Útburður fólks af heimilum sínum.

 

Er mesta barnaníðið á Íslandi í dag.

Það er löglegt, það nýtur stuðnings stjórnvalda.

Það á rætur sínar að rekja til þrælaþjóðfélags hinna fornu Rómverja, það var slípað til á síðmiðöldum sem aðal kúgunartæki auðræningja gagnvart réttindalausum almenningi.

Og er í dag svipan sem fær fólk til að gangast undir þrælaok verðtryggingarinnar.

Opinberar tölur sína að helstu fórnarlömb útburðarníðinganna eru einstæðar mæður og ungt barnafólk.  Þá er ótalinn sá fjöldi barna sem lifa í skugga skuldaþrældóms foreldra sinna.  Meinað um eðlilegt líf, eðlilegt atlæti því hinar stökkbreyttu skuldir halda heimilunum í heljargreipum. 

 

Það er lýsandi fyrir stjórnvöld sem eru kostuð af útburðarníðingum, að þau hafa áhyggjur af kjörum og örlögum barna í fjarlægum löndum, fagna öllum réttarbótum sem snerta ekki þau sjálf.

Og ekki skal gert lítið úr þeim örlögum og ekki skal gert lítið úr réttarbótum sem snerta misnotkun á börnum, hvar sem er í heiminum.  Sem sökum fátæktar og glæpa er meinað um eðlilegt líf.

En við þurfum líka að líta okkur nær.  Við þurfum að horfast í augun á okkar eigin níði.

Og við þurfum að gera eitthvað í því.

Strax.

 

Fyrsta skrefið er að losna við leppa útburðarníðinganna úr stjórnaráðinu og af Alþingi.

Svo þarf að hjálpa fórnarlömbum þeirra.

Þannig sköpum við fordæmi um hvernig siðað fólk hagar sér

Hvernig siðað fólk mótar siðað þjóðfélag.

 

Þjóðfélag sem er laust við níð, hvaða nafni sem það nefnist.

Annað er hræsni.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Herör gegn misneytingu á börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já Herra Ómar Geirsson, það bara og horfa á það sem þú skrifar og samþykkja þennar óþverra sannleika. Svona sannleikur er allt of algengur í dag í okkar þjóðfélagi, því miður. Skrif þú það sem liggur þungt á þínu hjarta og sál Ómar minn og við lesum og tökum lærdóm af..

Eyjólfur Jónsson, 3.2.2012 kl. 15:40

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Það er skrítin þessi ÁBIRGÐ sem allir stjórnendur sjóða og stofnana hafa Það virðist vera nóg að sega ég ber svo mikla ábirgð og þá er allt í lagi svo við SEGUM VIÐ BERUM SVO MIKLA ÁBIRGÐ OG MÁLIÐ DAUTT, NEI ÁBIRGÐ OKKAR ER MARKFALT MEIRI HELDUR EN SUKK LIÐS ÞESSARA SJÓÐA OG ÞJÓFA ALÞINGIS SEM LÍKJAST MEST VIÐBJÓÐUSTU VALDNÍÐINGUM VERALDAR JÁ ÞAÐ ER AÐ VÍSU MÍN FULLERÐING OG ÉG BER ÁBIRGÐ Á HENNI.

Virðingafilst.

JÓN SVEINSSON

Jón Sveinsson, 3.2.2012 kl. 20:23

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eyjólfur.

Það er nú það hvað liggur þungt á hjarta mínu.  Ég er ekki alveg saklaus af því að leiða ekki alltaf hugann af kjörum hinna útburðu.  Þurfti eiginlega smá brýningu frá baráttujaxlinum mikla, Óskari Helga, til að ég setti atburðinn í Breiðugerði í forgang minna skrifa.  Var eiginlega bara einbeittur að fjalla um ICEsave ræningja og óþverraskap þeirra í lokuðum bakherbergjum.

En Óskar opnaði augun mín fyrir að einhver þyrfti að rífast, og rífast mikið.  Það er að segja gegn Útburðinum.

Það er nú bara þannig að af einhverjum ástæðum þá fjalla Farísear Netheims um lítt um kjör hinna smáðu, þeir eru meira í að benda á bjálkann í augum náungans ef hann slysast til að vera í öðrum flokk eða á öndverðu meiði í stríðinu mikla við Davíð sem var háð hér á landi af miklum móð fyrir áratug síðan eða svo.

Þá var frekar lítið um Útburð og hann ekki áberandi í umræðunni.

Og þar sem umræðan hefur lítt breyst síðan þá, er kannski ekki nema von að fáir ræði Útburð nema þá á þeim nótum að viðkomandi geti örugglega sjálfum sér um kennt.  Til dæmis eiga einstæðar mæður ekki að vera einstæðar eða menn gátu alveg búið í fokheldu eins og tíðkaðist mjög á verðbólguárunum á meðan fólk beið eftir að verðbólgan át upp skuldir þess.

Það er eins og fólk kveiki ekki að meint sök skiptir ekki máli í þessu samhengi, heldur að Útburður fólks af heimilum þess á 21. öldinni, í heimi þar sem er ofgnótt af húsnæði, að hann er í öllum tilvikum rangur.

Öllum.

En Davíð kveikir í fólki, það vantar ekki.

En mér hefur ekki tekist að kveikja í Davíð, að taka slaginn við fjandmenn sína með sverð réttlætisins á lofti.  Það hefði verið skemmtilegur slagur, að sjá hlutunum snúið svo á hvolf.

En ég kveiki ekki í fólki, því miður.

Og er því aðallega að skrifa þessa pistla mína til að fá útrás fyrir fyrirlitningu mína á öllum þeim sem láta Útburðinn viðgangast, hvort sem það er með gjörðum sínum eða það sem verra er, með gjörðaleysi.

Þetta er jú bara fámenn klíka sem níðist á þjóð sinni.

Og það er helvíti skítt að hún komist upp með það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2012 kl. 23:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Það er þetta með ábyrgðina, ég hef alltaf haldið fram að sá sem lætur ræna sig, ítrekað, hann beri meiri ábyrgð á hinum ítrekaða þjófnaði, en þjófarnir.  Það er jú í eðli þjófa að ræna og rupla.

En það á að vera frumkraftur að verja sig og sína.

Það gerum við Íslendingar í dag, 

Mest vegna þess að fólk í Andófinu og Andstöðunni er sannfært að þetta sé allt meira og minna helvítinu honum Davíð að kenna.  Og er því auðæst ef einhver hrópar bara Davíð, Davíð.

En þar sem Davíð stjórnar engu í dag, þá virkar það lítt gegn þjófum og ræningjum sem stunda sína iðju af miklum móð eins og ekkert Hrun hafi átt sér stað.

Menn vinna ekki stríð með því að manna skotgrafir fortíðarinnar.

Í því er meinið fólgið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2012 kl. 23:59

5 Smámynd: Elle_

Alltaf skalt þú koma með sterku punktana, Ómar.  En leppum fjárvaldsins er sama um öll börn allsstaðar.  Ekki getur annað verið.  Níðingar sem geta farið svona með börn í eigin landi og foreldra þeirra og þar með aftur börnin, er sama um börn yfir höfuð.  Þau eru bara að þykjast hafa áhyggjur af börnum úti í heimi.

Elle_, 4.2.2012 kl. 00:00

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Get ekki að því gert Elle mín.

Það kemur að því einn daginn að þú kveikir og þá vantar ekki nema fjóra í viðbót svo hægt sé að stofna byltingarráðið.

Allt á sér sinn tíma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2012 kl. 00:05

7 Smámynd: Elle_

Nú, misskildi ég þig, Ómar?

Elle_, 4.2.2012 kl. 00:19

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Get heldur ekki að því gert.

Góða nótt Elle.

Kveðja, Ómar

Ómar Geirsson, 4.2.2012 kl. 01:28

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lífeyrissjóðirnir okkar sem voru og eru  notaðir eins og vogunarsjóðir, eru að bera fólkið sem á þá út úr húsum sínum...  Og samt hafa þeir tapað 480 miljörðum, en í gegn um verðtrygginguna ætla þeir að halda áfram að blóðmjólka sína eigin eigendur...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.2.2012 kl. 02:01

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið eruð öflug í réttindabaráttunni fyrir almenning og fátækasta fólkið.

Þakkir skuluð þið hafa fyrir það.

Jón Valur Jensson, 4.2.2012 kl. 09:34

11 identicon

Þú ert með þetta eins og vanalega Ómar.

Seiken (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 10:20

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2012 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 141
  • Sl. sólarhring: 979
  • Sl. viku: 5627
  • Frá upphafi: 1338514

Annað

  • Innlit í dag: 123
  • Innlit sl. viku: 4957
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband