Hreyfingin út á túni.

 

Áhrifalaus, næstum öllum gleymd.  

Og heldur að gjamm úr fjarskanum muni þar einhverju breyta.

 

Á þessu eru margar skýringar, daðrið við ríkisstjórnina vegur þar stærst.  

Andófsflokkur styður ekki ríkisstjórn fjármálaglæpamanna, ríkisstjórn sem lýtur boðvaldi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ríkisstjórn sem telur það sitt mikilvægasta verkefni að gera land sitt gjaldþrota.  

Slík ríkisstjórn svíkur allt og alla, nema þá fjármagnið.  Hún svíkur heimilin, hún svíkur verkalýðshreyfinguna og hún sveik loforð sitt um heiðarlegt uppgjör á orsökum Hrunsins sem og samkrulli stjórnmálamanna við peningaöfl.

 

Samt þarf ríkisstjórnin aðeins að setja út puttana og kalla, "Komdu Snati" og þingmenn Hreyfingarinnar koma með lafandi tungu, bíðandi eftir næstu skipun.

Er þetta þörf fyrir athygli????   Eða er það þráin um að vera eitthvað, að fá að spila með þeim sem völdin fara????

Hvaða völd geta andófsþingmenn þegið af ríkisstjórn peningaaflanna?????

 

Fyrir nokkrum vikum var kallað á Snata til að verja ríkisstjórnina falli ef Ögmundarmenn myndu gefa Steingrími Rauða spjaldið þegar hann vildi losa sig við Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni.  Hvort Snati litli fékk bein eða aðeins klapp er ekki vitað.  Ekki vitað því þingmenn Hreyfingarinnar virtust ekki vita hverju þeim var lofað.

 

Í dag þarf aftur að tukta Ögmund, og hann minntur á að hann sé ekki ómissandi, Snati sé til staðar.

Og rökstuðningurinn, maður minn.  Að slá af eyðandi sýndarréttarhöld sem hefðu það eitt í för með sér að auka sundrungu þjóðarinnar er kallað "Þjónkun við pólitíska yfirstétt".  Vissulega er Ásta Ragnheiður  skömmuð en jafnvel Snati litli veit að hún átti ekki annars  úrkosta en að taka tillögu Sjálfstæðisflokksins á dagsskrá. 

Skeytinu er beint gegn Ögmundi og góðum rökstuðningi hans fyrir að núna sé tímabært að hætta skrípaleiknum áður en vansæmd Alþingis verður algjör. 

Ögmundur Jónasson, ötulasti baráttumaður íslenskrar alþýðu um langt árabil, er uppnefndur þjónkari við pólitíska yfirstétt.  Margur heldur mig sig og broslegt er gjammið út í alvöru mann.

 

En þingmenn Hreyfingarinnar ættu að íhuga sín eigin orð; ".. eðlileg krafa að þeir sem embættunum gegna axli ábyrgð á störfum sínum."  Vissulega er þetta rétt hugsun en þá á að framkvæma hlutina á þann hátt að það sé hafið yfir vafa að hlutleysi og sanngirni ráði för.  Að þeir sem ábyrgðina öxluðu séu látnir axla hana.

Jafnvel í Írak, þar sem sannarlega ríkti harðsnúið einræði í tíð Saddams Hussein, var ekki látið duga að ákæra Saddam einan.  Samstarfsmenn hans og ráðherrar þurftu líka að svara til saka.

 

Vissuleg getur Hreyfingin bent á hliðstæð dæmi úr sögunni sem jafnast á við kattarþvott íslenskra alþingismanna þegar þeir ákváðu að ákæra aðeins einn mann, fyrrverandi þingmann sem engin völd hafði lengur.  

Khrushchev ákærði látin leiðtoga, Geir er þó lifandi.  Allt það ljóta sem hafði átt sér stað í Sovét var þessum látna manni að kenna, eins og Stalín hefði verið einn í aftökunum milli þess sem hann sendi fólk í fangabúðir og leit eftir því þar.  Allir hinir hefðu bara horft á dauðhræddir, eða verið í fríi eða eitthvað.

Reyndar skaut Krushchev einn mann, Beria yfirmann KGB, en það var bara til að tryggja völd sín, ekki að hann léti KGB hætta ofsóknum sínum gagnvart óvinum flokksins.  En sem hreinn engill, með flokk sem var hvítþeginn, sagði Krushchev að uppgjör hefði farið fram.  

Þeim seka var refsað, Stalín fékk ekki smurningu og var ekki hafður til sýnis í Kreml.

 

En er þetta til eftirbreytni fyrir Alþingi Íslendinga, að sekir menn bendi á einn sekan úr þeirra hóp og segi, við ákærum hann, það er okkar uppgjör við það sem miður fór.

Að sjálfsögðu ekki.  

Það veit Ögmundur og hans fólk. 

Það veit að heiðarlegt fólk kemur ekki nálægt slíkum skrípaleik.

 

Heiðarlegt uppgjör á sér aldrei rætur í vansæmd.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Þjónkun við pólitíska yfirstétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Góður pistill og sannur, því miður.

Það hjálpar ekki almenningi, að hlusta á þá sem ekki þora að standa gegn ríkisfjölmiðla-áróðrinum flokkspólitíska, og þeim hrikalega erfiða mótbyr sem því fylgir.

Gerðu öðrum ekki það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér! Það ættu allir að hugleiða af mjög mikilli alvöru, sem eru í ríkisstjórn og á alþingi, jafnt sem annarsstaðar! Takið það til ykkar, öll sem fáið borgað fyrir að vinna að vernd og velferð almennings!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.1.2012 kl. 20:15

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Ég var að lesa greinina hans Ögmundar núna rétt áðan í fyrsta skiptið.  Hún er bæði sönn og heiðarleg og á móti sanngirnisrökum hans er teflt orðaleppum eins og "þjónkun við pólitíska yfirstétt".

Hvar eru rök þessa fólks???  Af hverju getur það ekki svarað sjónarmiðum Ögmunds eins og manneskjur, með rökum og sanngirni í málflutningi???

Var þetta sem byltingin  kallaði eftir, að gera vont verra???

Að tefla fram skrílsræði gegn lýðræði??

Það er sorglegt að fólk skuli ekki átta sig á að aðeins réttlát hegðun skapar réttlátt þjóðfélag.  Að gagnrýni á vont sé markleysa ef ekki sé vilji til að gera betur.

Annars étur byltingin börnin sín eins og svo oft áður.

Og útkoman er verri, miklu verri en það sem fyrir var.

Er það virkilega það sem gagnrýnendur fjórflokksins vilja???

Mér er spurn.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 19.1.2012 kl. 22:02

3 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi.

Ég er löngu hættur að reyna að skilja út á hvað hreyfingin gengur. Það vantaði ekki að byrjun þeirra á þingi lofaði góðu og þau áttu jafnvel góða spretti en nú eru þau endanlega búin að gera upp á bak. Mér dettur helst í hug að þau séu orðin leið á stjórnmálum og séu að taka lélega útgáfu á Bjarna Harðar stíl til að hætta.  

Kveðja að sunnan

Umrenningur, 19.1.2012 kl. 22:12

4 Smámynd: Sólbjörg

Hreyfingin er ekki í stjórnarandstöðu.

Allt þeirra tal og framkvæmd vitnar um að fundir þeirra fyrir áramót með Jóhönnu og Steingrími voru árangursríkir fyrir ríkistjórnina. Þau náðu einmitt ákaflega vel saman, þó svo að Hreyfingin ljúgi kinnroðalaust um annað. Engin vantrausts tillaga er í burðarliðum því stjórnarandstaðan veit að meirihluti næst ekki fyrir því vegna leynisamningsins. Samt var stjórnin að falla vegna brottreksturs tveggja ráðherra, en er það liðið hjá . Gerspillt og undirförull leikur Hreyfingin tveim skjöldum. en Ögmundur ætlar sér ekki að liggja í spillingarsvaðinu og bakka stjórnina upp.

Sólbjörg, 19.1.2012 kl. 22:53

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Umrenningur og velkominn frá Norge.

Já, það er ljótt með Hreyfinguna, ég sem var örugglega eini maðurinn á tímabili sem gaf upp stuðning við hana í skoðanakönnunum.  Hef alltaf metið baráttu hennar heimili landsins.

En Hreyfingin hefur kosið að marka sér bás í lýðskrumi átakastjórnmálanna.  Og hún hefur skipað sér í óvinaflokk landsbyggðarinnar.  Það var hægt að fyrirgefa bulliið í Þór Saari þegar hann sagði að þjóðin hefði mest upp úr fiskveiðiauðlindum sínum með því að bjóða út veiðina á evrópska efnhagssvæðinu, Þór er einfaldlega með það í sér að þurfa að bulla en hann á líka sína spretti sem vert er að leggja eyru við.

En Birgitta fór alveg með þetta í áramótagrein sinni þegar hún talaði að fyrirlitningu um hið svokallaða kjördæmapot landsbyggðarþingmanna.  Dálítið skrýtin afstaða í ljósi þess að aðeins um það bil helmingur skatttekna landsbyggðarfólks fer aftur heim í hérað.

Og dæmið sem hún valdi sínir að Birgitta lifir ekki í sama heimi og ég, "jarðgöng í hvert kjördæmi".  Svona er skilningurinn á lífi fólksins í landinu.

Og þar með er Hreyfingin komin á skammarlista minn og mun ekki fara þaðan í bráð.

En því verður samt að halda til haga að þau hafa staðið sig vel í málefnum heimilanna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2012 kl. 09:45

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sólbjörg og takk fyrir innlitið.

Það er alltaf furðulegt þegar fólk kýs að styðja kvalara sína.

En Hreyfingin er ekki ein um það.  Undanfarna daga hef ég vakið athygli fólks í Andófinu að stuðningur þess við Landsdómsákæruna á hendur Geir Harde er um leið stuðningur við Hrunverja.

Margur hefur ekki tekið vel þessari ábendingu minni, telur sig hafa hreinan skjöld því hann sé á móti Hrunverjum.

En af hverju styður hann þá???

Það er samhengi hlutanna sem vefst fyrir fólki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.1.2012 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 2021
  • Frá upphafi: 1412720

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1774
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband