Hvenær ætlum við að feisa raunveruleikann??

 

"Við munum ekki láta Sjálfstæðisflokkinn koma í veg fyrir" endurskoðun stjórnarskráarinnar, að auðlindir landsins verði í sameign,  koma í veg fyrir þetta og hitt.  Eins og flokkur í stjórnarandstöðu hafi alla þræði valdsins í höndum sér.

Þetta er nálgun Ruv, fjölmiðils allra landsmanna, á klúðrinu sem ríkisstjórninni tókst að koma endurskoðun stjórnarskráarinnar í.  

Þeir, sem klúðruðu málinu með algjörum handarbakarvinnubrögðum, fengu fyrstu mínútur fréttatímans að ausa úr skálum reiði sinnar og kenna vinsælum blóraböggli, Sjálfstæðisflokknum, um það sem var þeirra sök.  Það var enginn inngangur þar sem gagnrýnna spurninga var spurt, til dæmis af hverju málið var lagt fram svona seint, af hverju það væri svona óljóst, þá hver væri tilgangur hinnar ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og hvað menn ætluðu að gera með niðurstöðu hennar, og það var ekki spurt hvort það væri ekki eðlilegra að alþingi legði fram tilbúið frumvarp sem þjóðin gæti tekið afstöðu til.

Aðeins aurburður á Sjálfstæðisflokkinn.  

 

Þessi vinnubrögð Ruv eru í raun aumari en það lægsta fram að þessu þegar Kristinn H Gunnarsson var fenginn í Kastljós til að úskýra af hverju Alain Lipitz, maður sem kom að samningu reglna um innstæðutryggingar Evrópusambandsins, hefði rangt fyrir sér, að hann þekkti ekki reglur sambandsins.  Ísland ætti víst að borga ICEsave.

Ég er einn af þeim sem hef ítrekað reynt að afsaka Ruv með því að stofnunin sé mönnuð misvitgrönnu fólki sem einfaldlega ráði ekki við almenna rökhugsun.  En fréttaflutningurinn í gær sló þá skýringu algjörlega út, það er ekkert lifandi svo heimskt að sjá ekki klúður ríkisstjórnarinnar í stjórnarskráarmálinu og enginn sem  á annað borð hefði getuna til að spyrja spurninga, myndi afgreiða fréttina á þann hátt sem Ruv gerði.

Það er einfaldlega kominn tími á að feisa raunveruleikann og benda á hvaða spilling að baki býr. 

Hvaða öfl eru að verki og hver tilgangur þeirra er.

 

Fyrst langar mig aðeins að fjalla um spillingu.  Hvernig hún er hreyfiafl en líka hvernig flókin atburðarrás á sér oft einfalda skýringu, sem er hegðun þeirra sem lifa í spilltu þjóðfélagi og vita að þeir fá engu framgengt nema vinna eftir þegar settum leikreglum, spillingarinnar.

Ég las einu sinni mjög góðan reifara eftir Ken Follett sem hét Þrenning.  Skemmtileg útfærsla af spillingu kom þar við sögu.  KGB foringi einn átti son sem var mikill stærðfræðisnillingur og fyrir drengnum lá að komast í besta skóla Moskvu sem sérhæfði sig í að þróa og þroska áfram hæfileika afburðanemanda.  En drengurinn fékk ekki inngöngu vegna spillingar.  Og aðeins einn maður komst upp með hana gagnvart KGB foringjanum sem annars fékk alltaf sínu fram.  Það var sá sem var fyrir ofan hann í goggunarröðinni.  

Þá hófst flókin atburðarrás til að grafa undan honum til að koma sínu að.  

Ég ætla að endurtaka þessa setningu, "þá hófst flókin atburðarrás til að grafa undan honum til að koma sínu að".  Atburðarrás sem varð ekki skilin nema menn föttuðu hinar undirliggjandi ástæður.  Ástæður sem í raun voru mjög einfaldar.

Það var aðeins atburðarrásin sem var flókin.

 

Næsta dæmi um spillingu ætla ég að taka úr raunveruleikanum og fórnarlömb spillingarinnar eru íbúar byggðarlags sem framleiða rúmlega fjórðung útflutningstekna landsmanna en þeim er neitað um samgöngubætur vegna spillingar í kerfinu.

Þó notast þeir við hættulegasta veg landsins, veginn um Oddsskarð.

 

Á einhverjum tímapunkti settust hagsmunaaðilar í Vestmannaeyjum niður og ákváðu að lausnin á samgönguvanda Eyjamanna væri ný höfn á Landeyjarsandi.  Vitandi að Dæmið um heimsku í biblíunni (enda Eyjamenn biblíufróðir) er að heimskur maður byggði sér hús á sandi, þá útbjuggu þeir áætlun, settu sér markmið og settu pening í hana svo markmið þeirra yrði að veruleika.  

Hvernig er hægt að minnast á byggingu hafnar á sandfjöru fyrir opnu hafi án þess að allir fái krampakast úr hlátri???  Jú, þú startar umræðu um ennþá heimskulegri hugmynd og nærð síðan lendingu um heimskuna sem þú ætlar að ná í gegn.

Þannig hófst umræðan um jarðgöng til Vestmannaeyja sem dúkkaði upp í blaðagreinum, fréttum, og á Alþingi.  Leidd af Árna Johnsen.  Hápunktur hennar var þegar Eyjamenn borguðu norskum sérfræðingi fyrir að koma til landsins og kynna "kostnaðaráætlun" sína um fyrirhuguð jarðgöng þar sem hann framreiknaði kostnað við borun á norsku eðalbergi við gerð jarðgangna á sprungubelti Norður Atlantshafsflekans.   Ég veit ekki hvað Norðmaðurinn fékk borgað mikið að halda út þessa umræðu án þess að skella upp úr en almannatenglum, kostaðir af útgerðinni í Vestmannaeyjum, tókst að halda umræðu um fáráðið gangandi.

Því mikill er máttur peninga.

Það er óþarfi að rekja þessa sögu nánar, það vita allir hvernig hún endaði, uppí sandi.  

 

En framhaldið er skuggalegt, það er ef fólk á annað borð metur grunngildi þjóðfélagsins einhvers.  Í kjölfar Hrunsins 2008 voru lífsnauðsynleg göng slegin af með þeim rökum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vildi enga þenslu í þjóðfélaginu og því mátti ekkert framkvæma. 

Svo upp úr þurru var tilkynnt ný samgönguáætlun þar sem lífsnauðsynleg samgöngubót, Norðfjarðargöng, var slegin af vegna nýrrar Vestmannaeyjarferju.  Sem örugglega mun leiða til alvarlegs mannskaða fyrr eða síðar.  

Og það þögðu allir flokkar.  Hvort sem þeir voru í stjórn eða  stjórnarandstöðu.

Í Rússlandi myndi almenningur yppta öxlum og ekki furða sig neitt á þessu, þekkja sína menn.  Eina sem menn myndu spá í hvert verðið á þögninni hefði verið.  

Í Noregi myndi fjármála hinna þegjandi stjórnamálaflokka vera tafarlaust rannsökuð því samræmd þögn myndi alltaf vekja upp spurningar.  Sem lýðræðisþjóðfélag verður að fá svar við. 

Skýra peningar ákvarðanatöku sem er út úr kú??

Á Íslandi finnst okkur hin óskiljanlega ákvörðun alveg sjálfsögð og þögn stjórnmálamannanna stafi af hæsi.  

Enginn spyr um mátt peninganna.

 

En í dag er ekki lengur hægt að þegja. 

Það er ekki hægt að horfa á skrípaleikinn á Alþingi ásamt hinum stórfurðulega fréttaflutningi af honum án þess að vekja athygli á hvað öfl standa að baki og hver tilgangur þeirra er.

Það er augljóst að það er engin alvara að baki, hvorki umræðunnar um stjórnlagaráð eða umræðunnar um kvótann.  Hvorug tveggja er vandlega skrifað leikrit þar sem stjórn og stjórnarandstaða rífast út í eitt og svo fyrir einhverja dularfulla tilviljun þá gufa málin alltí einu upp, þau falla á tíma eins og sagt er.

Á sama tíma eru stóru mál samfélagsins ekki rædd.

Og á sama tíma er þegjandi og hljóðarlaust verið að innlima landið í Evrópusambandið.

Aðeins peningar geta útskýrt fáráð slíkra atburðarrásar og það er tími til kominn að þjóðin feisi það.

 

Þetta er ekki svona heimskt lið, hvorki starfsmenn Ruv eða þingmenn okkar.

Munum að við fengum aðvörun. 

"Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás.  Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það.  Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram. (Prófessor Michael Hudson við Columbíu Háskóla)." 

Við náðum vissulega að stöðva fyrstu árásarbylgjuna og krónubraskararnir drógu sig í hlé í kjölfar ICEsave ósigursins.  En almenningur hefur ekki fengið leiðréttingu lána sinna nema að hluta til með hjálp dómsstóla.  Og fallexi krónubraskarana vofir yfir okkur.  Seðlabankastjóri hefur þegar tilkynnt að almenningur muni upplifa mun lakari lífskjör því það þurfi svo mikinn afgang af vöruskiptum til að borga út froðukrónunar á yfirverði.

Svo er náttúrulega verið að innlima landið í ESB.

 

Hver andæfir??? Eru margir þingmenn sem tala á þessum nótum????

"Veiking krónunnar mun auka verðbólgu og leiða til hækkunar stýrivaxta. Það er kominn tími á nýja ríkisstjórn, peningastefnu og seðlabankastjóra sem ver kjörin í landinu en ræðst ekki á þau í þágu erlendra kröfuhafa. Versni lífkjörin mun landflóttinn aukast!" 

Eins og Lilja Mósesdóttir gerir????

Er einhver að verja þjóðina gegn ásælni erlendra kröfuhafa útrásarvíkingana???

Svarið er Nei, svo er ekki.

 

Á Alþingi er sett upp hvert stykki af öðru sem slá leikritum Darios Fó algjörlega við.  

Og þó sú vitræna umfjöllun sem þar á sér stað er kaffærð í skrumi.   Og skrumið ratar á forsíður blaðanna og í fréttatíma ljósvakamiðlanna.

Við upplifum stórbrotna atburðarrás, það vantar ekki en á bak við hana eru mjög einfaldir hagsmunir.

Hagsmunir sem eiga peninga, og þeir stjórna þjóðmálaumræðunni.

 

Afleiðingin verður mjög einföld, við endum sem þrælar í okkar eigin landi, landi sem verður útnári evrópska stórríkisins.

Og það er kominn tími á að við feisum þann raunveruleika.

 

Saga okkar hefur þegar verið sögð, hún var sögð í Gosa.  

Með glamúr og gleði, mútum og sælgæti, voru ungir drengir gerðir að ösnum, og síðan þrælum í verksmiðjum erlendra kröfuhafa.

Við munum ekki einu sinni fá skrifaða sögu um okkur því sama sagan er ekki sögð tvisvar.  Ekki ef endir hennar er ömurlegur og lesandinn kastar henni frá sér með ógeði.

 

Við erum fjöldinn og gerum ekkert annað en að tuða yfir leikriti á Austurvelli.  Mætum samt aftur og aftur á nýja uppsetningu sama farsans. 

Farsans sem heitir að spila með þjóð sína.

Fyrir góða borgun.

Og það er eins og leikendur geti alltaf toppa sjálfan sig í vitleysunni en fá samt alltaf óskipta athygli okkar.

 

Á meðan tæmist stundaglas þjóðarinnar.

Bráðum verður ekki aftur snúið úr skuldagildru krónubraskarana.

Bráðum mun efnahagslífið falla saman vegna of mikilla skulda.

 

Og við tuðum og tuðum og tuðum en gerum ekki neitt.

Alsæl?????

Kveðja að austan.

 

PS. Nema hér fyrir austan, þar rís fólk upp gegn spillingunni og krefst réttlætis.

Um það má lesa á þessum link.

http://is-is.facebook.com/pages/Nor%C3%B0fjar%C3%B0arg%C3%B6ng/249527751733584 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott grein.

ekki sammála því reyndar að þetta lið sé ekki heimskt..

annars væri það ekki að þessu..

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 19:05

2 identicon

Dúndrandi góð grein Ómar.

En ríkis-pilsfalda-kapítalistar og kommar munu afneita þessu fram á eigin grafarbakka.

Þeim er drullusama um allt nema eigin farsa - inn og út um gluggann og alltaf sömu leið.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 19:25

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Svo þykir þeim vænt um mútfé sitt Pétur.

Takk félagar að nenna að leggja á ykkur lesturinn.  Á meðan einhver les, og einhver hugsar, þá er von, von um bætt og betra þjóðfélag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2012 kl. 19:31

4 identicon

Flagðið Jógríma er ekkert á  förum úr greni sínu. Hún hefur stuðning VG sem fær að stöðva allar virkjanir í staðinn. Jón Bjarnason á að gera almenningi þann greiða að segja  sig úr VG. Eða er hann bara húfan og trefillinn og liggjandi hundur sem lætur sparka í sig. Hann á að sýna að hann sé maður en ekki  hundur. Ef Guðmundur Steingrímsson vill vera tekinn alvarlega hættir hann stuðningi við Jógrímu. Annars er hann dauðadæmdur í næstu kosningum. En almúginn fær þá  stjórn sem hann á skilið. Ef hann sýnir ekki hnefana gerist ekkert nema ótíðindi!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 20:20

5 identicon

Sæll.

Það er til einfalt ráð gegn spillingu: Taka völd af stjórnmálamönnum.

Helgi (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 23:25

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Að mínu mati hin óvægi sannleikur/Kveðja að sunnan!!!

Haraldur Haraldsson, 1.4.2012 kl. 00:25

7 identicon

  • "Svo þykir þeim vænt um mútufé".  Mikið rétt hjá þér Ómar, því ríkis-pilsfalda-kapítal-kommarnir láta kosta sig af sérhagsmunavörslumönnum og rugla alþýðu fólks sem mest þeir mega og beita þar allri sinni kunnáttu til, að tryggja vald sitt og skammta sér drjúgan ágóða skv. úthugsuðum hugmyndafræðilegum valdastofnunum stjórnsýslunnar og stofnana hennar. Með nokkurri vísan til skilgreininga Louis Althusser þar um, hvernig vald skal einátta tryggt, einbendis og gildir þá einu hvort pilsfaldurinn er sagður vera vinstri eða hægri pilsfaldur.

  • Hugmyndafræðilegar stofnanir ríkisisvaldsins þjóna tilgangi yfirbyggðarinnar að verja vald sitt, bæði fyrir hrun
    og einnig nú eftir hrun, það kallast The Inside Job
    og lýsir því hvernig valdakerfið ruglar almúgann í ríminu, með því að skuldsetja almúgann svo mjög að hann verði algjörlega einátta til fjöl-þynnku vitsins og er það tilgangur valdakerfisins … að viðhalda þannig sjálfu sér með vafningum og spuna:

    - Valdakerfi flokkanna
    - Valdakerfi laganna
    - Valdakerfi fjármála
    - Valdakerfi framkvæmda
    - Valdakerfi dómsmála
    - Valdakerfi trúmála
    - Valdakerfi menntunarmála
    - Valdakerfi menningarmála
    - Valdakerfi fjölmiðlunar

    Og síðast en ekki síst og er þá allt komið í eina sápu-froðu-sátt yfirbyggðar
    til varnar kerfi sínu
    - Valdakerfi atvinnulífsins
    í samtökum fursta og greifa í heilagri sambúð með forustu ASÍ.

    Og yfir öllu sveima federalískir alþjóðarembu hrægammar banka-auðræðis og kalla það glóbalíseringu, sem notabene á ekkert skylt við alþjóðahyggju.

  • Yfirbankastjóri Evrópska seðlabankans, Mario Draghi, er td. vel skólaður til þeirrar federalísku alþjóðarembu … prófið bara að gúggla hann og sjá Goldman Sachs, Wall Street og Frankfurt í einni sæng saman að framleiða hugmyndafræðilega samtryggða vafningakeðju og skuldabagga á búin mörgu og smáu. Megi nú fólk fara að glenna upp augun og sjá og skilja viðbjóðinn.
    Mario Monti, kíkið á hann á gúggli og skyldleikinn við Geithner og Bernanke leynir sér ekki.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 01:09

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Verður það ekki að vera; með illu skal illt út reka?

Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2012 kl. 01:42

9 identicon

Til valdakerfisins var stofnað til að þjóna almenningi og þiggur það því tilverurétt sinn frá almenningi

... ekki öfugt.

Það valdakerfi, sem gleymt hefur upprunalegu hlutverki sínu er ber dauðann með sér

og er þá sama hvort það klæðist vinstri dulu eða hægri.  Það kann að vera löglegt, en siðlaust

enda nýtur nú alþingi einugis 10% trausts almennings.  Something is rotten in the state! 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 02:12

10 identicon

Experience hath shewn, that even under the best forms of government those entrusted with power have, in time, and by slow operations, perverted it into tyranny.
Read more at http://www.brainyquote.com/quotes/quotes/t/thomasjeff125003.html#5aWBPR8ZhAvE7VIr.99

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 02:33

11 identicon

Ég er farinn að hallast að því að þegar upp er staðið, verður kostnaðurinn við Landeyjahöfn orðinn svo mikill, að jarðgöngin hans Árna Johnsen verða á svipuðu verði.

Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 09:34

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrútur.

Við skulum vona að Guðmundur Steingrímsson verði ekki tekinn alvarlega.  Hann er birtingarmynd þess sýndarveruleika sem ég er að benda á við þurfum að feisa.

Keyptur maður fyrir evrópskt gull.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 13:42

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga, það er hið góð sem rekur hið illa út.

Það vantar aðeins eina forsendu, að fólk feisi raunveruleikann en láti ekki leikendur í leikhúsi fáráðsins spila endalaust með sig.

Ef fólk vill betra þjóðfélag, þá styður það einfaldlega engann sem er Snati AGS.  Jafnvel þó viðkomandi flokkur þykist vera á móti, þá byltir hinn almenni flokksmaður þeim sem styðja Helförina. 

Annars er hann ekki að feisa raunveruleikann.

Og ég get sagt þér það hreint út Helga, að ef evran væri ekki svona vonlaust dæmi, þá myndi ég styðja aðildana að ESB því andstæðingar aðildar eru fjármagnaðir af hópi sem vill ekki skuldaleiðréttingu handa heimilum landsins.

ESB andstaðan er hluti af helreiðinni, það er aðeins að feisa það.

En lausnin er ekki evran.  Heldur að skipta út því fólki sem vill náunga sínum illt.

Upphaf og endir alls erum við sjálf.

Við búum nefnilega í lýðræðisþjóðfélagi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 13:49

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristinn.

Svona alveg þangað til að það hefði gosið í gegnum göngin, þá vildu menn frekar Landeyjarhöfn.

En sú höfn er óðs manns æði, ef ferjan lendir í stóru öldinni, þá á hún ekki von.  Og stóra aldan kemur án undanfara.

Verst er samt sú spilling að þiggja samgöngubót á kostnað annarra.  Að nota fé til að troða sér fram fyrir í röðinni.

Að virða ekki eðlilegar stjórnsýslureglur.

Og við erum öll fórnarlömb hennar, sama hvar við búum, jafnvel þó við höfum fengið ávinning af henni, þá bitnar þetta að lokum á öllum.

Og ég vorkenni Akureyringum að leggja til svefns að kveldi þess dags sem þeir þiggja Vaðlaheiðargöng á kostnað Norðfjarðargangna og Dýrafjarðargangna.  

Það er nefnilega kvöldið sem þeir kvöddu æru sína.  Því spilling þrýfst ekki nema að til staðar sé fólk sem þiggur spillinguna.

Höfum það á bak við eyrað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 13:55

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Og sár Haraldur, hann snertir okkur öll.

Við tökum flokkinn fram yfir framtíðina.

Og það breytist ekkert nema við feisum það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 13:56

16 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Brauð og sirkus" Ómar ! brauð og sirkus ! ekki í Hörpunni, ekki í Þjóðleikshúsinu, ekki heldur í Laugardalshöll eða Laugardalsvelli, nei það er "Brauð og sirkus" fyrir fólkið á Austurvelli og í RUV (að vísu er brauðið pínu myglað og þurrt, en sirkusinn stendur undir nafni), Rómverjar kunnu þetta, núverandi ráðamenn Íslands líka, en hvað með okkur sjálf ?

Afburða góður pistill félagi !!

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 1.4.2012 kl. 15:44

17 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistil hjá þér og tek undir hvert orð. Allt þetta sem þú talar um, kom fram á Spillingi áðan (alþingi). Þá var lagt fram frumvarp um Vaðlaheiðargöng eins og engin umræða hefði farið fram um kostnað á þessari endaleysu og hvernig þetta andsk.frumvarp var tekið úr áætlun og troðið fram fyrir annað. Nýtt ísland..??? Ekki með einn einasta mann sem á Spillingi situr í dag. Út með allt þetta fólk og flokka og fáum að kjósa einstaklinga. Fyrst þá verður breyting, en aldrei meðan fjórflokkurinn fær að ráða

Kveðja 

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.4.2012 kl. 18:50

18 Smámynd: Elle_

Góður pistill, Ómar.  En var að lesa svarið til Helgu í no 13.  Ekki vildirðu fullveldisafsal ef evran væri ekki þarna?  Flokkur Brussel-evru-dýrkenda, flokkur Jóhönnu, hefur staðið fyrir helreiðinni og í vegi fyrir hjálp við heimilin.  Með hjálp bæði Sjálfstæðisflokksins og VG.  Og ekki síst með eyðslunni í fáráðsumsóknina og með fyrirætluninni með lögleysunni ICESAVE.  Veit um þó nokkuð af andstæðingum beggja mála og sem stæðu ekki í veginum.  Þar á meðal erum við Helga.

Hinsvegar fann ég þetta um Goldman Sachs og það er ógeðslegt:

What price the new democracy? Goldman Sachs conquers Europe

The Goldman Sachs Project.

Elle_, 1.4.2012 kl. 20:29

19 Smámynd: Elle_

Og ég fullyrði að ´fávitaflokkurinn´ hefur haldið almenningi í fátækt og gíslingu gagngert til að geta troðið honum nauðugum og varnarlausum þangað sem þau vilja hafa landið.  Já, ´björgun Brussel á Ísalandi frá eymd og volæði´.  Við megum ekki falla fyrir blekkingunum og ofbeldinu.  Þau eru nefnilega ekki fávitar, heldur klók og fádæma óheiðarleg og ósvífin.

Elle_, 1.4.2012 kl. 20:47

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ef ég væri rænur og svívirtur, og ESB andstæðingar væru aðalstuðningsmenn þess ráns, og neituðu mér um réttlæti á sama tíma og kostunaraðilar þeirra fá allt sitt afskrifað, það er halda fyrirtækjum sínum og fá fyrirtækin rekstrarhæf, þá myndi ég ekki hika í eina mínútu að styðja aðild að ESB.

Þjófar Elle geta ekki höfðað til þjóðhollustu.  

Ekki ef sú hollusta er ávísun á að rán þeirra líðist.

Ef þú ætlar að feisa raunveruleikan Elle, þá er þetta ein hlið hans.

En ég styð ekki ESB, því það er sama ræningjagengið, en ég er ekki heldur í þjófafélagsskap.

Því ég er ekki þjófur og er nógu siðaður til að vita að þjófnaður er rangur.

Ég þekki muninn á réttu og röngu.  

Og að siðalögmál gilda fyrir alla, líka ESB andstæðinga.  Sá sem neitar náunga sínum í neyð um aðstoð, sá sem stendur fyrir svívirðingum á hendur þeim sem berjast fyrir réttlæti, hann er í engu betri en Jóhanna, þó hann sé hlynntur fullveldi landsins.

Ég feisa sannleikann, líka þegar hann er sár.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 21:20

21 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar Elle, sem ríma við það sem ég hef áður sagt og enn áður:

"Yfirbankastjóri Evrópska seðlabankans, Mario Draghi, er td. vel skólaður til þeirrar federalísku alþjóðarembu … prófið bara að gúggla hann og sjá Goldman Sachs, Wall Street og Frankfurt í einni sæng saman að framleiða hugmyndafræðilega samtryggða vafningakeðju og skuldabagga á búin mörgu og smáu. Megi nú fólk fara að glenna upp augun og sjá og skilja viðbjóðinn.
Mario Monti, kíkið á hann á gúggli og skyldleikinn við Geithner og Bernanke leynir sér ekki."

Kíkið á vald.org og lesið líka um Rothschild.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 23:09

22 identicon

Hér er forsagan að nútíma stríðs-kapítalismanum og auðræðinu,

plutocracy, sem er að drepa allt venjulegt fólk út um allan heim:

http://vald.org/greinar/110618/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 23:16

23 identicon

Þetta eru þeir hrægammar sem stjórnvöld alls fjórflokksins hamast við að fórna almenningi fyrir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 23:19

24 identicon

Aldrei eru góð orð of oft endurtekin:

"Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás.  Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það.  Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram. (Prófessor Michael Hudson við Columbíu Háskóla)." 

"Veiking krónunnar mun auka verðbólgu og leiða til hækkunar stýrivaxta. Það er kominn tími á nýja ríkisstjórn, peningastefnu og seðlabankastjóra sem ver kjörin í landinu en ræðst ekki á þau í þágu erlendra kröfuhafa. Versni lífkjörin mun landflóttinn aukast!" (Lilja Mósesdóttir)

Það er kominn tími til að allt venjulegt og óbreytt fólk, Jón og Gunna, rísi upp og standi saman gegn hryðjuverkaárásum hrægammanna!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 23:33

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Hver á að taka við auðmenn??  Auðræningjar??? Braskarar???  Þeir sem hafa kvalið og pýnt hinn venjulega mann í gegnum aldirnar, arðrænt hann og kúgað???

Ég held ekki. 

Svarið við vanda er ekki að auka hann.  Stjórnleysi er ekki svarið.

Svarið er að kjósa fólk, ekki leppa fjármagns á þing.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2012 kl. 00:02

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Kristján.

Er loksins kominn í gegnum bunkann.  

Pétur Örn, hvað getur maður sagt, þetta er svona, en þetta var ekki svona.  Togstreitan milli borgarastéttar og verkalýðsstéttar var þjóðfélögum Vesturlanda til góðs enda stjórnaði vitiborið fólk kapítalinu hér árum áður.

Íhaldssamt en vitiborið. 

Afsprengi Friedmans vildu kannski vel, en hugmyndafræði siðleysins færð i búning frelsisnauðgunar endar alltaf með bastarði sem leyfir allt ef menn aðeins græða.  Og þá gerendurnir.  

Það fyrsta sem þeir ráku, þegar þeir tóku yfir fyrirtæki Vesturlanda var skynsamt hugsandi fólk.  Eldri stjórnendurnir, afsprengi siðmenningar borgarastéttarinnar, þeim var fyrst slátrað.  Og restina þekkjum við.

Það sorglega er að gott heiðarlegt fólk hélt áfram að trúa á sína forystu, og kannski vegna þess að forystan sjálf, oft á tíðum, hélt að hún væri að gera gott, að auka velsæld og hagvöxt.  

Líklegast voru bara allir blekktir.  

En núna er tími feissins runnin upp, enda pistla ég um að feisa raunveruleikann.  Það er ekki lengur hægt að láta eins og að allt sé í lagi, að rán og rupl sé eitthvað annað en rán og rupl.

Og menn eiga ekki lengur að láta sjá sig í félagsskap ræningja og þjófa.  Vilji menn að flokkurinn þeirra eða félagsskapur þeirra geri rétt, hugsi rétt, þá losa menn sig við þá sem ennþá skilja ekki hvað fór úrskeiðis og leggja metnað sinn í að endurreisa hið gamla kerfi græðgi og mannfyrirlitningar.  

Samfélag sem lætur fyrirtæki komast upp með að meðhöndla lifandi fólk aðeins sem kostnað, er dautt samfélag.  Það er samfélag þrælahalds og mannhaturs.

Eitthvað sem öllum sem horfa í kringum sig með opin augun, er ljóst.   Neysluvörur okkar eru framleiddar af þrælum, fjármálakerfið okkar ein rjúkandi rúst eftir sjálftöku og græðgi siðblindra manna, innviðir samfélaga okkar eyðilagðir á skipulagðan hátt.

Eyðileggingin kölluð björgun.

Þeir stjórnmálamenn sem skilja þetta ekki, sama í hvaða flokki þeir eru, þeir mega ekki aðeins missa sig, þeir eru skaðvaldar. Óviljandi???, skiptir ekki máli, skaðvaldur er skaðvaldur.

Allir sem feisa raunveruleikann, þeir feisa líka sitt fólk, sinn flokk.  Getir þeir ekki bylt honum, þá yfirgefa þeir flokkinn.

Eða una sáttir við sitt, og kyssa fætur Jógrímu í hvert skiptið sem þeir sjá hana.

Það er ekkert annað val.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2012 kl. 00:21

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Stundum verðum við að skoða reynslu sögunnar áður en við breytum.  Sú breyting að kjósa einstaklinga er margsönnuð sem besta leiðin til að eyða lýðræðinu.  Þá fyrst sjá menn spillingu og ofurvald hinna ríku. 

Þeir hafa ekki bara efni á að kaupa sér fólk, heldur líka að skapa því þá ímynd að það vinni fyrir fjöldann þegar reyndin er allt önnur.

Og engin vitræn ákvörðun verður tekin, einstaklingsþing er hið fullkomna stjórnleysi.  

Hafir þú gefist upp á flokkunum sem núna er á þingi, þá er allavega einn nýr flokkur sem þú gætir ljáð starfskrafta þína, það er flokkurinn sem vill ekki að börnin okkar endi sem þrælar erlendra kröfuhafa.

Bara það eitt réttlætir stuðning við hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2012 kl. 00:25

28 identicon

Held að þú hefðir betur verið boðaður í silfur egils en Ögmundur í dag, þó hann segði "mál er að linni" varðandi aðlögunina, en hvað á að teygja þann lopa lengi?:

"Allir sem feisa raunveruleikann, þeir feisa líka sitt fólk, sinn flokk.  Getir þeir ekki bylt honum, þá yfirgefa þeir flokkinn.

Eða una sáttir við sitt, og kyssa fætur Jógrímu í hvert skiptið sem þeir sjá hana"

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 00:32

29 identicon

Og bara svo því sé til haga haldið,

þá gildir þetta einnig um allt gott fólk innan gjörspilltra forustusveita fjórflokksins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 01:13

30 identicon

En er það fólk gott,

sem samsinnir sig viðbjóðnum með því að setja blinda augað á kíkinn

og vilja ekki sjá neyð síns minnsta bróður og sinnar minnstu systur?

En kýs að spila sig aumingjagott með mærðarvaðli og mali sínu einu!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 01:24

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Pétur Örn, innst inni er það það.

Íslendingar eru miklu betri en þeim sjálfum rennur í grun um.

Eiginlega getur maður skammað sjálfan sig fyrir að hafa ekki þann styrk orða að opna augu þeirra fyrir því.  Að svona geri maður ekki eins og gert hefur verið frá því að AGS varð stjórnvald hér á landi.

Ísland er gott land, Íslendingar góð þjóð, náunginn sem ég þekki er vinur í raun.  Og krakkarnir í kringum mann, æskan eins og hún blasir við manni hér í byggðarlaginu, hún er frábær.  Aðeins rík þjóð á svona framtíð.

Þannig að það er einhver blinda sem skýrir Helreiðina.  Það er spurning hvort ekki sé tími til kominn að ræða um astralið, svona í tilefni páskanna.  Sjá hvort að það hjálpi til við að blindur fái Sýn.

Allavega er allt til staðar til að samfélagið sé gott.

Nema kannski okkar eigin trú.

Veit ekki en minni enn og aftur að hér í minni heimabyggð er hversdagshetjan að rísa upp gegn þjóðfélagi Hrunsins, og öllu vel meinandi fólki ber skylda til að styðja hana.  

Því ef við styðjum ekki aðra, hver styður þá okkur????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2012 kl. 08:37

32 Smámynd: Elle_

Ómar, stór hluti okkar var rændur og svívirtur og miklu stærri hluti okkar en Brusselsinnar eru samanlagt.  Efnahagur og peningar eru ekki rök fyrir að gefa upp forræði sitt.  Heldur ætti að vinna að því að losa landið við spillta stjórnmálamenn.  Og þó ég væri rænd og svívirt færi ég aldrei, aldrei nokkurn tíma að gefa upp þá hugsjón að halda frelsi og fullveldi.  Og síst af öllu að sættast á yfirstjórn og yfirráð þeirra ríkja sem ætluðu og ætla enn að kúga okkur.

Elle_, 2.4.2012 kl. 12:22

33 Smámynd: Elle_

Og svo snýst frelsi og fullveldi og yfirráð landsins ekki bara um okkur í núinu.

Elle_, 2.4.2012 kl. 12:27

34 identicon

Sæll Ómar.  Þetta með að kjósa fólk er nú bara sett fram vegna þessarar gífurlegu þreytu á því sem búið er að vera. En, sennilega er það rétt hjá þér hvernig færi fyrir lýðræðinu þá. Ég ljái þessum flokki mit atkvæði sem stendur fyrir okkar börnum og afkomendum.

Kveðja

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 14:38

35 Smámynd: Elle_

Ef þið meinið flokk Lilju Mósesdóttur, ætlar hann ekki að fara fram á að Brusselruglið verði dregið til baka heldur á að halda áfram eyðslunni og vitleysunni.  Og Pétur Örn: Ekkert að þakka, eg fann þetta um the Goldman Sachs Project eftir vísbendingu frá þér sjálfum að ofan.

Elle_, 2.4.2012 kl. 15:02

36 identicon

Sæl Elle, svona leiðir þá eitt af öðru og þannig annað af öðru:-)

En varðandi Lilju, þá er enginn vafi að hún hefur margsagt að Íslandi sé betur borgið utan ESB.

Best væri að afgreiða það mál án tafar, í þjóðaratkvæðagreiðslu, eigi síðar en í haust,

líkt og Ögmundur segir nú einnig.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 15:37

37 identicon

"Mál er að linni" og að þjóðin fái að segja sitt,

eftir að aðildar/aðlögunar valdnauðgunin var knúin fram á þingi með foringjaræði Jóhönnu og Steingríms,

handbendi efnahagsböðla og hrægamma, í því máli sem og Icesave, enda sitthvor hliðin á sama silfurpeningnum.

Mál til komið að virkja lýðræðið!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 15:44

38 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Pistillinn fjallaði um að feisa raunveruleikann, ekki hluta af honum, Jógrímu.  

Þú klikkar á frumforsendunni, fullvalda þjóð rænir ekki hluta þegna sinna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2012 kl. 20:33

39 identicon

Vel sagt Ómar og er meginstef gróanda og grósku:

"Því ef við styðjum ekki aðra, hver styður þá okkur????"

Það að feisa raunveruleikann, er að líta ekki undan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 23:17

40 Smámynd: Ómar Geirsson

Góða nótt Pétur.

Við höldum áfram að brýna bora á morgun.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 3.4.2012 kl. 00:02

41 identicon

Sömuleiðis þú austfirski kappi sjálfs astralsviðsins:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 00:25

42 identicon

Það er víða verið að ræða málin Ómar,

þessi komment sá ég í breskum fjölmiðli og sýnir að æ fleiri sjá hið augljósa:

  • ... We in Western Europe have forgotten the lesson that even cave-dwellers understood - children are the future for those living in the present.

    And we thought that we could simply import the missing indigenous children to support our old age. We are watching the dying of the flame; this generation has dropped the torch handed in trust to us by previous generations ...

    Financial meltdown meets indigenous demographic implosion and blows away our Western civilization. Can there ever have been such mass narcissism? Is nobody profoundly angry?

  • Well said. 
    Our deadly enemy is the toxic discourse of career over raising a family that has been proclaimed in various mainstream Western media, from academia to soap operas.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 16:03

43 identicon

Hvenær ætla hrun-flokkarnir, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn að feisa veruleikann?

Frá bankahruni hafa þessir 2 hrun-flokkar verið á móti 20% almennri leiðréttingu lána vegna þess að hún kostaði skattgreiðendur um 300 milljarða. Þessir flokkar voru hins vegar tilbúnir að tryggja innstæður einstaklinga umfram 3,3 milljónir. Aðgerð sem kostaði skattgreiðendur 320 milljarða.

Fjármagneigendum allt ... það er enn stefna hrun-flokkanna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks

Hvenær ætla óbreyttir kjósendur þessara flokka að feisa þennan veruleika?

http://www.althingi.is/altext/140/s/1056.html

þskj. 1056 # prentað svar efnahrh., 140. lþ. 421. mál: #A innstæður # fsp. (til skrifl.) til efn

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 19:36

44 identicon

Fótnóta:  Gleymdi að setja netfangið inn vegna aths. 43; það útskýrir væntanlega annað merki.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 20:17

45 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er málið Pétur, það þýðir ekki að tala gott en framkvæma illt.

Þess vegna breyta menn flokkunum eða yfirgefa þá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.4.2012 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 666
  • Sl. viku: 5314
  • Frá upphafi: 1326860

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 4714
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband