4.10.2011 | 20:12
Loksins, loksins, loksins.
Loksins, loksins, þvert á flokkslínur, þvert á hagsmunagæslu embættismannaaðalsins, kom tillaga um Uppreisn æru handa þjóð okkar.
Pyntingar, sem leiddu til réttarhneykslis, réttarmorðs, eru loksins, loksins fordæmdar út um allt þjóðfélagið.
Og loksins loksins á að gera tilraun til að fá allan sannleikann í Guðmundar og Geirfinnsmálinu.
Og þá er ég ekki að tala um afdrif Guðmundar og Geirfinns, þó vissulega væri það bónus í málinu. Bæði fyrir þjóðina og ekki hvað síst fyrir vini og ættingja þessarra tveggja horfinna manna.
Nei, sannleikurinn um hvernig örfáir embættismenn tóku þá ákvörðun að pynta nokkur heppileg ungmenni (með fortíð í smáglæpum) til að játa á sig morð á mönnum sem þau þekktu ekki neitt til.
Og sannleikann um það hvernig restin af þjóðfélaginu horfði á án þess að gera ekki neitt fórnarlömbunum til varnar.
Einnig væri gott að fá vitneskju um hvernig virtir lögfræðingar geta verið svo ömurlegir í hugsun að halda fast fram að fyrst að ekkert "nýtt" hafi komið fram í málinu, það var jú dæmt rangt í upphafi, að þá megi ekki rannsaka það upp á nýtt.
Og ég ítreka að það er sjálf æra og sál þjóðarinnar sem er í húfi, vissulega er gott fyrir hina saklausu að fá uppreisn og í kjölfar bætur og afsökunarbeiðni, en málið er bara svo miklu stærra en það.
Málið snýst um sjálfa mennsku þjóðarinnar.
Og hún er ekki metin til fjár eða tíma, það má engu til spara að endurheimta hana, og það er aldrei of seint.
Hafi þessir alþingismenn þökk fyrir sína góðu tillögu.
Ég gef þeim ekki Rauða spjaldið í kvöld.
Kveðja að austan.
Vilja sannleiksnefnd um Geirfinnsmálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 501
- Sl. sólarhring: 678
- Sl. viku: 6232
- Frá upphafi: 1399400
Annað
- Innlit í dag: 423
- Innlit sl. viku: 5278
- Gestir í dag: 389
- IP-tölur í dag: 383
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Ómar minn, nú kemur sannleikurinn upp á yfirborðið, loksins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.10.2011 kl. 20:26
Blessuð Anna.
Siðað fólk veit inntak þess sem einu sinni var sagt, "Það sem þú gerir mínum minnsta bróður, það gerir þú og mér".
Þetta er sjálf mennskan og þessi mennska hefur smátt og smátt skilað mannkyninu betra samfélagi, mannvænlegri samfélagi. Reyndar ásamt þeirri visku að "þú eigir að gæta bróður þíns".
Og þessi hugsun mun að lokum temja villidýrið í manninum, vonandi tímalega áður en gjöreyðingarvopnin fá hlutverk í væntanlegum átökum þriðja heims stríðsins.
Íslendingum er mjög tíðrætt um rétta hegðun, og þeir benda mjög á aðra þegar þeim finnst skorta á hana. Sem er gott og gilt en innantómt með eindæmum á meðan þeir láta dómskerfið komast upp með óhæfu sína.
Þjóðin þarf virkilega á sannleikanum að halda, það hangir svo margt á spýtunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2011 kl. 21:56
Ómar, ég vissi ekki að þú værir kominn í gallann.
En málin hafa verið til óendanlegrar skammar fyrir embættismenn og stjórnvöld og alla þá sem standa nú og hafa staðið í veginum fyrir rannsókn í óleystu máli sem menn hafa verið dæmdir fyrir án nokkurra líkinda eða sannanna.
Og verður líka að refsa þeim sem kunna að verða fundnir sekir um að kúga sakborningana og viljandi misleiða dóminn.
Elle_, 5.10.2011 kl. 12:29
Blessuð Elle, það kom ekki til að góðu.
Það var þannig að góður drengur sem ég þekki hefur mikinn áhuga á að borað sé í gegnum fjöll hér fyrir austan, og ég lofaði honum, sem var það minnsta sem ég gat gert, að skrifa pistil um af hverju menn bora og hina heilbrigðu skynsemi þar að baki.
Og þar sem það er ákveðin vinna að segja eitthvað að viti, þá fannst mér það sóun að pistla fyrir tómu húsi, svo ég byggði upp IP tölurnar áður. Og þar sem þær tóku strax við sér, og stutt var í hræðslustund Alþingis, þá ákvað ég að leyfa blogginu að lifa svo ég gæti lagt mitt að mörkum til að auka angist ráðamanna.
Sem gekk svona og svona.
En núna er það búið, það á aftur að spjalla, og aftur lætur Andstaðan fífla sig, líkt og í fyrra og þar áður, svo þetta þjónar litlum tilgangi lengur.
Þess vegna er dagurinn í dag, dagur lokapistla í bili, og þú náðir í rassinn á þeim, eða þannig.
Sem minnir mig á að ég hélt að þú værir í pústi, líkt og ég hefði verið í ef ekki hefði tilkomið þessi gangnaboráhugi.
En Elle, það er þetta með sannleiksnefndir, þær meta sannleikann meira en refsingar.
Og það er snilldin.
Bið annars að heilsa, svæfingarpistillinn er í vinnslu.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 5.10.2011 kl. 16:58
Já, ég var í nokkurs konar hléi, Ómar, hef bara verið að flakka í Moggablogginu og ónáða hina og þessa. En við heyrumst, Ómar.
Elle_, 5.10.2011 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.