Man einhver eftir miðvikudeginum svarta???

 

Nei líklegast ekki, hann er á morgun.

Eurokratar sönnuðu það í eitt skipti fyrir öll að þeir eru getulausir gagnvart vanda evrunnar með því að draga Grikki á endurfjármögnun sinni.  

Það eitt veldur taugatitring upp á 8 á fjármálaskjálftamælinum.

Og núna kom eftirsjálfti upp á 7 frá Moodys.  

 

Vissulega stæði evran þetta af sér, ef hún stæði á traustum grunni.  

En hún var aldrei byggð á bergi heldur kviksandi pólitískra vona um að mynt án baklands gengi.

Og hún hefur þurft að þola marga skjálfta nýverið, auk þeirra eldri sem hófust haustið 2008.

Og hún má því við litlu, undirstöðunnar eru skakkar og brestir komnir í burðaveggina.

 

Og þetta snýst ekki um skuldavanda einstakra jaðarríkja sambandsins, ekki lengur.

Sjálft bankakerfið riðar til falls.

Stærsti banki Belga er búinn að vera, eða það álítur markaðurinn.  Og fleiri stórbankar koma í kjölfarið, aðallega franskir en sá Þýski er fúinn líka þó stöðugt sé nýmálað yfir þann fúa.

Og það er aðeins tímaspursmál hvenær markaðurinn snýr sér að bresku bönkunum.  Þeir ráða ekki við Írlandstapið fyrir utan það að þeir endurfjármagna sig ekki.  Í dag heldur bandraíski seðlabankinn þeim á lífi, en hvað lengi???

Svona þar til hann þarf að bjarga sínum eigin bönkum???

 

Fall fjármálakerfisins blasir við en menn eru of skelfdir til að horfast í augun við það.  Og gera því ekki neitt í málinu.

Nema að markaðurinn tekur bankana hægt og hljótt af lífi.

Og það er ákaflega líklegt að það ferli hefjist á morgun þegar hver og einn reynir að koma bréfum sínum í verð áður en allt hrynur.

 

Ákaflega líklegt vegna hinna fáranlegu afglapa Eurokrata að spila einhvern skollaleik við grísk stjórnvöld.

Á öllum tímapunktum, ákkúrat núna sýnir að skynjun þeirra á raunveruleikan er engin.

Sýnir að algjör fífl stjórna Evrópu.  En það var svo sem löngu vitað, sást strax á því hvernig þau brugðust við vanda Grikkja þegar hann komst fyrst upp á yfirborðið.

 

En líkur er ekki sama og að hluturinn gerist.

Það sem mælir á móti að hver og einn fjárfestir veit að allt hrynur ef allir paníka svo hans eina von til að ná að selja er að setja upp pókerfés og láta eins og það sé eitthvað vitrænt í stöðunni.

Sá leikur er reyndar í gangi í dag, þess vegna hækka hlutabréfin alltaf reglulega svo hið stöðuga fall þeirra sé ekki eins áberandi.

Og þegar þau lækka þá er það minna en tilefni gefur til.

Svona reyna menn að bjarga sér, að sjatla út bréfunum en um leið að koma í veg fyrir algjört hrun.

 

Leikur sem gengur á meðan menn haf von um hressilegt inngrip stjórnvalda, þá á evrusvæðinu, í Bretlandi og í Bandaríkjunum.

En þegar sú von hverfur, þá hrynur allt.

Og það er spurning hvort Eurokratar hafi það nú á samviskunni.

 

Við vitum það annað kvöld.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Lækka lánshæfismat Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Rólegur , það tekur enginn mark á þessum Bandarísku matsfyrirtækjum lengur.  Þau eru svo léleg að þau ættu frekar að vera austur á fjörðum að meta skreið og flokka í maðkaða eða ómaðkaða, varla hæf í annað.

Óskar, 4.10.2011 kl. 23:24

2 identicon

Mikið déskoti er ég alltaf sammála þér, ekki það að maður viti sossum nokkurn skapaðan hlut um nokkurn skapaðan hlut.  Ég hef það a.m.k. á tilfinningunni að það sé mikill hlutabréfaverðssirkus í gangi út í Evrópu. Markaðurinn sé á lóðbeinni leið niður en menn séu að blekkja sig og hvern annan í fallinu og því komi smá uppsveiflur af og til.  

Leiðir Evrópu og Bandaríkjanna út úr kreppunni byggjast á afturhvarfi frá óheftri markaðshyggju til ábyrgra ríkisafskifta og skattlagningu auðs en ekki fátæktar.  Hvort þeir hafi kjark,þor,dug,nennu,getu eða eitthvað annað til að gera það skal ósagt látið. Ekki kveður a.m.k. mikið að íslenskum vinstrimönnum til þessara verka.   (Lilja Mós. er að vísu með þetta, valdalaus úti í horni)

 En upphefðin kemur jú að utan!   Kanski 

Hér þorir ekki nokkur maður að hugsa/framkvæma út úr boxinu.Reyndar ekki innan þess heldur.

Undarlegt þó að þessir andskotans aumingjar gátu ekki samþykkt "lyklafrumvarpið" eða set reglur um hámarks vaxtamun hjá bönkum eða þak á vexti, hvað þá að nýta stórgallaða vísitölu til að leiðrétta lánin eða færa alla lífeyrissjóði undri ríkið og hafa ein lífeyrisréttindi til allra -- Nei ekkert svona, bara sullað svo lítið í hefðbundnum bótasaumi.

Mál er að þessu stjórnarfari linni - nýjar kosningar - Sennilega best að hafa það persónukosninga og stúta fjórflokknum í leiðinni!

Kveðja að sunnan!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 00:33

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað segirðu Óskar???., þegar ég var strákur þá var flokkunin mun einfaldari en svo en að menn væru að maðkaskoða einstaka fisk.  "Hey, hvað átti aftur mikið að fara á Nígeríu???, sendið svo restina í gúanóið", en menn voru reyndar meira hérna í saltfisknum.

Takk fyrir þitt góða innlegg Bjarni, það eina sem ég vil andmæla er hugmyndum um persónukjör, ekki það að flokkakerfið sé ekki meingallað, en hitt er einfaldlega að fara úr öskunni í eldinn.  

Íslendingar þurftu ekki stjórnlagaráðskosningarnar til að sjá "einsleitni" þeirra sem voru kosnir og út af hvað þeir voru kosnir, sagan hefur vitað veikleika persónukjörs fyrir lýðskrumi allt frá því að hraustir Aþeningar rotnuðu í dýflyssum Sarakúsa.

Ef ég ætti pening þá þekki ég milljón leiðir til að koma mínum mönnum að og hindra að þeir sem vinna gegn hagsmunum "peningamanna" kæmust á þing.

Persónukjör er draumakjör auðmanna og mun alltaf verða eðli málsins vegna.

Og já, ég hef oft déskotið rétt fyrir mér.

"

Óveðursský í Evrópu

"

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2011 kl. 06:55

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Eða þannig.

"

Fjör á fjármálamörkuðum

"

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2011 kl. 08:24

5 identicon

Ágæt rök hjá þér á móti persónukjöri! Held reyndar að flokkakerfi myndist alltaf hvað sem gert verður, þegar menn fara að "sammælast" hver gegn öðrum og pólitískir gerlaklasar myndast.  Og jú þetta stjórnlagaráðsfólk er kanski ekki ímynd fullkomnunnar  en margt  þar þó um ágætt fólk. 

Það er bara eitthvað svo freistandi við þessa hugmynd að geta kosið þann og þann sem manni líkar án þess að ruslið fylgi!           Hitt er svo algeng hugsanavilla að fólk í pólitík eigi ekki að vera "hagsmunatengt" .Það er t.d. alger hryllingur að horfa upp á þegar einhver bjálfinn er diktaður upp í ráðherraembætti þó hann hafi ekki nokkurt vit á málunum, bara að því að nú er komið að því, á pólitíksa ferlinum.  Ætli það þurfi ekki að vera einhver heppileg blanda af hugsjónafólki og hagsmunagæslumönnum.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 08:53

6 identicon

ps. Vissulega fylgir persónukjöri hættan á að skallapopparar, sjónvarpsstjörnur eða jafnvel kjaftforar skallasjónvarpsstjörnur, hrúgist inn á þing og gerist þar auðveld fórnarlömb hagsmunagæslumanna og peningaafla.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 08:56

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Í ófullkomnum heimi er framtíð okkar komin undir að við veljum það skásta af því ófullkomna.

Vissulega er það falleg sýn að velja gott fólk eins og áróður og vald peninga hafi ekkert með það val að gera.  En það er ekki þannig.

Og það versta er, að slíkt fyrirkomulag leiðir til algjörar óstjórnar því ef meginlínur liggja ekki fyrir þá fer orkan í samninga, í að afla skoðunum sínum fylgis hjá öðrum fulltrúum, og svo framvegis.  Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið fullreynt á pólska þinginu á átjánda öld og allavega vilja Pólverjar ekki skipta aftur.

Og það alversta, að á meðan "Held reyndar að flokkakerfi myndist alltaf hvað sem gert verður, þegar menn fara að "sammælast" hver gegn öðrum og pólitískir gerlaklasar myndast" að þá er enginn sem ver þjóðina gegn þeim hættum og arðránum sem við blasa.

Það eru alvarlegir tímar, hvernig sem á það er litið.  Það er ekki bara stríðið við bankaræningjana, þegar AGS talar um heimskreppu sem möguleika, þá er allt komið til helvítis.

Og það veit enginn hvað gerist í því helvíti, nema það verður ekki gott að lifa í þar, ekki frekar en í öðrum helvítum.

Þetta er grunnvandinn í þessu öllu saman, og fólk er ekki að kveikja og því er ekkert gert í tíma sem gæti nýst þjóðinni á þeim erfiðum tímum sem sannarlega munu koma.

Og það er ekkert við því að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2011 kl. 09:46

8 Smámynd: Óskar

jæja nú hafa hlutabréf HÆKKAÐ töluvert í morgun.  -eins og ég sagði, það tekur ekki nokkur maður mark á þessum matsfyrirtækjum lengur!

Óskar, 5.10.2011 kl. 10:58

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar, þú segir það, en ég segi þetta;

"En líkur er ekki sama og að hluturinn gerist.

Það sem mælir á móti að hver og einn fjárfestir veit að allt hrynur ef allir paníka svo hans eina von til að ná að selja er að setja upp pókerfés og láta eins og það sé eitthvað vitrænt í stöðunni.

Sá leikur er reyndar í gangi í dag, þess vegna hækka hlutabréfin alltaf reglulega svo hið stöðuga fall þeirra sé ekki eins áberandi.

Og þegar þau lækka þá er það minna en tilefni gefur til.

Svona reyna menn að bjarga sér, að sjatla út bréfunum en um leið að koma í veg fyrir algjört hrun.

Leikur sem gengur á meðan menn haf von um hressilegt inngrip stjórnvalda, þá á evrusvæðinu, í Bretlandi og í Bandaríkjunum.

En þegar sú von hverfur, þá hrynur allt."

Fæ ekki annað séð en það sé að gerast.  Gættu að hlutabréf í Dexia bankanum er að hækka en það er eðli yfirtöku ríkisvalds að það þurrkar út hlutafé þeirra sem fyrir eru.  Þess vegna er dálítið spúki að hlutabréf banka sé að hækka vegna þess að menn búast við ríkisfjármögnun. 

Tek meira mark á AGS, aldrei þessu vant.

"Everything is going down, down, down."

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 4175
  • Frá upphafi: 1338874

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3742
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband