Hrunstjórnin sat í umboði Alþingis.

 

Þess vegna er Alþingi algjörlega vanhæft til að ákveða hverja á að draga til ábyrgðar og hverja ekki.  Bara hugmyndin er glötuð, hvernig geta sekir menn bent á seka???

 

"Ákæran á hendur Geir Harde er svipuð eins og að Helvítis Englarnir myndu skipa dómara vegna málsins þar sem þeir misþyrmdu konunni. Þeir myndu einnig fá að ákveða hver úr þeirra hópi yrði ákærður, til dæmis einn af stofnendum samtakanna, löngu kominn á eftirlaun, og að þeir myndu sjá til þess að ákæran á hendur honum væri byggð á ákvæðum umferðarlaganna.  Og á meðan gengu þeir frá fórnarlambi sínu."

Sagði ég í einni athugasemd minni við pistilinn, "Ögmundur sótarraftur". 

 

Það er augljóst siðleysi að afgreiða mál með þessum hætti.  Og því má bæta við að ef menn vilja gera upp Hrunið á heiðarlegan hátt, þá varð að fá utankomandi aðila til að stýra þeirri vinnu.  Einhvern virtan óumdeildan mann sem hefði engin hagsmunatengsl við íslenskt samfélag.  

Því það er svo að Alþingi er aðeins birtingarmynd þess sem er að gerast út í þjóðfélaginu.  Þar á skoðanamyndunin sér stað, þar takast hinir ýmsir hagsmunahópar samfélagsins á. 

Og það var þannig að hugmyndafræði útrásarinnar var hin ríkjandi hugmyndafræði.  Hún naut stuðnings háskólasamfélagsins, fjölmiðla, samtaka atvinnurekenda, naut allavega hlutleysis verkalýðshreyfingarinnar og svona má lengi telja.  

Þeir sem voru á móti komu aðeins úr jaðarhópum samfélagsins.

 

Að gera upp Hrunið er ekki hægt án þess að gera upp við þá hugmyndafræði sem þar að baki lá.  Og þeir sem studdu þá hugmyndafræði, þeir þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Var þeim mútað, voru þeir svona grunnhyggnir, eða héldu þeir virkilega að heil þjóð gæti lifað á fjármálabraski um aldir og eilífð???

Það er mjög mikilvægt fyrir almenning í landinu að þessir aðilar svari fyrir stuðning sinn við útrásina og af hverju þeir tóku þátt í þöggun gagnvart þeim röddum sem vöruðu við henni.  Vegna þess að þetta eru sömu aðilarnir sem sömdu við Alþjóðagjaldeyirssjóðinn, við breta um ICEsave, sem stóðu gegn sanngjörnum tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna um frystingu verðtryggingarinnar, töldu gengistryggingu lána vera löglega og svo framvegis.

Með öðrum orðum, þetta eru aðilarnir sem lögðu sig fram um að eyðileggja lífgrundvöll íslenskrar alþýðu um langa framtíð.  Og komust upp með það því þeir hafa aldrei þurft að axla ábyrgð á gjörðum sínum.

 

Þetta eru aðilarnir sem eiga allt sitt undir að heiðalegt uppgjör við Hrunið eigi sér ekki stað.

Þetta eru aðilarnir sem styðja ákæru meirihluta Alþingis á hendur Geir Harde. 

Því þeir vona að á meðan það er rifist um hana út í það óendanlega, þá ræði enginn raunverulegt uppgjör.

 

Fyrir þessa aðila er fólk eins og Guðfríður Lilja og Ögmundur Jónasson verkur í rassi því það eina sem sjónarspilið kennt við Landsdóm þolir ekki, er skynsöm umræða skynsams fólks.  Fólks sem á engra hagsmuna gæta annarra en þeirra en að vera heiðarlegt gagnvart sjálfum sér og þjóð sinni.

Þess vegna er skítnum ausið yfir þau Guðfríði og Ögmund.

 

Þau ógna ægivaldi auðmanna yfir íslensku þjóðfélagi.

Það er búið að setja fé þeim til höfuðs.

Á fjölmiðlum landsins er veggspjöld með myndum af þeim, "Wanted dead, not alive".

Og málaliðar auðmanna á þingi vega að þeim með öllum þeim ráðum sem þeir ráða yfir.  Aurburði, rógi, útskúfun.

Því heiðarlegt uppgjör markar endalok auðmanna yfir íslensku samfélagi.

 

Og hver kemur húsbónda sínum ekki til varnar á ögurstundu?????

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Samtrygging stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 234
  • Sl. sólarhring: 861
  • Sl. viku: 5442
  • Frá upphafi: 1328255

Annað

  • Innlit í dag: 202
  • Innlit sl. viku: 4874
  • Gestir í dag: 198
  • IP-tölur í dag: 197

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband