Ögmundur sótarraftur.

 

Ekki mín orð, ber mikla virðingu fyrir kalli þó hann hafi gert í brækurnar með síðustu samgönguáætlun sinni.

Hvað sem sagt verður um Ögmund, þá er hann gegnheill hugsjónarmaður og sjálfum sér samkvæmur í pólitík.  

 

Og í aðdraganda Hrunsins var hann eini stjórnmálamaður landsins sem týndi sér ekki í fégræðgi og sérhyggju.  Hann þorði að benda á að forsendur útrásarinnar og hinnar meintu velmegunar á árunum 2002-2008 byggðist á taumlausri græðgi og sérhyggju á meðan aðrir stjórmálamenn rifust um hvernig ætti að skipta sýndargróðanum.

Og hann þorði að tala gegn alþjóðavæðingunni, eitthvað sem væri byggt á blóði og þrældómi fátæks fólks, væri aldrei siðferðislega réttlætanlegt, þó það skapaði auðlegð.  Byggði þar á klassískum rökum sem andstæðingar þrælahalds notuðu í breska þinginu í upphafi 19. aldar.  Og seinna meira á sama þingi þegar endir var bundinn á barnaþrældóm og misnotkun kvenna í námum og þrælasmiðjum.

Klassísk rök sem Ögmundur var hæddur fyrir enda er Nýfrjálshyggjan bæði blind á siðfræði og ólæs á sögu.

 

Margt var þá sagt um Ögmund, en aldrei var hann kallaður sótraftur.

 

Þá nafngift fékk hann í dag.  Frá samflokksmanni sínum.  Þekktum innherjabraskara.

 

Döpur eru arfleið merkra stjórnmálamanna eins og Einars Olgeirssonar og Héðins Valdimarssonar þegar svona er komið fyrir íslenskum vinstrimönnum. 

Að heilsteyptir hugsjónarmenn eru kallaðir sótraftar af fégráðugum valdafíklum sem söðlað hafa undir sig öll völd í Vinstri hreyfingunni.

 

Það er greinilegt að Steingrímur er ekki búinn að fyrirgefa Ögmundi að hafa komið í veg fyrir að Svavars samningurinn var samþykktur ólesinn og óséður af þingflokki Vinstri Grænna.  

Ögmund á að knésetja.

Byssunum hafa verið miðað og núna er byrjað að hleypa af.

 

Sem minnir á, hvaða drulla skyldi koma upp úr Birni Vali.

Kannski kallar hann Ögmund hefilstjóra eins og hann gerði við Alain Lipitz þegar hann benti íslensku þjóðinni á að lög og reglur ESB kvæðu á um að íslenska ríkið væri EKKI í ábyrgð fyrir umsvifum einkabanka í Evrópu.  

 

Allavega er Ögmundi ekki fyrirgefið að hafa hindrað gjaldþrot þjóðar sinnar.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Árni Þór: „Flestir sótraftar á sjó dregnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Ómar; æfinlega !

Mannhelvítið (Ögmundur Jónasson); er sér- íslenzk útgáfa, af þeim Anti- Kristi, sem íslenzkri Alþýðu er ætlað, að horfa upp á, bótalaust. 

Sjáðu aðfarir vina hans; að Breiðagerði 7, suður í Reykjavík árdegis, gagnvart einstæðings konu - og varnarlítilli, Ómar minn !

Ekki; Riddaraleg framkoma, Ögmundar illyrmanna, þar á bæ, svo sem.

Með beztu kveðjum; öngvu að síður, austur í fjörðu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 15:50

2 identicon

Eggman (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 16:06

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Ekki ætla ég að mæla illyrmum bót Óskar, tel mig duglegan að skamma þá blóðugum skömmum.  Hef meiri að segja komist upp með að kalla ráðherra velferðarmála, geðvilling í fyrirsögn, reyndar með ítarlegum rökstuðningi, án þess að lenda í skammarkróknum með Lofti og fleiri góðum bannfærðum.

En jafnframt geri ég mér grein fyrir að kýrhausinn er víðfemur og margt skrýtið í honum, svo skrýtið að ég skil það ekki, en reyni stundum samt að spá í.  Tel það styrk að vera ekki einstrengisbyltingarmaður, svo veit maður aldrei hvenær maður þarf að mynda ný bandalög.  Hver hefði til dæmis trúað því, sem þekkir til mín og minna skoðanna, að ég skyldi berjast gegn fyrrum vopnabróðum í skotgröfum ICEsave andstöðunnar, ekki innan um tollheimtumenn og fallnar konur, heldur Nýfrjálshyggjudrengi, af öllum????

Engin veit sína ævi fyrr en hún er öll Óskar, það hef ég reynt á mínu eigin skinni.

Þegar ég ungur maður sór fóstbræðralag við góða hugsjónadrengi þá átti ég aldrei von á því að þeir seldu sál sína og sannfæringu fyrir 30 silfurpeninga og gengu sjálfum andskotanum á hönd, í þeirri deilu sem við kennum við ICEsave.

Og ekki hefði ég trúað því, stoltur Íslendingurinn að ég ætti að upplifa þá tíma að þjóð mín neitaði fólki í neyð fjármálahamfara um  hjálp og stuðning en skildi það eftir á víðavangi til fóðurs fyrir fjárúlfa.

"Það getur sjálfum sér um kennt" er frasinn sem fjárúlfarnir seldu þeim sem sluppu ósködduð frá fjármálahamförunum haustið 2008.  "Þú átt ekki að hjálpa þeim", það á skilið uppboð og útburð, eða það sem verra er, ævilangan skuldaþrældóm gegn því að fá að halda húsum sínum.  Þennan kulda nem ég víða í mínu nánasta umhverfi, hjá fólki sem telur sig góðar og heiðarlegar manneskjur..

"Sjálfum sér um kennt", já sjálfsagt er eitthvað til í því líkt og fæstir Vestmanneyingar áttu heima nauðugir í Eyjum þegar það gaus, og ekki vanþökkuðu sveitungar mínir hjálp samfélagsins þegar hörmungar riðu yfir mitt byggðalag, þó við gætum sjálfum okkur kennt að reisa atvinnumannvirki undir snjóflóðagilum, þverrt á ráð og reynslu eldri manna.

"Sjálfum sér um kennt" er réttlæting þess að fólk telji sig ekki þurfa að sýna samúð og samhyggð, náungakærleikur þess er aðeins ætlaður verðugum, þeim sem geta ekki "sjálfum sér um kennt".

En hvað með börnin sem borin eru út með foreldrum sínum, geta þau "sjálfum sér um kennt"???, völdu þau sér foreldra eða báru þau ábyrgð á því að foreldar þeirra treystu stjórnmálamönnum sem sögðu að efnahagur þjóðarinnar væri traustur??  Eða að foreldrar þeirra voru blindir og fóru offari í neysluæði útrásaráranna??

Voru ekki margir ICEsave andstæðingar í hópi þeirra sem gerðu fjárúlfum kleyft að blóðsjúga skuldara landsins með sogtækjum verð og gengistryggingar.  Ég man ekki betur.  Átti ég að vega þau "illyrmi" í miðri ICEsave baráttunni????

Nei, Óskar, það er margt flókið í kýrhausnum og fátt er þar svart hvítt.

Ég ætla ekki að réttlæta Ögmund fyrir veru hans í þessari ríkisstjórn sem lýtur beinu boðvaldi þess í neðra, en ég veit að Ögmundur veit, að ef hann fellir stjórnina, þá væri gamla Hrunstjórnin komin á koppana nokkrum dögum seinna.

Aðeins blind börn sjá ekki að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar á reynir verið þriðji flokkurinn í ríkisstjórninni.  Það er stuðningurinn hans sem hefur haldið lífi í þessari ríkisstjórn.

Og hvort veldur meiri skaða, veik, sundruð ríkisstjórn sem framfylgir mannfjandsamlegri stefnu eða sterk ríkisstjórn sem framfylgir sömu stefnu???

"Illyrmi" eða ekki, Ögmundur hefur veikt þessa ríkisstjórn frá fyrsta degi, og í mínum huga er það þakkarvert.

Vegna þess Óskar að það er ekki neitt betra í boði.

Andstaðan, sundurþykk án nokkurra hugsjóna aðra en þá að semja vonda stjórnarskrá, er ekki valkostur.   Ekki í dag.

Og á meðan ekkert gott er í sjónmáli, þá er illskást að hafa það aumasta af öllu aumu, til að stjórna þjóðinni.  

Það lágmarkar skaðann.

Þess vegna er kátt í mínum blogghúsum þegar fréttir berast af sundrungu og vígaferlum, það grætti mig ekki þó enginn stæði eftir óvígur á stjórnarheimilinu.  

Ekki á meðan húsbóndavaldið er í neðra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.1.2012 kl. 17:20

4 identicon

Sælir; á ný !

Ómar !

Kolröng ályktun; af þinni hálfu, Ómar minn - III. valkostur; er VÍST í boði !

Vilhjálmur Birgisson; á Skipaskaga (Akranesi) - Eymundur ræktunar frömuður, í Vallanesi á Héraði, auk fjölmargra annarra gætu auðveldlega, tekið að sér landsstjórnina.

Beri Íslendingar ekki gæfu til; að koma hvítflibba- og blúndukerlinga hyskinu frá völdum, tel ég æskilegast, að Kanadamenn og Rússar skipti landinu á milli sín, og komi röð og reglu, á hlutina hér.

Aðrir kostir; eru fullreyndir Ómar, og sýnum raunsæi héðan af, í öllum ályktunum, þar með.

Með sömu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 19:38

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar, ég kíkti hér upp í tölvu til að móta spjallsvar við Ásthildi, bloggvinkonu okkar.

Þar kvaðst ég ætla að fylgja mongólskum höfðingjum, ætli ég haldi mig ekki við þá skoðun mína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.1.2012 kl. 19:58

6 identicon

Sælir; sem fyrr !

Ómar !

Það; líkar mér. Ég er stoltur af, að eiga til frændgarðs að telja, í Mið- og Austur Asíu, að hluta, fornvinur góður.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 20:17

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað sem má um Ögmund segja þá er ekki hægt að kalla hann sótraft.  Stundum hefur mér fundist hann bregðast málstaðnum en svo kemur hann upp aftur með skynsemina, ég átta  mig ekki alltaf á honum.  En sótraftur er hann ekki, aftur á móti mætti með nokkrum sanni kalla Árna Þór sótraft og sannast þá hið fornkveðna að margur heldur mig sig. 

Að öðru leyti er ég hlutlaus í því hvaða veg menn fara að þessu Geirsmáli.  Finnst samt rétt að réttað verði yfir karli svo hið sanna komi í ljós.  Hef vissar grunsemdir um að sumir alþingismenn og broddborgarar óttis að fá á sig óþægilegar slettur, þegar farið verður að kafa niður í ósköpin, og er ekki viss um að Geir komin endilega verst út úr því dæmi.  Hann var að mínu mati trúgjarn sauður meðal Úlfa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2012 kl. 23:24

8 identicon

Sammála Ásthildi sem oft áður og að nokkru Óskari Helga, broddborgarar og blúndukerlingar ha.ha.ha.

Jú Geir var líklega trúgjarn sauður meðal úlfa en vissi þó raunar betur, hámenntaður hagfræðingurinn.

Það er líka spurning hvort sauðir og leppar framtíðarinnar verði ekki aðeins varkárari ef þeirra líkar verða dregnir til ábyrgðar.

Manni detta t.d. í hug Lárus suða og Þór (æ þessi sem var settur yfir eitthvert tryggingafélagið á meðan "fjarstýrendurnir" tæmdu það)

(Allar ályktanir og sýndarfullyrðingar í þessari athugasemd eru á mína ábyrgð og byggja á brotakendri sýn minni á íslenskt þjóðfélag og þjóðmálaumræðu, hafi ég haft einhvern fyrir rangri sök biðst ég afsökunnar á  því en þá var það eingöngu af því að ég hef ályktað skakt og/eða vissi ekki betur)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 23:45

9 identicon

P.S.  Mér lýst alveg bráðvel á  Vilhjálm Birgisson sem pólitískan leiðtoga. Það er komið alveg nóg af þessum illa-hálf-og of-menntuðu dulum sem væflast um í stjórnkerfinu án þess að vita hvort þær eru að koma eða fara, hugsandi um það eitt að ota sínum tota,maka krókinn og manga rétt, algjörlega á skjön við það á hverju þessi þjóð lifir og hvað heldur henni gangandi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 23:57

10 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Bjarni Gunnlaugur !

Þakka þér; drengilegar undirtektirnar, við mínum uppástungum.

Ásthildur Cesil !

Jú; Ögmund,, þennan ömurlaga langfrænda minn, úr Leirársveit vestur - má kalla öllum þeim ónefnum, sem finnast mega, í íslenzkri tungu - sem og hinum, cirka 2800 tungumálum Heimsins, fornvinkona góð.

Lygnara; sem ómerkilegra mann gerpi, höfum við ekki haft spurnir af, svo öldum skiptir - og; er þó af nægum að taka, svo sem.

Sömu kveðjur - og seinustu, vitaskuld / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 00:09

11 identicon

Það eru einmitt athugasemdir Óskars Helga um Ögmund, sem ég á erfitt að taka undir með.  Ekki það að ég sé ánægður með snúninginn í Geirsmálinu hjá honum.  Ef Ögmundur er persónulega tengdur Geir þá fyndist mér rétt hjá honum að taka það fram. En Óskar Helgi, sagði ekki einhver einhversstaðar : "Þeim var ég verst er ég unni mest"! Ögmundur er örugglega ekki sótraftur en hugsanlega krosstré sem brást.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 08:50

12 identicon

Árni Þór Sigurðsson er fyrrverandi stjórnarmaður í Frjálsa Fjárfestingarbankanum sem lánaði kerfisbundið út ólögleg gengistryggð lán. Sjálfur hefur Árni viðurkennt (samkvæmt Pressunni) að umræða um lögmæti þessara lána átti sér stað innan bankans þegar fyrst var byrjað að veita þau.

Nokkrar spurningar hljóta óneitanlega að vakna um hvernig þessari umræðu innan bankans var háttað.

1) Komu fram lögfræðiálit um að þessi lán væru lögleg?  Ef svo er hvar eru þau lögfræðiálit?

Eða

2) Létu stjórnarmenn í Frjálsa Fjárfestingarbankanum það viðgangast að gera ekki lögfræðilega úttekt á málinu þrátt fyrir að uppi hafi verið efasemdir um lögmæti lánanna? Ef svo er, hver er þá staða stjórnarmanna í fyrirtæki sem lánar út með svo óábyrgum hætti? Er ekki ástæða til þess að slíkir menn sæti sakamálarannsókn?    

Seiken (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 09:07

13 identicon

Annars get ég tekið undir sjónarmið Ögmundar í þessu máli.

Annað hvort átti bróður partur hrunstjórnarinnar að fara fyrir Landsdóm eða enginn. Að hlífa öllum hrunráðherrunum við Landsdómsákæru er að minnsta kosti yfirlýsing um það að fjórflokkurinn ætli ekki að láta af spillingu og ræfildómi. Kjósendur geta þá farið með þá vitneskju inn í kjörklefann næst þegar verður kosið.

Helst hefði ég hins vegar kosið að stjórnin hefði öll þurft að svara fyrir dómnum og í framhaldinu að fá dóm í málið.  Þá hefði þjóðin fengið úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort stjórnmálamenn í þessu landi eru ábyrgir gerða sinna eða ekki.

Seiken (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 09:18

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ásthildur.

Það eina sem er öruggt í Landsdómsmálinu er að hið sanna kemur ekki í ljós.  Til þess er leikurinn gerður og það er sorglegt að fólk í Andstöðunni við auðránsþjóðfélag útvaldra skuli ekki sjá samhengið.  

Að heiðarlegt gott fólk sem öll von barna okkar um mannsæmandi framtíð í réttlátu þjóðfélagi byggist á, skuli vera svo auðtrúa að það láti Hrunverja endalaust spila með sig.

Sýndarréttarhöldin eru til þess eins að hindra að heiðarlegt uppgjör við auðránið fari fram.  Og þau eru á vegum fólksins sem rændi okkur.

Og á meðan heiðarlegt, gott fólk lætur blekkjast, þá stunda þessi Óbermi ennþá ránsskap sinn og rupl.  

Og almenningur er sem fyrr fórnarlömb þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2012 kl. 09:30

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Bjarni Gunnlaugur.

Í það fyrsta þá biðjast menn ekki afsökunar hér á að skamma ráðandi öfl, Hrunverja sem og aðra sem hafa rænt þjóð okkar og svívirt.  Og það liggur í eðli skamma að þær eru skammir, ekki fræðilegar ritgerðir um menn og málefni eða annað sem gerðist eða er að gerast.

Hér er líka til siðs að menn skammi hvorn annan, sjái þeir ástæðu til.

Eins mega menn segja það sem þeim dettur í hug um húsráðanda, ég hef alveg töts til að takast á við það.  

Það eina sem er óleyft er persónulegar svívirðingar um aðra gesti bloggsíðunnar, sem og að menn vegi að opinberu persónum undir beltisstað.  

Og gestum hér hefur ágætlega gengið að virða þau takmörk, og ef við göngum of langt, það er húsráðandi og gestir, þá skilst mér að opinber velsæmisnefnd grípi inní, þau Árni Matt og Sofía segir Óskar Helgi, og lesi mér pistilinn eða straffi á annan hátt.

Til þess hefur aldrei komið en mín er ábyrgðin.

Ég er sammála þér að Ögmundur sé brotið krosstré, ekki sótarraftur.  Einnig veit ég að Óskar Helgi ætlast ekki til að aðrir taki undir orðfæri hans.  Hann lítur á sig sem axarbrýnara og vill að fólk verji sig en láti ekki endalaust míga yfir sig.

Eitthvað sem ég tel að blasi við á útmánuðum þegar elítan ætlar að knýja stjórnarskrá sinni í gegn í sauðargæru.

Þá verður þörf fyrir mongólska herðshöfðingja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2012 kl. 09:46

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Seiken.

Það er einnig ágætt að halda til haga að Árni nýtti sér innherjarupplýsingar til að bjarga stofnfé sínu í SPRON.  Svo tilheyrir hann ICEsave glæpahyskinu.

Einnig má ekki gleyma að Hrunstjórnin sat í umboði Alþingis.  Gjörðir hennar eru því á ábyrgð Alþingis og því er Alþingi vanhæft til að ákveða hverja á að ákæra og hverja ekki.

Ákæran á hendur Geir Harde er svipuð eins og að Helvítis Englarnir myndu skipa dómara vegna málsins þar sem þeir misþyrmdu konunni.  Þeir myndu einnig fá að ákveða hver úr þeirra hópi væri ákærður, til dæmis einn af stofnendum samtakanna, löngu kominn á eftirlaun, og að þeir myndu sjá til þess að ákæran á hendur honum  væri byggð á ákvæðum umferðarlaganna.

Og á meðan gengi þeir frá fórnarlambi sínu.

Vísa annars í  umræðuna sem við Árni eigum við bloggpistil minn, Ég ákæri í dag, sem og nýjasta pistil minn.  

Þeir sem vilja heiðarlegt uppgjör, biðja um heiðarlegt uppgjör, en aðstoða ekki auðræningjana við ránsskap sinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2012 kl. 09:59

17 identicon

Þetta var nú einhverskonar "disclaimer" hjá mér, þ.e. tilraun til að setja fótinn fyrir hugsanlega lögsókn, kanski með smá húmor og háði í bland, gagnvart þessari furðu sem íslenskt réttarfar er í ærumeiðingarmálum. Það er í raun hægt að "taka hvern sem er út" ef hann vogar sér að beita þeim lýðræðislega rétti sínum og jafnvel skyldu að tjá sig um það sem vel og miður fer í þjóðmálaumræðunni. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 486
  • Sl. sólarhring: 707
  • Sl. viku: 6217
  • Frá upphafi: 1399385

Annað

  • Innlit í dag: 412
  • Innlit sl. viku: 5267
  • Gestir í dag: 379
  • IP-tölur í dag: 374

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband