Snork, snorkkkk, snork.

 

Sorgleg er svæfing ríkisstjórnarinnar á æpandi neyð heimilanna.

Og sorglegt er að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skuli taki þátt í skrípaleiknum.  

 

Einhver hefði haldið að hún lært sína lexíu eftir að hún tók að sér að rannsaka Útrásina og sérstaka hæfileika okkar Íslendinga í fjármálavíking í öðrum löndum.

Sérstaklega í ljósi þess að hún tók það verkefni að sér snemma árs 2008, þegar hið æpandi skuldahrun blasti við öllu skynsömu fólki.

En innan Hagfræðistofnunar er fólk sem telur evruna vera einu von Íslendinga í efnhagsmálum, og berjast hart fyrir upptöku hennar.  

Það er eins og vitsuga hafi tekið sér bólfestu þar í miðju góðærinu og nærist vel.

 

En samt, að styðja ómennsku er ekki spurning um vit eða vitskerðingu, heldur innræti.

Aðeins vont fólk styður aðför ríkisstjórnar Íslands að heimilum landsins.  Gleymum því ekki, ekkert siðað fólk styður þetta stjórnvald.

Og þessi svæfing mun ekki takast.  Hún mun ekki takast.

Neyðin er of mikil til þess.

Líf og velferð samborgara okkar er í húfi.

Og æra okkar sem þjóðar er í húfi..

 

Gefum stjórnvöldum Rauða spjaldið.

Kveðja að austan.


mbl.is Hagfræðistofnun skoðar verðtrygginguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hefur Hagfræðistofnun nokkuð verið spurð hvort hún vilji taka þátt í þessu á forsendum stjórnvalda?

Eða var bara send út fréttatilkynning um að þetta skyldi gert, alveg eins og var ákveðið að HH skyldu vera í "uppvakningahópnum" án þess að spyrja okkur?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2011 kl. 03:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur, eitthvað taut heyrði ég á Ruv að Hagfræðistofnunin væri enn einu sinni að niðurlægja sjálfa sig, en minni náttúrulega á vitsuguna (var að horfa á Potter með drengjunum, veit því allt um þau fyrirbæri).

En HH vegna og þjóðarinnar þá vona ég að þið hafið lært af taktleysi ykkar frá því í fyrra þar sem aðkoma ykkar var lykilfléttan í þeim blekkingarleik sem var ákveðin á hræðslustundu þegar reiður múgur ógnaði bankaríkisstjórninni.

En virðist ekki skipta miklu svo sem, Hrunið mikla er byrjað og aðeins Dú dú fuglar láta fífl stjórna sér á slíkum tímum.

Og við Íslendingar erum ekki Dú dú.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2011 kl. 07:00

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ólíkt stjórnvöldum höfum við lært af reynslunni og munum ekki taka þátt í neinu leikriti. Aðeins aðgerðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2011 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 264
  • Sl. sólarhring: 1045
  • Sl. viku: 5750
  • Frá upphafi: 1338637

Annað

  • Innlit í dag: 238
  • Innlit sl. viku: 5072
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 232

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband