlenduveldi", jafnvel þó um samlanda þeirra sé að ræða.

Þröng hugsun er því alltaf röng, hún er hagfræðilega röng, hún er samfélagleg röng, og hún boðar átök og sundrungu í stað samkenndar og einingar.

 

Að bora göng er ekki mál í dag.

Á aðeins fjórum árum lét Landsvirkjun bora yfir 40 kílómetra af jarðgöngum til að leiða vatn í Kárahnjúkavirkjun.  

Þegar göngin milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar voru gerð, þá þurfti að skipa verktakanum að vinna aðeins milli 2-4 því annars yrði hann búinn að bora fljótlega eftir að hann byrjaði.

Spurningin er því að byrja, með nokkrum milljörðum á ári yrði verkinu lokið á svona 30-40 árum, í sátt og samlyndi, og útkoman yrði algjör bylting í samgöngumálum þjóðarinnar. 

Á fundinum kom fram hugmynd um Ísbor sf, sameignarfélög þjóðarinnar sem yrði falið það verkefni að koma vegum landsins á jörðina, af heiðum og fjallaskörðum. 

Og málið er ekki flóknara en það, aðeins tregðan fær það ekki séð.

 

Mið Austurland er eitt atvinnusvæði og á því atvinnusvæði eru hafnir þar sem um fjórðungur af útflutningi landsmanna er skipað út.

Þegar farið var af stað með Fjarðarálsverkefnið þá lofuðu stjórnvöld samgöngubótum enda augljóst að starfsmenn Fjarðaáls bræða ekki ál fastir í skafli.

Fjarðaráli var lofað að öll grunnþjónusta væri til staðar því nútímamaður með þá menntun og þekkingu sem þarf til að reka nútímaálver, hann sættir sig ekki við samfélag 19. aldar.  Grunnþjónusta eins og nútíma sjúkrahús er ekki byggð í hverjum þéttbýliskjarna, um hana þurfa þéttbýliskjarnar að sameinast.

 

Öflug grunnþjónusta kallar því á jarðgöng, eitt atvinnusvæði kallar á jarðgöng.

Hugsun 21. aldar kallar á jarðgöng.

Og það má ekki leyfa 19. aldar mönnum að standa gegn því.  Eða láta eilífan hrepparíg stöðva framkvæmdir.

 

Til að loforð stjórnmálamanna ganga eftir þá þarf að bora göng til Neskaupstaðar, til Seyðisfjarðar, uppá Hérað.  

Samgöng hefur sú framkvæmd verið kölluð.  Og hana er hægt að klára á fjórum til fimm árum.

Og síðan er nóg af öðrum fjöllum sem þarf að bora í gegn.

 

Og þegar það er búið, þá er Ísland komið inní 21. öldina.

Allavega samgöngulega séð.

 

Svo mörg voru þau orð.

Kveðja að austan. 

 

PS.  Pistill birtur fyrst haustið 2011.  Dæmi um umræðu hins venjulega manns.  Menn geta svo borið hana saman við fréttir dagsins af Alþingi.  Gjá????, nei það orð nær ekki til að lýsa ástandinu.  

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ég hef (vegna spurningar þinnar, í hálkæringi líklega samt) aldrei unnið við jarðgangnagerð en er kominn með "svart belti" í að nota þau, bæði gegn um fjöll, undir firði og ár og undir bæjum bæði stórum og litlum, Noregur er orðinn eins og svissneskur (eða bara Norskur jarlsberg) ostur, en meira þarf til og margir kalla eftir úrbótum í þessu fjöllótta og klettótta landi.

Það sem er furðulegast í þessu öllu hér, er þessi innprentaði hugsunarháttur gagnvart því sem kallað er "bilister" hérna í Noregi, það hangir enn eftir frá haftastefnu 1950 og inní 1960 áratuginn, að bíll og bílnotkun sé óþarfa bruðl og eiginlega lúxus.

Þetta hefur tafið og heft verulega samgönguúrbætur í Noregi, með þeim afleiðingum að kostnaður allur við flutninga bæði á vörum, þjónustu og fólki almennt hefur farið upp úr öllu valdi, í alltof mörgum tilfellum kostað bæði líf og heilsu.

Þetta eru hlutir sem þú ert inni á einnig Ómar í þínum ágæta pistli um íslenska vegagerð, en á meðan hugsunarhátturinn varðandi það að bíll er nauðsyn, sem flutningstæki á vörum, þjónustu og fólki á Íslandi, gagnstætt "hausinn í sandinum" hugsunarhættinum í Noregi, þá virðist sem "hrepparígurinn" á Íslandi sé flöskuhálsinn á skynsamlegar samgönguframkvæmdir.

Vona bara að íslendingar láti ekki blekkja sig í óefnið sem vegagjöldin eru komin í í Noregi, einmtt vegna þessa steinaldarhugsunar að einungis þeir sem aka veginn, eigi að borga hann, þá hafa vegatollhlið sprottið upp eins og gorkúlur út um allt, og til að friða "hægri" hliðina í pólítíkinni, er þetta svo sett í hendur einkafyrirtækja sem sjá um rekstur þessarra tollhliða, með misjöfnum árangri, þannig að fáar krónur fara í malbikið (eða göngin) mestmegnið í reksturinn.

Allt þetta í þeirri blekkingu að einungis þeir sem aka veginn borgi, ER EINHVER HEIMA ??? allir sem NOTA veginn eiga að borga, m.ö.o. þjóðin, gamla Olga frænka norður í Finnmörku, borgar meir fyrir lyfin sín sem flutt eru eftir veginum í S, Noregi ef kostnaður við akstur eftir honum eykst, sama er með lækninn sem allt í einu þarf að fara borga meir fyrir að aka veginn til vinnu sinnar, hann eykur taxtann sinn, píparinn, smiðurinn sá sem keyrir brauðin í búðina osfrv.

Svíar eru með þetta (heppinn bróðir þinn) þar er litið á vegina, járnbrautirnar og almenningssamgöngur þeim augum að þetta séu lífæðar samfélagsins og allra hagur að þetta sé í sem bestu lagi, fjármögnunin tekin úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, semsagt af skattatekjum, kemur fyrir rest út á eitt, nema í norsku aðferðinni fer hellingur í súginn í bruðl við rekstur ótal sjálfstæðra vegatollhliða.

Veit ekki hvort þessi langhundur kemur að gagni í baráttu þinni fyrir mannsæmandi, lífsbjargandi og sjálfsögðum samgöngubótum í þínum landshluta Ómar !, en vertu (og aðrir) á varðbergi þegar/ef þið heyrið "það er auðvitað sjálfsagt að "bílistarnir" borgi fyrir vegin, ekki við sem aldrei ökum hann"

MBKV frá "götótta" gamla NORGE

KH

Kristján Hilmarsson, 28.3.2012 kl. 20:27

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Því miður Ómar. Samélög eistnaþreifandi taugasjúklinga hafa ekki efni á þessu. Ríkið sem einkaframtakið stofnaði sér til verndar er því miður upptekið við allt annnað en það sem yfir höfuð getur réttlætt tilveru þess. Grunnskyldur RÍKISINS eru:

  • Löggæsla
  • Dómsvald
  • Verndun lífs og lima borgarana
  • Holræsi og líklega vegagerð.

Sé þetta í lagi þá er hægt að hringja í peningana og þeir koma. Þetta ERU frumskyldur ríkisins. Allt annað geta borgararnir séð um sjálfir í sameignarfélögum eða slíku. 

Þau lönd sem eyða minnst í þessar frumskyldur ríkisins eru lönd Evrópusambandsins. Það land OECD sem eyðir stærsta hluta landsframleiðslu sinnar í þessar frumskyldur ríkisins eru ENNÞÁ Bandaríkin. Þetta finnst mér dálitið merkilegt.

Væri hér djúpt hugsuð byggðastefna í verki þá væri þetta mál ekki svona statt. 

Kveðjur, líklega að vestan

Gunnar Rögnvaldsson, 28.3.2012 kl. 21:46

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Verndun lífs og EIGNA borgarana, átti það að vera.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.3.2012 kl. 21:51

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo eru það vegamál Árneshrepps.

Kreditanstalt-Harpan hlýtur að redda þessu.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.3.2012 kl. 21:57

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Ég myndi útfæra þessi rök þín nánar, um peningana sem breytast í gull, ef það væri einhver skilningur á þeirri hugsun út í samfélaginu.  En óvitarnir í HÍ stjórna peningaumræðunni og þeir hafa hvorki heyrt minnst á Keyne eða Marshal.  Þeir halda til dæmis að Bandaríkjamenn hafi nurlað í sjóði í 5 ár áður en þeir svöruðu árás Japana á Pearl Harbor, og að Marshal aðstoðin hefði verið veitt með blóðpeningum úr sjóðum eldri borgara í USA. 

Skilja ekki að Bandaríkjamenn prentuðu dollara svo að Evrópubúar gætu keypt bandarískar vörur svo ekki þyrfti að draga úr þarlendri framleiðslu sem var í hámarki eftir stríðið.

Skilja ekki að það þarf að sá til að uppskera.

En óvitarnir í HÍ eru í guðatölu og stefna í himnaríki evrunnar.  Skiptir engu þó ráð þeirra hafi komið þjóðinni einu sinni á kné og eru langt komin með að skapa slíkt ástand aftur.  Á meðan nenni ég ekki að ræða um gildi peningaprentunar á krepputímum sem notuð er til að rífa upp framleiðslu og viðskipti.

En drauminn um göng munu óvitarnir ekki hafa af okkur.

Það kostar ekkert að dreyma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 22:26

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir fróðlegan pistil Kristján.

Vissi ekki að þetta væri svona slæmt í Noregi.  

Nei, samgöngur eru lífæð, skynsamt ríkisvald þróar þær alltaf að kröfum tímans, uppsker framþróun fyrir vikið.

Þú átt eftir að lesa fleiri gangnapistla hjá mér á næstunni því í námd eru söguleg svik í mínu kjördæmi, og þá verður tekið á móti.

Þangað til ætla ég að hafa hægt um mig, njóta frekar baráttunnar hér heima.

Fólk á nefnilega þetta til, að gera eitthvað í sínum málum.

Og það hressilega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 22:31

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og svo þurfum að að muna það Ómar, þegar byggðamál ber á góma, að samfélagið getur aldrei orðið baggi á sjálfu sér. Sú röksemd frummanna um alvöru byggðastenfu í landinu eru dauð, ómerk og eiga heima á hallærisplaninu. 

Hvatning til þín!

Gunnar Rögnvaldsson, 28.3.2012 kl. 22:35

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

það er ekkert minna en grátlegt, hvernig alltof margir eru gersneyddir þessum "basic" hugsunarhætti varðandi hvað og hvernig gott samfélag í raun er, eða á að vera, annarsvegar jú ! fólk vill hafa þessa þætti sem t.d. Gunnar telur upp, en svo virðast margir halda að þetta sé eitthvað sem rekur á fjörur á fjöl, það þurfi ekkert að passa upp á að  "sírennslið" úr sjóðum almennings, sé í lágmarki.

Ég held (eða vona að minnsta kosti) að miklu fleiri en virðist, séu nefnilega sammála um grunngildin í góðu samfélagi, byggi þetta á því að lesa svoldið "breitt" hvað verið er að segja/skrifa bæði hjá okkur "dauðlegum" og einnig auðvitað já þeim sem valdir eru af þjóðinni til að fara með þessa sameiginlegu sjóði þannig að þeir nýtist sem best til að uppfylla þessi grunngildi.

En það grátlega við þetta er, að á meðan "fjölskyldan" er sammála um hvað eigi nú að vera á morgunverðarborðinu, hvað sé hollt, gott og nauðsynlegt að byrja daginn með, þá er hnakkrifist um hvar eggin eigi að standa, eða brauðið hér eða þar, og á meðan illindin standa sem hæst, hleypur einn óprúttinn fjölskyldumeðlimur glottandi, með megnið af borðinu út og nýtur ofgnótta, meðan hinir halda áfram að karpa og tyggja skorpur.

Myndrænt  þið vitið hvað ég meina.

"Vissi ekki þetta væri svona slæmt í Noregi. " skrifar þú Ómar, þetta er auðvitað hvernig hver og einn lítur a það, ég fæ venjulega ekki kröftug andmæli þegar ég brydda upp á þessu hér, en sé að sumir verða hugsi, ef ég nefni Svíþjóð þá kemur venjulega þetta með að það sé miklu léttara og ódýrara að byggja vegi þar en í fjallalandinu Noregi, það sé hærri tekjuskattur osfrv. því er til að svara að vegatollur er líka skattur, það er dýrt að byggja vegi í Svíþjóð, mikið um "kvikkleire" svona hættulegur leir í tuga metra lögum og svo þarf oft að borga stórfjáhæðir fyrir landið sem fer undir veg, meðan miklu stærri landsvæði í Noregi eru í ríkis/almannaeign.

Og þar með erum við komin að fyrstu málsgreininni í þessu innleggi aftur, öll gjöld sem sem sett eru á skattborgarana, er skattur sem aftur slær út í allt samfélagið, allt tap ("sírennsli") sem fer í óþarfa, hreinann þjófnað og spillingu, er tapaður skattur sem annaðhvort gerir enn hærri skatta og gjöld, eða niðurskurð, þetta veit ég að þið finnið fyrir svo um munar á gamla landinu, hér í Noregi aftur á móti er enn afgangur til að gefa fólkinu "brauð og sirkus" (gamalt oðrtæki frá rómverjum) svo það heldur friðinn, en óþarfa bruðl og "sírennsli" frá sjóðum þjóðarinnar er svo sannarlega til staðar hér líka.

En þar sem þetta eiginlega snýst um vega og gangnagerð, þá vil ég enda á hugleiðingum varðandi þau mál, Gunnar segi gatna og holræsagerð sé líklega líka ein af grunnskildum Ríkisins, sammála þar, nema allt má svo bjóða út, þetta snýst ekkert endilega um það hvort "vegagerð ríkisins" eigi ein að byggja alla vegi landsmanna, heldur sjá um að þeir verði byggðir á sem bestan og hagkvæmastann hátt, þetta með hvernig verkefnaskiftingin á framkvæmd Á GrunnskildUM Ríkisins, fer fram hversu mikið einkaaðilar (útboð) gera og hversu mikið stofnanir Ríkisins gera, er einfaldlega lýðræðisleg spurning, í landi þar sem lýðræðið er virkt, velja borgararnir það á 4 ára fresti, hvernig slíkar áherslur verða á hverju kjörtímabili, en fyrst þarf fólk að átta sig á að flestir eru sammála um Grunngildin/skildurnar, setja allt hitt karpið aðeins til hliðar um stundarsakir og "sparka í rassinn" á sínum mönnum, hvar í flokki sem er, utan flokka þessvegna, þá fara hlutir að gerast, smáatriðin um hver, eðA hvernig eigi baka hvaða köku og hvaða brauð á að standa hvar á borðinu, er svo hægt að sameinast lýðræðislega um, bara aldrei gleyma að grunngildin eru fyrir alla þjóðina, sama hvar sest er við borðið.

MBKV

KH  

Kristján Hilmarsson, 29.3.2012 kl. 10:34

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Við skulum vona Kristján að menn nái saman um þessi grunngildi áður en það verður of seint.  Þær deilur nýtti Nýfrjálshyggjan sér til valda og innleiddi boðorðið, að ef ég græði, þá er það gott.

Og henti þar með út af borðinu tíuþúsund ára þróun siðvitundar mannsins.

En eins og þú lýsir málum í Norge þá eru bættar samgöngur þar ekki til bóta.  Það er betra að eiga verk eftir en að vinna þau á rangan hátt.  Hugarfarið á bak við vegtolla, er hugarfar beinu leiðarinnar til heljar, einn angi af því.  Því í stað þess að samgöngubót bæti mannlíf, þá hamla þær það.  Eyða innan frá því þær útiloka gróskuna sem hefði orðið.

Á bak við allt sem er mikið í dag er eitt agnarlítið spor frumkvöðuls sem sá möguleika þar sem aðrir sáu ekki.  Því fleiri hindranir, því færri spor og ekki hvað síst, færri sem taka hin fyrstu spor.

En skilningsskorturinn á þessu er anginn af því vanviti sem hrjáir þjóðfélög Vesturlanda.   Í dag erum við í raun að deila um ólíkar útfærslur á beinu leiðinni til Heljar og við föttum það ekki.

Það er eins og enginn eigi líf sem þarf að verja.  

Því miður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2012 kl. 13:27

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það má vona Ómar ! enda er öllu lokið þegar öll von er úti, það hefur ekkert með raunsæi að gera eins og sumir halda fram.

Eða eins og sagt er hér í Noregi í hálkæringi "Af hverju vera inni þegar öll von er úti" einn af fáum norskum orðaleikjum sem létt er að þíða yfir á íslensku.

"Þær deilur nýtti Nýfrjálshyggjan sér til valda og innleiddi boðorðið, að ef ég græði, þá er það gott." Svei mér þá ef það var ekki líka "Brauð og Sirkus" þessi gegndarlausa aðdáun á "Gróðaprinsunum"var stundum eins og skemmtun fyrir fólkið, bara aðgöngumiðinn reyndist svoldið dýr .

Kv

KH

Kristján Hilmarsson, 29.3.2012 kl. 14:25

11 Smámynd: Gísli Gíslason

Sæll Ómar

Ég er staddur í Færeyjum, þar sem alltaf er gott að koma og. Það eru víða göng í Færeyjum og í nýjustu göngunum er oftara en ekki greitt fyrir að keyra í gegn. Ég fór til Klakksvíkur í dag og þangað liggja göng frá Leirvík og er eina akleiðin til Klakksvíkur. Þau göng voru opnuð árið 2006 og kostuðu um 48 milljónir €. Það kostar að keyra í gegnum þau (fram og til baka) DKK 130. Svo er hægt að kaup ársgjald sem er þá miklu ódýrara pr ferð. En það er eins í Færeyjum og í Noregi að víða eru veggjöld sem dekka hluta af kostnaði jarðganga. Á Íslandi þykir ekki fínt að tala um slíkt. Fyrir vikið gengur gangna uppbygging mun hægar á okkar ástkæra landi. kveðja Gísli G

Gísli Gíslason, 29.3.2012 kl. 17:40

12 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Svo þú heldur það Gísli ? auðvitað ! ég hélt þetta líka í mörg ár, þetta klingir í eyrunum á okkur dag út og dag inn, innan um allt hitt heilaþvottarausið, en þegar maður tekur sér tíma í að skoða aðeins dýpra, hlusta aðeins betur á gagnrýnisraddirnar sem reynt er að þagga niður í eftir bestu getu, (ein besta ástæðan til að hlusta á gagnrýni, er ef opinberir aðilar reyna gera hana hlægilega eða "hroka" tala hana af borðinu) þá kemur ýmislegt í ljós, það eru til göng í Noregi já, sem tekið er gjald fyrir að aka í gegn um, oftast eru þetta neðansjávargöng sem komu þá gjarnan í stað ferju, sem auðvitað kostaði í líka, í raun bara hagkvæmari og greiðari lausn en fyrir var, svo það má svosem rétlæta (með semingi þó).

En það sem Ómar er að tala um eru venjuleg göng gegn um fjall, til stytta leið og minnka klifrið, ekki neðansjávargöng á við Hvalfjarðargöngin, í því sambandi nefndi ég vegatollbrjálæðið (eina orðið yfir þetta rugl) í Noregi, og samanburðinn við Svíþjóð, því það er ekki tekinn neinn sértollur fyrir öll þau þúsundir gangna sem eru á sjálfu vegakerfinu í Noregi, aðeins ef þau koma undir sjó í stað brúar eða ferju, heldur er tekinn vegatollur á alla nýja vegkafla með öllu tilheyrandi, brúm, göngum ofl.

Hvernig á svo að fjármagna vegi ? "dekka að hluta" ojá ! en fyrir utan þær örfáu krónur sem erlendir freðamenn greiða í vegatoll, (myndu örugglega nota þær krónur í eitthvað annað í landinu) þá skiftir engu (?) máli hvort þetta sé rukkað inn við akstur gegn um tollhliðin eða yfir skattseðilinn, (?) JÚ ! vegna þess að það skiftir máli, ef tekið er yfir skattseðilinn þá fer margfalt stærri hluti ætlaðara vegbyggingarkróna í veg, en þegar "dekkt er að hluta" með tollhliðum, fer gífurlega stór hluti ætlaðra vegbyggingakróna í rekstur sjálfra vegatollsfyrirtækjanna (um 50 talsins núna í Noregi).

Þú skrifar að lokum (ég hefði líka gert það fyrir nokkrum árum) "Fyrir vikið gengur gangna uppbygging mun hægar á okkar ástkæra landi."

Hm... semsagt þú ert með öðrum orðum að segja að lönd sem lengst hafa gengið í að "dekka að hluta" með vegatollum, séu þá þau þar sem vegbygging gengur hraðast ? skoðum það aðeins.

Svíþjóð og Danmörk eru ekki með vegatolla, Danmörk tekur brúartoll á brúnni yfir Storebælt sem leysti ferjurnar af hólmi, annars eru vegir í Danmörku fjármagnaðir með skattpeningum, sama upp á teninginn í Svíþjóð meira segja eru ferjur yfir firði og álíka greitt með skattpeningm, bæði þessi lönd gera Noreg að miðaldarlandi hvað varðar vegamál og vegagæði, ásamt hraða á byggingu nýrra vega, svo þannig stenst ekki kenningin um að allt gangi hraðar við að setja upp peningagleypi eins og vegatollbrjálæðið í Noregi er.

Þetta snýst öllu heldur um hugsunarhátt, forgangsröðun og skynsemi í því hvernig almannafé er ráðstafað, þú þarft ekkert að trúa mér, enda hef ég ekkert frekar en þú lagt fram skjalföst gögn þessu til stuðnings, bara keyrt fleiri þúsund kílómetra í 27 ár bráðum í öllum þessum (og fleiri) löndum, en ég skal setja hér 2 linka sem sýna hversu stirt þetta bákn er þegar orðið, bæði vegagerðin norska og samgöngumálaráðuneytið eru að reyna að fækka fyrirtækjunum þegar í ljós kemur hversu mikið fer í reksturinn og bruðlið tengt þeim.

Fyrst þetta sem er frá vegagerðinni sjálfri, og svo þetta frá samtökum sveitafélaga, svo þó þetta komi ekki pistli Ómars beint við, þá vil ég bara endurtaka aðvörunina, EKKI láta plata ykkur í að skapa svona skrímsli, sem ekki einusinni skapararnir ráða við lengur, því enn þann dag í dag eru fyrirtækin 50 talsins, (ef ekki fleiri) forstjórarnir í námsferðum til Brasilíu og annarsstaðar. reksturinn sífellt dýrari og minni og minni peningar fara í malbikið.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 29.3.2012 kl. 19:10

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gísli.

Lestu pistilinn betur og athugaðu hvort þú getir ekki kveikt.  

Líttu í kringum þig, sjáðu hvað villtrúin (sem hefur ekkert með frjáls viðskipti eða frjálsan markað að gera þó hún kenni sig við frjálshyggju) hefur gert Vesturlöndum.  Valdataka hennar var um 1985, þá voru Vesturlönd voldug, fjárhagslega traust en vissulega hikstandi vegna ofstjórnar og ofurskattlagninga krataflokka. 

Í dag framleiða þau lítið sem ekki neitt annað en gerviverðmæti og þau eru fjárhagslega gjaldþrota.  Rísi almenningur í Evrópu upp á næstu 2-5 árum gegn evrunni og frjálsa flæðinu þá er Evrópa búin.  Ég veit að þú glottir, en þú glottir líka þegar við ræddum evruna 2009.  Þá spáði ég (ásamt milljónum annarra) hruni hennar, það hefur gengið eftir, aðeins stjórnlaus peningaprentun heldur henni gangandi.  Og það er hún sem mun fella Evrópu því í stað þess að hafa peningaprentunina peningaprentun, það er útþynningu gjaldmiðilsins, þá er hún skuldfærð á ríkissjóði evrulanda og það mun ríða þeim að fullu.  

Ef þessi villutrú hefði ekki beðið hnekki á fjórða áratugnum, því þá leiddi hún líka til hruns efnahagskerfa Vesturlanda, þá töluðum við þýsku og Bandaríkjamenn japönsku. Því árás Japana og Þjóðverja hefði ekki verið mætt, varnirnar hefðu valdið halla á fjárlögum, sem er hið fullkomna tabú í villutrúnni.  Peningar hefðu ekki verið prentaðir til að kaupa stríðstól, heldur hefði fyrst verið safnað fyrir þeim.  

Það sama gildir um uppbygginguna eftir stríð, Evrópa væri ennþá hálfköruð því ekki hefði vera meira byggt en afgangur á fjárlögum leyfði.  Engin Marshalaðstoð, engin peningaprentun.

Í kjarna málsins snýst þetta um hina fullkomnu heimsku, að sá ekki til að uppskera.  Þetta væri eins og að útsæðið myndi eyðast í bænum, og öll olía á skipum tæmast og allar bankabækur væru tómar.  Samt væri nóg til að útsæði hjá Verslun Björns Björnssonar og BP ætti fulla tanka af olíu.  En útsæðið væri ekki keypt, því enginn ætti pening.  Og engin olía sett á tanka fiskiskipa því útgerðin blönk.  Endir byggðarlagsins væri augljós, sökum villtrúarinnar þá dæju allir úr hor.  Og Bjössi á Bakka hefði engan viðskiptavin að ári.  

Í einfaldri mynd var þetta sem gerðisti í kreppunni, vegna lokunar á Spánarmarkaði þá seldust ekki þegar framleiddar afurðir og enginn átti krónu.  En útsæðið var til, olía og veiðarfæri voru til hjá kaupmönnum og birgjum.  Og fólk fékk lánað, útgerðir skrifað.  Bátar fóru á sjó, kartöflur settar niður.  

Þetta lán Gísli heitir peningaprentun, því fólk var ekki blindað heimsku Nýfrjálshyggjunnar, og þess vegna lifði samfélagið af, þá sáði fyrir framtíðina og uppskar.

Ég útskýri þetta í pistlinum, hugarfar þess sem sáir og uppsker.  Það þarf ekki að ræða heimskuna, það sjá allir afleiðingarnar í kringum okkur.

Gróskan sem ég minnist á, það er hún sem borgar peningaprentunina sem fer í jarðgöng.  Vegna hennar er skatttekjur almannavaldsins x sinnum hærri upphæð, sem borgar fyrir jarðgöngin, og gott betur til. 

Þeir einu sem rífast um þetta er menn ólæsir á tölur, og hafa aldrei lesið neitt um sögu mannsins.  Varanlegar samgöngur eins og jarðgöng, skipaskurðir, vegir, hafa skapað arð í margar kynslóðir eftir að kostað var til þeirra.  Rómverski vegir voru notaðir langt fram á nítjándu öld víða kringum Miðjarðarhafið.  Kínveski miðaldaskurðurinn sem tengdi saman Norður og Suður Kína, hann malaði gull í aldir og svo framvegis og svo framvegis.

Jarðgöngin eru svo lítill hluti af heildarumsvifum ríkisins að þau valda aldrei þenslu þó þau séu að uppistöðu fjármögnuð með skuldabréfi í Seðlabankanum.  Útflutningurinn er svo öflugur að erlend aðföng hafa ekkert að segja á gengi króunnar.

Það er aðeins villutrúin sem hindra framkvæmdir.  Því hún sviptir skynsamt fólk skynsemi.

Vegtollarnir sem villutrúin hefur víða komið á, draga úr grósku og þar með gildi fjárfestingarinnar.  X talan er lægri fyrir vikið, miklu lægri.  Ég orðaði þetta ágætlega áðan, get gert það aftur, 

"Á bak við allt sem er mikið í dag er eitt agnarlítið spor frumkvöðuls sem sá möguleika þar sem aðrir sáu ekki.  Því fleiri hindranir, því færri spor og ekki hvað síst, færri sem taka hin fyrstu spor."

Fegurð kapítalismans í hnotskurn, hann skapar þessi spor.

Það er villutrúin sem hefur staðið fjárfestingum í samgöngum fyrir þrifum, ekki skortur á tollhliðum.

En ég tók þetta saman því ég ætlaði hvort sem að gera það.  Takk kærlega fyrir gott og málefnalegt innslag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2012 kl. 20:00

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.,

Er að fara á gangnafund, er orðinn of seinn.  

Ætla því að senda þér broskall en kann það ekki, svo smæl.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 29.3.2012 kl. 20:01

15 Smámynd: Gísli Gíslason

Á þessum link má sjá alla staði í Noregi þar sem krafist er veggjalda

http://www.norvegfinans.com/no/bompenger-i-norge/kart-over-bomstasjoner/

Ath að fletta á milli flipana frá nord, midt, öst, vest, sör. Það má greinilega sjá að í hinum olíuríka Noregi er veggjalda mjög algengt til að fjármagna að hluta vega, brýr og jarðgangnagerð. Ég býst við að ef við íslendingar hefðum sæst á veggjöld til að fjármagna að hluta jarðgöng eins og t.d. færeyingar og Norðmenn gera, þá hefði árlega verið meira fjármagn til jarðganga og þá hefðu títt nefnd Norðfjarðarggöng trúlega verið komin fyrir löngu.

En það er allt í lagi að skrifa langar ritgerðir um það sem manni finnst um hina ýmsu hluti

Gísli Gíslason, 29.3.2012 kl. 20:39

16 Smámynd: Gísli Gíslason

og ef maður les áfram og skoðar http://www.norvegfinans.com/no/hvorfor-bompenger/ þá segir það að veggjald skaffaði 5,38 milljarða NOK árið 2009 en ríkið lagði 7.03 milljarða NOK sama ár. Það munar um minna þegar þarf að framkvæma. Hin leiðin er að bíða eftir því að röðin komi að manni hjá hinu opinbera. Og margir bíða lengi og þar á meðal staðir sem manni þykir mjög vænt um.

Gísli Gíslason, 29.3.2012 kl. 20:47

17 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Takk Ómar broskall móttekinn

Gísli ! þar liggur líklega meinið milli okkar, ég er of margorður, en þannig eru líka alvöru lýsingarnar og fréttirnar sem eru UNDIR slagorðayfirskriftunum sem voru á góðum vegi með að heilaþvo mig á sínum tíma, stuttu hnitmiðuðu slagorðunum, og þessu sem þú velur að linka til, þetta er ég margbúinn að lesa og er ekkert nema staðlar og staðreyndir, byggðar á blekkingunni um að einungis þeir sem aka veginn eiga greiða fyrir hann, það eru þeir sem NOTA veginn sem eiga að borga fyrir hann, m.ö.o. öll þjóðin, hún gerir það hvort sem er hvernig sem rukkað er, spurningin er bara hverni hagkvæmast sé að rukka. 

Það sem þú velur að snúa baki við, er að með sænsku aðferðinni, hefði árið 2009 norska ríkið lagt til 12,41 milljarð í vegina, vissulega gert skarð í skattpeningana, en það sem ég er að reyna að skýra hér er sá einfaldi sannleikur að þessar 5,38 milljarðar sem veggjaldið "skaffaði" árið 2009 er líka SKATTUR !!, skattur tekinn af norskum skattgreiðendum, rukkaður inn af lækninum á leið í vinnuna sína, píparanum, smiðnum, bakaranum, en í stað þess að enda óskert í vegbætur og byggingu, hirða þessi milliliðs "skrímsli" sem veggjaldainnheimtufyrirtækin eru, bróðurpartinn í rekstur og bruðl, meðan allur kostnaðurinn dreifist svo út í samfélagið hvort sem er, semsagt SKATTUR, en skattur sem fer að stórum hluta í óþarfa bruðl.

þú sýnir ofarlega meðalgreind í hvernig þú orðar þig, lúnkinn við að "googla" taktu þér smápásu, renndu aðeins aftur yfir "langhundana" og segðu svo að það sé ekki eitthvað til í þessu hjá mér, helbláum íhaldsmanninum, sem er að legja til hærri tekjuskatt, en vill "laumu" skattana burt.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 29.3.2012 kl. 22:03

18 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ætlaði að senda þér broskall, sem takk fyrir að ég fæ tækifæri til að viðra vel ígrundaðar hugmyndir mínar um þetta, hér kemur hann

KV

KH

Kristján Hilmarsson, 29.3.2012 kl. 22:06

19 identicon

Sendi Bor-mönnum hvatningarkveðju

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 22:46

20 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hér svo mitt lokaorð á þessum streng allaveg, en alveg til í "tuskið" annarsstaðar og síðar, en læt "norvegfinans", sem Gísli vísar til, sjá um það fyrir mig

"Vårt formål er å organisere samarbeid mellom norske vegfinansieringsselskaper i tekniske, økonomiske og administrative spørsmål og ivareta selskapenes felles interesser. "

svo mörg voru þau orð, allavega hreinskilnir.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 29.3.2012 kl. 23:32

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk strákar, flott umræða hjá ykkur og ég fékk tækifærið að slá saman fyrstu hömrunina gegn vegagerð þess í neðra.  Þvi það er ekki nóg að kunna að fara með sprengiefni til að bora, það þarf líka fólk sem getur skapað hugmyndafræðigrunn svo þeir fái að nota sprengiefni sín.

Mín skoðun er kristaltær, sá hugmyndafræðigrunnur að framkvæma fyrir veggjaaldartekjur, er röng hugmyndafræði sem skaðar byggðir til lengri tíma.  Svona svipað og að ætla sér að verða fagur með því að nota arzenik sem var víst algengt hjá tískudrósum um aldamótin 1900, ef ekki fyrr.  Og færði fyrir því rök, þau rök að samfélaglegur ávinningur borgi framkvæmdir, ekki ofurskattlagning.  

Þau frjálshyggjumenn viti það ekki þá er það einföld staðreynd sem þarf ekki að rífast um, að Stalín hafði rangt fyrir sér.  Aðferðarfræði hans skaðar samfélög, byggir þau ekki upp.  Og aðferðarfræði hans, að eyða grósku, er ekkert betri þó hún sé útfærð í búningi Nýfrjálshyggjunnar.  

Aðferðarfræði vegtollanna var fullreynd við Rín á síðmiðöldum og það hvarflar ekki að nokkrum manni þar um slóðir að reyna hana aftur.  Hindrunarlausar samgöngur eru forsenda velsælda. 

Þessi rök með fjármögnun sem annars kæmi ekki, er rugl manna sem skilja ekki að vegaframkvæmdir borga sig sjálfar.  Hagsagan kann engin önnur dæmi.  Vissulega þarf fjármagn að vera til staðar, og því meira eftir sem hærri upphæð leitar út úr hagkerfi viðkomandi gjaldmiðils.  En göng eru bara pínuts í dag og hafa ekki áhrif á jafnvægi gjaldmiðilsins.  Bara vaxtaheimskan 2009, fyrsta árið eftir Hrun, var hærri upphæð en þjóðin hefði tekið sig til og haft vexti kringum 0 líkt og í Bandaríkjunum, og hún hefði notað þessa upphæð til að bora öll hugsanleg göng landsins.  

Það er nefnilega þannig að talsmenn veggjalda eru handbendi manna sem vilja nota peninga samfélagsins í velferðarkerfi braskara, og því lægri úgjöld í samfélagsleg verkefni, því hærri í braskaravelferðarkerfið.

Þessi hugmyndafræði setti okkur á hausinn og gjaldþrota hugmyndafræði á ekki að vera forsenda samgöngubóta.

Heldur árþúsunda hugmyndafræði hins skynsama manns sem veit að það þarf að sá til að uppskera.

Ef við eigum ekki val um göng nema með veggjöldum, þá eigum við að fresta göngunum og einhenda okkur í að hrekja frá völdum Stalínistana sem öllu vilja eyða.  Harmleikurinn í ríkjum Sovétsins á að vera okkur næg hvatning til þess.

Því víti eru til að lenda ekki í þeim.

Kveðja drengir, verum vinir því ekkert gerist ef enginn talar um hlutina.  

Og Kristján, Entur segja að það sem sé þess virði að segja, segi menn í löngu máli, og þar sem þær voru afgamlar þá bjuggu þær yfir visku sem ekki er gáfulegt að hundsa. 

Annað, nú liggur fyrir verkefni þeirra sem vilja betri heim.

Og þar með er uppsögn þín af þessum þræði ekki tekin til greina.  Þú hefur frætt mig mikið og athugaðu að núna er ég búinn að taka að mér verkefni og þarf því að vera upplýstur. 

Eða eins og góður maður sagði, það þarf þekkingu til að komast upp með að vera skrýtinn.

Og ég hlusta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2012 kl. 00:13

22 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! OK þá  ég var bara að pæla í taka til "penna" á nýrri "streng", en ég get alveg bætt við hér ennþá, fyrir það fyrsta, þá erum við Gísli engir óvinir, hann er sjaldgæft eintak af rökföstum og málefnalegum bloggara, er með vinnu að baki sínum skoðunum, en við erum ósammála, ekki um það sem skiftir mestu máli, það að samgöngur séu miklvægt atriði í afkomu og lífsgæðum fólks, það er bara fjármögnunin sem okkur greinir á um.

Gísli er "fullorðinn", og þegar maður er fullorðinn er maður móttækilegri fyrir áróðri og bekkingum sem hafa yfir sér einhvern "sérfræðingablæ", en eftir að ég leyfði mér að vekja upp "barnið" í mér, barnið í þeim skilningi að vera forvitinn og víðsýnn og ekki taka allt sem sagt er sem heilögum sannleika, þá er ég búinn að sjá margann "Keisarann" allsnakinn þrammandi um götur og torg, meðan maður sem fullorðinn sá "Nýju fötin hans" bara af því einhver með "status" í samfélaginu sagði að hann væru í nyjum fötum.

Ég er hræddur um að þessi óskapnaður, sem vegatollheimtan er orðin í Noregi, sé komin til að vera, meira að segja Dr. Frankenstein sjálfur (Yfirvöld) ráða ekki lengur við afkvæmið, þó þeir séu búnir að sjá afleiðingarnar sbr. tilvísun í innleggi nr.12, og tilvitnun í nr. 20 einnig, þannig séð er ég að berjast vonlausri baráttu her í Noregi líklega, en aldrei að vita, dropinn holar steininn er stundum sagt.

En ástæðan til þess að ég eyði tíma og orku í þetta hér, er einungis til að vara ykkur við kæru landar, verið á varðbergi ef fara á að "vekja upp" slíkt óbermi á Íslandi, það mun verða klætt í "silkiföt" svo fín að þau verða "næstum" ósýnileg, umhverfissinnar verða virkjaðir til segja ykkur að þetta Vegagjöldin" muni draga úr "óþarfa" umferð, ykkur mun verða sagt að það muni engin göng né aðrar vegbyggingar að ráði, verða nema þetta verði "fjármagnað" svona, þarna muni aðeins þeir sem aka veginn borga fyrir hann, eða þann hluta sem veggjaldið á að borga, ykkur mun verða sagt að þetta séu einhverjir "aðrir" peningar en skatt peningar sem krafðir eru af fólki og fyrirtækjum, kannski er það stærsta blekkingin, að gefa þessu annað nafn en þetta er, nefnilega SKATTUR á fólk og fyrirtæki, skattur sem endar úti í öllu samfélaginu hvort sem er fyrir rest.

það er einfaldlega betra að stoppa "særingamennina" í tíma en kveða niður drauginn eftir á.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 30.3.2012 kl. 11:08

23 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er greinilegt að menn hér eru ekki hrifnir af því að taka upp veggjöld sem myndi flýta allri gangnager. Ég er þess handviss að ef við íslendingar hefðum tekið upp veggjöld í göng ofl, þá hefði árlega verið 30-40% meira fjármagn í þessum geira árlega. Og þá hefðum við verið búnir að fá miklu fleiri göng en eru í dag. En öll umræða um veggjöld hefur verið jafnan söltuð og því verða menn hver í sínum lansfjórðungi að bíða eftir að röðin komi að sér á hinum háa Alþingi.

Gísli Gíslason, 30.3.2012 kl. 14:40

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Gísli, Stalín býr ekki hér.  Hér vitnum við í kapítalistablaðið Newsweak sem sagði eitt sinn grunnsannindi kapítalismans, "Small is beautiful" og kyrjum með Eric Clapton, "Let it grow". 

Sumt er ekki flókið nema ég næ ekki Clapton alveg nógu vel.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 30.3.2012 kl. 16:18

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Kristján, það er nefnilega þörf á þessum vísdómi hér á klakanum.  Þráðurinn mun lifa því ég er að fara að bora.  Og það gæti alveg hugsast að þeir sem hafa hag af göngum láti í sér heyra, annað eins hefur nú gerst þó ég muni reyndar ekki til þess. 

Og Gísli er fínn, sonur Gísla Begga og af Viðfjarðarættinni í móðurættinni.

Ekkert út á það að setja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2012 kl. 16:26

26 Smámynd: Kristján Hilmarsson

þú ert semsagt þeirrar skoðunar Gísli, að ef haldið hefði verið áfram a sínum tíma að taka veggjald á Reykjanesbraut, og svo áfram annarsstaðar í hvert sinn sem "almennilegur" vegur var lagður, þá væri Ísland komið lengra í vegamálum, jafnt jarðgangnagerð, brúargerð sem og öðrum framkvæmdum, en ég sé nú "snefill" af efa hjá þér í þessu.

Tjaaa.. ég get eiginlega ekki mótmælt því. því sem EKKI gerðist, en ég er að reyna benda ykkur landar góðir á það sem GERÐIST og er enn að gerast, hér í Noregi, ykkur til viðvörunar.

Ég get líka fallist á að andstæðingar veggjalda, eru það gjarnan (ekki allir sem betur fer) ekki af sömu ástæðum sem ég set fram hér, það er bara oft svona almenn andstaða við öllu sem ekki er "frítt", tekinn fram "mismununardraugurinn" og hvaðeina, raunar eru þessir aðilar með hausinn enn dýpra í sandinum en hinir sem halda fram að veggjald sé ekki skattur, heldur "sanngjörn" greiðsla, krafin af þeim sem nota veginn, ÖLL ÞJÓÐIN !! er undir því komin að samgöngur fljóti vel, án stórslysahættu og stöðugra veðurteppu, þetta er ekkert einkamál þeirra sem aka veginn hverju sinni, þannig hugsa Svíar og byggja sína vegi með sjóðum allra landsmanna og byggja betur og hraðar en Norðmenn, hvernig fara þeir að því ??

Að byrja að velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef.... þá get ég með sanni sagt, og það  byggt á reynslu norðmanna, að ef það hefði verið ákveðið að halda áfram með veggjald á Íslandi, eins þú segir, þá hefði vissulega (kannski) verið rukkað inn 30 til 40% meir í tollhliðunum en fjárlög til vega annars, en hversu mikið heldur þú að hefði skilað sér af þessum 30til40% í malbik, brýr og/eða göng ?

Þetta hefur ekkert með "hrifningu" að gera, þetta er bara einfalt reiknidæmi, einföld sannindi, Ísland er með fullvirkt skattstjóraembætti, samgönguráðuneyti og vegagerðarstofnum, það þarf ekki að bæta við einni hræðu í þessar stofnanir, þó forgangur við vegagerð yrði settur hærra.

Land og þjóð með vel virkandi og létt samgöngukerfi, skilar fyrr en nokkurn grunar tekjum til baka í ríkissjóð, í auknum sparnaði, auknum umsvifum og arðsemi, en með því að setja á laggirnar "einka" skattstjóra (50 talsins í Noregi í dag) þá er bara verið "henda" stórfjárhæðum í bruðl og rugl, skapa nýja "hvíflibbastétt" sem ekki verður svo létt að hvorki stýra né losa sig við.

Dýrt "dauðkjöt" og ekkert annað.

MBKV

KH   

Kristján Hilmarsson, 30.3.2012 kl. 16:38

27 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já Ómar ! hvað er vísdómur eiginlega, er það ekki að þora að skoða hlutina með eigin augum, loka úti aðeins klisjurnar og yfirskrifta áróðurin, og líta á hvernig öðrum hefur tiltekist með það sem til stendur að gera, staðfæra og svo athuga hvort þetta eða hitt henti hér eða þar,

Ég veit að það er ekki gert svona eins og "kanína uppúr hatti" að taka stórt skarð í sameiginlega sjóði, eitthvað annað situr á hakanum um tíma, eða skattar þurfa að hækka um tíma, en að flýja á náðir "laumu" skatta, sem bruðlarar stinga svo með bróðurpartinn af er allavega ekki lausnin.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 30.3.2012 kl. 16:58

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Kristján, lestu mig betur.

Fattaðu hvernig Marshal bjargaði Evrópu.  Hugmyndafræðin á bak við fjárfestingum í samgöngum, með láni frá Seðlabanka viðkomandi lands, er ákaflega einföld.

Skatttekjurnar eru x sinnum hærri um ókomna framtíð.  Ég man það hreinlega ekki hvað það var í Kína í margar aldir eftir að þeir grófu skipaskurðinn mikla milli stórfljótanna, en þær voru nokkrar.

Jarðgöng eru ólík öðrum fjárfestingum, þau eru til langssssssss tíma.

Eitthvað sem menn skildu fyrir daga Nýfrjálshyggjunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2012 kl. 17:14

29 Smámynd: Kristján Hilmarsson

þarf ekkert að lesa þig betur félagi ! þetta voru bara eigin pælingar tengdar orðaskiftum okkar Gísla en orðið "vísdómur" gripið frá þér.

"Jarðgöng eru ólík öðrum fjárfestingum, þau eru til langssssssss tíma." Svo satt, en svo er með samgöngur allar, og allt sem kemur komandi kynslóðum til góða, þessvegna er grátlegt að heyra rökin hér í Noregi, að ekki megi hreyfa "olíupeningana" til að byggja upp vegakerfið, þá eigi að geyma handa komandi kynslóðum  hver var að tala um að "klára" þá.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 30.3.2012 kl. 18:04

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Enda er vísdómurinn mikill Kristján og verður nýttur.

En þetta mátti ekki standa "eitthvað annað situr á hakanum um tíma, eða skattar þurfa að hækka um tíma".

Göng lækka skatta, þau hækka þá ekki.,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2012 kl. 18:32

31 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Förum nú ekki að detta í gildru orðaskaks Ómar ! en að láta sitja á hakanum, þýddi í mínu ungdæmi að breyta forgangsröð eftir mikilvægi, ekki SLEPPA því alveg, sem gat beðið, en láta það bíða aðeins, ef bæði á að halda jól og páska samtímis, þarf auðvitað að grafa dýpra í budduna en annars.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 31.3.2012 kl. 18:49

32 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Um tíma" Ómar !! "Um tíma"

KH

Kristján Hilmarsson, 31.3.2012 kl. 18:51

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, það er ekki þannig Kristján.

Peningaprentun innan hóflegra marka á krepputímum hún hækkar ekki skatta, þverrt á móti, viðspyrnan sem hún skapar eykur tekjur ríkis.

Þetta er faktur sögunnar.  Ég rakti dæmi hér að framan, get farið dýpra í hvert og eitt þeirra, get bætt við dæmum ef rökræðan krefst þess.

Þetta er ekki orðaskak, þetta er grundvöllur þeirra hugsunar sem ég set fram.  

Hugsunina um grósku, og það sem skapar grósku.

En þú ert ekki einn um að skilja það, en þetta kemur allt með kalda vatninu.'

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2012 kl. 19:03

34 Smámynd: Ómar Geirsson

Og því má reyndar bæta við Kristján að skilningurinn á þessu, gróskunni og hvernig peningar eru viðskiptavakar til að efla, er einn af grunnskilningi Byltingarinnar einu, og sé hann ekki til staðar, þá borgar sig miklu frekar að einbeita sér að skamma ríkjandi öfl, gera þau hrædd svo þau þó reyni að gera eitthvað til að kaupa friðinn.

Það að sameina fólk um ranga hugsun, rangan skilning á eðli efnhagslífs, er ávísun til lengri tíma á vonbrigði og sundrungu.  Og ef trúin á hina röngu hugsun er sterk, þá ávísun á valdbeitingu og ofbeldi.

Kommarnir lögðu upp með fallega hugmyndafræði, það var aðferðarfræðin, það hvernig þeir ætluðu að skapa draumþjóðfélagið sem var röng.  Og þar skipti mestu að hagfræði þeirra gekk ekki upp.  Ofbeldið kom svo í kjölfarið þegar almenningur sá ekki batann.  

Hugsjónin um sameinaðan fjölda um grunngildi er góð, en marklaus ef við náum ekki að tækla raunveruleikann og skapa sem flestum sem best lífsskilyrði.  Menn sameinast aldrei um fátækt.  

Og sagan kann dæmin þar sem þetta hefur heppnast, það er að skapa velmegun, og ennþá fleiri dæmi þar sem það hefur misheppnast.

Sagan lýgur ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2012 kl. 19:30

35 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þetta er náttúrulega bara "kerlingakarp" hjá okkur um smátriðin Ómar ! það sem við erum sammála um er að fjárfesting í jafnveigamiklum þætti og vegir og samgöngur eru í hverju landi, er góð fjárfesting, fjárfesting sem skilar sér í "grósku" og meiri tekjum bæði sameiginlegum og hjá hverri og einni fjölskyldu og einstaklingi, meiri sameignlegar tekjur án þess að auka skatt PRÓSENTUNA vel að merkja, meiri og betri afkomu fyrir fólkið og fyrirtækin vegna sparnaðar í flutnings og aðfærslukostnaði, hærri tekjur og arðsemi vegna blómstrandi atvinnulífs.

En fjárfesting er fé notað, sem þýðir einfaldlega að til að fá eitthvað til sem aftur skapar verðmæti og með tíð og tíma (tíð og tíma vel að merkja) borgar fjárfestinguna og vel það væntanlega, þarf að útvega, fá lánað, nota úr sjóði eða safna saman fénu einhversstaðar.

Að prenta peninga, jú ! en eins og heimurinn virkar í dag og hefur gert lengi, land eins og Ísland sem er mjög háð innflutningi, og það á því sem við í dag teljum til grunnþarfa, verður peningaprentun alltaf einskonar skattur, eða að öðru leyti valdur að samdrætti (Um TÍMA) í einum eða öðrum geira, svosem alltí lagi UM TÍMA, lán í útlöndum ?? ( nei best að blóta ekki í kirkjunni hér), á Ísland einhversstaðar geymda  sjóði á við Olíusjóð norðmanna ? ef svo þá er málið leyst, í stað þess að "salta" niður fé útlöndum, handa "komandi" kynslóðum, væri réttara að fjárfesta í dag, á Íslandi í hlutum sem koma komandi kynslóðum jafnt og núverandi til góða.

Hærri skattar eru ekki góð lausn hvorki til lengri né styttri tíma, en beinir skattar eru allavega heiðarlegri en "laumu" skattarnir sem huglausum ráðamönnum tekst alltaf að koma á, gefa þeim bara eitthvað nafn sem við kokgleypum svo, berjum okkur á brjóst og hrópum "hér erum við nú aldeilis ekki skattpíndir, bara 28% að jafnaði" eða hvað nú sem beini skatturinn er að jafnaði hverju sinni, eitt söluskattstigs hækkun t.d. örítil "uppfærsla" eða "leiðrétting" á aðflutingsgjöldum, osfrv. osfrv. það sem ég sé þó peningaprentuninni mest til foráttu Ómar ! er það að kannski það allra allra mikilvægasta verkefnið á Íslandi í dag er að koma á efnahagslegum stöðugleika, stabilísera krónuna, fjarlægja verðtrygginguna og stýra eingöngu með stýrivöxtum, í því verkefni er peningaprentun ekki besta verkfærið.

En mér getur skjátlast, ef svo þá fæ ég vonandi að heyra það, málið er nefnilega það að stutt klisju og slagorðaskreytt innlegg eru þau sem flestir nenna að lesa, en segja manni gjarnan lítið annað en að höfundur er á móti þessu eða hinu, lítið um hvernig og hversvegna, hjálpar eitthvað jú að vísa í eldri ýtarlegri innlegg um svipað efni, en þegar þau fjalla svo meira um Róm og Stalín, en íslensk þjóðmál, dettur áhuginn gjarnan niður, þú dregur að þér ótrúlegann fjölda lesenda Ómar, enda hefur þú frábæra raunsýn á hluti sem flestir hafa látið "síbilja" inn í hausinn á sér að svona eigi þetta að vera, raunsýn sem fær mann hvað eftir annað til að stoppa aðeins og hugsa með sjálfum sér, "hvernig í helv.... lét ég plata mig svona".

Auðvitað er sjálfstraust af hinu góða, virðinguna hlýtur maður í viðbót ef maður viðurkennir að sumt í skoðunum manns, getur verið torskilið og jafnvel ekki alveg eins skothelt og haldið var fram.

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 31.3.2012 kl. 21:33

36 Smámynd: Ómar Geirsson

Kristján, þú veist að ég elska langa þræði, og löng innslög.  Virðinguna hef ég þegar fengið þegar Skrámur (Hilmar Hafsteinsson) fékk mig til að játa að hálfkæringur minn um byltingu hans væri rangur.  Sagði þá að ég væri maður að meiri og svo framvegis.  Afsökunar hef ég líka beðist þegar ég ergði Loft Altice óhóflega mikið til að láta hann nenna að lesa yfir mér um myntráð sitt en ég var þá að spá í möguleika þess við stjórn peningamála. 

Varðandi þekkinguna að baki þess sem ég er að ræða við þig þá var Keyne ekki skrifstofublók sem ég las um í ársriti UMFÍ frá 1929 og helstu talsmenn hans í dag, Krugman og Bradford, eru ekki húskarlar uppí háskóla.  Krugman er prófessor við Princeton og Bradford við Berkley.

Síðan áttu peningaprentuninni að þakka að heimurinn fór ekki í rúst 2008. 

Sagan er lykill af nútímanum, lærdómur hennar er viskubrunnurinn sem við sækjum í.  Sá sem vill fræðast, hann flettur uppí sögunni, hann hlustar á þann sem vitnar í söguna, hann les debat þeirra sem túlka söguna á ólíkan hátt.

Og hann kemst að sinni niðurstöðu.

Þú þarft ekki að halda að mér þyki gaman að hafa alltaf (nærri eða gjarnan ef Pétur Örn skyldi birtast) rétt fyrir mér.  Þú getur ekki ímyndað þér hvað það hefur tekið mikinn tíma að lemja það inní hausinn á öðrum.  Tíma sem ég vildi gjarnan nota í annað.  

Ef það er einhver huggun fyrir þig þá er ekkert af því sem ég segi frumsamið, þessu er öllu stolið héðan og þaðan.  Eini votturinn af frumleika hjá mér er tenging mín að skynsöm efnhagsstjórnun er grundvölluð á siðfræði mannúðar og mennsku, það lágmarkar kostnað og hámarkar outputtið.  Ekki það að aðrir hafi ekki orðað þetta, nálgun mín er aá vissan hátt frumleg miðað við viðtekinn hugsunarhátt dagsins í dag.

En ég stal þessu líka, fermingarpresturinn minn, vitur öldungur, náði að útskýra fyrir leitandi ungling hvernig kenningar Jesú Krist væri forsenda blómlegs mannlífs.  Og einhvern tímann þegar ég spurði hann í bréfi um hvernig Kristni gæti getið af sér söfnuði sem hlökkuðu til heimsendis af drottins völdum, ekki manna, þá benti hann mér á (hann lifði öldina sem gat af sér nasismann og kommúnismann og vetnissprengjuna) að örlög mannsins virtust stefna í átt að gjöreyðingu og eina vonin væri að menn áttuðu sig á inntaki kenninga Krists, sem væri nota bena um kristilega hegðun í jarðlífi en ekki bænagól til að komast í himnaríki.  Endursagt með mínum orðum eftir minni en Jón Kr Ísfeld orðaði þetta að visku manns sem trúði af sannfæringu, ekki á himnaríki heldur hið góða í manninum.

Trú hans var á mátt sem var uppspretta kærleikans, verndara sakleysisins.  Með þeim augum las hann biblíuna og fyrir honum var hún opin bók og þangað sótti hann innblástur fyrir mennsku sína og mannúð.

Ég trúi þessu líka Kristján, og það er ástæða þess að ég hef rétt fyrir mér. 

Það er til leið í gegnum brimskaflana sem eru framundan, hið óumflýjanlega er ekki óumflýjanlegt, ekki ef við spyrnum við fótum.

Og við trúum, trúum á hið góða, á lífið og skyldu okkar til að vernda sakleysið.

Sakleysi barnsins sem er að uppgötva lífið.  Hinn heilagi réttur barns sem ekkert mannlegt hefur vald til að ræna.

Þetta er trúin Kristján sem við höfum til að beisla villidýrið í sjálfum okkar og síðan mun  þetta beislaða villdýr berjast við hin trúlausu sem telja lögmál hins sterka vera hreyfiafl samfélagsins, að dauði og tortíming veikra sé skrifað í lögmál lífsins. 

Við munum sigra þau því þeirra styrkur kemur úr brunni siðleysu og síngirni sem er forskrift eyðingarinnar, dauðans.  Við sigrum því innst inni óttast allir dauðann, það fær hið siðlausa villidýr til að staldra við, að efast, því þó hann skilji ekki trú okkar eða forsendur hennar, þá skynjar hann vonina um líf.  

Aðeins okkar sigur tryggir honum líf.

Sem er aftur lógísk skýring þess að ég hef rétt fyrir mér.

Peningaprentunin fellur undir þessa mynd.  Þegar tekjufall verður í hagkerfi þá er hún réttlátasta leiðin til að skerða kjör fólks.  Þynning gjaldmiðils er aðeins leið sem minnkar kaupmátt per einingu gagnvart öðrum hagkerfum án þess að sú starfsemi sem er í hagkerfinu er skorin niður eða trufluð á annan hátt. 

Hin leiðin til að ná jafnvægi, að skera niður og lækka tekjur sumra samfélagshópa á meðan aðrir halda fullum kaupmætti, hún er leið ójafnaðar því það eru valdaminni hóparnir sem sæta tekjuskerðingunni.  Launafólk, bótaþegar, aldraðir.  Og innri starfsemi hagkerfisins skaðast, sem aftur dregur úr virkni þess og að lokum tapa allir, líka þeir ríku.  

Þetta er leið ólgunnar og upplausnar, þjófélagsátaka sem aftur hafa kostnað í för með sér.

Peningaprentunin, að skera jafnt, hefur aðeins í för með sér smá væl þeirra sem óttast upp pappírspeninga sína, annars heldur mannlífið sínum takti, vissulega færri Landcrúserar keyptir en það lagast aftur þegar hagkerfið tekur við sér.  

Peningaprentun virkar þegar hún er notuð við réttar aðstæður alveg eins og matur virkar til að tryggja starfsemi líkamans.  Það eru ekki rök gegn mat að ofátt leiði til sjúkdóma.  Það eru rök gegn ofáti.

Um þetta þarf ekki að rífast Kristján, sagan kennir þetta, þar á meðal nútíma saga Írlands og Grikklands.  Þar sjá allir afleiðingar hefðbundinnar peningastjórnunar.  

Ég ætlaði að útskýra fyrir þér lógíkina á bak við hvernig lán í Seðlabankanum (a la peningaprentun) gæti fjármagnað gangnaframkvæmdir án þess að til kæmi skattahækkun.  Og að sjálfsögðu að undirbyggja rök mín með dæmum úr sögunni.  En ég læt staðar numið.

Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hugsaði um gamla fermingarprestinn minn að aldrei þessu vant þá þagði ég og hlustaði, spurði síðan og hann svaraði.  Minn tilgangur fram að þessu hefur verið að áreita fólk, að fá það til að staldra við og hugsa hlutina, og þá vonandi upp á nýtt.  Meiri grillur hef ég ekki gert mér um blogg mitt.  

Því ætla ég að láta staðar numið.  

Þú hugsar þetta i rólegheitum og dregur þínar ályktanir.  

Ég ætla hins vegar að fylla uppí myndina, án áreitis, með því að birta hér fyrir neðan bréfkorn sem ég sendi ágætum dreng þar sem ég útskýri fyrir honum samhengi þess sem ég er að segja, hvernig þetta heldur allt þræði.

Njóttu Kristján ef þú vilt hlusta, það er mér alveg að meinalausu.

Kveðja, Ómar. 

Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 10:36

37 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður .
 
Málið er dulítið flóknara en það og það sem verra er, það er erfitt að fá fólk til að sjá það.
 
Grunnvandinn er röng hugmyndafræði sem hefur náð til að gegnsýra Vesturlönd síðustu árin.  Og hún er hinn raunverulegi óvinur.  Markmið þessara hugmyndafræði er að gera hina ríku, ofurríka en okkur hin að kostnaði, kostnaði sem má missa sín.
 
Einn angi þessarar hugmyndafræði er hin opinbera hagfræði, eða hin viðtekna hagfræði, hagfræði sem ég kalla hagfræði heimskunnar. 
 
Í þessari hagfræði eru peningar gerður að guðum, þeir eru upphaf og endir alls, stjórnun peningamála er það sem allt snýst um.  Glöggt dæmi um það er hvernig stjórnmálamenn eru að eyðileggja Evrópu vegna slíks hjáguðs, evrunnar.
 
En peningar eru aðeins ávísun á verðmæti, það ræður styrk gjaldmiðla, hve mikið viðkomandi hagkerfi framleiðir.  Það er framleiðsla sem fæðir þig og klæðir, ekki peningar, menn hafa sjaldnast orðið langlífir á að lifa á peningum einum saman, á sumarlagi deyja menn úr hungri, á vetrarlagi krókna menn úr kulda áður.
 
Og gildi peninga er að þeir auðvelda viðskipti, þeir eru viðskiptavaki því það er svo langtum auðveldara að eiga viðskipti ef menn hafa pening í veskinum en ekki eina hænu, tvær kýr og ætla að kaupa með þeim eina tunnu af síld auk olíu á traktorinn og aðrar rekstrarvörur.  Ég held til dæmis að veski olíukallsins væri mjög subbulegt, allt löðrandi í olíu.
 
Peningar örva viðskipti á krepputímum, fá fólk og samfélög til að nýta framleiðsluþætti sína, þeir örva fátt þegar framleiðsluþættir eru þegar fullnýttir, þú framleiðir aldrei meira en 100%.  Þá fáum við útþynningu þeirra, kallað verðbólga.
 
Hagfræði heimskunnar segir að núna eigi að ná jafnvægi í ríkisfjármálum, það þarf að skera niður, þar á meðal viðskiptavaka, framkvæmdir. 
 
Þess vegna hefur Ögmundur úr litlu að spila og ráðstafar því sem hann hefur, frá kjördæmi Steingríms.  Það er pólitískur hráskinnsleikur, en grunvandinn er samt hagfræði heimskunnar.
 
Sú heimska að ýta ekki undir opinberar framkvæmdir, að skilja ekki að það þarf að sá, þó það kosti, til að uppskera öflugra mannlíf sem er ávísun á verslun og viðskipti, a la hagvöxt.
 
Þetta er grunnvandinn, að fá fólk til að skilja þetta.
 
Ögmundur er að framkvæma argasta harðlínuhægristefnu í þágu hinna ofurríku.  Það er ekki lausn að losa sig við hann og fá flokk hinna ofurríku, það er á meðan íhaldið tilbiður þá í stað þess að ástunda klassíska íhaldsstefnu, byggða á mannúð og skynsemi.
 
Með öðrum orðum, það þarf nýja hugsun, og ef þeir gömlu vilja ekki skilja það, þá þarf að skipta þeim út.
 
Ég ætla að linka til þín tveimur greinum þar sem ég útskýri þá hugsun sem þarf að vera til staðar ef við ætlum að endurreisa samfélag okkar, og ég útskýri hugsun óvinarins, þjófræðisins eins og ég er stundum farinn að kalla það, reyndar ekki í pistlunum, en gerði það seinna meir.  Finnst Nýfrjálshyggjan ekki vera rétt því margt sem frjálshyggjubörnin segja er alveg rétt, það þarf frjálsræði og svigrúm svo mannlíf blómgist.
 
 
Kynntu þér þessa linka ef þú vilt skilja um hvað sjálf framtíðarbaráttan snýst. 
 
Fyrri pistlinum fylgir ágætis umræða, lestu svar mitt til jonasgeirs. 
 
Ef þú leggur þessa pistla saman, heggur eftir útskýringum mínum á peningum sem viðskiptavökum, og reynir að skilja hugsunina í andsvari mínu til Jónasar, þá ertu kominn með grunninn af þeirri hugsun sem allir umbótamenn þurfa að skilja.  Þetta er ekki eitthvað sem þú hefur skoðun á, þetta eru staðreyndir. 
 
Um framsetninguna má deila, allt má orða betur, en persónulega finnst mér þetta vera það besta sem skrifað hefur verið á Íslandi um þessa hugsun, það er eftir hrun (já, Kristján, ég veit að þetta er olof en kommon).  Á bak við rökstuðninginn má finna ítarlegar greinar fræðimanna, það er ég fann ekki upp hjólið, hef aðeins kynnt mér skoðanaskipti og notað dómgreind mína til að átta mig á staðreyndum því eins og ég sagði við þig í spjalli okkar á laugardaginn var, þá er forsenda þess að hafa "rétt" fyrir sér, að þekkja til staðreynda og kunna að rökstyðja þær.  Sem aftur krefst stöðugra endurskoðunar og mats á nýjum röksemdum auk þess að vera tilbúinn að hlusta á það sem andstæðingar þínir segja, þú afneitar ekki þeirra staðreyndum, þú reynir að eiga svar við þeim, eða bregðast við með að endurskoða þína afstöðu.
 
Síðan er eilífðarspurningin, hver hefur rétt fyrir sér, hvað er rétt og rangt.
 
Þá ert þú kominn í hugmynafræði lífsspekinnar, og þar hef ég mótað hugmyndir mínar um mennsku og mannúð sem er forsenda áframhaldandi mannlífs á jörðu, því ég hef fært rök fyrir að hugmynafræði uppgjörsins, að drepa andstæðina þína, að hún virkar ekki lengur.
 
Þá ert þú kominn með hina meginpistla mína, um Byltingu byltinganna, og allar þær forsendur sem eru að baki þeirra lífsskoðunar minna sem ég mótaði sem hagfræði skynseminnar í pistlum mínum um Guð blessi Ísland.
 
Sagði þetta forsendu endurreisn þjóðfélagsins, reyndar þeirra einu því ef hún væri hundsuð þá myndi eyðilegging tregðunnar sjá til þess að úlfúð og átök eyðileggðu þjóðfélagið innan frá.
 
"Og til að ná þessum markmiðum þarf forystu og leiðsögn

Forystan felst í að sameina þjóðina um þessi grunnmarkmið.  T.d átti að segja strax að eitt heimili sem eyðist vegna kreppunnar er einu heimili of mikið.  Að segja að við séum það smá þjóð að hin einu raunverulegu verðmæti okkar sem þjóðar erum við sjálf.  Þess vegna reynum við að vernda allt líf, hvort sem það er aldraðir, sjúkir, öryrkjar, langveik börn, einhverf börn, börn með geðræn vandamál og svo framvegis.  Og ekki hvað síst hvort annað.  Blóðfórnir Finna frá bankakreppu þeirra má ekki og á ekki og mun ekki endurtaka sig á Íslandi.  Þess vegna sköpum við samstöðu og einhug um þá lífsýn að við séum öll eitt, með sömu örlög og framtíð.  Þess vegna verndum við atvinnu okkar og velferðarkerfi.  Og við verndum hvort annað.

Vissulega má færa rök fyrir því að mikið sé lagt á stöðuna með þessari lífsýn en málið er að ef þú vilt og stefnir af því að allir bjargist í neyð, þá eru mestu líkurnar að flestir bjargist.  Ef stefnan er að sumum sé fórnandi þá splundrast samstaðan um leið og upp hefjast bræðravíg í anda Hávamála.  Í raun er sú stefna ákall um að láta goðsagnir rætast:  "Bræður munu berjast og að bönum verðast".  Eina sem er öruggt úr bræðravígum er hörmungar.  Og í þjóðfélagi þar sem manngildi er ekki lengur brúkanlegur mælikvarði heldur krónur og aurar þá skal þess getið að mesti kostnaður samfélaga fellur einatt til í bræðravígum.  Þó það sé ekki kennt í viðskiptafræðum þá er það bara þannig til lengdar að minnsti kostnaður og mesti ávinningur er leið manngildis og samstöðu.  Þannig séð var Jesús Kristur mikill hagfræðingur.

Leiðsögn felst í því að útfæra leiðir til að ná markmiðum þjóðarinnar.  Einfaldara getur það ekki verið.  Í stað þess að hagfræðingar og aðrir spekingar og svo allir meðaljónarnir í flokkapólitík okkar haldi ræður uppfullar að staðreyndum um það sem er ekki hægt og af hverju, þá felst leiðsögn um að finna þau úrræði sem duga.  Hagfræðingar fá því t.d spurningar um hvernig tryggjum við búsetu fólks og atvinnu.  Auðvitað eru margar gryfjurnar til að falla ofaní eins og í fyrstu ferðinni yfir hálendi Íslands.  En hún var farinn því menn ætluðu sér það og ef menn festu trukkana, þá fundu menn leið til að losa þá aftur.  "

Þetta er kjarninn er linkurinn er hér. http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/866336/

Markmiðið er að enginn farist vegna hamfaranna, og til þess þarf að gera það sem þarf að gera, finna þau úrræði sem duga.

Norðfjarðargöngin eru lítið dæmi um það sem þarf að gera, og þá sem hluti af stöðugum fræmkvæmdum í jarðgangnagerð.

Og svo margt annað.

En það sem gert er, er rangt ef menn skilja ekki grunnhugsunina sem ég fjalla í pistlunum mínum sem ég linkaði fyrst.

Og  ég endurtek, ég veit ekki um aðra sem hafa sett hlutina upp í þetta samhengi, samhengi sem sameinar skynsamlega hagfræði og mennskuna, að allir eigi rétt til lífs og mannúðlegs samfélags.  Og þetta er auðlesið og auðskiljanlegt, þess vegna var ég lengi að semja þetta því það er flókið að segja margt í fáum orðum.

En þetta var ekki lesið, og verður ekki lesið, því fólk vill ekki hugsa.  Það er of erfitt. 

Sem er aftur skýring þess að ég nenni þessu ekki lengur.  Ég kosta of miklu til, sjálfri lífsorkunni, og uppsker of lítið, skrifin bera ekki ávöxt nema lítill hópur sérvitringa er dyggur lesandi.  En fyrir fjöldann gæti ég alveg eins skrifað á Sanskrít eða á tungu Búskmanna.

Þess vegna fókusa ég á upphlaupið, skammirnar.  Geri Ögmund að ljóta kallinum þegar sannleikurinn er sá að hugmyndafræðin er óvinurinn.

En ég vildi segja þér frá þessu því forsenda vel heppnaðra skamma, er sú að maður geri sér grein fyrir dýpri rökunum.  Falli ekki í þá gryfju að trúa persónugerfingunni, þó maður noti hana út á við.  Því ef maður gerir það, þá er maður ekki nógu sveigjanlegur, ekki nógu fljótur að bregðast við nýjum aðstæðum, hvort sem er til sóknar eða til varnar. Góður áróðursmaður trúir ekki sínum eigin áróðri. 

Ég er góður áróðursmaður.

Og ef þú vilt ná árangri, þá þarft þú líka að ná tökum á þessari hugsun. 

Við skömmum Ögmund en við vitum að óvinurinn er annar.  Því ef við vitum það ekki, þá fáum við aðeins nýja leikbrúðu, og skiljum ekkert í hvað fór úrskeiðis.

Markmiðið er að hver sem fer gegn okkur, verður hausstífður, óháð nafni, óháð flokki.

Þeir sem persónugera þetta, skamma "hina", en sjá alltaf eitthvað jákvætt við "sína".

Og hætta vera bandamenn okkar þegar þeirra menn taka við.

Ekki nema við náum að stýra þeim í víðara samhengi.

Bið heilsa.

Kveðja, Ómar.

PS, ég tók aðeins út nafnið, annars úskýri ég mig ágætlega. 

Kveðja aftur Kristján.

Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 10:42

38 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! og takk fyrir , ég tel ekki eftir mér að "renna" yfir langar útskýringar og alls ekki þegar þegar þær eru framsettar sem hér, skorinorðar og án tæpitungu.

Ég er byrjaður og held áfram, með hálp frá þínum útskýringum og "pælingum" á þessu, ásamt minni lífsreynslu og af opnum hug, að skoða þetta með bestu, sanngjörnustu og virkustu aðferðina við að koma grunngildunum í samfélagi eins og Íslandi í lag, samfélagi  sem er svo illa leikið af græðgi, spillingu og hróplegu óréttlæti, að samhugur, félagsleg mannúðarhugsun að ekki sé talað um einfalda hagfræði, er allt að því fjarrverandi, 1: prenta peninga ? 2: setja í bið ýmiss verkefni og útgjöld sem ekki eru beint undir grunngildunum (byggja "Hörpur", draga úr "námsferðum" embættismanna og ráðamanna, ofl í þeim dúr) eða auka skatta, ekki "laumu" skatta, sem erfiðara (ómögulegt) er að fjarlægja síðar meir,3: taka lán í útlöndum, ef fæst og þá með hvaða skilyrðum og kjörum ?, skal viðurkenna að prentunin er lokkandi, en ekki algóð heldur, sbr. hér undir.

"Peningaprentun virkar þegar hún er notuð við réttar aðstæður alveg eins og matur virkar til að tryggja starfsemi líkamans. Það eru ekki rök gegn mat að ofátt leiði til sjúkdóma. Það eru rök gegn ofáti".

Þarna hefði mátt standa í réttum tilgangi einnig, því hversu oft hefur ekki verið prentað til auka gróða þeirra sem höfðu meir en nóg fyrir ?

Það er stundum stutt á milli "vonleysis" tilfellanna hjá þér sbr. útdráttinn undir hér,

"En þetta var ekki lesið, og verður ekki lesið, því fólk vill ekki hugsa. Það er of erfitt.   

 enda skiljanlegt, en þess meiri aðdáun hefur maður á kraftinum í þér og baráttuviljanum, við erum kannski ekki svo gífurlega mörg sem nennum að lesa allt sem þú skrifar, í þessu yfirskrifta og slagorða umhverfi sem fólk elst upp í nú, við eru kannski ekki heldur svo mörg sem "sjáum ljósið" en okkur fjölgar og við tökum í eyrnasneplana á okkar kunningjum, "dropinn holar steininn"

Pistlarnir hér fyrir ofan voru lesnir af undirrituðum allavega, og vonandi fleirum.

Takka aftur Ómar ! fer nú fljótlega og kíki á nyjasta innslagð þitt, fæ áfyllingu af baráttuvilja þar ef að líkum lætur.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 1.4.2012 kl. 11:58

39 Smámynd: Ómar Geirsson

Elsku besti Kristján, get ómögulega sagt allt í einum pistli og í bréfstúf mínum hér að ofan til foringja gangnamanna þá var ég að leiða hann áfram frá gagnrýni til núverandi ríkisstjórnar til gagnrýnni á kerfið sem er hinn raunverulegi óvinur.

En hinn rétti tilgangur peningaprentunarinnar, viðskiptavakinn, er útskýrður ágætlega í linkunum sem ég vísaði í, það er með rökum. 

En frasinn hljómar svona.

"Samgöngur þroska byggðir, skapa ný tækifæri, nýja möguleika, efla mannlíf og efla atvinnulíf.

Þetta kallast gróska.

Gróska mannlífs, gróska atvinnulífs, gróska þjóðfélags.

Fjárfestingar í samgöngum eru dæmi um þessar fágætu fjárfestingar sem borga sig sjálfar. 

Þær borga sig með x hærri skatttekjum ríkissjóðs.

Þessar fágætu fjárfestingar kallast innviðir samfélaga.  Hver króna sem í þær eru settar skilar sér margfalt til baka.

Þessi sannindi hafa vitur stjórnvöld á öllum tímum skilið.  Og uppskorið rík og velmegandi samfélög."

Tekið úr pistli gærdagsins um Samgöngur efla byggð.

Á astralsviðinu væri byltingin ekkert vandamál, þá væri maður ekki að eyða kröftum sínum í að rífast eða sannfæra fólk.  Maður væri að fræða, að útlista, þá hugsun og aðferðarfræði sem við eigum öll sameiginleg og hvernig hún gæti bjargað framtíð barna okkar.  Eitthvað sem allir skilja nema steingeldir heimsendaþráendur.  

En í raunheimi stígur maður skref.  

Þessi hópur sem ég hef ljáð krafta mína er slíkt skref.  Þar erum við með brýnt hagsmunamál en algjört tómlæti fjöldans á hagsmunum sínum.  Menn bóna frekar Landcrúsera sína í frítíma sínum en að sína þeim sem berjast fyrir hag þeirra minnsta vott af stuðning.  Menn tala um aumingja og ræfla, það er þingmenn og oft á tíðum sína eigin kjörnu fulltrúa í sveitastjórn, en líta aldrei í eigin barm.  Menn nöldra út í þá sem stíga upp og segja hingað og ekki lengra, kalla þá skrýtna, sérvitringa, hvað eru þeir að vilja upp á dekk.

Eru síðan síspyrjandi um af hverju gerist ekkert, af hverju fáum við ekki göng, vita þeir fyrir sunnan ekki hvað við framleiðum mikið???  

Það hvarflar ekki að fólki að hjálpa þeim sem eru að hjálpa því.

Harmleikur landsbyggðarinnar í hnotskurn.

En það reis upp skrýtinn maður, sem var svo rosalega skrýtinn, að þegar hann sagði, gerum eitthvað, að hann fór að gera eitthvað.

Og nokkrir fylgdu honum, reyndu sitt besta að skapa umræðuvettvang og að sýna þann stuðning sem þau gátu.

Með öðrum orðum Kristján, byltingin fæddist, og hún er að forma mynd sína.  Og hún á sér jarðveg, frjóan jarðveg því sveitungar mínar eru hörkugott fólk, og harðduglegt.  

Það er aðeins einn óvinur, vaninn.  Já, og kannski spéhræðlan að ljá orðum sínum og kröfum andlit.

Gerjunin hérna er alveg stórmerkileg, í alvöru, framar björtustu vonum þess sem vænta má í raunheimi.  Ennþá ekki komin á astralsviðið en svei mér þá, það gæti alveg gerst.

Mitt hlutverk er að orða hugmyndafræðin þannig að fólk skilji hvert annað, flest rifrildi stafa af því að fólk skilur ekki hvort annað þó það sé að meina sama hlutinn þegar betur er að gáð.

Og ég er til taks þegar á okkur er ráðist.  Þá hittir andskotinn ömmu sína.

Eins og þú veist.

Svo þetta er fróðlegt, mjög fróðlegt.

Þetta endar kannski þannig að ofan á ICEsave sigurinn geti lokafærsla mín verið, "Sagði ég ekki, ég hafði rétt fyrir mér", sbr brandarinn úr Sick jokes þar sem stóð á legsteininum í kirkjugarðirn, "I told you, I was sick"

En þetta er okkar á milli, það les enginn svona langlokur þegar þráðurinn er kominn með svona margar athugasemdir.

Annars væri ég í deep shit.

Heyrumst Kristján, gangi þér vel að efla móðinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 13:25

40 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Mitt hlutverk er að orða hugmyndafræðin þannig að fólk skilji hvert annað, flest rifrildi stafa af því að fólk skilur ekki hvort annað þó það sé að meina sama hlutinn þegar betur er að gáð."

Með því betra sem ég séð frá þér, og það segir mikið.

Móðurinn er jafn og kannski heldur vaxandi, "nennan" sveiflast svoldið.

MNKV og sjáumst á öðrum tíma á öðru bloggi "somwhere" eins og George Lucas myndi orða það.

KH

Kristján Hilmarsson, 1.4.2012 kl. 15:53

41 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er aðeins eitt orð til um nennu þína Kristján, og það er orðið "aðdáunarvert".

Það þyrfti ekki mjög marga í viðbót með þessa nennu og þá myndi margt breytast hér sem og annars staðar, og þá til betra, þó því bestasta verði aldrei náð.

Foringi okkar gangnamanna hefur þessa nennu.

Kveðja til Norge.

Ómar.

Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 204
  • Sl. sólarhring: 754
  • Sl. viku: 5488
  • Frá upphafi: 1327034

Annað

  • Innlit í dag: 183
  • Innlit sl. viku: 4868
  • Gestir í dag: 180
  • IP-tölur í dag: 177

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband